Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER <995 ARNAR í FLOTKVÍNNI MorgunWaðið/Þorgeir • TOGARINN Arnar HU frá Skagstrendingi er í söluskoðun og ýmsum viðgerðum sem koma upp við þá skoðun hjá Slippstöð- inni Odda á Akureyri, en hann hefur verið seldur til Grænlands. Búist er við að hann verði tilbúinn innan fárra daga, en hann er nú í hinni nýju flotkví þeirra Akur- eyringa. Þá mun hann sigla beint á grálúðuveiðar við Austur-Græn- land undir nafninu Sisimiut. Síðan er áætlað að hann fari á þorsk- veiðar í Barentshafi. „Það er svo ófínt að stúdera þorskinn“ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmí framlög tii Framlög til Stýrimannaskólans 3™“invéi- minnkuð í fiáríagafntmvarpinu *kólans °s " ° A Sjomanna- skólahússins eru minnkuð um 9 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari Stýrimannaskólans segir að þetta hafi verið rökstutt með því að nemendum hafi fækkað í skólanum. Hann er ósáttur við niðurskurðinn og segist vongóður um að bætt verði úr þessu áður en komi til afgreiðslu Alþingis. Áætlað er að Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Sjómannaskólahúsið fái 102,1 milljón á fjárlögum, sem er 10,1 milljón lægra en í fyrra. Af þessu eru 25,6 milljónir eyrnamerktar Stýri- mannaskólanum. Auk þess fá svo Stýrimannaskólinn og Vélskólinn 6,8 milljónir til viðhalds herma, en í fyrra nam upphæðin 6 milljónum. Nemendum hefur fækkað „Ég er búinn að eiga fund með menntamálaráðherra og þar kom fram að ástæðan fyrir niðurskurðinum væri sú að nemendum hefði fækkað í skólan- um,“ segir Guðjón. „Við fengjum því meira á hvem nemanda en aðrir skól- ar. Það getur vel verið, en ég bendi á að fastakostnaður við rekstur sjó- mannaskólahússins og lóðarinnar er mjög hár.“ Hann segir að lítils áhuga gæti á meðal 18 þingmanna Reykvíkinga fyr- ir starfí Stýrimannaskólans: „Ég vil þó að fram komi að Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Guðmundur Hallvarðsson og Svavar Gestsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra, hafa sýnt starfseminni lofsverðan áhuga. Annars vinnur það á móti sjómanna- Úts i Fjaldi krifaðir skipstjórnarmenn „ frá Stýrimannaskólanum 4 í Reykjavík 1982-1995 60 30 0 '8Í '84 '86 ' '88 '90 '92 '94 menntun að búið er að dreifa henni um allt land. Það hefur aukinn kostnað í för með sér og þetta er dýr mennt- un. Sem dæmi má nefna að við þurftum að festa kaup á mjög dýrum íjarskipta- tækjum í fyrra. Það má teljast undar- legj; og var gagnrýnt á þingi Far- manna- og fiskimannasambandsins í haust að halda uppi kostnaðarsömu skólastarfi á ísafirði, Dalvík og í Vest- mannaeyjum, auk Reykjavíkur.“ Bændaskólar fá hærri framlög Þá segir Guðjón að sér finnist gagn- rýnivert að á sama tíma og verið sé að draga saman seglin í landbúnaði fái landbúnaðarskólar 90 milljónir króna umfram skóla sem varði sjávarútveg og skipstjórnarmál. Bændaskólinn á Hólum einn og sér fái 62% hærri fram- lög á fjárlögum en í fyrra. Bændaskól- arnir þrír fái um 258,8 milljónir, en sjómannaskólarnir 170 milljónir. „Það virðist vera mismunun í gangi milli skóla undir fagráðuneytum og menntamálaráðuneytinu,“ segir Guð- jón. „Menntamálaráðuneytinu er ákaf- lega þröngt skorinn stakkur. Sem dæmi má nefna að Slysavarnarskóla sjómanna, sem er undir Samgöngu- ráðuneytinu, er úthlutað 33,6 milljón- um. Víst eiga sjómenn það inni, en samanburðurinn er sláandi. Einhvers staðar var skrifað: Það er svo ófínt að stúdera þorsk. Það eru orð að sönnu," segir hann. Loks segir Guðjón að það hafi verið viss vonbrigði ekki hafi verið lokið við Sjómannaskólahúsið eða skólalóðina fyrir 50 ára vígsluafmæli skólans 13. október síðastliðinn: „Mér er bara spurn: Hvernig stendur á því að ekki er búið að klára sjómannaskólahúsið eftir hálfa öld. Enn á eftir að ganga frá norðurhlið hússins og skólalóðinni. Fyrir tveimur árum var gerð úttekt á Sjómannaskólahúsinu og þá kom fram að kostnaður við viðgerðir sem væri ólokið næmi 204 milljónum króna.“ FÓLK Kristín til Progress Pack í Frakklandi • KRISTÍN María Blin hefur verið ráðin sem sölustjóri inn- flutnings- og útflutningsdeild- ar hjá franska fyrirtækinu Progress Pack í St. Nazaire í Frakklandi. Progress Pack sér um dreif- ingu og sölu á innpökkunar- vélum fyrir fersk og fros- in matvæli um allan heim og er meðal annars með umboð fýrir Marel á ís- landi. Kristín lauk stúdents- prófi úr Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1992 og BA- prófi í viðskiptafræði frá Es- arc verzlunarskólanum í Aix en Provence í Frakklandi síðastliðið vor. Kristín María Blin Nýir starfsmenn hjá SHá • SÖL UMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna hefur formlega hafið starfsemi sína á Akur- eyri í gamla Linduhúsinu við Hvannavelli. Vegna flutning- anna var töluvert um nýráðn- ingar og eru 6 nýir starfsmenn SH á Akureyeri kynntir í nýút- komnu fréttabréfi SH, Frosti: Ingibjörg Sólrún Ingimund- ardóttir er fulltrúi á skoðun- arstofu. Hún lauk stúdents- prófi frá MR árið 1982 og útskrifaðist úr Hjúkrunar- skóla íslands árið 1985, Ingi- björg fluttist til Dalvíkur árið 1988 og starfaði sem hjúkrun- arfræðingur og síðar sem for- stöðumaður dvalarheimils aldraðra, Dalbæ, og stunda- kennari við stýrimannaskól- ann á Dalvík. Síðustu tvö árin starfaði hún sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Huldu-- hlíð á Eskifirði. Hólmar Svansson er deildarstjóri inn- kaupadeildar. Hómar varð stúdent frá MA árið 1985. Hann útskrifaðist sem rekstr- arverkfræðingur frá Univers- ity of Alabama árið 1989 og sem rekstrarhagfræðingur, MBA, frá Purdue University í Indiana 1992. Hann starfaði áður hjhá markaðsdeild KEA á Akureyri og var fram- kvæmdastjóri Flutningamið- stöðvar Norðurlands í eitt og hálft ár áður en hann hóf störf hjá SH. Þuríður vil- hjálmsdóttir er sölumaður í innkaupadeild. Hún lauk stúd- entsprófi frá Samvinnuskól- anum að Bifröst 1983. Þuríð- ur starfaði áður á skrifstofu Útgerðarfélags Norður-Þin- geyinga, sem fulltrúi hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn og skrifstofustjóri hjá KEA, byggingarvörum. Vilborg Birningúr Torfa- dóttir sér um almenn skrif- stofustörf. Hún varð stúdent Akureypi Ingibjörg Hólmar Sólrún Ingi- Svansson mundardóttir Þuriður Vilborg Vilhjálmsdóttir Birningur Torfadóttir Ásta Margrét Guðjón Pálmadóttir Stefánsson frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1986. Hún starfaði áður hjá Flugleiðum á Akur- eyri og Hótel Norðurlandi. Ásta Margrét Pálmadóttir er starfsmaður á skoðunar- stofu. Hún vann áður við skrif- stofustörf hjá Skattstofunni, Sjallanum og á endurskoðun- arskrifstofu. Guðjón Stefáns- son er sölumaður í innkaupa- deild. Hann útskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði árið 1982. Hann starfaði áður sem verkstjóri hjá ÚA á Akureyri, KASK á Hornafirði og frá árinu 1992 sem yfirverkstjóri hjá Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar. Ofnbökuð síld með sveppum, gráðosti og rækju ÞAÐ HEFUR varla farið framhjá mörgum að síldarver- tiðin er liafin, a.m.k. ekki Guðmundi Ragnarssyni mat- veiðslumanni á veitingahúsinu Lauga- iilkÁii 4M ási. Hann kynnir hér lesendum Vers- ins síldarrétt fyrir ljóra eða ofnbakaða síld með svepp- um, gráðosti og rækjum. Hann tekur þó fyrst fram að undirstaða góðs síldarréttar sé algjör beinhreinsun líkt og gildi um bleikjuflök. í réttinn þarf: 600 gr síldarflök <vel beinhreinsuð) 80 gr sveppi {skorna í skífur) 70 gr gráðost 120 gr rækju 200 gr soðin hrísgrjón 2 dl rjómi karrý 2 egg salt og pipar hvítlauksoliu (hvítlaukssnyör) 150 gr rifinn ost Hrísgijónin eru sett í eldfast form, síldarflökin lögð yfir og svo sveppirnir, gráðosturinn og rækjurnar. Síðan á að hræra saman rjómann, karrýið, eggin, hvítlauksolíu og krydda milt með salti og pipar. Hella þvi svo yfir síldarflökin. Að siðustu er settur rifínn ostur. Steikist í ofni við 180 gráður þar til komin er gulbrún áferð á ostínn. Borið fram með hvitlauksbrauði og fersku salatí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.