Morgunblaðið - 25.10.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.1995, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLA ÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 BLAD Fréttaskýring 3 Kolmunnaveiðar freista margra Aflabrögð q Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Mikil aukning á eldi á laxi og vatnasteinbít í heiminum SÍLDIN FRYST • SÍLDIN fryst I Vinnslustöð- inni í Vestmananeyjum. Þar var í upphafi vikunnar búið að taka á móti rúmlega 5.000 tonnum Morgunblaðið/Sigurgeir af síld, en Vinnslustöðin er einn stærstu sfldarframleiðenda á landinu. Um 27 milljónum tonna af fiski fleygt í sjóinn árlega Aðeins helmingur fiskafla heims fer til manneldis ÁÆTLAÐ er að um 27 milljónum tonna af fiski sé árlega hent í sjóinn við fiskveiðar um allan heim. Það er FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna, sem hefur komizt að þeirri niðurstöðu að þetta magn sé meðaltal þess sem fleygt hafi verið fyrir borð á árunum 1988 til 1992. Sé miðað við það er raunverulegur heildarfiskafli í heiminum að físk- eldi meðtöldu 128 milljónir tonna, en ekki rúmlega 100 eins gefið hefur verið upp. 21% af aflanum fer því í sjóinn, svipað magn fer í fiskimjöl og rúmlega helmingur til manneldis. Þessar upplýsingar komu fram í er- indi Jiirgens Kleinebenne, innkaupa- stjóra Frozen Fish International, á Groundfish Forum. Kleinebenne fjall- aði um framboð á botnfiski í heiminum. Hann benti á að aukning á fiskfram- boði stafaði fyrst og fremst af auknu fiskeldi, en af rúmlega 100 milljónum tonna af sjávarafurðum, sem berast á land, fer um 41 milljón tonna í viðskipt- um landa á milli. Raunverulegur fiskafli 128 mllljónlrtonna Raunverulegur fiskafli í heiminum að fiskeldi meðtöldu eru um 128 millj- ónir tonna og þar af voru 105 tonn veidd af fiskiskipum, en 27 milljónir tonna fóru aftur fyrir borð. Til mann- eldis fóru 73 milljónir tonna eða 57% af raunverulegum fiskafla, en sé aðeins miðað við veiðar fóru 50 milljónir tonna til manneldis eða 48%. Um helmingur aflans fer því ýmist aftur í sjóinn eða í fiskimjölsframleiðslu. Meira þarf að fara tll manneldis Kleinebenne segir að nauðsynlegt sé að auka það hlutfall fiskaflans sem fari til manneldis, því neytendum sé fyllilega ljóst að auðlindinni sé stefnt í hættu með ofveiði. þess vegna verði fulltrúar veiða og vinnslu að grípa í taumana með harkalegum aðgerðum til að bæta umgengi um auðlindina. Niðurstaða úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um veiðistjórnun á úthöfunum sé stærsta skrefíð hingað til í þá átt og móti framtíðarstefnuna í nýtingu auðlinda hafsins. Taka veröur á þessum málum Almenningur hafi áhyggjur af ástandi auðindarinnar og alþjóðleg samtök njóti aukinnar athygli í fjöl- miðlum, þegar þau veki máls á þessu. Allt bendi til þess að ekki sé nægilega fljótt og örugglega gripið í taumana og neytendur hafi ekki nægilega vitn- eskjum um þær aðgerðir sem hafnar eru til að bæta umgengina um auðlind- ir hafsins. Fiskvinnslan sé afar ber- skjölduð gagnvart hugsanlegum mót- mælum vegna brottkasts fisks og of- veiði, þar sem hún sé næsti hlekkur í keðjunni á undan neytendum. Því sé full ástæða til að taka á þessum málum með ábyrgum og ákveðnum hætti. Fréttir Markaðir Samið um 60.000 tunnur • SAMNINGAR eru komn- ir í höfn hjá Síldarútvegs- nefnd á útflutningi á um 55-60 þúsund tunnum af saltsíld á vestræna markað- inn og unnið er að fleiri samningum. Eitthvað magn hefur verið flutt til Rúss- lands, en ekki er gott að segja fyrir um hversu mik- ið verði flutt þangað á þessu ári, vegna óstöðugs ástands í Rússlandi og auk- inna innflutningsgjalda./2 Óvenju fáir á sjónum • SAMKVÆMT upplýsing- um tilkynningaskyldunnar voru 95 skip á sjó í gær- morgun. I Smugunni voru 3 skip, en á Flæmska hatt- inum voru 7 togarar. Þetta er með minnsta móti, en líklega má kenna vondu veðri víða um land um dræma sjósókn. Allir bátar á ísafirði, um 20 talsins, höfðu í gærmorgun legið inni á höfninni síðan um helgi vegna brælu./4 Mun minna af þorski utan • VERULEGUR samdráttur er enn á útflutningi á fersk- um þorski á uppboðsmarkað- ina í Hull og Grimsby. I lok september í ár höfðu 1.315 tonn af óunnum þorski farið á þessa markaði, en 2.151 tonn á sama tíma í fyrra. Munurinn er 39% og verð hefur einnig lækkað um 2 til 3%. Skýringin á þessum sam- drætti er fyrst og fremst minnkandi kvóti hér við iand, en einnig minnkandi eftir- spurn ytra, þar sem fyrir- tækjum í frumvinnslu sjávar- afurða fer ört fækkandi og áherzlan í staðinn lögð á inn- flutning á hálf- eða fullunn- um afurðum. Þorskur seldur '94 og '95 á fiskmarkaði í Englandi, magn og verð Sjókælikerfin komin í notkun • ÞÓRSHAMAR GK og Beitir NK hafa tekið í notk- un RSW-sjókælikerfi frá Teknótherm í Noregi, sem Akurfell er umboðsaðili fyrir á Islandi. Kerfið kost- ar um 20 milljónir, en með því er hægt að fara í lengri veiðiferðir, án þess að gæði síldar eða loðnu sem ætlað- ar eru til manneldis bíði skaða af./5 Framlögin skert um 9% • FRAMLÖG til Stýri- mannaskólans, Vélskólans og Sjómannaskólahússins eru minnkuð um 9 prósent samkvæmt fjárlagafrum- varpi ríkissljórnarinnar. Guðjón Ármann Eyjólfsson sson skólameistari Stýri- mannaskólans segir að þetta hafi verið rökstutt með því að nemendum hafi fækkað í skólanum. Hann er ósáttur við niðurskurð- inn og segist vongóður um að bætt verði úr þessu áður en komi til afgreiðslu Al- þingis./8 2% verðhækkun á þorski hér Þorskur seldur '94 og '95 á fiskmarkaði hér heima, magn og verð • MINNA af þorski fer einn- ig um innlendu fiskmarkað- ina. Fyrstu 9 mánuði ársins höfðu 26.067 tonn fari á inn- lendum markaðina, en 29.715 í fyrra. Samdráttur í magni er 12% en verð hér heima hefur hækkað um 2%. Hér veldur eins og áður mestu minnkandi afiaheimildir, en minni eftirspurn erlendis og lækkandi verð ytra hefur einnig sitt að segja. Markað- arnir hér heima taka orðið niiklu meira en ytra og eru ráðandi í sölu á þeim þorski, sem ekki er landað beint til vinnslu./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.