Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA L A N D S IVI A W H A M®K0mfol®faih 199S Broddi og Árni Þór í 124. sæti BRODDI Kristjáusson og Arni Þór Hallgrímsson eru í 124 sæti í tvíliðaleik á nýjum heimslista, sem Alþjóðabad- min tonsambandið sendi frá sér í byrjun október. Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir eru í 116. sætí í tvíliðaleik kvenna á sama lista. Bæði þessi pör stefna að þáttlöku í ólympíuleikun- um í Atlanta þar sem 20 bestu pör heimsins keppa í hvorum flokki. í eiríh'ðaleik er Broddi í 182. sæti, Guðmundur Adolfsson í 256. sæti og Árni Þðr Hallgrímsson i 350. sæti. í einliðaleik kvenna er Erna Nielsen í 119 sæti, Birna Petersen í 235 sæti, Vigdís Ásgeirsdóttir í 250. sæti og Guörún Júlíusdóttir í 265, sæti. Badminton-f ólkið hefur lítið keppt á aiþjóðlegum mótum og á því allan mðgu- leika á að laga stö ð u sína á listunum á næstunni með góðri frammistððu í vetur því mót vetrarins reiknast mun hagstæðar gagnvart heimslistanum en þau sem lokið er. Karl Ómar áminntur afGSÍ COLFS AMBAND í slands hefur veitt Karli Ómari J6- hannssyni íþróttakennara áminningu vegna kennslu sem hann hefur verið með í golfi austur á fj'órðum. Eins og við skýrðum frá í sumar var Karl Ómar kærður vegna þess að hann tók þátt í sveitakeppninni samhliða þvi að kenna golf eystra, en menn sem kenna verða að afsala sér áhugamannarétt- indum sínum. Karli Ómari var gert flóst að hann yrði að ákveða sig hvorum megin borðsins hann ætlaði að vera, halda afram sem golf- kennari eða halda áhuga- mannaréttindum síuum. MIÐVIKUDAGUR2S. OKTOBER FRJALSIÞROTTIR BLAÐ C Valsmenn taka á móti Braga ÍSLANDSMEISTARAR Vals í handknattleik hafa ákveðið að leika heimaleikinn heíma i 2. umferð Evröpukeppni meistaraliða, en þeir tnættu CSKA Moskva í fyrstu umferð og fóru báðir leikirnír fram í Þýskalandi. Valsmcnn hafa selt síðustu heimaleiki, en næst mæta þeír portúgalska Iíðinu Braga og eiga fyrrí leikinn heima. Komíst Valsntenn áfram bíða þeirra sex leikir i riðlakeppni þar sem úrslitaliðunum átta er skipt i tvo fjög- urra liða riðla. Líklegt er að KA hafa santa hátt á og Valsm'enn, en þeir mæta VSZ Kosice frá Sló- vakíu í Evrópukeppni bikarhafa og eiga fyrri leikinn heima. Afturelding ntætir pólska lið- inu Zaglebie Luben í Borgarkeppninni Og hefur ekki verið rætt um breytingu á fvrir- komuiaginu, en Afturelding á fyrst heimaleik. 1_ Sex íslendingar framar- lega á heimsafrekaskránni Sýnirað við erunn á réttri leið, segirformaður Frjálsíþróttasambandsins „VIÐ höf um ekki átt svo marga keppnismenn svo ofarlega á heimslistunum. Þetta sýnir mér að við höf um verið að vinna vel og erum á réttri leið. Það gefur okkur í forystunni vissulega byr undir báða vængi að eiga svo marga svo ofar- lega. Frjálsíþróttir eru ein allra útbreiddasta íþrótt heimsins og þvívið stóran hóp að keppa," sagði Helgi Haralds- son formaður Frjálsíþrótta- sambandsins (FRÍ) íviðtali við Morgunblaðið. Heimslistarnir í f rjálsíþróttum liggja nú fyrir og eru sex íslenskir f rjálsíþrótta- menn meðal 50 bestu ísinni grein. Jón Arnar Magnússon UMSS er fremstur íslensku frjálsíþrótta- mannanna, er í 14. sæti í heiminum í tugþrautinni með 8.248 stig, sem hann náði í Talence í Frakklandi 16. september. Var það annað tveggja íslandsmeta hans í grein- inni og þriðja þrautin hjá honum á árinu yfir 8.000 stig. Dan O'Brien Bandaríkjunum er í sérflokki með 8.696 stig, eða 120 stigum á undan Eistanum Erki Nool sem er með 8.276. Þriðji er Mike Smith Kanada með 8.498 stig — að vísu fæst sú þraut aldrei viðurkennd sakir með- vinds, en Smith náði 8.419 stigum er hann vann silfrið á HM í Gauta- borg — og Eduard Hámáláinen Hvíta-Rússlandi fjórði með 8.489 stig. Alls eiga fimm Bandaríkja- menn betri árangur en Jón Arnar. Pétur Guðmundsson Ármanni er í 17. sæti á heimslistanum í kúlu- varpi með 20,13 metra kast á móti í Tuscaloosa í Alabama 29. septem- ber. Á undan honum eru sex Banda- ríkjamenn en að hámarki þrír frá hverri þjóð geta keppt í Atlanta. Athygli vekur hvaða framförum finnskir kúluvarparar hafa tekið því Finnar eiga 2. og 15. mann á listan- um. Efstur er John Godina Banda- ríkjunum með 22,00 metra, þá kem- ur Finninn Mika Halvari með 21,50 og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Brent Noon með 21,47. Landar hans eru einnig í næstu tveimur sætum. Vésteinn Hafsteinsson HSK er í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson JÓN Arnar Magnusson, tll vlnstrl, ásamt Gísla Sigurðssyni, þjálfara sínum, á helmsmelstara- mótlnu í Gautaborg í sumar. Samvlnna þelrra hefur skilað góðum árangrl — J6n Arnar fór þrívegls yfir 8.000 stlg í tugþrautinnl í sumar og er 14. á heimsafrekaskrá árslns. 29. sæti í heiminum í ár í kringlu- kasti með 63,14 metra kast frá í Helsingjaborg í Svíþjóð 18. júní. Lengst kastaði Þjóðverjinn Lars Riedel, 69,08 metra, næstur Dmítríj Shevtsjenko Rússlandi með 68,04 og þriðji varð landi hans Sergej Ljakhov með 66,78 metra. Sigurður Einarsson Ármanni er 39. á heimslistanum í spjótkasti með 80,06 metra en fleiri köstuðu ekki yfir 80 á árinu. Tveir köstuðu yfir 90 metra á árinu, Raymond Hecht Þýskalandi [92,60] og Tékk- inn Jan Zelezny [92,28]. Fremri Sigurði eru m.a. 10 Finnar, fímm Rússar og fjórir Þjóðverjar. Vala Guðrún Vala í 18. sœti í stangarstökki Vala Flosadóttir, 17 ára stúlka úr ÍR, er í 17.-19. sæti á heimslist- anum í stangarstökki, sem nær bæði til innanhúss sem utanhússaf- reka. Stökk hún 3,81 metra sem er Norðurlandamet. Tólf konur stukku yfir fjóra metra á árinu, hæst Daniela Bartova Tékklandi sem stökk 4,22 metra. Allar stúlk- urar sem stukku hærra en Vala eru eldri en hún. Af þeim eru sex þýsk- ar, þrjár rússneskar og þrjár kín- verskar. Loks náði Guðrún Arnardóttir Ármanni í 42. sæti í 400 metra grindahlaupi með besta árangri sín- um, 56,76 sekúndum frá í Knox- ville í Tennessee 2. júní. Guðrún er með besta árangur kvenna í 400 grind á Norðurlöndunum. KNATTSPYRNA: TEITUR ÞÓRÐARSON HEFUR FARIÐ VÍÐA Á FERLINUM / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.