Morgunblaðið - 26.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.1995, Page 1
80 SÍÐUR B/C/D 244. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spænska þingið fellir fjárlög Afail fyrir Felipe Gonzalez Madrid. Reuter. SPÆNSKA þingið hafnaði í gær fjárlögum stjómarinnar fyrir næsta ár og segja fréttaskýrendur að þetta sé mesta áfall, sem Felipe Gonzalez hefur orðið fyrir á þrettán árum i forsætisráðherraembætti. Andstæðingum stjórnarinnar til hægri og vinstri tekst sjaldan að snúa bökum saman, en þeir tóku höndum saman í andstöðu við íjár- lagafmmvarpið. Stjórnarandstaðan vill að tafarlaust verði gengið til kosninga, en Gonzalez vill ekki boða til kosninga fyrr en Spánvetjar láta af forsæti Evrópusambandsins í desember. Gonzalez fastur fyrir Gonzalez sagði í gær að hann myndi ekki víkja frá þeirri fyrirætl- an sinni að halda kosningar í mars. Helsti andstæðingur hans, Jose Maria Aznar, leiðtogi Alþýðufylk- ingarinnar (PP), sem telst hægri- miðflokkur, sagði að Gonzalez ætti nú ekki annars kost en að ijúfa þing. Pedro Solbes, íjármálaráðherra Spánar, skoraði á þingið að bera langtíma hagsmuni þjóðarinnar fyr- ir bijósti og samþykkja fjárlaga- frumvarpið, en allt kom fyrir ekki. Gonzalez hefur átt undir högg að sækja vegna ásakana um að hann hafi vitað af ólöglegri herferð á hendur gmnuðum aðskilnaðar- sinnum Baska (ETA) og morðum á 27 mönnum á síðasta áratug. Þess er vænst að flokkur Aznars beri sigur úr býtum í næstu kosn- ingum, en Gonzalez er enn vinsæl- asti stjórnmálamaður Spánar. Reuter Uppbygging í A-Berlín EFTIR sameiningu þýsku ríkj- anna hefur átt sér stað gífur- leg uppbygging í austurhlutan- um og í Austur-Berlín. Þar í borg er nú verið að brjóta nið- ur byggingu utanríkisráðu- neytisins í tíð kommúnista en á lóðinni á að endurbyggja byggingarverkfræðiháskóla, sem kenndur er við Karl-Fri- edrich Schinkel. í baksýn er dómkirkjan í Berlín. 28 ára hernámi ísraela á Vesturbakkanum að ljúka Arafat spáir stofn- un ríkis eftir tvö ár Reuter PALESTÍNUMENN í Jenín fögnuðu ákaflega þegar formlegur brottflutningur ísraelska herliðsins á Vesturbakkanum hófst í gær. Með honum lýkur hersetunni, sem staðið hefur i 28 ár. Jean Chretien ákallar íbúa í Quebec Verdun, Quebec. Reuter. JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, leggur nú mikla áherslu á að koma í veg fýrir aðskilnað Qu- ebec-fylkis við Kanada og hefur skorað á kjósendur í fylkinu að hafna fullveldi þess í atkvæða- greiðslu, sem fram fer 30. október. Chretien sagði á þriðjudag að stjórn Kanada væri reiðubúin til þess að gera breytingar á stjórnar- skrá landsins til að koma til móts við væntingar hinna frönskumæl- andi íbúa Quebec. „Við munum halda öllum leiðum til breytinga opnum,“ sagði Chreti- en í ræðu, sem hann hélt fyrir sjö þúsund stuðningsmenn áframhald- andi sambands við Kanada i Verd- un, útborg Montreal, stærstu borg- ar Quebec. „Við erum enn frönsk í Ameríku vegna þess að við héldum kyrru fýrir í Kanada. Við lifðum af vegna Kanada." Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum eru aðskilnaðarsinnar ívið fleiri en þeir sem vilja halda sambandinu við Kanada, og þykir ógerningur að segja til um úrslit. Afleiðingar aðskilnaðar Komi til aðskilnaðar Quebec og Kanada getur það haft miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir efnalega af- komu Quebecbúa, heldur einnig fyrir framtíð þeirra 600.000 manna, sem þar búa og eiga ensku að móðurmáli. Búist er við, að þeir muni flýja burt í stórum hópum. Mikill uggur er einnig í fólki á öðrum frönskum málsvæðum utan Quebec en það er um ein milljón talsins. Óttast það, að franskri tungu og menningu verði ekki gert jafn hátt undir höfði og nú er gert segi Quebec skilið við Kanada. Þá segjast iridíánar í Quebec, sem eru aðeins 1% íbúa en gera tilkall til stórra svæða, aldrei munu sætta sig við aðskilnað. ■ Eygja von/I8 stjórn og löggæslu 450 þorpa á Vesturbakkanum og fimm borga auk Jenín - Betlehem, Nablus, Qalqilya, Ramallah og Tulkarm. Israelskar öryggissveitir fara einn- ig frá hluta af Hebron. Arafat sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í fyrrakvöld að hann teldi að palestínskt ríki yrði stofnað ekki síðar en eftir tvö ár. Hann kvaðst búast við að ríkið yrði sjálfstætt þótt hann útilokaði ekki að það yrði í ríkjabandalagi við Jórdaníu. Brottvísun mótmælt Palestínska sendinefndin hjá Sameinuðu þjóðunum mótihælti í gær harðlega þeirri ákvörðun Ru- dolphs Giuliani, borgarstjóra New York, að láta vísa Yasser Arafat af sinfóníutónleikum á vegum borgarinnar fyrir þjóðarleiðtoga í fyrrakvöld í tilefni af 50 ára af- mæli Sameinuðu þjóðanna. Það hefur bandaríská utanríkis- ráðuneytið einnig gert og í yfirlýs- ingur þess sagði, að framkoman við Arafat væri óviðunandi. „Hann er leiðtogi Palestínu- manna og hefur átt í friðarviðræð- um við Israela. Hann á að njóta þeirrar gestrisni og virðingar, sem Palestínumenn verðskulda.“ Jenín, New York. Reuter. FYRSTU palestínsku lögreglumennirnir komu í gær til Jenín á vestur- bakka Jórdanar, fyrstu borgarinnar sem ísraelar láta af hendi samkvæmt samningi við Palestínumenn um stækkun sjálfstjórnarsvæðanna. Þar með sér fyrir endann á 28 ára hernámi ísraela á Vesturbakkanum utan Jeríkó. Hundruð Palestínumanna fögn- uðu fyrstu fimm lögreglumönnun- um og veifuðu og hrópuðu „ísrael nei, PLO já“. Gert er ráð fyrir að um 1.000 palestínskir lögreglu- menn verði á Jenín-svæðinu, sem er byggt tæplega 200.000 Palest- ínumönnum. Yasser Arafat, leið- togi Frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO, spáði því að palest- ínskt ríki yrði stofnað á Vestur- bakkanum innan tveggja ára. ísraelskir lögreglumenn létu lögreglustöðina í Jenín af hendi og hún verður í umsjón ísraelska hersins þar til palestínska lög- regluliðið tekur við henni um miðj- an næsta mánuð. Sakher Jazzar, 39 ára ökukennari, var ekki all- sendis ánægður með brotthvarf ísraelsku lögreglunnar. „Við sjáum engar breytingar, fólk bjóst við miklu meira en þessu. Hér hafa verið vandamál, stríð og dráp og við bjuggumst við fullu frelsi. Þetta ástand er samt betra en hernám.“ 450 þorp og fimm borgir Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var í Washington 28. september, taka Palestínumenn við Major íhugar að tilnefna Breta Haag. Reuter. JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, hefur skýrt Wim Kok, fórsætisráðherra Hollands, frá því að breska stjórnin kunni að beita sér fyrir því að Breti taki við embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Talsmaður hollensku stjórnarinnar sagði í gær að Major hefði ekki nefnt nein nöfn í þessu sambandi þegar hann hefði hringt í Kok á þriðjudag. Major hefði hins vegar sagt að ákvæði breska stjórnin að tilnefna ekki Breta myndi hún styðja Ruud Lubb- ers, fyrrverandi forsætisráð- herra Hollands, í embættið. Lubbers og Uffe Ellemann- Jensen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur, eru taldir líklegastir til að taka við embættinu af Willy Claes. Beitir sér fyrir Lubbers Hollenska stjórnin hefur ekki enn lýst því yfir opinber- lega að hún vilji að Lubbers verði fyrir valinu en hefur beitt sér fyrir því á bak við tjöldin. Stjórnarerindrekar í Bruss- el búast ekki við að eftirmaður Claes verði skipaður á næstu vikum, þar sem menn séu staðráðnir í að vanda valið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.