Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hag-yrð- ingakvöld í Deiglunni HEITIR fimmtudagar hefja göngu sína á ný í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. október, en þá munu hagyrðingar leiða saman skáldfáka sína undir styrkri stjórn Málmfríðar Sigurðardóttur. Hagyrðingar að þessu sinni eru Erla Guðjónsdóttir frá Seyðisfirði, Jóhannes Sigfússon frá Gunnars- stöðum í Þistilfirði og Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit. Hörður Kristinsson leikur á harm- onikku og Steinunn Sigurðardóttir les upp. Dagskráin hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. í næsta mánuði verða m.a. danstónleikar, fyrirlestur Heimil- isiðnaðarskólans, djasstónleikar og bókakynning á dagskrá heitra fimmtudaga. Morgunblaðið/Kristján Höfði hf. hefur fjárfest í strauvélasamstæðu, sem gerir fyrirtæk- inu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fljótlegri og ódýrari lausn sinna mála. A myndinni er Kristin Ragnarsdóttir, starfsmaður, að raða borðdúkum í strauvélina. „Færumst 20-30 ár framítímann“ HÖFÐI hf. þvottahús-fatalitun, hefur tekið í notkun strauvéla- samstæðu, sem fyrirtækið keypti notaða frá Danmörku. Um er að ræða innsetningarvél, strauvél og brotvél. Vélin straujar og brýtur allt lín, borðdúka, sæng- urver, lök og önnur ofin efni. Einnig hefur Höfði fjárfest í þurrkskáp fyrir vinnusloppa, sem bæði þurrkar og pressar sloppa. Björgvin Yngvason, hjá Höfða, segir að með þessum tækjakaupum hafi fyrirtækið færst 20-30 ár fram í tímann, sé miðað við þau tæki sem notuð hafa verið í þessari starfsgrein hérlendis. Aukin umsvif fyrirtækisins „Þetta er eina einkarekna fyr- irtækið hér á landi sem hefur yfír slíkum vélakosti að ráða og aðeins Rikisspítalamir eru með fullkomnari vélar. Notkun þessra véla sparar mikla vinnu. Þetta gerir okkur einnig kleift að bjóða viðskiptavinum upp á ódýrustu lausnina sem völ er á. Það er eins með þennan iðnað og annan, mestu máli skiptir að gera hlut- ina fljótt, vel og ódýrt,“ segir Björgvin. Höfði er til húsa að Hafnar- stræti 34, i nýlegu 340 fermetra húsnæði, sem byggt var á aðeins 58 dögum. Umsvif fyrirtækisins hafa auk- ist jafnt og þétt. Hjónin Björgvin Yngvason og Bima Hermanns- dóttir, keyptu fyrirtækið árið 1988 og frá þeim tíma hefur veltuaukningin verið 130-140% og mest síðustu tvö ár. Villibráðardagar í Skrúði fimmtudags-, föstudags-, laugardags-: og sunnudagskvöld Á hlaðborðinu verður mikið úrval girnilegra forrétta og aðalrétta eins og hreindýrasteikur, villigæsir, rjúpur, lundar, súlur og lax auk fjölbreytts meðlætis og spennandi eftirrétta. Leikin verða létt lög á píanó á meðan á borðhaldi stendur. Verð 2.900 kr. Borðapantanir í síma 552 9900. ■þín sagal SAGA Póstur og sími ætlar að byggja í Þorpinu PÓSTUR og sími hyggst koma upp póstþjónustu í Glerárþorpi á Akureyri. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, hefur fyrir- tækið falast eftir byggingarlóð undir pósthús á svokölluðu mið- svæði, neðan við Tjölbýlishús Fé- lags aldraðra við Lindarsíðu. Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma á Norður- Iandi, segir að fyrirtækið hafi fullan hug á að hasla sér völl í Þorpinu. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær hafist verður handa við að byggja á umræddu svæðí. Stærð hússins liggur heldur ekki endanlega fyrir en hönnunarvinna er nú að fara í gang. Aðkoman í miðbænum erfið Öll aðkoma að pósthúsinu í miðbæ Akureyrar er mjög erfið og lítið um bílastæði og segir Ársæll að með tilkomu nýs póst- húss í Þorpinu myndu umsvifin í miðbænum að sama skapi dragast saman. íbúar í Glerárþorpi hafa lengi vonast eftir póstþjónustu á sitt svæði en þeir þurfa alla jafna að sækja hana í miðbæinn. „Það hefur ekki verið mikil pressa frá íbúum Glerárþorps um bætta þjónustu nú seinni ár en hún var aftur meiri fyrir nokkrum árum. Á þessu stóra svæði er sérstakt póstnúmer og það er orð- ið tímabært að koma þar upp pósthúsi,“ segir Ársæll. Póstur og sími er með starfsemi við Fjölnisgötu í Glerárþorpi. Þar eru teiknistofa, birgðadeild, hú- slagna- og sérbúnaðardeild og jarðsímadeild til húsa en Ársæll segir að tilkoma nýs pósthúss þar skammt frá, komi ekki til með að hafa nein áhrif á þann rekstur. Þjónustukjarni og íbúðir Logi Einarsson, arkitekt á skipulagsdeild Akureyrar, segir ekki ljóst á þessari stundu hvenær hægt verður 'að hefja bygginga- framkvæmdir á miðsvæðinu en stefnt sé að því að það verði sem fyrst. „Við munum hitta fulltrúa Pósts og síma einhvern tíma á næstunni og gera þeim grein fyr- ir þeim hugmyndum sem eru uppi varðandi þetta svæði. Þarna er gert ráð fyrir bæði þjónustu- kjarna og íbúðum og þótt best væri að svæðið yrði allt byggt upp í einu, er það þó ekki nauðsyn- legt,“ segir Logi. • Á bifreiöaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaöi með merki Bíliðnafélagsins. • Merkiö tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefun aðgang að endurmenntun á sínu sérsviði. Láttu ekki bilinn þinn í hendurnar á hverjum sem er -------------—• Það gæti oröið þér dýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.