Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ríkharður konungur Ijónshjarta - sigurveisla Kjörís og LEGO RIKHARÐUR ljónshjarta og riddararnir hans hafa sigrað Drekariddarana og Drekann ógurlega í miklum orrustum. í tilefni þess hefur Kjörís ákveð- ið að bjóða upp á mikla Kjörís- veislu til þess að heiðra Rík- harð konung og riddarana hans. En áður en lengra er haldið, skulum við fræðast ör- lítið um kappann: Ríkharður 1. bar viðurnefnið h'ónshjarta og var konungur Englands 1189-1199. Frá ár- inu 1096- 1270 var farið í svo- kallaðar krossferðir frá Vest- ur-Evrópu fyrir beiðni páfans í Róm til þess að frelsa borgina helgu Jerúsalem úr höndum tyrkneskra múslíma sem lagt höfðu hana undir sig. Ríkharð- ur ljónshjarta fór í þriðju kross- ferðina, en var tekinn til fanga en síðar keyptur úr fangelsi gegn hárri greiðslu. Englands- konungur, Frakklandskonung- ur og Þýskalandskeisari, sem voru í forystu fyrir þriðju krossferðinni, náðu ekki Jerú- salem, en sömdu við soldán að nafni Saladín, sem var foringi múslíma og mikill herstjóri, um að kristnir menn fengju að fara inn í hina helgu borg Jerúsal- em. Krossferðirnar eru nefndar svo því að hinir kristnu her- menn merktu gjarnan búninga sína og skildi með tákni krist- inna, krossinum. Þetta voru svaðilfarir miklar, og dóu margir krossfaranna á leiðinni úr sjúkdómum eða hungri ef þeir létu ekki lífið í orrustum, sem þeir háðu margar. Kross- fararnir voru úr öllum stéttum þjóðfélagsins, aðalsmenn, alm- úgamenn og riddarar. Krakkar! Sendið til Myndasagna Moggans hugmynd að ísveisl- unni ásamt litaðri mynd af Ríkharði ljónshjarta og gæð- ingnum hans, sem hefur borið herrann sinn konunginn í mörgum orrustum. Munið að nota aðeins ís frá Kjörís í ísveisluna. Aðalvinningur er risaaskja frá LEGO með stór- um kastala, draug, beinagrind, hermönnum og fleiru - ásamt ávísunum á 10 græna Hlunka frá Kjörís. Aukavinningurinn er Drekakastali með galdra- karli, dreka og fleiru frá LEGO - ásamt ávísunum á 10 græna Hlunka frá Kjörís. Síðasti skiladagur er 31. október, og áttunda nóvember birta Myndasögur Moggans vinningsísveislurnar og auðvit- að nöfn vinningshafanna. Góða skemm'tun, hafíð snör handtök og notið nú hug- myndaflugið - sem þið hafið yfrið nóg af! NAFN: HEIMILI: POSTFANG: 1 I -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.