Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Islenskir atvinnumenn í íþróttum í Frakklandi Laval< Karl Þórðarson 1980-84 Teitur Þórðarson 1981-83 Þórólfur Beck 1966 Albert Guðmundsson 1947-48 og 1949-51 Júlíus Jónasson 1989-91 og 1992-93 Sochaux Bordeaux Arnór Guðjohnsen 1990-92 Arnar Gunnlaugsson 1995- ITALIA l knattspyrnu Geir Sveinsson Mogpellier 1995- I I handknattleik SPANN Albert Guðmundsson 1951-54 Teitur Þórðarson 1983-84 ■ HALLDÓR Guðbjörnsson varð Reykjavíkurmeistari í -78 kg flokki í júdó um helgina. Halldór, sem er 49 ára, hefur ekki keppt í mörg ár en kom, sá og sigraði sér miklu yngri menn. ■ ÞORVALDUR Jónsson, mark- vörður 1. deildar liðs Leifturs í knattspyrnu, hafði íhugað að hætta að loknu nýliðnu tímabili en hefur ákveðið að leika áfram með liðinu næsta sumar. ■ VÍKINGAR hafa að undanförnu verið í samningaviðræðum við rússneskan handknattleiksmann, Andry Agrasim. Um tíma var út- lit fyrir að samningar tækjust, en nú er ljóst að hann kemur ekki hing- að til lands og mun ástæðan vera of mikill kostnaður. ■ COLLEEN McNamara, banda- ríska stúlkan sem lék með KR í körfuboltanum, hvarf af landi brott til Bandaríkjanna sl. föstudag og er talið að hún komi ekki aftur til félagsins. ■ MARVIN Corpuz, 19 ára piltur frá Filippseyjum, lést í fyrradag í töfrmR FOLK kjölfar áverka sem hann hlaut í 10. lotu hnefaieikakeppni sl. laugardag. Jafnaldri hans og landi lést af sömu orsökum fyrir 10 dögum. ■ OTTAWA Senators vann New York Rangers 4:2 í NHL-deild- inni í íshokkí um helgina en Ottawa hafði síðast betur gegn Rangers 1936. ■ OTTAWA var ekki með í deild- inni í 55 ár en kom aftur inn 1992 og hafði mætt Rangers 10 sinnum síðan þá fyrir sigurleikinn. ■ ANAHEIM vann Winnipeg Jets 6:2 og var það fyrsti heimasig- ur liðsins en Jets hefur tapað öllum þremur útiieikjunum. ■ BARRY Venison gekk í gær frá samningi til þriggja ára við Sout- hampton sem greiddi tyrkneska félaginu Galatasaray 800.000 pund fyrir vamarmanninn. Venison var aðeins tvo mánuði í Tyrkíandi. ■ TALSMAÐUR hollenska flug- félagsins Martinair sagði í gær að félagið ætlaði ekki að flytja stuðn- ingsmenn Feyenoord framar. Ástæðan er sú, að sögn félagsins, að 80 af 250 áhangendum liðsins sem flugfélagið flutti til Hollands eftir Evrópuleik gegn Everton í Englandi áreittu starfsmenn og ollu miklum skemmdum í vélinni. ■ STUÐNINGSMENN meistara Ajax kveiktu í plastsætum á heima- velli Feyenoord eftir 4:2 sigur Aj- ax i fyrradag og íhugar Feyenoord að senda meisturum reikning upp á 25.000 gyllini (liðlega millj. kr.). ■ JOHN Bosman, fyrrum lands- liðsmaður Hollands, er genginn til liðs við franska liðið Martigues. Bosman lék með Anderlecht, en áður með Ajax, PSV Eindhoven og Mechelen. Hann lék 22 lands- leiki fyrir Holland. ■ SJÖ sundmenn frá Kína féllu á lyfjaprófi á Asíuleikunum fyrir ári og í kjölfarið tóku Kínveijar ekki þátt í heimsbikarmótunum í sundi í ár. Annað verður upp á teningnum eftir áramót en þeir halda eitt af átta mótum 1996. Fyrsta mótið verður í Hong Kong 6. og 7. jan- úar en 10. og 11. janúar verður keppt í Peking í Kína. 0EFNI Evrópukeppnin í handknattleik er að verða ein sorgarsaga og á Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stóran þátt í því með dómgreindarleysi. í sam- bandinu sitja menn sem greini- lega valda ekki hlutverki sínu, því að það er ekki vel — rekið fyrirtæki, sem tap- ar á því sem það er að framreiða. Evrópu- keppnin er orðin þannig að mörg lið tapa milljón- um á að taka þátt og lið sem hafa einhveija pen- inga á milii handanna kaupa ieiki heim — af liðum sem hafa ekki efni á því að vera með vegna ferðakostnaðar. Mennimir í fíla- beinstumingum í Vín hafa ekki hlustað á þá sem hafa óskað eft- ir því að Evrópukeppnin yrði svæðaskipt í byijun, þannig að ferðakostnaður væri minni. Þeim fmnst ekkert athugavert við, að Ijð t.d. við Svartahaf ferðist til íslands, til að leika einn leik, eða öfugt. Ofan á ferðakostnað liða bætist, að þau verða að greiða ferðakostnað, uppihald og dag- peninga fyrir dómara og eftiriits- mann á vegum EHF. Mönnunum í fílabeinstuminum fínnst ekkert athugavert við að lið tapi á þátttöku I þeim mótum sem þeir sjá um. Fyrir fjórum árum var keppt í Evrópukeppni meistaraliða, bikarhafa og IHF- keppninni, en síðan urðu breyt- ingar á þegar Evrópusambandið var stofnað, þá var IHF-keppnnin gerð að EHF-keppni og fórða keppnin bættist við; Evrópu- keppni borgarliða. Það átti að gera Evrópukeppni meistaraliða að stórkeppni, með því að leika í tveimur fjögurra liða riðlum þegar átta lið voru eftir. Liðin áttu að stórgræða á þátttöku og þá vegna tekna af sjónvarpi. Sú gróðavon varð að engu, því að engin sjónvarpsstöð vildi kaupa réttinn á sýningu leikja. Þetta gerðist á sama tíma og þau lið sem taka þátt í Meistaradeild Evrópu í knattspymu græða him- inháar upphæðir. Já, og öli iið sem taka þátt í Evrópukeppninni i knattspymu fá hátt í fimm millj- ón kr. fýrir hveija umferð sem þau leika í. Mennirnir í fílabeinst- urningum töldu að handknattleik- ur væri það vinsæll, að rifíst yrði um að sýna beint frá leikjum í Dómgreindarleysi og subbuskapur í handknattleik sjónvarpi. Svo er ekki, enda er knattspyrna vinsæiasta íþrótta- grein heims. Á sama tíma og 250 þús. áhorfendur em á átta leikj- um í knattspymu, sem milljónir manna horfa á í sjónvarpi, eru í mesta lagi 20 þús. áhorfendur á átta leikjum í handknattleik, sem ekki eru sýndir í sjónvarpi. Það sýnir kannski best lágkúr- una sem á sér stað í Evrópu- keppninni í handknattleik, þegar lið frá íslandi, Stjarnan, þarf að greiða yfír millj. kr. í ferðakostn- að til að komast til Grikklands. Þangað voru einnig mættir dóm- arar frá Ítalíu, gagngert til að klekkja á Stjömustúlkum — sjá til þess að Stjaman tapi með sem mestum mun, þannig að gríska iiðið kæmist áfram. Þessi skrípa- leikur er aðeins spegilmynd af þeirri spillingu sem á sér stað í handknattleik. Þannig vinnu- brögð myndu hvergi viðgangast nema i handknattleik, sem hefur lengi verið á villigötum. Það er komið í óefni hjá íþróttagrein, sem lætur þannig subbuskap við- gangast. Grikkir sjálfir skömm- uðust sín fyrir sendinguna frá Ítalíu, sem vann sín óíþrótta- mannlegu verk í skjóli þess að það eru ekki eftirlitsmenn frá EHF á kvennaleikjum. Er hægt að ætlast til að íþrótt verði vin- sæl, þegar menn horfa upp á þau vinnubrögð sem áttu sér stað í Grikklandi? Sigmundur Ó. Steinarsson Ætlar KA-maðurinn BJÖRGVIN BJÖRGVIIMSSOIM að leika áfram með Völsungi? Homamaður milli stanga BJÖRGVIN Björgvinsson handknattleiksmaður sem nú leikur í vinstra horninu með handknattieiksliði KA hefur vakið athygli það sem af er keppnistímabils fyrir góðan leik. Hann skipti úr Breiðabliki, þar sem hann hafði leikið upp alla yngri flokkana fyrir þetta keppnistímabil, vegna þess að honum líkaði lífið fyrir norðan eftir að hafa leikið i' marki með Völsungi á Húsavík í 3. deild knattspyrnunnar í sumar. |Jjörgvin er 23 ára og er fædd- Eftir ívar Benediktsson ur og uppalinn í Kópavogi og í vetur les hann þýsku utan skóla á öðru ári við Háskóla íslands. Þá vinnur hann hálfan daginn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Kærasta hans heitir Alda Sveinsdóttir og býr á Húsa- vík. „Ég kynntist henni snemma í sumar og hún varð þess valdandi að ég ákvað að vera fyrir norðan í vetur.“ Þú lékst með Breiðabliki í yngri flokkunum í handbolta og fótbolta en ákvaðst svo að hætta í fótbolt- anum, hvers vegna? „Ég var í góðum árgangi í knattspyrnunni hjá Breiðabliki upp alla yngri flokkana og okkur gekk mjög vel. Vorum aldrei neðar en í fjórða sæti á íslandsmótinu. Síðan þegar komið var upp í ann- an flokk fór að flísast úr hópnum og ég hafði alltaf æft handknatt- leik með á veturna. Þegar þarna var komið sögu fór Rússinn Boris Abkasev að þjálfa handboltann og ég ákvað að einbeita mér að hand- boltanum." Síðan fórstu aftur í knattspyrn- una sumarið ’94 og þá á Seyðis- firði. Hver voru tildrög þess? „Ég fékk enga vinnu fyrir sunn- an og Sigurður Víðisson, Bliki, var að þjálfa knattspyrnuliðið á Seyð- isfirði. Hann hafði samband við mig og ég ákvað að slá til. Fór austur og vann í fiski og þjálfaði Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BJÖRGVIN Björgvinsson kvennalið ÚÍA í handbolta sem fór á Landsmótið það sumar. Auk þess lék ég með fótboltaliðinu.“ Var þar með búið að kveikja í knattspyrnubakteríunni hjá þér? „Það má kannski segja sem svo. Síðan hafði Sigurður Lárusson, þjálfari Völsungs, samband við mig og sagðist vera aðjeita að mark- verði fyrir lið sitt. Ásgeir Baldurs- son, félagi minn úr Breiðabliki, ætlaði að fara norður svo ég ákvað að slá til einnig og Sigurður réð mig til liðsins í gegnum síma án þess að hafa séð mig.“ Sumarið gékk vel hjá ykkur. „Já, ótrúlega vel. Eftir að hafa tapað fyrsta leik töpuðum við ekki fleiri leikjum í sumar í deildinni og ég var í mótslok kosinn leikmaður sumarsins." Er þá kominn upp togstreita hjá þér á milii íþrótta? „Eftir þetta þá lokkar knatt- spyrnan, það er freistandi að leika í annarri deildinni næsta sumar. Á hinn bóginn togar handboltinn í mig því þar er ég einnig í góðum félagsskap hjá KA.“ Ætlar þú að vera áfram í báðum íþróttunum? „Ég er ekkert farinn að hugsa um það ennþá. Ég ætla að klára þennan vetur með KA og vera í markinu hjá Völsungi í annarri deildinni í fótboltanum næsta sum- ar og sjá síðan til. Það er alltaf gaman þegar vel gengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.