Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 B 5 Reuter PAUL Marson hefur leikið vel með Arsenal að undanförnu. Merson, sem kom Arsenal á bragðið gegn Aston Villa, er hér búlnn að leika á Andy Townsend. Vicenza taplaust heimaítvöár ROBERTO Murgita tryggði Vic- enza jafntefli, 1:1, gegn AC Miian, þegar hann skoraði mark heimamanna með skalla f upphafi seinni hálfleiksins. Hið unga lið Vicenza hefur ekki tapað leik á heimavelli í meira en tvö ár. AC Milan hefur tveggja stiga forskot á Juvent- us, Parma og Napolí. Milan lék án fyrirliðans Franco Baresi, sem var í leikbanni. Leikmenn Milan áttu í vök að veij- ast, þegar heimamenn gerðu harða hríð að marki þeirra og voru þeir Murgita o g Uruguay-maðurinn Marcello Otero nálægt að skora í fyrri hálfleik, en það tókst aftur á móti Eraino — hann skoraði fyrir gestina tveimur mín. fyrir leikhlé. Táningurinn Alessandro Del Pi- ero skoraði glæsimark fyrir Juvent- us, sem lagði Padova 3:1 — með skoti af 24 m færi. Del Piero hefur leikið vel í peysu nr. 10, sem hann klæddist eftir að Roberto Baggio fór til AC Milan. Þessi efnilegi leik- maður, sem er aukaspyrnusérfræð- ingur, minnir marga á Michel Plat- ini, fyrrum leikstjórnanda Juvent- us. Fabrizio Ravanelli og Antonio Conte skoruðu hin mörk Juventus, sem vann sinn fyrsta sigur frá 17. september. Dino Baggio tryggði Parma jafn- tefli, 1:1, gegn Róma á Ólympíu- leikvanginum í Róm, en áður hafði Daniel Fonseca skorað fyrir heima- menn með glæsilegum skalla. Roy Hodgson stjórnaði Inter Mílanó í fyrsta leik Inter undir hans stjórn á San Siro-leikvellinum, þar sem liðið varð að sætta sig við jafntefli, 0:0,_ gegn Lazíó, sem er eina liðið á Italíu sem hefur ekki tapað leik í vetur. Oliver Bierhoff, eini Þjóðveijinn sem leikur á Italíu, skoraði sigur- mark Udinese gegn Tórínó á 73. mín. og hefur hann skorað sex mörk fyrir liðið. Svíinn Stefan Schwarz hjá Fior- entína var rekinn af leikvelli, eftir að hafa fengið tvær áminningar, þegar liðið tapaði 1:2 fyrir Samp- doría. Cruyff rekinn upp í áhorfendastúku Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, kom heldur betur við sögu þegar Barcelona lék heima gegn Valencia. Eftir aðeins tíu mín. leik rak dómar- inn Diaz Vega hann af varamanna- bekknum — upp í áhorfendastúku, eftir mótmæli kappans. Leikmenn Barcelona áttu í erfíðleikum með að finna leiðina að marki Valencia og náðu þeir að skora sigurmarkið úr vægast sagt vafasamri vítaspymu sjö mín. fyrir ieikslok. Barcelona er tveimur stigum á eftir Atletico Madrid, sem vann Valla- dolid, 1:0. Mark Atletico skoraði arg- entínski miðvallarspilarinn Diego Simeone, sem fékk knöttinn eftir að Cesar Sanchez hafði varið skot Toni Munoz. Tveir leikmenn voru reknir af leikvelli — Ramon Gonzalez hjá Valladolid og síðan Kiko Narvaez hjá Atletico. Þetta var hans annað rauða spjaid á stuttum tíma og á hann yfír höfði sér langt leikbann. 85.000 áhorfendur sáu Real Madrid leggja Tenerife að velli 2:0. Argentínumaðurinn Juan Esnaider fagnaði endurkomu sinni i lið Real með því að skora fyrra markið á ell- eftu mín. Varamaðurinn Sandro Si- erra skoraði seinna markið sex mín. fyrir leikslok. La Coruna vann Sporting Gijon á heimavelli 1:0 með marki Dimitri Radchenko á 25 mín. John Tosliack, þjálfari La Coruna, var ekki ánægður með leik sinna manna og sáu 27.000 áhorfendur hann taka dýrlinginn Fran Gonzalez og Brasilíumanninn Bebeto af leikvelli í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti sigur heimamanna í ijórum leikjum. _______HANPKNATTLEIKUR___ KA sýndi styrk þegar á reyndi KA-MENN héldu sínu striki í efsta sæti deildarinnar og létu ÍR-inga ekki vera neina hindrun á leið sinni þegar liðin áttust við í Seljaskóla á sunnudags- kvöldið. ÍR-ingar spiluðu illa úr tækifærum sínum í síðari hálf- leik þegar þeim tókst að nálg- ast gesti sfna. En á lokasprett- inum sýndi Julian Duranona styrk sinn þegar hann gerði fjögur mörk í röð og innsiglaði sigur KA, 23:28. ívar Benediktsson skrifar Fyrstu fímm sóknir leikmanna KA í leiknum fóru í súginn en ÍR-ingar byijuðu betur og gerðu þijú fyrstu mörk leiksins. En þá hrökk KA-liðið upp af svefninum og sköraði úr níu af næstu tíu sóknum sínum og sneru þar með blaðinu gjörsamlega við og náðu þriggja marka forystu 9:6. Það var sem nýtt lið kæmi inn hjá KA á þessum kafla miðað við það sem á undan var gengið. Sóknar- leikurinn hraður þar sem ÍR vörnin var yfirspiluð oft á tíðum og vörn- in eins og ókleifur hammar með Duranona, Patrek Jóhannesson og Erling Kristjánsson í broddi fylk- ingar. Leikmenn ÍR höfðu engin ráð uppi í erminni og KA-menn héldu áfram að bæta við og náðu í tvígang fjögurra marka forskoti, 7:12 og 9:14. í upphafi síðari hálfleiks virtist sem botninn væri dottinn úr leik KA. Baráttan og leikgleðin sem var uppi á teningnum í fyrri hálf- leiknum hafði glatast. ÍR nýtti sér það og minnkaði muninn fljótlega niður í eitt mark 17:18 og gerði sig líklegt til frekari stórræða. Fram yfir miðjan hálfleikinn voru ÍR-ingar einu til tveimur mörkum undir og höfðu alla möguleika á að jafna en voru klaufar að brenna af góðum færum. Patrekur var allt í öllu á þessum daufa kafla í sóknarleik KA og sá eini sem eitt- hvað kvað að. En norðanmenn gáfu ÍR-ingum ekki marga mögu- leika á að jafna og á lokakaflanum settu þeir í gír og á síðustu tíu mínútunum sýndu þeir styrk sinn að nýju með Duranona í broddi fylkingar þar sem hann „hamraði" Morgunblaðið/Bjami Eirlksson PATREKUR Jóhannesson lék mjög vel gegn ÍR - hér er hann aö skora eitt af mörkum sínum. AuðveK hjá FH FH skildi eftir sig sviðna jörð á Selfossi sl. laugardag, er liðið sigraði heimamenn 24:34. FH hafði yfirburði allan leik- Óskar ’nn en Selfyssingar Sigurðsson spiluðu langt undir skrífar getu miðað við það frá Selfossi. Sem þeir hafa sýnt í síðustu tveimur leikjum liðsins og náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit. Það var rétt á fyrstu tíu mínútum leiksins sem Selfoss hélt í við FH. FH-ingar juku síðan smátt og smátt hraðann í sóknarleik sínum og þéttu vörnina. „Við ætluðum ekki að brenna okkur aftur á því sama og í síðasta leik gegn ÍR. Þá töpuðum við niður öruggu forskoti síðustu mínútur leiksins. Við keyrðum því upp góða vörn núna og mikinn hraða,“ sagði Gunnar Beinteinsson besti leikmaður FH. Þessi leikstíll heppnaðist vel og var FH yfir í hálfleik, 11:18. I síðari hálfleik mættu Selfyss- ingar ákveðnir til leiks og staðráðn- ir í að gera betur. Náðu þeir þá upp góðri vöm og minnkuðu forskot FH. Heilar tíu mínútur liðu þar til FH náði að skora en eftir það var ekki spurning um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. FH-liðið efldist til muna og bætti við hvetju mark- inu á fætur öðru á meðan Selfyss- ingar voru heillum horfnir í aðgerð- ura sínum. 1 liði Selfoss bar mest á Valdi- mari Grímssyni, þjálfara liðsins. Barðist hann af krafti allan leikinn 'en náði ekki að koma þeirri baráttu til skila til annarra leikmanna liðs- ins. Bestur í liði FH var Gunnar Beinteinsson og Siguijón Sigurðsson átti jafnframt ágætan leik. Magnús Ámason varði einnig vel í marki FH. hreinlega inn hvert þrumuskotið á fætur öðru. „Þetta voru tvö stig, ég er ánægður með það. En í heildina er ég ekki ánægður með leik minna manna. Þeir léku mjög köflóttan leik og oft vantaði einbeitingu. Þeir sváfu hreinlega á upphafsmín- útunum en hrukku í gang þegar á reyndi. Það var vitað mál að það yrði erfitt að koma hingað því ÍR- ingar eru sterkir heim að sækja,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KÁ. Daði Hafþórsson lék vel í liði ÍR, var mjög ógnandi í sókninni og skoraði falleg mörk og þá varði Magnús oft á tíðum vel í markinu, einkanlega í opnum færum. Meiri þolinmæði og einbeitingu vantaði í liðið til að ná fram betri úrslitum því færin vantaði ekki á kafla. Patrekur Jóhannesson lék vel í liði KA bæði vörn og sókn. Duran- ona er sterkur í vörninni og ógn- andi í sókninni, en oft á tíðum beitti hann sér ekki af fullum styrk. Guðmundur Jónsson varði jafnt og þétt 'allan leikinn og Leó Örn Þor- leifsson og Erlingur voru sterkir í vörninni þegar hún hrökk í gang. Átaka- laust hjá Vals- mönnum %»alsmenn áttu ekki í vandræð- um með að sigra KR-inga og gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en máttu sætta sig Steinþór við ,að £era færri Guðbjartsson mork en aðkomu- skrifar mennirnir eftir hlé. Lokatölur urðu 30:23 en staðan í hálfleik var 19:10. Leikurinn var sem létt æf- ing fyrir Valsmenn en augljóst er að KR-inga bíður langur og dimm- ur vetur. Nánast allt gekk upp hjá Vals- mönnum í fýrri hálfleik. Þeir misstu boltann klaufalega þrisvar sinnum en annars gengu sóknirnar UPP og gerðu þeir því 19 mörk í 22 sóknum. Það segir mikið um mótstöðuna, hún var engin,- Dagur Sigurðsson lék ekki með Val vegna smávægilegra meiðsla í öxl, Guðmundur Hrafnkelsson spilaði aðeins fyrri hálfleikinn og Olafur Stefánsson fór á bekkinn upp úr miðjum fyrri hálfleik og kom aftur inn á um miðjan seinni hálfleik, en þrátt fyrir að landsliðs- mennirnir tækju því rólega var sigur heimamanna aldrei í hættu. Skiljanlega áttu þeir í erfiðleikum með að halda sér við efnið eftir hlé en gerðu eitt sirkusmark eins og til að sýna að þeir væru ekki dauðir úr öllum æðum. KR-ingar tefla fram ungum og óhörðnuðum piltum sem eru greinilega ekki tilbúnir í slaginn í 1. deild. Hilmar Þórlindsson meiddist í síðasta leik og lék því ekki með en fyrir bragðið var lítil ógnun í sóknarleiknum. Vörrtin var slöpp og markvarslan engin í fyrri hálfleik en Ásmundur Einarsson tók sig á eftir hlé. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.