Morgunblaðið - 24.10.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.10.1995, Qupperneq 1
KNATTSPYRNA KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, hefur verið í viðræðum við KR-inga um að gerast leikmaður með félaginu næsta keppnis- tímabil. Kristófer, sem er 23 ára, fundaði með stjórn knattspyrnudeildar KR á laugardaginn og síðan aftur í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum blaðsins bendir flest til þess að Kristófer leiki með KR næsta sumar — aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum. TeKur næsti lands- lidsþjáKari Eistlands BJARNI Jóhannsson, sem þjálfaði Breiðablik á síð- asta keppnistímabili, hafnaði tilboði um þriggja ára samning við félagið. „Ég hafnaði samningnum vegna þess að mikil hugmyndagjá var milli mín og þeirra, sem eru í forsvari fyrir félagið, varðandi uppbygg- ingu á liðinu næstu árin,“ sagði Bjarni Jóhannsson við Morgunblaðið. Bjarni sagðist aðspurður ekki vera með neitt annað þjálfaratilboð. Kristófer í viðræðum við KR Amar samdi vid Sochaux til vors 1999 Arnar Gunnlaugsson gekk frá samningi við franska félagið Sochaux um helgina og er gert ráð fyrir að hann leiki með liðinu í 2. deildinni um helgina. Til stóð að gera samning til tveggja og hálfs árs en Frakkarnir vildu lengri samn- ing og féllst Arnar á samning sem gildir til vors 1999. Með þessum samningi er Arnar laus allra mála hjá Feyenoord en Sochaux keypti hann frá hollenska félaginu. í samningnum er ákvæði þess efnis að innan ákveðins tíma getur Arnar tekið betra boði annars félags komi slíkt fram. Hann er fjórði erlendi leikmaður félagsins en þrír mega leika hveiju sinni. Sochaux féll í 2. deild að loknu liðnu tímabili en stefna hefur verið sett á_að endurheimta sætið í 1. deild. Útsendari liðsins fylgdist með Arnari í Evrópuleik ÍA og Raith Rovers fyrir skömmu og líkaði vel það sem hann sá. Þjálfari liðsins hafði reyndar hug á að fá Bjarka, tvíburabróður Arnars, einnig til liðs- ins en af því varð ekki. Hins vegar hafa verið fyrirspurnir um Bjarka frá liðum í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi en umboðsmaður tvíbur- anna vildi ganga frá málum Arnars áður en farið væri að huga að þeim. Arnar og Bjarki fóru frá Skaga- mönnum til Feyenoord í árslok 1992. Þeir fengu fá tækifæri með hollenska liðinu og svo fór i fyrra að þýska liðið Nurnberg fékk þá leigða en eftir að hafa leikið í Þýska- landi spiluðu þeir aftur með Skaga- mönnum seinni hluta nýliðins ís- landsmóts. HANDKNATTLEIKUR: SIGURGANGA KA HELDUR ÁFRAM / B3 Teitur Þórðarson fer til Eistlands um næstu helgi þar sem hann gerir ráð fyrir að skrifa undir samning sem lands- liðsþjáifari Eisttands í knattspyrnu og þjálfari Flora Tallinn. Um er að ræða samning til tveggja ára og ef ekkert óvænt kemur upp á hefur Teitur þegar störf í næstu viku. „Það er ekkert öruggt fyrr en skrifað hefur verið undir en það eru allar líkur á að af þessu geti orðið," sagði Teitur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann skoðaði aðstæður í liðinni viku og leist Stöð 3 sýnir beint frá Þýskalandi Morgunblaðið/Bjami ARNAR Gunnlaugsson lék síðast 11. október þegar ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli. Um helgina gekk hann frá samningi við franska félagið Sochaux. Amór gaf tóninn - skoraði eitt og lagði upp annað og Örebro komið í UEFA-sæti Amór Guðjohnsen átti mjög góð- an leik með Örebro þegar liðið vann Helsingborg 4:1 í sænsku deild- inni í gærkvöldi en Grétar Þór Helsingborg er í öðru Eyþórsson sæti með 42 stig að skrifar loknum 25 umferð- frá Svíþjóð um Amór braut ís_ inn á 4. mínútu, skoraði með því að iyfta yfír markvörð móthetjanna eft- ir að hafa fengið boltann skyndilega í kjölfar vamarmistaka gestanna. Arnór lagði einnig upp annað mark heimamanna sem skutust upp í þriðja sætið og geta tryggt sér Evrópusæti með sigri gegn AIK í síðustu um- ferð. Hlynur Stefánsson lék einnig með Örebro sem er með 38 stig og átta mörk í plús en Halmstad er með sex mörk í plús, Malmö fjögur og Djurgáeden þtjú mörk í plús. Öll þessi lið eru einnig með 38 stig. Gautaborg virtist vera með titil- inn í hendi sér því liðið var 2:0 yfír gegn Hammarby á útivelli þegar 10 mínútur voru til leiksloka. En aðkomumennirnir gáfu eftir síðustu mínúturnar og Hammarby jafnaði áður en yfír lauk. Það var samt súrsætur sigur því liðið féll ásamt Frölunda og um næstu helgi ræðst hvaða ljð verða í 11. og 12. sæti en þau þurfa að ieika aukaleiki um áframhaldandi veru í deildinni. Nú verma Öster og Norrköping þessi sæti, eru með 28 stig en AIK og Degerfors eru með 29 stig. Gautaborg er með 43 stig og tek- ur á móti Trelleborg um næstu helgi. vei á; sagði uppbygginguna _ , ■ mánuði. „Ég hef fengið mörg til- áhugaverða og skipulagða og . boð að undanfömu og var ákveð- vilja heimamanna mikinn, bæði inn í að halda ekki áfram í Nor- varðandi landsliðið og félagsliðið W m ♦ tP egi, fannst þörf á breytingu eftir sem er eina atvinnumannalið * ■ átta ár héma. Ég lít á þetta sem landsins og í öðru sæti í deildinni. f stórt ævintýri ef af verður og Teitur á glæstan feril að baki ' ' vissulega er það spennandi. Um- sem leikmaður og þjálfari en , Wr ' rædd störf eru ekki síst áhuga- hann gerðist þjálfari sænska liðs- — _ (-------- verð fyrir það að þau opna leiðina ins Skövde 1987. Ári siðar tók Teltur inn í rússneska fótboltann en ég hann við Brann í Noregi. Þaðan lá leiðin hef ailtaf haft áhuga á honum og talið til Lyn og loks tók hann við Lilleström eftirsóknai-veit að fylgjast með hvað þar þar sem hann sagði upp störfum í síðasta er verið að gera,“ sagði Teitur. 1995 ÞRIÐJUDAGUR24. OKTOBER BLAÐ SJÓNVARPSSTÖÐIN Stöð 3, sem hefur útsendingar fljótlega, sýnir beint frá leikjum í þýsku 1. deildinni knattspyrnu í vetur. Að sögn Úlfars Steindórsson- ar, sjónvarpsstjóra, er ekki endanlega ljóst hvenær riðið verður á vaðið, en þó öruggt að fyrsta beina útsendingin verður einhvern tíma í nóvember. I langflestum tilfellum verður um að ræða laugar- dagsleiki en einstaka sinnum leiki sem fara fram á sunnudegi. Stöð 3 hefur einnig tryggt sér sýningarrétt á „pakka“ með því helsta úr hverri umferð 1. deildar- innar í knattspyrnu á Spáni, og verður sá þáttur á dagskrá síðari hluta vikunnar, þar sem sýnt verður úr leikjum helgarinnar á undan. Bjarni hafnaði þriggja ára samn- ingi við Breiðablik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.