Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 84 BÖRN úr Digranessókn eru ve'ðurteppt í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Hópurinn hélt úr Kópavogi i fyrradag og lenti þá strax í hrakningum i Kjósinni þegar rútan sem flutti þau í sum- arbúðirnar rann út af veginum. Ráðsmaðurinn á staðnum sagði í gærkvöldi að ákveðið hefði verið 84 börn veðurteppt í V atnaskógi að hópurinn yrði yfir nótt. Ráðgert var að þau færu í messu í Saurbæ í gærkvöldi og héldu strax að henni lokinni heim á leið. Það var fallið frá því þegar veður versnaði og ákveðið að hóp- urinn færi annaðhvort landleiðina eða með Akraborginni í dag. Aíjög hvasst var í Hvalfirðinum og engin ástæða talin til að tefla á tvær hættur með að senda hóp- inn af stað. Foreldrar barnanna voru í sambandi við þau í gser- Ekkert væsir um hópinn, að sögn ráðsmannsins. Miklar rafmagnstruflanir á norðanverðu landinu Hátt á annað hundr- að staurar brotnir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forskölun skemmir sendiferðabíl FORSKÖLUN losnaði utan af efri hluta Laugavegs 19 og féll á þak sendibifreiðar fyrir utan húsið í gærkvöldi. Veitingarekst- ur er í húsinu og er sendibíllinn í eigu veitingamannanna. Þeir kölluðu til körfubíl til að fjar- lægja lausa forskölun af húsinu og koma með því í veg fyrir frek- ara tjón. Sendibíllinn skemmdist, eins og sjá má, töluvert. Varnarlið sótti veik- an Eista TVÆR þyrlur vamarliðsins, í fylgd eldsneytisvélar, sóttu í gær veikan sjómann um borð í eistneskan togara. Til stóð að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LJF sækti sjómanninn, en af því varð ekki. Þegar beiðni um aðstoð barst Landhelgisgæslunni í gær var togarinn 300 sjómílur suðvestur af landinu. Þá var togarinn utan flugdrægis þyrl- unnar, auk þess sem myrkur var, 9-10 vindstig og stórsjór, sem hefði gert mönnum mjög erfitt fyrir að hífa sjúklinginn um borð. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var leitað til vamarliðsins, en þar á bæ leist mönnum einnig illa á flug- skilyrði. Maðurinn var ekki tal- inn í lífshættu og braggaðist er á leið nóttina, en í gærmorgun beið vamarliðið ekki boðanna, heldur fór og sótti manninn. Útsala á dilkakjöti SÖLUÁTAK á dilkakjöti hefst um allt land í dag, en kjötið verður selt í hálfum skrokkum og er boðið upp á tvenns konar pakkningar. Annars vegar er boðið upp á hlutað kjöt þar sem hámarkssmásöluverð er 349 kr. hvert kíló, en hins vegar er boðið gpp á pakkningar þar sem kjötið er meira unnið og snyrt. Hámarkssmásöluverð þeirrar pakkningar er 399 kr. kílóið. Söluátak þetta, sem er liður í nýgerðum búvörusamningi um sauðfjárframleiðslu, er samstarf bænda, ríkisins, sláturleyfishafa og smásala. Frá næstu mánaðamótum verður allt annað kindakjöt af birgðum ársins 1994 selt með 15% verðlækkun frá heildsölu- verði. „ÓVEÐRIÐ hefur valdið miklum truflunum allt frá Snæfellsnesi, norður um og austur á Hérað. Varaaflstöðvar sjá þéttbýlisstöðum fyrir rafmagni þar sem þörf er á, en víða er rafifiagnslaust til sveita. Ég bið viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði á meðan þetta ástand varir,“ sagði Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Rafmagnsveitumar sjá um að miðla rafmagni þar sem veður hefur verið verst, að undan- skildum Vestfjörðum, sem eru á könnu Orkubús Vestfjarða. 300 Flugleiðafarþeg- ar gistu í Glasgow TVEIMUR Boeing 757 farþega- flugvélum Flugleiða var snúið frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow vegna veðurs og hálku á flugbraut- inni í gær. Farþegarnir, tæplega 300, gistu á flugvallarhóteli í Glasgow í nótt. Trausti Tómasson, vakthafandi stöðvarsljóri á Keflavíkurflugveili, sagði að vélarnar hefðu verið að koma frá Lúxemborg og Ósló og Stokkhólmi á fjórða tímanum í gær. Með tilliti til veðurs og hálku á flugbrautinni var tekin ákvörðun um að lenda vélunum ekki í Kefla- vík. Vegna óveðurs og slæmrar spár um mest allt land var ákveðið að lenda ekki á Egilsstaðaflugvelli heldur snúa vélunum til Glasgow og gistu farþegarnir á flugvallar- hóteli í nótt. Athugað með flug í morgun Trausti sagði að athugað yrði með flug frá Glasgow kl. 8 í dag. Hann sagði að fella hefði þurft niður flug til New York og Balti- more vegna röskunarinnar, enda hefði átt að nota Boeing-vélarnar tvær í þau flug. Stefnt var að því að fjórar, en ekki tvær flugvélar eins og áætlað var, fljúgi til New York og Baltimore í dag. Klæðning- fauk af stúku HLUTI af klæðningu á skyggni stúkunnar í sundlauginni í Laugardal fauk í óveðrinu í gær og lenti skammt frá útiböðun- um. Fátt gesta var í laugunum þegar þetta gerðist og engan sakaði. Kristján Ögmundsson sund- laugarstjóri segir að einn renn- ingur af klæðingunni hafi fokið af en hann er um 1,5 metrar á lengd og 25 cm breiður. Plöturn- ar eru úr vatnsþéttum krossviði, húðaðar skeljasandi. Þær voru settar á skyggni stúkunnar fyrir um 20 árum. Trésmiðir voru sendir upp á stúkuskyggnið skömmu eftir að platan losnaði og negldu þeir þær með naglabyssum. Kristján segir að síðan verði farið vandlega yfir þakið. Kristján sagði að í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefðu rafmagnsstaur- ar brotnað. Þá vann vinnuflokkur að viðgerðum á línunni Ólafsvík- Grundarfjörður síðdegis í gær og bilanir voru á Fellsströnd, en höfðu að mestu verið lagaðar. „Þama eru miklar seltu- og ístmflanir og bilun er á stofnlínu frá Vegamótum, á sunnanverðu Snæfellsnesi, til Ólafs- víkur. Ekki er vitað hvar sú bilun er, því veður hamlar bilanaleit. Á öllu svæðinu em díselvélar í gangi og við hvetjum fólk til að fara spar- lega með rafmagn." Kristján sagði að á Norðurlandi vestra væm 40-50 staurar í há- spennulínu brotnir, þar af 30 í Skagafirði. „Við höfum fengið að- stoð frá björgunarsveitarmönnum, en síðdegis þurftu menn að hverfa frá vegna veðurs og bíða þar til veður lægir,“ sagði Kristján. ísingin tíu sentimetrar í þvermái „Á Norðurlandi eystra hafa um 80 staurar brotnað, að því er við komumst næst, en þeir kunna að vera miklu fleiri," sagði Kristján. „Starfsmenn hafa ekki getað kann- að það vegna veðurs. ísingin hefur verið mjög mikil, upp í tíu sentimetr- ar í þvermál og vindhraðinn 8-10 vindstig. Slíkt álag standast línum- ar ekki. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar til liðs við okkur og við emm að undirbúa flutning á efni og starfsmönnum frá Austurlandi til Norðurlands eystra um leið og veður gengur niður. Á Austurlandi hafa einnig verið rafmagnstmflanir, til dæmis á Héraði, Bakkafirði og Vopnafirði, en mun minni en á hin- um stöðunum." Kristján sagði að á undanfömum 3-4 ámm hefðu Rafmagnsveitur rík- isins lagt um 300 kílómetra af há- spennuloftlínum í jörð á helstu ísing- arsvæðum. „Það er þó mikið eftir, sem sést best á því að við emm alls með 8 þúsund kílómetra af há- spennulínum í okkar kerfi.“ >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.