Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 43 BRAGI Þorfinnsson, sigurvegari i eldri flokki, t.v. keppir við Unnar Þór Guðmundsson. DAVÍÐ Kjartansson, sigurvegari í yngri flokki, mætir hér Sigurði Páli Steindórssyni. Fjölmennasta skákmót landsins SKAK Landsmót í skólaskák BLÖNDUÓSI Úrslit á Landsmótinu í skólaskák 19. — 22. október 1995 fóru fram nú um helgina á Blönduósi. Bragi Þorfínnsson sigraði í eldri flokki og Davíð Kjartanson í yngri flokki. KEPPNIN fór fram á Blönduósi m.a. í tilefni af því að í sumar voru liðin 75 ár síðan Skáksamband ís- lands var stofnað þar. Landsmót í skólaskák, einstaklingskeppni, er fjölmennasta skákmót landsins á hveiju ári. Þijú til fjögur þúsund böm ög unglingar um allt land hefja keppni, síðan eru haldin sýslu- mót, kjördæmismót og loks sjálf úrslitakeppnin. Venja er að ljúka landsmótinu á vorin, en vegna kennaraverkfallsins þurfti að fresta því fram á haust að þessu sinni. _ Keppt var í tveimur flokkum. í yngri flokki tefldu skákmenn sem voru í 1.-7. bekk síðastliðinn vetur og í eldri flokki tefldu skákmenn úr 8.-10. bekk. Úrslit í eldri flokki urðu þau, að Bragi Þorfínnsson sigraði með 9'A vinningi af 11. Jón Viktor Gunnars- son lenti í öðru sæti með 9 vinn- inga og í þriðja sæti varð Bjöm Þorfínnsson, bróðir Braga, með 8 ‘A vinning. Jafnir Bimi að vinningum, en lægri samkvæmt stigaútreikn- ingi urðu þeir Bergsteinn Einarsson og Einar Hjalti Jensson. Þessir fimm skákmenn sem raða sér í efstu sætin em einmitt þeir sömu og skipuðu sigursveitina á Ólympíumóti 15 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Það skal því engan undra þótt yfirburðimir hafí verið miklir. í yngri flokki sigraði Davíð Kjart- ansson af miklu Öryggi, hlaut 10 'A vinning af 11 mögulegum. Hjalti Rúnar Ómarsson varð annar og Guðjón Heiðar Valgarðsson þriðji. Við skulum líta á lagleg lok frá mótinu: Svart: Bergsteinn Einarsson Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson 19. Bxh7+!! - Kxh7 20. Dh5+ - Kg8 21. Hf3 - g6 22. Dh6 - Rg7 23. Hh3 - Rh5 24. Rd4!! - Dg4+ 25. Kf2 - Hfe8? Tapar strax en hvítur vinnur einnig ef svartur þiggur hróksfóm- ina: 25. — Dxh3 26. Rxe6 — Dxh2+ 27. Kel - Dh4+ 28. Kd2 - Bxg5 29. Bxg5 - Df2+ 30. Kc3 - Dc5+ 31. Kd3! - Dc4+ 32. Kd2. 26. Rxc6 - Bxc6 27. Bd4! - f6 28. Dxg6+ - Rg7 29. Hh7 og svartur gafst upp. Haustmót TR Síðasta umferðin fer fram á miðvikudagskvöldið 25. október. Röð efstu manna í hinum ýmsu flokkum, að loknum tíu umferðum, er sem hér segir: A flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 9 v. 2. Sævar Bjarnason 7 v. 3—4. Jón Garðar Viðarsson og Magnús Örn Úlfarsson 6 'A v. 5. Sig- urbjörn Bjömsson 6 v. B flokkur: 1. Ólafur B. Þórsson 6'/z v. af 9 2. Páll Agnar Þórarinsson 6 'h v. 3— 4. Bergsteinn Einarsson og Heimir Ásgeirsson 6 v. 5—6. Bragi Þorfinnsson og Björn Þorfinnnsson 5 v. af 9 7—8. Sveinn Kristinsson og Einar K. Einarsson 5 v. C flokkur: 1. Jóhann H. Ragnarsson 6 'h v. af 9 2— 3. Kjartan Guðmundsson og Davíð Olafur Ingimarsson 6 v. 4— 5. Sverrir Norðfjörð og Árni H. Kristjánsson 5 'h v. D flokkur: 1. Jón Einar Karlsson 9 v. 2. Flóki Ingvarsson 7 v. af 9 3. Guðmundur Sv. Jónsson 7 v. 4. Ottar Norðfjörð 6 v. E flokkur (opinn): 1—2. Sigurður Páll Steindórsson og Ingi Þ. Einarsson 7 v. af 9 3— 5. Þórir Benediktsson, Baldur H. Möller og Haukur Halldórsson 7v. 7. Baldvin Þ. Jóhannesson 6 'h v. Hannes Hlífar áKrít Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari, tekur nú þátt á alþjóðlegu móti á eyjunni Krít í Miðjarðar- hafi. 15 stórmeistarar tefla á mót- inu og Hannes er sá 12. stiga- hæsti þannig að um öflugt opið mót er að ræða. Þeir Miles, Eng- landi og Rogers, Ástralíu, eru stigahæstir. Eftir ijórar umferðir hafði Tyrkinn Atalik unnið allar skákir sínar, en Hannes var í öðru til fimmta sæti ásamt þeim Miles, Grikkjanum Skembris og Júgóslav- anum Miladinovic, sem nú teflir fyrir Grikkland. Öflugasti and- stæðingur Hannesar til þessa er alþjóðlegi meistarinn Guliev (2.495) frá Azerbadsjan, sem Hannes vann í fjórðu umferð. Margeir Pétursson. Ur dagbók lögreglunnar AF 407 bókfærðum tilvikum um helgina eru 15 vegna innbrota, 14 vegna þjófnaða og 13 vegna eignar- spjalla ýmis konar. Ein nauðgun var kærð til lögeglu og 4 líkams- meiðingar. Umferðaróhöppin urðu 46. í 8 tilvikum reyndist um að ræða meiðsli á fólki. Mikið var um kvartanir vegna ónæðis og hávaða frá fólki, sem ekki kunni eða gat tekið tillit til annarra að næturlagi. M.a. var kvartað undan hávaða frá gestum veitingastaða nálægt mið- borginni. Ellefu ökumenn voru kærðir fyr- ir að virða ekki rautt ljós við gatna- mót, 15 fyrir ranga stöðu bifreiða og 23 ökumenn þurfa að greiða sektir fyrir of hraðan akstur. Allt að 4.000 manns voru í mið- borginni aðfaranótt laugardags þegar flest var þar eftir kl. 2.00. Lögreglumenn þurftu að handtaka nokkra vegna ölvunar, meiðinga eða óspekta. Lítið bar á yngra fólk- inu. Einn maður var handtekinn eftir að sá hafði kastað flösku í gegnum rúðu á Dómshúsinu við Lækjartorg. Hann viðurkenndi verknaðinn og gaf þá skýringu að honum hefði skyndilega runnið í skap og því kastað frá sér flösk- unni með fyrrgreindum afleiðing- um. Aðfaranótt sunnudags var heldur færra í miðborginni, eða um 3.000 manns þegar mest var. Handtaka þurfti 6 manns vegna ölvunar eða annarrar háttsemi. Vista þurfti 4 í fangageymslum uns af þeim bráði. Afskipti voru höfð af þremur ungl- ingum undir 16 ára. Hella þurfti niður áfengi í fórum nokkurra sem augljóslega voru undir tvítugu. Lög- reglumenn handtóku rúmlega tví- • • Olvun, meiðingar og óspektir 20. - 23. október tugan mann eftir að hafa veitt hon- um eftirför á fæti um svæðið. Lögreglumaður á sjónpósti hafði veitt því athygli að maðurinn hafði verið að sýna öðrum vegfarendum langan hníf, sem hann hafði í fórum sínum. Hald var lagt á hnífínn sem og nokkra örvarodda, sem hann hafði í poka á bakinu. Maðurinn gef þá skýringu á hátterni sínu að hann hefði verið að sýnast. Dyra- vörður veitingastaðar í miðborginni kom poka í hendur lögreglumönn- um, en í honum var hvítt duft, ætlað fíkniefni, sem einhver hafði borið inn á staðinn og skilið þar eftir. Aðfaranótt föstudags var til- kynnt um tvo pilta sem voru að eiga við bifreiðar í Árbæjarhverfi. Þeir voru handteknir skömmu síð- ar. Þá kom í ljós að piltarnir höfðu brotist inn í þrjár bifreiðar við Reykjavíkurflugvöll. Ætlað þýfi fannst í bifreið þeirra. Á föstudagsmorgun varð kona fyrir bifreið á Súðarvogi. Meiðsli hennar voru minniháttar. Um svip- að leyti varð hjólreiðamaður fyrir bifreið á Hverfisgötu við Ingólfs- stræti. Meiðsli hans munu einnig hafa verið minniháttar. Um miðjan dag voru ökumaður og farþegi flutt- ir á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi við Þver- holt. Á föstudagskvöld brenndist maður illa á framhandlegg er hann var við vinnu í Austurborginni. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í geymslu fjölbýlishúss. Þaðan var stolið haglabyssu og bakpoka. Um hádegi á laugardag var til- kynnt um útafakstur og bílveltu skammt austan við Skíðaskálann í Hveradölum. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Hálka mun hafa verið á veginum þegar óhappið varð. Á sunnudagsmorgun valt bifreið á Fjallkonuvegi við Gagnveg. Ökumaðurinn hafði verið að reyna bifreiðina í fyrstu hálku vetrarins með fyrrgreindum afleið- ingum. Síðdegis á sunnudag voru tveir ökumenn fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli eftir árekstur bifreiða þeirra á Grensás- vegi við Suðurlandsbraut. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í nokkur fyrirtæki við Skúlatún. Auk skemmda var stolið tölvu og hlutum henni tengdri. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um eld í geymslu húss við Karfa- vog. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem var töluverð- ur. íbúi í kjallara hússins hafði orð- ið eldsins var í tíma. Næstu daga mun lögreglan á Suðvesturlandi huga sérstaklega að því hvernig ökumenn bera sig að við akstur um gatnamót, hvernig þeir haga stefnumerkjagjöf og í hvaða ástandi ljósabúnaður öku- tækja þeirra er. Það er von lögregl- unnar að hún komi til með að þurfa að hafa sem minnst afskipti vegna slíkra brota á meðan á þvLvarir. Fyrirlestur um meistara- prófsritgerð í verkfræði TÓMAS P. Rúnarsson flytur fyrir- lestur um ritgerð sína til meistara- prófs í verkfræði við Háskóla ís- lands þriðjudaginn 24. október kl. 17.45 í stofu 158, VR II, Hjarðar- haga 2-6. I fréttatilkynningu segir að rit- gerðin fjalli um aðferðir sem Tómas hefur tekið saman til að greina kennistærðir veldismerkja með háupplausnaaðferðum. Fyrir titr- ingsmælingar eru þær notaðar við sama mat á forsendum einingaað- ferðar. Meginmarkmið verkefnisins er að setja fram aðferðir til að finna þessar kennistærðir með bestu ná- kvæmni. Verkefninu er skipt í þrennt. í fyrsta hluta er samantekt á aðferðum sem hafa þróast síðast- liðin ár og hugbúnaður fyrir þær. Síðan er ráðstefnugrein sem fjallar um mat á forsendum einingarað- ferðar út frá sveiflugreiningu. Að lokum er tæknileg skýrsla um nýja aðferð sem hann hefur þróað þar sem notuð er hærri gráðu tölfræði við_ rófgreiningu á veldismerki. í umsjónamefnd með verkéfninu eru Magnús Þór Jónsson, dósent, sem er formaður nefndarinnar, Guðmundur R. Jónsson, dósent og Jón Atli Benediktsson, dósent. Fyrirléstur um sjálfs- virðingri nemenda 1AN Griffiths, forstöðumaður sér- kennsluþjónustu á eyjunni Guerns- ey á Ermarsundi, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands miðviku- daginn 25. október kl. 16.15. Fyrir- lesturinn nefnist: Sjálfsvirðing nem- enda. í fyrirlestrinum mun Griffiths fjalla um sjálfsmynd nemenda og hvernig kennarar geti eflt sjálfsvirð- ingu þeirra með markvissum hætti. Ian Griffiths er menntaður á sviði sérkennslufræða. Árið 1991 var hann ráðinn til að koma á fót sér- kennsluþjónustu á eyjunni Guerns- ey og er hann nú forstöðumaður hennar. Griffiths á sæti í ritstjórn sérkennslutímaritsins Bridges og hefur hann birt þar fjölmargar greinar um sérsvið sitt. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-301 í Kennarahá- skóla íslands og er öllum opinn. Vínarkynning á þýsku og ensku AUSTURRÍSKI félagsfræðingur- inn dr. Lisa Fischer heldur kynn- ingarfyrirlestur um Vínarborg í hátíðarsal Háskóla íslands kl. 20.15 í kvöld. Fyrirlesturinn í kvöld verður á þýsku en annað kvöld verður hann endurtekinn á ensku. Dr. Lisa Fischer er hér í boði aust- urríska menntamálaráðuneytisins í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun HÍ. Öllum er heimill að- gangur og er enginn aðgangseyrir. Bjórhátíð á Kaffi Reykjavík HALDIN verður bjórhátíð á Kaffi Reykjavík dagana 24.-27. október. í boði verður þýskur sveitamatur og einn lítill fyrir 950 kr. milli kl. 18-20 alla dagana. Hljómsveitin Papar heldur uppi stuði milli kl. 22 og 1 þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Föstudaginn 27. október spila Paparnir milli kl. 18 og 21 og hljóm- sveitin Sól Dögg tekur við kl. 22.30-3. Bjór verður seldur með afslætti á hátíðinni. -----• ♦ ♦----- Fagnaður í Hlaðvarpanum TUTTUGU ár eru liðin frá kvenna- frídeginum í dag, þriðjudaginn 24. október. Af því tilefni verður fagnað- arstund og opið hús í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Kaffileikhússalnum. Fagnaðarstundin hefst kl. 22 að loknum baráttufundi sem ýmis kvennasamtök standa fyrir í Gamia bíói í kvöld. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 21.10.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 al5 0 4.203.353 2. ? W' 731.010 3. 4al5 94 7.690 4. 3al5 2.686 620 Heildarvinningsupphæö: 7.322.543 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.