Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1
1 BRANPARARJ [LEIKIRJ |ÞRAUTIRJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MO ÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 1995 Pennavinir Hæ, hæ, Myndasögur Moggans. Ég ætla að biðja ykkur að birta þessa orð- sendingu pennavinakass- anum. Ég er búin að senda svolítið oft en það hefur aldrei verið birt. Viljið þið biðja Valdísi Dröfn og Hildi Ge- orgsdóttur að senda mér bréf. Ég þakka ykkur fyrir gott blað. Sóley Þórisdóttir Kæra Morgunblað. Ég er 8 ára íslensk stelpa og bý í Danmörku. Mig lang- ar að eignast pennavini á íslandi á aldrinum 7- 9 ára. Áhugamál mín eru lestur, sund og fleira. Katrín Driscoll Tjernen 315 DK-2990 Niv? Danmark Kæru Myndasögur Moggans. Við erum tvær 10 ára eld- hressar stelpur, sem langar til að eignast pennavini á aldrinum 10-100 ára, stelpur eða stráka eða bara bæði. Áhugamál eru hestar og önn- ur dýr, skautar, skíði og disk- ótek. P.S. Mynd má fylgja með fyrsta bréfi ef hægt er. Ásdís Jóna Marteinsdóttir Suðurási 6 110 Reykjavík og Maríanna Magnúsdóttir Kleifarási 6 110 Reykjavík Hæ, hæ, kæru Myndasögur Mpggans! Ég er 11 ára stelpa, sem langar að eign- ast pennavini á aldrinum 11-13 ára, bæði stelpur og stráka. Ahugamál mín eru fótbolti, hest- ar, tónlist og diskótek. Eydís Rós Sigmundsdóttir Leifsstöðum 2 861 Hvolsvöllur Hó, hó og halló. Ég er hérna ýkt hress stelpa. Mig bráðvantar pennavini á aldrinuin 11-13 ára, er sjálf 11 ára. Ég er skolhærð með blá augu. Ég vil helst skrif- ast á við stráka. Ég bý úti á landi. Áhugamál eru frjálsar, fimleikar, skemmtilegir strákar, fótbolti, strákar, körfubolti, strákar og margt, margt fleira. Halla Ólafsdóttir Kambi 8 765 Djúpivogur Halló, halló Myndasögur Moggans. Strákar, strákar! Ég er hérna ein eldhress stelpa úti á landi. Hérna er allt ókei nema að mig bráðvantar pennavini á aldrinum 11-13 ára, bara stráka. Ég er skolhærð með hár niður á herðar og með blá augu. Áhugamál mín eru strákar, tónlist, skemmtilegir strákar, körfubolti og fót- bolti, sætir strákar, fímleik- ar, strákar, dýr og margt fleira. Drífíð þið ykkur nú og sendið mér bréf. Ragna Olafsdóttir Kambi 8 765 Djúpivogur \ Uppbygging á Kjalarnesi STRÁKUR að nafni Birgir Þór Guðbrandsson, 8 ára, Esju- grund 41, Kjalarnesi, sendi okkur þessa mynd af ungum byggingameisturum á Kjalar- nesi. Ef þið hafið ekið Vestur- landsveg í sumar og haust haf- ið þið ef til vill tekið eftir mynd- arlegu kofahverfi úr kassafjöl- um rétt utan við þjóðveginn á Kjalarnesi undir Esjuhlíðum. Við óskum smiðunum til hamingju með myndarlegan húsakost og listamanninum Birgi Þór fyrir myndina. Tveir dalmatíuhundar OSKÖP eru þeir ráðvilltir, dalmatíuhundarnir tveir, sem eru að reyna að komast heim til sín í hlýtt húsið handan við flókið göngu- stígakerfið framundan, sem er í raun völundarhús hið mesta. Hvernig væri nú að þið kæmuð þeim til hjálpar og greidduð götu þeirra í hlýj- una heima fyrir? í einu eintaki HVERJIR hlutanna á mynd- inni eru aðeins í einu eintaki hver? Þegar þið hafið gengið úr skugga um það gáið þið að Lausnum og þær hafa náttúrlega svar á reiðum höndum eins og alltaf þegar á þær er vísað. Sýnið þolinmæði og verið þrautseig, góðu börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.