Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 FRÉTTIR 270 vilja faratil Rússlands UMSÓKNIR frá 270 manns bárust til íslenzkra sjávarafurða í kjölfar auglýsingar eftir 30 manns í vinnu austur á Kamtsjatka í Rússlandi. Auglýst var eftir fólki til starfa á sjó og í landi og mun vinna hefjast innan nokkurra vikna. Guðbrandur Sigurðsson, forstöðu- maður þróunarsviðs ÍS, segir að byijað sé að vinna úr umsóknunum. Fyrst í stað verði valið í stöður stjórnenda og þeir, sem ráðnir verði í þær, verði síðan hafðir í samráði við ráðningu annarra starfsmanna. Vonandi verði búið að ganga frá öllum ráðningum um miðja næstu viku. „Það er greinilegt að fólk sýnir þessum störfum mikinn áhuga. Sam- starf okkar við rússneska útgerðar- félagið UTRF hefur fengið mjög já- kvæða umfjöllun í íslenzkum fjöl- miðlum og það hefur haft mikið að segja. Þá virðist einnig að margir séu tilbúnir til að breyta til, til dæm- is fólk sem hefur verið lengi á frysti- togurum. Þetta mikil hópur af hæfu fólki og við fáum ábyggilega góðan hóp fólks til að vinna með okkur þarna austur frá,“ segir Guðbrand- ur. IS hefur gert samstarfssamning við UTRF um eftirlit með veiðum og vinnslu á um 120.000 tonnum af fiski og sölu afurðanna. Sam- starfssamningur þaesi eykur umsvif ÍS verulega og tekjur þess sömu leiðis. FURUNO Sala / þjónusta Skiparadíó hf Fiskislóð 94 Sími 552 0230 = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíöi • viögeröir • þjónusta YANMAR Ný 230 ha yfirburðavél frá YANMAR! t/ 4 strokka - Turbo Intercooler. / Létt og mjög fyrirferðar- lítil. t/ Þýðgeng og sparneytin. / Ýmsir drifmöguleikar, t.d. hældrif. ý Sýningarvél til staðar. Ráðgjöf - sala - þjónusta Samið um sölu 60.000 tunna af saltsfld á vestræna markaði TROLLIÐ TEKIÐ Á VIGRA Morgunblaðið/Ámi Bjöi nsson SAMNINGAR eru komnir í höfn hjá Síldarútvegsnefnd á útflutningi á um 55-60 þúsund tunnum af saltsíld á vestræna markaðinn og unnið er að fleiri samningum. Eitthvað magn hefur verið flutt til Rússlands, en ekki er gott að segja fyrir um hversu mikið verði flutt þangað á þessu ári, vegna óstöðugs ástands í Rússlandi og aukinna innflutningsgjalda. Óvissa um sölu til Austur-Evrópu „Við erum komnir með samninga fyrir 55-60 þúsund tunnur á vest- ræna markaðinn og viðræður standa yfir um frekari aukningu," segir Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar. Hann segir að töluvert magn hafi verið flutt til Rússlands í fyrra og hittifyrra og fyrsta síldin á þessari vertíð þegar verið send. „Astandið er þannig á þeim markaði að erfitt er að tala um samninga, heldur er frekar um viljayfirlýsingar að ræða,“ segir hann. Hann segir þó að náðst hafi sam- komulag við nokkur fyrirtæki í Rússlandi og útflutningur sé hafinn. „Við vitum væntanlega ekki hvert heildarmagnið verður á Rússlands- markað, fyrr en uppi verður stað- ið,“ segir Gunnar. Heildargjöld af Innflutnlngl ð Rússland úr 5% í 22-23% „Fyrir utan að markaðurinn er óstöðugur er markaðsaðgangurinn mun erfiðari en í fyrra. Stærsta breytingin er sú að tollar á síld hafa verið hækkaðir í Rússlandi, reyndar ekki aðeins á síld heldur almennt, og búið er að taka upp virðisaukagjald og sérstakt inn- flutningsgjald. Heildargjöldin af innflutningi á síld nema því á milli 22-23%, en í fyrra námu þau um 5%. Búlð að salta í rúmlega 50 þúsund tunnur Gunnar segir að vertíðin hafi byijað ágætlega. Búið sé að salta í rúmlega 50 þúsund tunnur fyrir vestræna markaðinn og Austur- Evrópu. „Samanborið við árið í fyrra verður útflutningur á vest- ræna markaðinn kannski sambæri- legur, en við Austur-Evrópu má setja spurningamerki," segir Gunn- ar. Heildarsöltun í samvinnu við Síldarútvegsnefnd í fyrra nam tæp- lega 140 þúsund tunnum af salt- síld, þar af voru um 60 þúsund tunnur á Rússland. Norður-Noregur fyrst og fremst hráefmsútflytjandi Óslé. Morgunblaðið. FISKURINN, sem veið- ist við Norður-Noreg, verður nú fyrst og fremst til að fjölga störf- unum í Suður-Noregi og í útlöndum. Fiskvinnslan í landshlutanum er aðallega í flökun, þurrkun og söltun en mikill hluti aflans er sendur áfram óunninn. Fullvinnslan fer næstum eingöngu fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í Suðaustur-. Noregi. Fullvinnslan aðallega í S-Noregi eða erlendis Búist er við, að Frionor, flagg- skipið í norsku fískvinnslunni, ákveði síðar í mánuðinum að sam- eina verksmiðjurnar í Þrándheimi og Alta og verður þeirri á síðar- nefnda staðnum lokað og munu þá 84 manns tapa vinnunni. Á síðasta ári flutti Findus alla framleiðslu til- búinna rétta frá Hammerfest til Frakklands og í húsum fyrirtækis- ins í Finnmörku er nú ekki um meiri fullvinnslu að ræða en flökun. Norskur lax frá Danmörku í hverri viku fer mikill fjöldi flutningabíla með óunninn físk til Danmerkur eða Mið-Evrópu og hafnirnar í Troms og Finnmörku eru margar ekkert annað en um- skipunarhafnir. Reyktur, norskur lax er mikið lostæti en að dijúgum hluta hefur hann verið unninn og reyktur í Danmörku. Það, sem veld- ur þessu kannski fyrst og fremst er, að enginn tollur er á óunnum fiski í Evrópusambandinu en því meira, sem hann er unninn, því hærri er tollurinn. Það er stefna norsku stjórnarinn- ar, að fiskinn skuli fullvinna þar sem hann kemur að landi en þróun- in í Norður-Noregi hefur verið þver- öfug. Heita má, að landshlutinn sé orðinn að hreinum hráefnisútflytj- anda en störfin við fullvinnsluna verða til annars staðar. Miklu eytt í fiskmetið ÚTGJÖLD Bandaríkjamanna vegna fiskneyzlu náðu hámarki á síðasta ári, en þá borðaði hver Bandaríkja- maður að meðaltali tæplega 7 kíló af físki. Alls eyddu þeir 250 milljörðum króna í fískátið þetta ár, en fyrra met var var frá árinu 1987 og var það naumlega slegið nú. Þá borðuðu Bandaríkjamenn hins vegar meira af fiski en nú, eða um 7,4 kíló hvert mannsbarn. Verðið á afurðunum hefur því heldur hækkað þetta tímabil. Rækj- an er langvinsælasta sjávarafurðin í Bandaríkjunum og hefur neyzla á henni aukizt um meira en 36% á einum áratug. Fiskeldi eykst stöð- ugt innan Bandaríkjanna, sem þó verða að flytja mikið inn af sjávar- afurðum til að fullnægja eftispurn. Miðað við verðmæti nemur inn- flutningur sjávarafurða um rúm- lega fimmtungi allrar neyzlunnar. Norðmenn smíða togara fyrir Rússa • NORSKT fyrirtæki, Norway Seafood/Resource Group Interuational, RGI, hefur gert samning um að smiða 16 togara fyrir rúss- nesk útgerðarfyrirtæki. Er smíðakostnaðurinn áætlað- ur að minnsta kosti 14 miiy- arðar íslenskra króna og RIG sjálft fjármagnar fjög- urfyrstuskipin. Smíðaðir verða 10 fersk- fisktogarar og sex verk- smiðjuskip og munu þau veiða úr rússneska þorskk- vótanum í Barentshafi en landa aflanum í Noregi. Verða skipin smíðuð í skipasmíðastöð, sem RGI á í Brattvág, og þau fjögur fyrstu, tveir ísfisktogarar og tvö frystiskip, verða af- hent 1996-97. Kjell Inge Rokke hjá RGI segir, að skipin verði leigð rússnesku útgerðunum á langtímasamningi og þau verða undir rússneskum fána og með rússneska áhöfn að öðru leyti en því, að sumir yfirmannanna verða norskir. Þegar öll skipin 16 verða komin til " veiða munu þau landa um 70.000 tonnum af rúss- neska þorskkvótanum í Noregi en verðmæti þéirra upp úr sjó er um sjö millj- arðar kr. Norway Seafood/RGI er nú með sjö skip á veiðum við Alaska og vesturströnd Bandaríkjanna og þrjú skip eru við Argentínu og eitt á leiðinni þangað. FyriiTækið er einnig með umboðs- samninga við níu rússnesk fiskiskip og hefur því með að gera 600-650.000 tonn af bolfiski. Það er miklu metra en nemur bolftskk- vóta Norðmanna og er um 9% af heildarbolfiskafla í heiminum. Upp úr sjó er þetta um 30 miRjarðar ísl. kr. en til neytenda um 80 milljarðar kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.