Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 C 3 URSLIT Handknattleikur 2. deild karla Ármann - Fram..v.............11:42 Knattspyrna England 3. umferð deildarbikarkeppninnar Bamsley - Arsenal 0:3 ■Hollendingurinn Dennis Bergkamp þagg- aði niður í 18.000 stuðningsmönnum heima- manna með frábærri aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Dave Watson hélt ekki boltanum og Steve Bold átti ekki í erfiðleikum með að skora af stuttu færi. Fjórum mínútum síðar var Bergkamp aftur á ferðinni en að þessu sinni skoraði hann með vinstri af tæplega 20 metra færi. Martin Keown inn- siglaði yfirburði aðkomumanna þegar hann skoraði með skalla stundarflórðungi fyrir leikslok. Heimamaðurinn Andy Liddell skaut yfir úr vítaspymu mínútu síðar. Birmingham - Tranmere 1:1 Bolton - Leicester 0:0 ■Guðni Bergsson og samheijar sóttu stíft en tókst ekki að skora á heimavelli þrátt fyrir mörg tækifæri í skemmtilegum leik. Iwan Roberts var næst því að skora fyrir gestina en skallaði í stöng mínútu fyrir hlé. Reading - Bury 0:2 ■(leikurinn flautaður af eftir 28 mín. vegna úrhellis). Watford - Blackburn............1:2 ■Kevin Phillips skoraði fyrir heimamenn i fyrri hálfleik en Alan Shearer jafnaði á 58. mínútu og Mike Newell gerði sigurmarkið með skalla 10 mínútum fyrir leikslok. Skotland Undanúrslit deildarbikarkeppninnar Aberdeen - Rangers.............2:1 Billy Dodds (51., 69.) - Oleg Salenko (85.). ■Aberdeen sem þurfti að leika aukaleiki sl. vor til að halda sætinu í skosku úrvals- deildinni kom á óvart gegn meisturunum og tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn sem verður 26. nóvember. Dundee og Airdrie mætast í hinum undanúrslitaleikn- um í kvöld. Holland Utrecht - PS V Eindhoven.......1:4 Raymond Graanoogst (15.) - Stan Valckx (41.), Luc Nilis (56.), Wim Jonk (69.), Philip Cocu (79.). Ishokkí NHL-deildin Leikið á mánudaginn: Montreal - Los Angeles.. Colorado - Anaheim. IMFL-deildin Sunnudagur: Carolina - New Orleans.... Chicago - Houston...... Cleveland - Jacksonvilie... Miami - NY Jets........ St. Louis - San Francisco.. Tampa Bay - Atlanta.... Washington - Detroit... ■Eftir framlengingu. Denver - Kansas City... Green Bay - Minnesota.. Oakland - Indianapolis. Seattle - San Diego.... Staðan: Ameríkudeildin Austurriðill Sigrar, töp, mörk ...6:3 ....3:1 ....20:3 ..35:32 ..15:23 ..16:17 ..10:44 ..21:24 ..36:30 ....7:21 ..38:21 ..30:17 ..25:35 5 2 150:122 IníJianapolis 4 3 145:157 Miami 4 3 191:127 NYJets 2 6 120:220 New England 2 5 96:174 Miðriðill Cleveland 3 4 139:130 3 4 163:154 Pittsburgh 3 4 147:167 3 5 131:162 2 5 137:154 Vesturriðill 7 1 199:138 6 2 213:123 4 4 168:137 San Ciego 4 4 148:162 2 5 131:175 Landsdeildin Austurriðill 6 1 203:118 Philadelphia 4 3 144:173 Washington 3 5 189:193 Arizona 2 5 114:180 NY Giants 2 5 115:156 Miðriðill 5 2 204:167 Green Bay 5 2 171:137 Tampa Bay 5 3 127:129 3 4 156:163 Detroit 2 5 163:173 Vesturriðill 5 2 148:149 Atlanta 5 2 146:147 San Francisco 5 2 198:96 2 5 125:154 New Orleans 1 6 134:178 KNATTSPYRNA Pétur ræðir við Eyjamenn Pétur Marteinsson, fyrirliði U-21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur rætt við Eyjamenn um hugsanleg félagaskipti úr Fram og sagði við Morgunbiaðið að vel gæti komið til greina að hann skipti þó ekkert hefði enn verið ákveðið í því efni. „Ég hef hugsað mér til hreyfings en ekkert ákveðið," sagði hann í gærkvöldi. „Ég hef talað við Eyja- ERIC Cantona Reuter í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Höllin: KR-Víkingur ...20 Kaplakriki: FH - Valur ..20 KA-hús: KA - Stjaman ..20 Seljaskóli: lR- Selfoss ...20 Seltjarnarnes: Grótta - Haukar.. ...20 Eyjar: ÍBV - UMFA ...20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH - Stjaman ...20 2. deild karla: Smárinn: Breiðablik - ÍH ...20 Umræðan um áhuga Inter Milan er að verða svolítið þreytandi ÍTALSKA stórliðið Internazionale frá Mílanó er enn einu sinni að reyna að fá Eric Cantona frá Man- chester United. Samkvæmt ítölsk- um og enskum blöðum í gær er félagið að undirbúa tilboð upp á sjö millj. punda, jafnvel skipti á Paul Ince, fyrrum leikmanni United, og Frakkanum en markaðurinn á Ítalíu verður opinn í viku frá 2. nóvember. Viðbrögð United voru þau sömu og fyrr. „Þessar umræður um áhuga Inter Milan eru að verða svolítið þreytandi," sagði Martin Edwards, formaður enska félags- ins. „Málið er einfalt. Eric er ekki til sölu, sama hvað er í boði. Alex Ferguson er að byggja upp lið í kringum Cantona og það er alveg á hreinu að hann samþykkir aldrei sölu. Eftir allt sem við sem félag og Eric sem persóna höfum þurft að ganga í gegnum á árinu getur engum dottið í hug að við viljum selja hann nú.“ Inter bauð í Cantona í sumar án árangurs en liðið er sjö stigum á eftir AC Milan í ítölsku deildinni og ætlar sér stærri hlut. „Við viljum Cantona og það er undir formannin- um komið að ná samningum við Manchester United,“ sagði Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari Inter. Alex Ferguson sagði að Inter væri að eyða tíma sínum til einsk- is. „Þetta er ekki einu sinni spurn- ing um peninga. Við höfum ekki efni á að láta einhvern af reyndari leikmönnunum frá okkur og alls ekki einhvern sem er eins hæfileika- ríkur og áhrifamikill og Eric. Ég hef ekki verið í sambandi við neinn hjá Inter en menn hjá félaginu eru að eyða tíma sínum til einskis því hann fer hvergi.“ menn og þeir eru með skemmtilegt lið sem er spennandi kostur,“ bætti hann við. Pétur lék fyrst með Fram í 1. deild 1991 en var síðan með Leiftri á Ólafsfirði í 2. deild í tvö ár. Hann gekk aftur til liðs við Fram 1994 og hefur leikið með liðinu síðan. Sem kunnugt er féll Fram í 2. deild en ÍBV leikur í Evrópu- keppni félagsliða að ári. TveirJúgó- slavar til Sheffield Wednesday SHEFFIELD Wednesday hef- ur samið við Rauðu stjörnuna í Belgrad um að kaupa tvo landsliðsmenn frá félaginu. Umsamið verð er fjórar miHj- ónir punda (um 405 mil(jónir kr.) en samningurinn er háður samþykki Knattspyrnusam- bands Englands og Alþjóða knattspyrnusambandsins og því hvort þeir fái atvinnuleyfi í Englandi en gert er ráð fyrir að það skýrist ekki fyrr en eftir tæpan mánuð. Leikmennirnir eru 21 árs gamlir, miðherjinn Darko Kovacevic, sem hefur gert 62 mörk fyrir Rauðu sljörnuna, og varnarmaðurinn Dejan Stefanovic. „Það eina sem við vitum, er að félögin eru ánægð og einnig leikmennimir," sagði David Pleat, aðalþjálfari Wednesday. „Allir vita að við vitfum fá leikmenn í háum gæðaflokki og þessir eru það.“ Juninho varla með Middlesbrough gegn Manchesterllnited Robson einnig á eftir Brasilíu- stráknum Caio Reuter BRASILÍSKI lelkmaðurinn Juninho, sem beðið er með óþreyju í Middl- esbrough. Elns og sjá má leikur Juninho í „helgri" treyju — númer 10 — í landsliði Brasilíu; ber sama númer og Pele gerðl á sínum tíma. Brasilíumaðurinn Juninho fékk óvænt atvinnuleyfi sem leik- maður Middlesbrough í fyrradag en hann er ekki væntanlegur til Englands fyrr en á morgun og því er talið ólíklegt að hann leiki með liðinu gegn Manchester Un- ited á Old Trafford á laugardag. Bryan Robson, yfirþjálfari Boro, setur það ekki fyrir sig en leggur þess meiri áherslu á að fá Caio, fyrrum samherja Juninhos í Sao Paolo, til liðs við enska liðið. Mikil eftirvænting ríkir á meðal stuðningsmanna Boro vegna komu Juninhos, sem var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Brasil- íu. Knattspyrnustjörnur hafa ekki verið á hverju strái í Middlesbro- ugh og Robson sagði að kaupin sýndu ákveðni stjórnar félagsins í að gera Boro að stórveldi í al- þjóða knattspyrnu „Hann vill gera allt sem hann getur til að vera besti knattspyrnumaður heims og slíka menn vil ég hafa í liði mínu,“ sagði Robson. Um helgina var sagt að það tæki sinn tíma að fá atvinnuleyfi og Robson sagði að ef Juninho, sem er 22 ára, yrði ekki kominn til Englands árla í dag, miðviku- dag, spilaði hann ekki gegn Un- ited. „Hann þyrfti að hvílast vel og ná úr sér flugþreytunni til að geta æft með liðinu á fimmtudag og föstudag,“ sagði Robson á mánudag. „Eg verð að vera sann- gjarn við hann og komi hann ekki fyrr en á fimmtudag er ekki hægt að ætlast til að hann leiki eins mikilvægan leik og um er að ræða.“ Juninho tók í sama streng í gær. „Það væri ekki rétt fyrir mig eða Middiesbrough að spila án þess að hafa æft með félögum mínum og vera ókunnugt um hvernig þjálfarinn vill að sé spil- að,“ sagði hann. Stuðningsmenn- irnir géta samt varla beðið og þegar hafa verið seldir meira en 6.000 miðar til áhangenda sem vilja sjá leikinn gegn United á breiðtjaldi á Riverside-leikvangin- um, heimavelli Boro. Middlesbrough greiddi 4,75 millj. punda (tæplega 482 millj. króna) fyrir kappann og sagt er að vikulaun hans verði 13.000 pund (liðlega 1,3 millj. króna). í Brasilíu hefur hann leikið í treyju númer 10 eins og Péle gerði og ekki þykir hæfa að slíkur maður fái annað númer í Englandi. John Hendrie, sem er númer 10 hjá Boro, hefur boðist tii að leysa vandann og vill selja Juninho peysu sína og númerið fyrir viku- laun — ekki eigin heldur Brasilíu- mannsins! Robson fór til Brasilíu gagn- gert til að semja við Juninho sem fleiri félög voru á eftir og hann er tilbúinn að fara aftur ef það yrði til þess að hann næði Caio til Boro en tvö önnur félög í Evr- ópu hafa boðið í strákinn. Piltur- inn er 19 ára og metinn á þijár milljónir punda en hann var mað- urinn á bak við sigur U-21s árs liðs Brasilíu á Toulon-mótinu í maí sem leið. Teitur Þórðar- son á faraldsfæti Teitur á ferðinni TEITUR Þórðarson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur verið á faraldsfæti um Evrópu síðán hann fór frá Akranesi 1977 til að gerast leik- maður með sænska liðinu Jönköping. Teitur, sem hefur herjað í Svíþjóð, Frakklandi, Sviss og Noregi, er nú að breyta um dvalarstað — halda austur; til Tallinn í Eistlandi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann mun taka við Iandsliðsþjálfarastarfi þar í landi ásamt því að þjálfa meistar- alið Flora Tallinn, sem var stofn- að 1990 og varð meistari 1994 og 1995. Teitur, sem er í hópi bestu knattspyrnumanna íslands, vann sér nafn strax og hann kom til Svíþjóðar og eftir aðeins eitt keppnistímabil fór hann til Öster og varð sænskur meistari með liðinu 1978,1980 og 1981. Þá var hann í hópi bestu knattspyrnu- manna Svía og sagður besti er- lendi leikmaðurinn sem hafði leikið í sænskri knattspyrnu. Frá Svíþjóð hélt hann til Frakklands og Sviss;áður en hann sneri að nýju til Óster 1985. Teitur lagði knattspyrnuskóna á hilluna og gerðist þjálfari hjá sænska liðinu Skövde 1987, en hélt til Noregs 1988 þegar hann fékk tilboð að þjálfa Brann í Bergen, siðan þjálfaði hann Lyn og Lilleström. Teitur, sem aflaði sér menntunar sem þjálfari, hef- Mikiðum jafntefli í Þýskalandi ÞAÐ eru margir sem eru ekki ánægðir með nýju þriggja stiga regluna í Þýskalandi og segja að hún hafi ekki dregið úr jafntefl- um, heldur hafa jafntefli aldrei verið fleiri. 40% af leikjunum hafa endað með jafntefli, eða 36 leikir af níu- tiu sem búnir eru í 1. deildar- keppninni. Erich Ribbeck, þjálfari Bayer Leverkusen, segir að þriggja stiga reglan þjóni engum tilgangi og er á móti henni, en aftur á móti er Franz Beckenbauer, sljórnarformaður Bayem Munchen mjög ánægður með breytingarnar. „I þeim leikj- um sem hafa endað með jafn- tefli hefur sést að liðin eru að sækja til að skora og þó að leikir séu markalausir eru þeir skemmtilegri." Morgunblaðið/Skapti TEITUR Þórðarson veifar til áhorfenda fyrir leik í frönsku deildinni með Lens gegn Mónakó haustið 1981. ur verið einn af virtustu þjálfur- um Noregs. Hann hefur komið fram með ýmsar hugmyndir og unnið með Ólympíuhreyfingunni í sambandi við uppbyggingu og þjálfun knattspyrnumanna í Nor- egi. Það kom mörgum á óvart að Teiti hefði ekki verið boðið landsliðsþjálfarastarf íslands þegar Asgeir Elíasson ákvað að segja starfi sínu lausu á dögun- um. Nú fær hann tækifæri með landslið Eistlarids. Ómar Jó þjálfar Hauka ÓMAR Jóhannsson, fyrrum leikmaður ÍBV og Fram, hefur verið ráðinn þjálf- ari Hauka úr Hafnarfirði næsta sumar en þess má geta að hann er nú búsettur í Hafnarfirði. Lið Hauka féll niður í 4. deild í haust þannig að verkefni Óm- ars verður að reyna að koma félaginu rakleiðis upp aftur. Ómar var við stjóm- völinn hjá Kópavogsliðinu HK í sumar og áður hafði hann þjálfað lið Hattar á Egilsstöðum. Flogið í Bretlandi STEINGRÍMUR Ingason og Joff Haig svífa yfir hæð á eyjunnl Mull við Bretlandseyjar. Steingrím- ur keppti í tveimur röllum og vakti athygll á heimasmíðuðum bíl sínum. Steingrímur velti und- ir lok keppni eftir að hafa náð þríðja sæti Gunntaugur Rögnvaldsson skrifar STEINGRIMUR Ingason rall- ökumaður keppti nýverið tví- vegis á Bretlandseyjum, í síð- ara skiptið si'ðastliðinn laugardag. Hann féll úr keppni í bæði skiptin, en var í þriðja sæti í seinni keppninni þegar tvær sérleiðir voru eftir. Þá velti hann að lokinni sérleið, eftir að hafa reynt að bjarga sér útúr óvæntri beygju á blindhæð. Þetta var vandræðaleg velta strax eftir að sérleiðinni lauk. Ég kom yfir blindhæð í endamarki leiðarinnar, og á henni var hægri beygja. Ég ætlaði að bjarga mér, með því að keyra inn á nærliggjandi tún. Gallinn var sá að á túninu var skurður. Bíllinn skall harkalega í bakkann, fram- dekk brotnaði undan, bíllinn enda- stakkst og valt,“ sagði Steingrím- ur í samtali við Morgunblaðið. Plægði túnið „Bíllinn rann svo á þakinu og plægði túnið, þannig að við feng- um risa grastorfu inn í bílinn, 40-50 kg þunga. Það var óþægileg tilfínning — þó ég sé alinn upp í sveit! Við vorum þar með fallin úr leik og misstum af verðlauna- sæti fyrir vikið, sem var svekkj- andi,“ sagði Steingrímur. „Vissulega hefði endamark leið- arinnar ekki átt að vera í beygju, en það þýðir ekki að fást um það núna. Aðstoðarökumaður minn, húsmóðirin Rowan Lee var leið yfír að vara mig ekki við, en svona er rallið. Ég lærði það sem ég þurfti í þessari ferð. Bíllinn minn hentar vel á malbiksleiðir og ég ætla að keppa i 4-5 mótum í Bret- landi á næsta ári. Fyrri keppnin sem ég keppti í var á föstudeginum 13. október, óhappadegi. En bíll- inn bilaði hinsvegar strax eftir miðnætti þess þrettánda, þá brotn- aði nýlegt tannhjól í gírkassanum á meðan önnur sjö ára gömul héldu velli. Fyrir keppni ætlaði ég að leggja leiðirnar á minnið, en það var vonlaust. Vegirnir voru svo hlykkjóttir að sjaldnast sást fyrir næsta horn og aðstoðarökumaður- inn í þeirri keppni, heimamaðurinn Joff Haigh veitti mér góða aðstoð í keppninni. Ég komst bara þriðj- ung af rúmlega 300 kílómetra akstri á sérleiðum, áður en gír- kassinn bilaði. Sigurvegari rallsins varð McKinnon á Ford Escort Cosworth fjórhjóladrifsbíl.“ Húsmóðirin alvön leiðunum „í seinni keppninni var hús- móðirin mér við hlið, en hún var alvön leiðunum, sem voru skammt frá Newcastle. Þær voru á svæði þar sem skriðdrekar eru prófaðir reglulega. Malbikið var illa farið og mörg stökk á leiðinni. Ég lærði leiðirnar vel fyrir keppni og gekk vel; var strax framarlega í keppn- inni, sem var liður í keppni áhuga- manna í Bretlandi. Það rigndi og það tók tíma að læra inn á hvenær dekkin höfðu grip og hvenær ekki á hálu malbikinu. Það lentu marg- ir útaf, bílar voru þvers og kruss út um allt. Ég tók þokkalega á bílnum, en átti þó talsvert eftir. Bremsuklossarnir spændust hins- vegar upp. Undir lokin vorum við komin í þriðja sæti, en þá kom blindhæðin örlagaríka. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir veltuna, en ég kem honum í rétt horf. Hann vakti mikla athygli, enda frumsmíði. Þá mundi fólk eftir honum úr vinsælum sjónvarpsþætti BBC, þar sem íslensku ralli og jeppum voru gerð skil. Fólk mundi sérstak- lega eftir því hvernig jeppamenn sprengja affelguð dekk á aftur með startgasi og kveikjara. Bret- arnir eru miklir rallmenn og hátt í 100 röll eru haldin þar árlega, þannig að það er góður vettvangur fyrir íslenska rallökumenn að ná sér í nýja reynslu," sagði Stein- grímur. DDP DDv gerir golfþátt hérá landi BRESKA ríkissjónvarpið, BBC, hyggst gera sjón- varpsþátt um golf hér á landi næsta sumar. Þáttur- inn verður hluti af þáttaröð sem hinn kunni sjónvarps- maður Peter AIlis er að gera um golf í heiminum. Allis þessi er talinn einn besti golfþulur nútímans, en áður en hann snéri sér að þeirri iðju var hann atvinnumaður í golfi og var þekktur fyrir livað honum gekk aJltaf illa á flötunum. Hann tapaði til dæmis Ryderkeppninni einu sinni með því að fjórpútta á síðustu flötinni. Allis virðist þó sjá spaugilegu liliðina á óförum sfnum á flötunum því bílnúmerið lians er 3 PUTT sem á íslensku er þrípútt. A næsta ári verður golf- vailarins í Vestmannaeyjum einnig getið í bók sem enskt félag gefur út og í henni verður að finna upplýsingar um 200 golfvelli um víða Evrópu. Ekki er ólíklegt að Allis fari til Eyja að mynda því völlurinn þar er mjög myndrænn og sama má segja um Grafarholtsvöll- inn, Leiruna og völlinn á Hvaleyríimi auk fleiri valla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.