Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLA.ÐIÐ Harður tónn í umræðum um kjaramál á þingi Verkamannasambandsins Einhugnr um upp- sögn kjarasamninga Efasemdir um að stjórnvöld hafi staðið við loforð sem þau gáfu við undirritun samninga MIKIL samstaða ríkir um það meðal þingfulltrúa á 18. þingi Verka- mannasambandi íslands, að segja beri upp kjarasamningum. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, sagðist telja að mikið vantaði upp á að stjómvöld hefðu staðið við yfirlýs- ingu sem þau gáfu 21. febrúar sl. í tengslum við gerð samninganna, en yfirlýsingin var ein af forsendum fyrir þeim. Hrafnkell sagði að ef ekki yrði staðið við yfirlýsinguna yrðu samningar sjálfkrafa lausir. Mjög harður tónn var í umræðum um kjaramál á þinginu og hvöttu allir sem til máls tóku til þess að samningum yrði sagt upp. Einhugur ríkti um að forsendur fyrir gerð kja- rasamninganna væm brostnar þar sem þeirri jafnlaunastefnu, sem samninganir byggðu á, hefði verið hafnað af þeim sem síðar sömdu. Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, sagði að forsenda samninga væri brostin óháð niðurstöðu dómstóla. Fólkið í landinu væri sjálft búið að dæma samningana. Hann sagði að verka- lýðshreyfingin hefði dregist á það í febrúar að gera þessa tiiraun. Hún hefði mistekist. Sigurður sagði að verkalýðshrejrfíngin hefði átt mestan í ÁLYKTUN um Atvinnuleysistrygg- ingasjóð, sem lögð hefur verið fyrir þing VMSÍ, er lagt til að sjóðurinn verði lagður niður og nýr sjóður stofnaður sem verði í umsjá verka- lýðshreyfíngarinnar. Gert er ráð fyrir að launafólk greiði iðgjald í sjóðinn. Hervar Gunnarsson, sem sæti á í stjómskipaðri nefnd sem vinnur að endurskoðun laga um Atvinnuleysis- tryggingasjóð, hafði framsögu á þinginu. Hann sagði alveg ljóst að ef verkalýðshreyfingin tæki ekki framkvæði í þessu máli yrði frá þátt í að kveða niður verðbólgu og skapa forsendur fyrir traustara at- vinnulífi. Allt frá árinu 1990 hefði verið sagt að síðar myndi launafólk njóta afrakstursins af þessari stefnu. Vinnuveitendur hefðu haldið þvi fram að enn hefði ekki skapast svig- rúm fyrir launahækkunum og þess vegna hefðu þeir hafnað kröfu verkalýðshreyfingarinnar frá því í fyrravetur um 10 þúsund króna launahækkun. Það væri hins vegar núna komið í ljós að þetta svigrúm væri fyrir hendi. Klifrað upp á bakið á láglaunafólki Sigurður Bessason, stjómarmað- ur í Dagsbrún, lýsti þeirri þróun sem hefði orðið í kjaramálum í vor og sumar með þeim orðum, að þeir hærra launuðu hefðu stigið upp á bakið á þeim lægstlaunuðu sem sömdu fyrst. Hörð gagnrýni kom fram á fjár- lagaframvarpið á þinginu. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar á málinu gengið án þess að launafólk hefði mikið um niðurstöðuna að segja. Á fundinum kom fram hörð gagn- rýni á þá lagabreytingar sem gerðar hafa verið á Atvinnuleysistrygginga- sjóði á síðustu áram. Þörf á heilda- rendurskoðun laganna væri því brýn. Gagnrýni kom fram á vinnumiðlan- imar og margir bentu á að þjónusta við atvinnulaust fólk væri mun betri þar sem sveitarfélög hefðu falið verkalýðsfélögunum að sjá um rekst- ur vinnumiðlana. Á fundinum var Akureyri, sagði að þetta væri eitt það versta fjárlagafrumvarp sem hefði sést í þinginu. Með afnámi vísitölutengingu tryggingabóta fæl- ist mikil kjaraskerðing. Hann sagði að áherslan í komandi kjaraviðræð- um ætti að snúast um tvennt, að auka kaupmátt og hækka skattleys- ismörk. Eiríkur Stefánsson, for- maður verkalýðsfélags Fáskrúðs- fjarðar, tók undir þetta og sagði að verkalýðshreyfíngin hefði gert mistök í síðustu samningum, að krefjast aukins fjármagns til vega- gerðar og jöfnunar á húshitunar- kostnaði. Þingmennirnir sæu um að tryggja íjármagn til þessara mála og það hefðu þeir raunar ver- ið búnir að gera, hvað varðar hús- hitunarkostnaðinn, þegar samning- arnir voru gerðir. Óhefðbundnar baráttuaðferðir? Hrafnkell A. Jónsson sagði að verkalýðshreyfingin yrði að búa sig undir að Félagsdómur dæmdi upp- mikið fylgi við að verkalýðshreyfing- in tæki aukinn þátt í að þjóna og greiða atvinnulausu fólki bætur. Ótti við breytingar Hjá nokkram þingfulltrúum kom fram ótti við boðaðar breytingar og bent var á að mikil óvissa væri um hvernig ætti að framkvæma þær hugmyndir sem Hervar setti fram. Eins kom fram það sjónarmið að hætta væri á að ríkið notaði tækifær- ið, ef Atvinnuleysistryggingasjóður yrði iðgjaldasjóður í umsjón verka- sögn samninga ólöglega. Hreyfingin yrði þá að grípa til óhefðbundina baráttuaðferða, en sagði jafnframt mikilvægt að menn segðu ekki frá því fyrirfram til hvaða aðgerða yrði gripið. Hann sagði að það yrði að viðurkennast að gildandi samningur væri lélegur og að uppsagnarákvæði hans hefðu byggst á ótrúlegu miklu trausti á viðsemjendunum. Hrafnkell minnti á að kjarasamn- ingamir hefðu byggst á tveimur for- sendum, lágri verðbólgu og yfirlýs- ingu sem ríkisstjómin gaf sama dag og samningamir vora undirritaðir. Hann sagðist ekki sjá betur en mik- ið vantaði á að stjórnvöld hefðu stað- ið við öll ákvæði yfirlýsingarinnar, en hún er í 17 Iiðum. Ekkert stæði í yfirlýsingunni um að tekjum, sem ríkissjóður tapaði með afnámi tvís- köttunar á lífeyri, yrði náð með nýj- um sköttum. Hann sagðist ekki vita til þess að búið væri að standa við loforð um jöfnun húshitunarkostnað- ar eða um endurskoðun á greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar sjúklinga. Hann sagðist ekki vita til þess að búið væri að skipa nefnd til að kanna leiðir til að lækka framfærslukostn- að heimilanna og ekkert hefði gerst varðandi loforð um að tekið yrði á greiðsluvanda heimilanna. lýðshreyfingarinnar, til að draga sig út úr sjóðnum og fela verkalýðs- hreyfingunni að fjármagna hann. Hervar sagði að fyrirmyndin að þeim hugmyndum sem menn væra að ræða innan verkalýðshreyfingar- innar væri m.a. sótt til Danmerkur. Þar greiddu um 90% launþega ið- gjald til sjóðs, sem væri undir stjórn verkalýðshreyfingarinnar. Ríkið tryggði grannbætur, en til viðbótar fengi fólk bætur í hlutfalli við þær tekjur sem það hefði haft áður en það missti vinnuna. Borgarspítalinn Brauðrist- ar ræsa út slökkvilið SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hefur fjórum sinnum í gær og fyrradag fengið eldboð frá Borgarspítala. í þrjú skipti ræstu brauðristar eldvamar- kerfi sjúkrahússins og í fjórða skiptið var pönnukökubakstri um að kenna. Eldvamarkerfi Borgarspít- alans er beintengt við slökkvil- ið og lögreglu og að sögn slökkviliðs er ávallt sent allt tiltækt lið á staðinn þegar boð berast. Frá því laust eftir hádegi á þriðjudag og þar til í hádeginu í gær gerði eldvamarkerfi sjúkrahússins fjórum sinnum viðvart um eld. í fyrsta skiptið er talið að pönnukökubakstur í iðjuþjálf- unardeild hafí ræst kerfíð en í hin þijú skiptin fóru í gang skynjarar í grennd við brauð- ristar á hinum ýmsu hæðum sjúkrahússins þegar starfsfólk var að rista brauð. 6,75% hækk- un vegna bílastyrks LÆKNAFÉLAGIÐ segir þá launahækkun, sem lausráðnir sjúkrahúslæknar hafí fengið við gerð kjarasamnings í apríl, ekki vera 18% eins og fram hafi komið í greinargerð Kjaradóms, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Bílastyrkur hafi verið felldur inn í laun, þannig að kjör hafi haldizt óbreytt af þeim völdum, en samnings- bundin hækkun sé 6,75%. „í samningum var bíla- styrkur sem læknar höfðu haft færður inn í grunnlaunin á þann hátt að allir samnings- aðilar voru sammála um að læknar hefðu haldið óbreytt- um kjöram," segir í athuga- semd frá Læknafélagi íslands. „Laun sjúkrahúslækna hækk- uðu strax um 1,8% og þann 1. janúar 1996 munu þau hækka um 3%. Greiðslur í líf- eyrissjóð munu hækka í áföng- um, alls um 1,8% á samnings- tímanum sem er til 31. desem- ber 1996. Um aðrar hækkanir er ekki að ræða og hækkunin því samtals 6,75% en ekki 18%.“ Að sögn Birgis Guðjónsson- ar, skrifstofustjóra starfs- mannaskrifstofu ijármála- ráðuneytisins, vora sjúkrahús- læknar eina stétt ríkisstarfs- manna með sérstakan aksturs- samning, sem tilgreindi greiðslur fyrir ákveðinn kíló- metrafjölda, inni í kjarasamn- ingi sínum. Með samningnum síðastliðið vor hafí þessu verið breytt og markmiðið verið að læknar héldu sömu kjöram. Fréttamyndir í Hólminum UÓSMYNDASÝNINGIN Til sjós og lands hefur verið sett upp í anddyri íþróttahússins í Stykkishólmi. Þar verður sýn- ingin fram yfír helgi. Á sýningunni eru þijátíu myndir úr ljósmyndasam- keppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Sýningin hefur verið sett upp á fjölda staða um allt land undanfarna mánuði. HARÐUR svipur er á fulltrúum á Verkamannasambandsþingi og tónninn eftir því. Morgunblaðið/Kristinn V erkalýðshreyfingin sjái um Atvinnuleysistryggingasj óð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.