Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÓVEÐRIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 11 Almanna- varnir í viðbragðs- stöðu Almannavarnanefndir á öllu svæðinu frá Eyjafírði og vestur um Vestfírðina funduðu í gær vegna óveðursins, sem var á þessu svæði. Hú voru rýmd á ísafírði og Flat- eyri á þriðjudag, af ótta við snjóflóð og í gær var gripið til sömu ráða á Súðavík. Almannavarnanefndir á öllu svæðinu fóru þó vel yfír sín um- dæmi, festu niður lauslega hluti og gerðu aðrar ráðstafanir til að spoma við eyðileggingarmætti óveðursins. -----♦ ♦ ♦ Ferðir Norð- urleiðar félluniður ALLUR akstur Norðurleiðar lá niðri á þriðjudag og einnig í gær vegna ófærðar á Oxnadalsheiði. Norðurleið heldur uppi níu áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar í hverri viku. Óskar Stefánsson, hjá Norðurieið, sagði síðdegis í gær, að spáin fyrir daginn í dag lofaði ekki góðu. Að hans sögn er sjaldgæft að áætlunarferðir falli alveg niður vegna veðurs og ófærðar á þessari leið og yfírleitt féllu ekki niður nema íjórar til fímm ferðir á ári. -----♦ ♦ ♦ Ekkert flogið Innanlandsflug Flugleiða lá að mestu niðri í gær. Ein ferð var að vísu farin til Vestmannaeyja kl. 7.30 í gærmorgun, en fleiri urðu flugferðirnar ekki. Starfsfólk Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli hefur nóg að starfa við að svara fyrirspurnum frá fólki, sem bíður flugs. Ekki hefur verið flogið til ísa- fjarðar síðan um helgina, flug til Sauðárkróks hefur einnig legið niðri frá helginni, en ein ferð náðist til Akureyrar á þrðjudagsmorgun. ♦ ♦ ♦----- Festingar flot- bryggju slitna Bakkafirði. Morgunblaðið. FESTINGAR flotbryggjunnar á Bakkafírði slitnuðu í gær með þeim afleiðingum að hún fór frá og ekki var hægt að komast út á hana. Brim- ið er það mesta sem komið hefur til margra ára og gengur sjór yfir brim- varnargarð og er hann farinn að láta á sjá. Eigendur bátanna, 17 að tölu frá 2,5 tonnum upp í 63 tonn að stærð, voru mættu niður á höfn í fyrrinótt til að yfírfara landfestar og bæta við þær þar sem þess þurfti. Var vakt við höfnina alla nóttina. Björg- unarsveitin Örn var ræst út kl. 6 þar sem þá þótti sýnt að eitthvað var að við flotbryggjuna en þar eru 13 bátar og skömmu síðar slitnuðu festingar flotbryggjunnar. Unnu menn síðan við að setja festingar í land frameftir morgni. Engir bátar urðu fyrir tjóni. -----♦ ♦ ♦----- Truflanir í símkerfi TRUFLANIR urðu á hluta símkerf- isins síðari hluta dags í gær af völd- um rafmagnstruflana. Símasambandslaust var m.a. við Grímsey vegna truflana á Húsavík- urfjalli, en samband er nú komið þar á. Einnig eru truflanir á far- símakerfínu á Norður- og Vestur- landi af völdum rafmagnsleysisins. * A annað hundrað staurar brotnir á Norðurlandi og víða rafmagnslaust Tugmilljóna tíón á línum RAFMAGNSLAÚST,var mjög víða á Norðurlandi í gær en á Norðurlandi vestra höfðu yfir 40 raf- magnsstaurar brotnað í óveðrinu, þar af 37 í Skagafírði og 5 í A-Húnavatnssýslu. Yfir 80 raf- magnsstaurar höfðu brotnað á Norðurlandi eystra, þar af yfir 40 staurar í Kelduhverfi, 10-15 í Óxar- fírði yfír 10 á Þórshafnarlínu, um 10 í Aðaldal og Reykjahverfí og nokkrir í Eyjafírði sunnan Akureyrar. Þá voru brotnir staurar í línum frá Dalvík til Árskógssands og Hjalteyrar. Er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna. í Skagafírði brotnuðu 12 staurar í Fljótalínu í Fljótum sem liggur milli Skeiðsfossvirkjunar og Ketiláss og 22 staurar í Hofsóslínu milli Miðhúss og Brekkukots. Seinni partinn í gær voru björgun- arsveitarmenn að kanna skemmdir á línum í dölum við Hofsós. Rafmagnslaust var í Fljótum, Skaga- lína var án rafmagns að austanverðu og Skaga- fjarðarlína eystri og vestri. Þá voru truflanir á stofnlínum milli Siglufjarðar og Skeiðfossvirkjunar og einnig milli Ólafsfjarðar og Skeiðfossvirkjunar. Mikii ísing I A-Húnavatnssýslu brotnuðu 4 staurar í Fellsl- ínu milli Skagastrandar og Blönduóss og spenni- stöðvarstæða við Örlygsstaði brotnaði. Mikil ísing var á Skagastrandarlínu og var hún straumlaus. Vegna veðurs var ekki mögulegt að draga ísingu af línunni. Allar tiltækar varaaflsvélar voru i gangi á svæð- inu og fengu Skagstrendingar, Hofsósingar og Siglfírðingar rafmagn með varaaflsstöðvum. A Skagaströnd var reyndar rafmagnsskömtun. Við- gerð var hætt í A-Húnavatnssýslu og Fljótum seinni partinn í gær vegna veðurs. Björgunarsveitir kallaðar til hjálpar Mikið var um bilanir á Norðurlandi eystra og voru keyrðar varaaflsvélar á Þórshöfn, Raufar- höfn, Grenivík og í Hrísey. Rafmagnslaust var í Eyjafirði, sunnan Akureyrar og mjög víða í Þin- geyjarsýslum og miklar truflanir á Svalbarðs- strönd. Starfsmenn RARIK á Norðurlandi eystra unnu við viðgerðir víða á svæðinu seini partinn í gær og til stóð að kalla út björgunarsveitir til hjálpar. Þá var von á aðstoð frá vinnuflokki á Egilsstöðum. Samgöngur lágu niðri í vonskuveðri á Norðurlandi Morgunblaðið/Sigríður Ingvars. HÚS á Dagslóð sem hreinlega splundraðist í veðurofsanum. KLÆÐNING flettist af Kiw- anishúsinu í Aðalgötu. fólk sig heimavið enda ekki talið óhætt að vera mikið á ferðinni. Að sögn Guðna Sveinssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni á Siglufirði, var bærinn að verða ófær um kvöldmat- arleytið í gær. Töluvert hafði þá kyngt niður af snjó og gerði veð- urspá ráð fyrir áframhaldandi fann- fergi í nótt. Tvær síðastliðnar nætur hefur lög- reglan ásamt félögum úr Björgunar- sveitinni Strákum verið á vakt í bænum. Hrollur í Hrísey- ingum HEITAVATNSLAUST var í Hrísey í gær og voru ofnar í húsum í eynni farnir að kólna um miðjan daginn. Þá var rafmagnslaust í einangrunar- stöð Svínaræktarfélagsins og fleiri húsum frá kl. 9 í gær- morgun og fram eftir degi. Rafmagnsstaurar frá þorp- inu og norður að einangr- unarstöðinni, féllu á hliðina eða brotnuðu í óveðrinu í gærmorgun með fyrrgreind- um afleiðingum. Einnig fór rafmagn af dælum fyrir heita og kalda vatnið og því var ekki hægt að dæla vatni til þorpsins. Rafmagns- og vatnslaust í einangrunarstöðinni „Hér er bæði rafmagns- og vatnslaust og því má segja að ástandið sé búið að vera nokkuð slæmt. Við erum búin að fá varaaflstöð hingað og þegar búið er að tengja hana, kemst loftræstingin í svína- húsinu í lag og það er mikil- vægast,“ sagði Aðalbjörg Jónsdóttir, dýralæknir í ein- angrunarstöðinni, í samtali við Morgunblaðið um miðjan dag í gær. Yngstu grísirnir í stöðinni eru orðnir nokkurra daga gamlir. í gærmorgun, rétt áður en rafmagnið fór af, var slökkt á hitaperunni sem þeir hafa verið undir frá fæðingu, enda grísirnir tilbúnir að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann. Hús splundrað- ist og klæðning flettist af öðru Siglufirði. Morgunblaðið. GEYMSLUHÚSNÆÐI á Dagslóð, rétt við höfnina á Siglufirði, hrein- lega splundraðist í ofsaveðri á Siglu- firði í gær. Múrklæðning flettist af svokölluðu Kiwanishúsi við Aðalgötu en í því eru íbúðir og aðstaða Kiwan- ismanna. Norðaustan ofsaveður hefur ríkt á Siglufírði síðastliðna tvo sólarhringa og hafa u.þ.b. þrjátíu tilkynningar um skemmdir borist til lögreglunnar á Siglufirði síðastliðinn sóiarhring. Aðallega hefur verið um að ræða fok á þakplötum, skemmdir á húsum og bílum auk þess sem ein trilla sem búið var að setja á land fauk á haf út. Ekki hafa orðið meiðsl á fólki. Hitaveitan fór um hádegisbil í gær og var víða orðið kalt í íbúðarhúsum er leið á daginn. Rafmagn hefur að mestu verið á en hefur þó dottið út nokkrum sinnum, en stutta stund í einu. Vegna veðurhamsins lá vinna víð- ast hvar niðri eftir hádegi í gær, einn- ig voru skólar lokaðir og hélt því Trilla sökk á Ólafsfirði SÍMASAMBANDSLAUST var við Grímsey um miðjan dag í gær, trilla sökk í höfninni í Ólafsfirði, þak losn- aði af húsi á Dalvík og flutningabíll á leið til Dalvíkur valt skammt frá bænum Rauðuvík í vonskuveðri sem gekk yfír landið í gær. Þak losnaði af einu húsi, Jaðri, yst á Dalvík í veðurhamnum í gær en björgunarsveitarmenn fóru strax á vettvang og náðu að festa það nið- ur. Mikill erill var hjá félögum í Hjálparsveit skáta og björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Dalvík í óveðr- inu í gær. I björgunarstöð sveitanna fengust þær upplýsingar að fólk hefði orðið við tilmælum um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu, þannig að ekki hefði þurft að aðstoða ökumenn í vandræðum á leiðinni milli Akur- eyrar og Dalvíkur. Trilla sökk í höfn- inni í Olafsfírði skömmu eftir há- degi, en þá var „spænuvitlaust" veð- ur, eins og lögreglumaður þar orðaði það. Trillunni var bjargað á land en hún er stórskemmd. Vöruflutningabíll sem var að flytja nauðsynjavörur frá Akureyri til Dal- vikur valt á hliðina við Rauðuvík. Bílstjórinn sem var einn í bílnum slapp ómeiddur en vegna veðurs var ekki hægt að rétta bílinn við og kanna skemmdir. Bændur í Norður- Þingeyjarsýslu voru í óða önn að bjarga fé í hús í gærdag, en allt fé var úti við. Rafmagnslaust var í sýsl- unni þannig að fólk sat við kertaljós og eldaði mat á prímus. Gera má ráð fyrir að skólahald falli niður nokkra daga þar sem ekki er búist við- að rafmagn komist á strax. Eldingu laust niður Húsvíkingar náðu hvorki útvarps- né sjónvarpssendingum í gærkvöld, útsending Bylgjunnar og Stöðvar 2 datt út strax um hádegi, en útsend- ing Ríkissjónvarpsins undir kvöld. Eldingu laust niður í sendinn á Húsa- víkurfjalli í gærmorgun. Björgunar- sveitarmenn á Húsavík aðstoðuðu við að draga ísingu af línum, en víða lágu línur niður undir veg. Um hálfs metra jafnfallin snjór var á Húsavík í gærkvöld -en þar byijaði að snjóa um hádegi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.