Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Ráðist á kjötfjallið Lambakjöt á lágu verði SAMKVÆMT helgartilboðum vikunnar fást nú hálfír lambaskrokkar, niðursagaðir, á 296 - 349 kr. kílóið. Kaupmenn segja kjötfjallið óvenjuhátt og verð óvenju- lágt í ár. Undanfarin ár hefur verð á lambakjöti verið lægst á þessum árstíma, en þá er ársgamalt kjöt jafn- an sett á markað til að rýma fyrir nýslátruðu. Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11 búðanna, segir að betra sé að lækka verð mikið í upphafí heldur en að sitja uppi með birgðir frá síðasta ári langt fram eftir vetri. Með því að hafa álagningu í lágmarki seg- ist hann geta boðið niðursagaða, hálfa lambaskrokka í pokum á 296 kr. kílóið. Hann býst ekki við að lágt verð á lambakjöti dragi úr sölu á öðrum kjöttegundum. „Hátt verð á lambakjöti hefur valdið minnkandi neyslu. Neytendur hafa beðið eftir að verðið lækkaði og nota því efalítið tækifærið núna. Trúlega seljast birgðir upp á örfáum vikum, en sams konar kjöt kostaði 428 kr. í gær.“ Árni Helgason, framkvæmdastjóri samtakanna „Þín verslun", sem 17 matvöruverslanir standa að, segir að núna ætli smásalar að selja 600 tonn af kjöti og allir leggist á eitt með bændum að rýma fyrir nýrra kjöti. „Við bjóðum eins lágt verð og okkur er unnt. Þín verslun selur lambakjötið núna í hálfum skrokkum í poka á 329 kr. kg., læri á 499 kr. kg. Bændur þurfa að losna við eldra kjöt til að koma nýrra á markað. Þegar nýja kjötið kemur í búðimar er salan treg því neytendur hafa birgt sig upp af eldra kjöti og þannig gengur þetta ár eftir ár. Morgunblaðið/Kristinn VERÐ á lambakjöti er jafnan lægst á haustin. Morgunblaðið/Kristinn Biblía fyrir börn ÚT ER komin Alþjóðleg barna- sögubiblía. Sögur úr Gamla og Nýja testamentinu eru sagðar á auðlesanlegan hátt og mynd- skreyttar af börnum frá öllum heimshomum, svo sem írlandi, Jap- an, Guatemala, Kanada, Argentínu og Kenía. Þýðandi og útgefandi er Auðunn Blöndal. Linsan og VÍS bjóða gleraugna- tryggingu GLERAUGNAVERSLUNIN Linsan og Vátryggingafélag ís- lands bjóða nú sérstaka gler- augnatryggingu. Þeir sem kaupa ný gleraugu hjá Linsunni geta tryggt þau sérstaklega. Tryggingin gildir í eitt ár frá kaupdegi og kostar 900 kr. Sjálfsábyrgð er lægri en heimil- istryggingar bjóða eða 3.000 kr. í altjóni en 1.500 kr. ef um við- gerð er að ræða. Hjördís Harð- ardóttir, lögfræðingur, deildar- stjóri í atvinnutryggingadeild VIS, segir gleraugnatryggingu nýlundu hérlendis og frá- brugðna öðrum tryggingum að því leyti að gengið er frá trygg- ingunni í versluninni, sem einnig sér um tjónsuppgjör, annað- hvort með viðgerð eða afhend- ingu nýrra gleraugna. Vátryggingin bætir skyndi- legt og ófyrirsjáanlegt tjón á gleraugum, en ekki tjón sem stafa af eðlilegu sliti, galla eða rangri samsetningu. Fleiri ákvæði um tjón, sem ekki fást bætt, er að finna í tryggingar- skilmálum, t.d. ef tryggingar- taki veldur sjálfur tjóni af ásettu ráði, af stórkostlegu gáleysi eða undir áhrifum áfengis, örvunar- eða deyfilyfja. Aðspurð sagði Hjördís að VÍS hygðist bjóða fleiri gleraugna- verslunum uþp á samning um gleraugnatry ggingu. Osta- og smjörsalan með nýja sérverslun í OSTABÚÐINNI er fjölbreytt úrval sælkeravöru auk gjafavöru. Starfsfólk búðarinnar, frá vinstri: Bjami Þór Ólafsson verslunar- stjóri Sigríður Hálfdánardóttir og Erna Ingólfsdóttir. OSTA-og smjörsalan hefur opnað nýja sérverslun með íslenska og er- lenda osta. Verslunin er að Skóla- vörðustíg 8 og heitir Ostabúðin. Þar gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa osta sem ekki fást í venjulegum matvöruverslunum. í Ostabúðinni starfar sérhæft starfsfólk sem leiðbeinir og sker osta að óskum kaupenda. Kaupendur geta einnig fengið að bragða á ostum áður en þeir festa kaup ,á þeim. Ostabúðin að Skólavörðustíg er önnur ostasérverslun Osta-og smjör- sölunnar, hin er að Bitruhálsi 2, en stefnt er að auknu samstarfi við valda stórmarkaði og hverfaverslan- ir um sérþjónustu. Um 70 tegundir íslenskra osta fást í Ostabúðunum, auk fjölbreytts úrvals margskonar sælkeravara, auk gjafavara, áhalda og borðbúnaðar. Dæmi um erlenda osta eru norsk- ir geitaostar og danskir til dæmis Gamle Ole og Danish blue, og ítalsk- ir eins og Parmigiano Reggiano og Grana Padano. OSTABÚÐIN, Skólavörðustíg 8. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 15 fra Kaupgarði - gilda til 30. okt. bestu'kaupin...329w* - ...499 kr./kg ------------- Súpukíöt------349 1 Hjðrtuný 259 Ulurný 149 Auk þess bjóðum við: Svínarif________ .1 83 krJkg Daloon kínarúllur Vorrúllur og Mexican Chili vorrúllur Smábrauð norsk gróf og frönsk fín_ 189 kr. kr. Kryddsíld og marineruð síld soomi_198kr. Samsölu heilhveiti- brauð__________________99 kr. Cheerio S hunangs 565 g. Egíls pilsner 0,51 59 Pepsi 21 129 kr. kr. Opið: Mámid. - fimmtud. kl. 9-19, föstudaga kl. 9-20 og laugardaga kl. 10-18 Munið heita matínn í hádeginu alla daga og á föstudagskvöldum! Kaupgarður ■ f MJÓDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.