Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AAGOT VILHJÁLMSSON + Aagot Fougner Vilhjálmsson fæddist á Seyðis- firði 7. apríl 1900. Hún lést á Borgar- spítalanum 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kitty Överland Johansen og Rolf Johansen, kaupmaður á Reyð- arfirði. Aagot var elst 9 systkina. Þau eru Valborg Fougn- er, Sverre Fougner, Arthur Fougner, Hákon Fougner, Johan Thulin, Olga, Rolf og Otto. Hákon Fo- ugner er einn á lífi. Aagot gift- ist árið 1920 Arna Vilhjálmssyni héraðslækni á Vopnafirði, f. 23. 6.1894, d. 9.4.1977. Börn þeirra eru Snorri lögfræðingur, f. 10.7. 1921, d. 21.12. 1972, Kjart- an, héraðslæknir, f. 8.12. 1922, Blómastofa Friöfmm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tifefni. Gjafavörur. d. 21.5. 1978, Arni, framkvæmdastjóri, f. 26.11.1924, Krist- in Sigríður, kaup- maður f. 30.6. 1926, Sigrún ritstjóri, f. 6.9. 1927, Valborg hjúkrunarfræðing- ur, f. 12.2. 1930, Vilhjálmur járn- smiður, f. 20.4. 1933, Aagot full- trúi, f. 7.4. 1935, Rolf , Fougner tæknifræðingur, f. 3.11. 1937, Aðal- björg hjúkrunar- fræðingur, f. 17.1. 1939, og Þórólfur verslunarmaður, f. 9.11. 1941. Aagot og Arni sett- ust að á Vopnafirði og bjuggu þar í 36 ár. Þau fluttust til Reykjavíkur 1959. Utför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. LÁTIN er í hárri elli tengdamóðir mín, Aagot Vilhjálmsson, fyrrpm læknisfrú á Vopnafirði. Hún var af norsku bergi brotin. A síðari hluta nítjándu aldar og fram á þessa öld voru mikil sam- skipti milli Norðmanna og Austfirð- inga. Norskir athafnamenn settust að á Austfjörðum, byggðu sér reisu- leg hús og voru umsvifamiklir í verslun og margvíslegum atvinnu- rekstri. Síldveiðar og útflutningur á síld og öðrum sjávarafurðum var blómlegur. Norðmenn settu á þess- um tíma svip sinn á líf og afkomu fólks á Austfjörðum. Meðal þeirra sem þar komu við sögu var Sigurd ^Johánsen (f. 1860) frá Stavanger. Hann rak verslun á Vopnafirði og Seyðisfirði þar sem hann var búsett- ur. Hann var vel kynntur, sem marka má af því að hann var kvadd- ur til setu í fyrstu bæjarstjórn Seyð- isfjarðar. Sigurd Johansen átti mörg systk- ini sem flest voru yngri en hann. Eitt þeirra var Rolf (f. 1874). Hann kom til íslands á fimmtánda ári og gerðist innanbúðarmaður hjá bróð- ur sínum. En á stóru heimili kaup- mannshjónanna var einnig þörf fyr- ir aðstoð við uppeldi bamanna og til þeirra réðst nokkru síðar ung stúlka frá Noregi, Kristine Överland að nafni, ávallt kölluð Kitty. Þessi ^tvö aðkomnu ungmenni felldu hugi saman þegar fram liðu stundir og gengu í hjónaband á Seyðisfirði árið 1899. Ári síðar fæddist þeim dóttir sem í skírn hlaut nafnið Aa- got. Alls urðu böm þeirra níu en tveir drengir dóu í frumbernsku. Þau ólu auk þess upp tvö fóstur- böm. Þau áttu lengst af heima á Reyðarfirði þar sem Rolf stundaði verslun og útgerð. Þannig er í ör- stuttu máli sagan um ungu hjónin frá Stavanger sem tóku ástfóstri við nýja fóstuijörð og urðu foreldr- ar þeirrar merkiskonu sem hér er minnst. Þegar Aagot var komin á ungl- ingsaldur fór hún ásamt Valborgu systur sinni í unglingaskóla á Seyð- isfirði og síðar í Gagnfræðaskólann á Akureyri. í hópi skólafélaga þeirra þar voru ýmsir þjóðkunnir menn, svo sem Hermann Jónasson ráðherra og Jóhann Jónsson skáld, og þaðan átti hún margar góðar minningar. Á níræðisafmæli Aagotar skrif- aði sonardóttir hennar, Auður Árnadóttir, afmælisgrein um hana þar sem hún lýsir vel lífí og starfi þeirra læknishjónanna á Vopnafírði og með góðfúslegu leyfi hennar birti ég hér kafla úr henni: „Árið 1920 giftist Aagot Árna Vilhjálmssyni lækni. Þau fluttust nýgift til Noregs og bjuggust jafn- vel við að setjast þar að, þar sem læknishéruð á íslandi lágu ekki á lausu. Vorið eftir fór hún svo heim til að eignast fyrsta barnið. Árni kom síðan heim næsta vetur og starfaði sem læknir á ýmsum stöð- um þangað til honum bauðst emb- ætti héraðslæknis á Vopnafírði og settust þau þar að árið 1924. Þar bjuggu þau síðan allt til ársins 1960. Að mörgu leyti má segja að í lífi læknishjónanna á Vopnafirði endur- speglist líf kaupmannshjónanna á Reyðarfirði. En munurinn er sá að hér var ekki um kaupmanninn að ræða, heldur embættismanninn, héraðslækninn. Árni læknir var í hreppsnefnd í áratugi og oddviti um skeið. Á heimili þeirra þurfti því ekki aðeins að veita þreyttum ferðalöngum beina, heldur var þar sjúkrahúsið í héraðinu, hótelið og gistiheimilið. í apótekinu, sem aldr- ei var nefnt annað, var móttaka fyrir alla sjúklinga sem komu og þar voru gerðar aðgerðir. Ef um meiriháttar aðgerðir var að ræða þurfti að taka sjúklinginn inn á heimilið og veita honum þar að- hlynningu. Frú Aagot þurfti því að vera margt í senn. Hún var ekki aðeins húsmóðir á sínu stóra heim- ili og móðir barna sinna, heldur var hún einnig hjúkrunarkona og að- stoðarlæknir, þótt hún hefði ekki til þess skólamenntun og sennilega hefur ekki liðið svo dagur að hún væri ekki sótt til aðstoðar við tann- töku og annað slíkt. Allt lín og umbúðir sjúklinganna varð að þvo með öðrum þvotti heimilisins og öll læknisáhöld og tæki varð að sótt- hreinsa í eldhúsinu. Þá var rekinn smábúskapur til heimilisþarfa, mótekja stunduð til eldiviðar og mikið unnið að heimilis- iðnaði. Frú Aagot eignaðist rokk og lærði að spinna og síðan var pijónað, heklað og saumað. Fljót- lega eignaðist hún pijónavél og eft- ir það sá hún ekki aðeins eigin heimili fyrir pijónlesi, heldur pijón- aði hún bókstaflega fyrir alla sveit- ina í mörg ár. Lengi hafði hún litla hannyrðaverslun inn af lækninga- stofunni og var það umboð frá versl- un Baldvins Ryel á Akureyri. En þótt önn dagsins væri mikil fann hún alltaf tíma til að sinna félagsmálum. Hún starfaði mikið í Kvenfélagi Vopnafjarðar og var þar lengst af gjaldkeri. Hún sat um langt skeið í sóknamefnd Vopnaflarðar- sóknar. Þá er ótalinn áhugi hennar á leiklist. Hún hafði mjög gaman af að leika og var ein aðaldrifijöðrin í leikfélagi á Vopnafirði og lék oft sjálf í ýmsum hlutverkum. Eftir að þau hjónin _ fluttust til Reykjavíkur starfaði Árni læknir um árabil hjá Tryggingastofnun ríkisins, en hann lést í apríl 1977. Þó að amma Aagot standi ekki lengur á leiksviði er hún samt sem áður í stóru hlutverki, því hún er sá tengiliður sem heldur þessari stóru ijölskyldu saman. Hún hefur alltaf jafngaman af að hitta fólk, fara í leikhús, á tónleika eða gera eitthvað skemmtilegt, enda hrókur alls fagnaðar hvar sem hún fer. Hún tekur virkan þátt í félagsstarfi aldraðra og stundar þar reglulega leikfími og handavinnu. Einnig er hún meðlimur í Félagi austfirskra kvenna og sækir þar fundi reglu- lega. Ekki em mörg ár síðan hún hætti píjónaskapnum, en handa- vinnan er samt aldrei langt undan, t.d. útsaumur eða barnahosur.“ Síðustu tíu ár ævinnar átti Aagot heimili að Miðleiti 5. Þar átti hún góð og gjöful samskipti við aðra íbúa hússins og naut þess að taka á móti ættingjum sínum og vinum og veita þeim allt sem hún mátti af gnægð hjarta síns. Og þangað sótti unga fólkið í fjölskyldunni ekki síður en börn hennar og tengdabörn því að öllum var unun að því að vera í návist hennar. Við sem þess nutum þökkum samver- una að leiðarlokum. Megi hún hvíla í friði. Sveinbjörn Jónsson. í dag kveðjum við í hinsta sinn Aagot ömmu. Í hugann kemur mynd af gráhærðri konu, talsvert unglegri en árin gáfu til kynna. Hún var lágvaxin, nett og kvik á fæti, oftast brosandi og viðmótið hlýlegt. Það sem einkenndi hana var lífsgleði, jákvæðni og kærleikur til náungans. Okkur barnabörnun- um var hún afar hjartfólgin. Hún sýndi áhuga öllu því sem við höfðum fyrir stafni og sótti ófáar samkom- ur þar sem afkomendur hennar Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ifi fi S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 KAUVN Oionv voru meðal þátttakenda. Hún var og heiðursgestur við alla helstu við- burði í lífí okkar. Fyrir okkur var hún alltaf amma í Barmahlíð. Þar bjuggu þau afí og þar vorum við alltaf velkomin sem og í Miðleiti 5. Fjölmargar gestabækur hennar vitna um miklar gestakomur enda var hún góð heim að sækja. Hún var hvers manns hugljúfi og elskuð og virt af öllum sem hana þekktu. Eitt af því sem tengist minning- unni um ömmu eru blómin. Hennar helsta áhugamál hin seinni ár var blómarækt. Allt dafnaði vel í kring- um hana, bæði plöntur og menn. Hún var mikil hannyrðakona. Eftir hana liggja margir fallegir munir. Öll gengum við í pijónanær- fötum og ,gammosíum“ frá ömmu og bömin okkar fengu litlar pijóna- hosur og bamateppi sem hvarvetna vekja athygli fyrir gott handbragð. Ámma naut þess að hafa fjöl- skylduna í kringum sig. Allir tengd- ust henni nánum böndum bæði ung- ir sem aldnir. Hún hafði sérstakt lag á því að laða til sín yngstu bömin sem sakna nú langömmu sinnar sárt. Hún þreyttist aldrei á ærslafullum leik langömmubarn- anna heldur gladdist yfír athafna- semi þeirra og lífsgleði. Við munum minnast af hlýhug samvemstundanna með Aagot ömmu og þökkum fyrir árin sem við fengum að njóta með henni. Megi Guð geyma hana. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gerður Aagot og Elín Huld Árnadætur. Þá er hún amma farin, ættar- höfðinginn, þessi merkilega kona sem var jafngömul öldinni en náði þó aldrei að verða neitt tiltakanlega gömul í huga okkar. Okkur fannst hún amma dálítið undur vegna þess að hún eltist ekki þótt árin færðust yfir hana. Hún var alltaf eins. Alltaf jafnungleg, alltaf jafnminnug á afmælisdagana, alltaf nýbúin að pijóna kynstur af ung- bamasokkum og hún var alltaf í góðu skapi. Eða ég man að minnsta kosti ekki eftir að hafa séð ömmu öðruvísi. Hún amma átti frábæra ævi. Auðvitað fékk hún sinn skammt af mótbyr og sorgum en þær urðu henni ekki fjötur um fót. Hún elsk- aði fólk og samneyti við það og hefur áreiðanlega oft glaðst í hjart- anu yfír ríkidæmi sínu, afkomendun- um sem orðnir eru á annað hundr- að, þótt ekki væri hún vön að vera með einhveija tilfínningasemi yfir því. Ættarhöfðingjatignfna bar hún af fullkominni reisn eins og hattinn góða á níræðisafmælinu - alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún amma tók einatt öllu sem að höndum bar með dæmalausri jákvæðni. Hún var snillingur í þess- ari vandlærðu list að lifa í núinu. Eitt sinn sátum við saman þijár kynslóðir að spjalli og sú fjórða, barnabarnabörnin dunduðu sér með liti og litabók. þá sagði amma: „Mikið held ég að það sé gaman að lita. Eg þyrfti að fá mér litabók, hún verður gott viðfangsefni fýrir mig þegar ég hætti að geta pijón- að.“ Og hló dátt. Okkur fannst hún amma dálítið undur vegna þess að hún veitti okkur innsýn í löngu liðinn tíma. Fyrir um tveimur árum, er við sát- um eitt sinn hjá henni í stofunni, leyfði hún okkur að fylgja sér þeg- ar hún rifjaði upp ferð til Akur- eyrar árið 1916. Hún lýsti sjóferð- inni, siglingunni inn Eyjafjörð sem og staðháttum og fólki á Akureyri á svo lifandi hátt að mér fannst ég standa sjálf í sporum þessarar fímmtán ára stúlku í fyrstú lang- ferðinni að heiman. Og það er óneit- anlega sérstök reynsla að fá að skyggnast þannig inn í fortíðina - það er eins og tíminn sé þurrkaður út og manni gefín hlutdeild í veru- leika sem maður hefur ekki lifað sjálfur. Líf ömmu var einhvern veginn alltaf svo sjálfsagt. Þannig fannst okkur óhugsandi annað en hún yrði að minnsta kosti hundrað ára, að hún yrði líka ómissandi gestur í aldamótahátíðahöldunum eins og á öllum öðrum gleði- og hátíðarstund- um í lífi okkar. En eins og líf henn- ar var sjálfsagt verður dauðinn það einnig og það er aðeins hægt að gleðjast yfir því að þjáningin dróst ekki á langinn. Það er ekki erfítt að trúa því_að þar sem hún er núna sé alveg óskaplega skemmtilegt. Blessuð sé minning hennar ömmu. Aagot Vigdís Oskarsdóttir. Enn man ég glöggt er ég sá Aagot fýrst fyrir aldarþriðjungi, fyrirmannlega, alúðlega og bros- milda og brá fyrir glettnisglampa í augum. ■ Aagot Fougner Johansen, Vil- hjálmsson, var dóttir norskra kaup- mannshjóna á Reyðarfirði. Tvítug giftist hún lækni norðan úr Þistil- fírði, Árna Vilhjálmssyni, og lágu leiðir þeirra saman upp frá því meðan bæði lifðu. Lengst af bjuggu þau á Vopnafirði þar sem Árni var héraðslæknir í 36 ár í víðlendu og einangruðu héraði. Er Árni lét af störfum fluttust þau til Reykjavík- ur. Árni lést 1977. í Vopnafirði tóku þau þátt í önn fólksins. Árni sat t.d. lengi í hrepps- nefnd og kenndi unglingum þegar vantaði kennara. Aagot aðstoðaði mann sinn við læknisverk, var virk og eflaust oft driffjöður í félagslífi, pijónaði flíkur fyrir fólk, og þegar lá á að bjarga verðmætum lét lækn- isfrúin sig ekki vanta við síldarsölt- un. Fyrir kom fyrr á árum, að lækn- irinn hefði fataböggul með til sæng- urkonu. Þau Aagot og Árni eignuðust 11 börn, sem öll komust á legg. Eins og títt var á stórum heimilum fyrir tíma raftækjanna var þar stundum vinnufólk meðan börnin voru ung. Ekki hefur farið fram hjá þeim, sem þekkja til þessa nær aðeins af frá- sögnum, hveijum vináttuböndum þetta fólk bast fjölskyldunni og hveija rækt Aagot sýndi því æ síð- an. Ættingjum í Noregi sýndi Aagot ræktarsemi, gerði sér ferðir til Nor- egs á slóðir foreldra sinna, tók á móti norskum gestum hér og var í bréfatengslum við vandafólk í Nor- égi fram til hins síðasta. Aagot var félagslynd og virk í ýmsum samtökum, átti létt með að kynnast og vinna með fólki og lét sitt ekki eftir liggja þar sem unnið var að góðum málum. Var hún því vinamörg. Undir nírætt var hún að sögn hrókur alls fagnaðar og dans- aði gömlu dansana á við hina yngri á samkomum Vopnfirðinga í Reykjavík. Aldrei var hún iðjulaus og sér þess merki í hannyrðum hennar, sem vitna um hagleik og smekkvísi. Hún hafði áhuga á þjóðmálum og fylgdist með þeim af áhuga og innlifun. Hin síðari ár var Aagot tengiliður hinnar fjölmennu fjölskyldu sinnar. Sérhver nýliði, maki eða ungbam, var kynntur fyrir henni og hún vissi deili á heimkynnum og viðfangsefn- um hvers og eins. Alltaf gaf hún sér tíma til að samfagna niðjum sín- um með því að vera við útskrift eða skólatónleika eða sækja sýningar, bömunum til örvunar og sér til ánægju, enda naut hún virðingar og ástríkis þeirra sem og annarra sem henni kynntust. Þegar íbúð hennar varð of lítil var tekið á móti gestum í samkomusal í Miðleiti 5 því að enginn vildi fara á mis við jólaboð hjá ömmu eða annan fjöl- skyldufagnað. Aagot var sjálfsagður gestur á fagnaðarstundum ættingjanna. Haft var á orði, að hver heimsókn hennar yrði að hátíðarstund sökum virðulegrar háttvísi hennar, hóg- værðar og jákvæðrar lífssýnar. Það er mikils virði að hafa átt kost á að kynnast slíkri konu. Árni G. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.