Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU , FRÉTTIR: EVRÓPA Allar líkur á hagnaði hjá Slippstöðinni Odda í ár ALLT stefnir í að hagnaður verði á rekstri Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri, eins og í fyrra. Fastráðn- um starfsmönnum hefur fjölgað um 10 frá í upphafi árs og verkefna- staðan hefur verið góð. Hún þyrfti þó að batna enn frekar til að hægt sé að endurnýja og byggja aftur upp fyrirtækið eftir taprekstur und- anfarinna ára. „Verkefnastaðan hefur verið góð það sem af er ári og er það enn,“ segir Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri. „Þetta byggist ekki upp á nýsmíðum, heldur felast verkefnin í viðgerðum og viðhaldi, aðallega á fiskiskipum. Þá höfum við mikið unnið að smíði og uppsetningu á fískvinnslubúnaði. Það er ýmislegt í farvatninu hjá okkur núna sem við vonum að geti orðið að samning- um, þannig að mér sýnist verkefna- staðan geta orðið alveg bærileg í vetur.“ Hann segir að hjá Slippstöðinni séu um 115 fastráðnir starfsmenn, en í byijun árs hafí þeir verið rétt rúmlega 100. í októbermánuði hef- ur líka talsvert verið af lánsmönn- Verkefnastaða góð og fjölgun starfsmanna um og undirverktökum, að sögn Inga. „Það hefur verið ansi mikill toppur í október. Meðal annars tók- um við að okkur stórt verkefni fyr- ir namibískt fyrirtæki. Það fólst í að breyta vinnsludekki í togaranum Hannover, sem verið var að kaupa frá Þýskalandi og á að fara á lýs- ingsveiðar við Namibíu." Afkoman þarf að vera betri Hann segir að afkoma Slipp- stöðvarinnar hafí verið nokkuð við- unandi í ár, en það sé alveg ljóst að hún þurfí að verða betri. Eftir erfiðleikatíma undangenginna ára sé mikil íjárfestingaþörf í vélum, tækjum og verkfærum. Afkoman þurfí því að batna verulega til að hægt sé að halda áfram, endurnýja og byggja fyrirtækið upp aftur. Ingi segir að mikið hafí verið af verkefnum fyrir flotkvínna í októ- Innilegar þakkir til œttingja og vina fyrir ógleymanlegan dag í tilefni af 80 áralafmœlinu minu 14. október. Bestu þakkirfyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur. Lifið heil. Ingibjörg Pálsdóttir, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. ARBEN Kynning á Elizabeth Arden snyrti Hygea, Austurstræti, fimmtudat föstudaginn 27. október frá kl 20% kynningarafslát Ath.: Óvæntur glaðningur. [ KYNNING vörum í versluninni jinn 26. október og 13.-18. ®1ÍP tur. i H Y G E A jnyrlii*öruverulu n ber. „Hún var tekin í notkun í sept- ember og talsvert hefur verið af verkefnum fyrir hana þessar fyrstu vikur,“ segir hann. Aðspurður er hann bjartsýnn á að fyrirtæki á borð við Slippstöðina geti borið sig, að því gefnu að ytri aðstæður versni ekki frá því sem nú er. „Hins vegar er við mjög erfíða erlenda samkeppni að etja og ís- lenskar stöðvar hafa ekki verið í stakk búnar að taka stærstu verk- efnin fyrir útgerðina, hvorki breyt- ingar né nýsmíðar,“ segir hann. „Því þarf auðvitað að breyta og gera þessum iðnaði kleift að keppa á sömu forsendum og samkeppnis- fyrirtækjum erlendis, þannig að við fáum þessi viðskipti inn í landið aftur." Hann segir að ýmsir þættir geri það að verkum að Slippstöðin ráði illa við erlenda samkeppni, m.a. ríkisstyrkir víða erlendis og láglaunalönd eins og Pólland. „Það var búinn að vera taprekst- ur í sex ár, en í fyrra var lítilshátt- ar hagnaður sem nam um 5 milljón- um,“ segir Ingi. „Við erum að von- ast til að reksturinn verði aftur með hagnaði í ár og allt virðist stefna í þá áttina. Þá er vonandi búið að snúa ofan af taprekstrinum." -------» » «--------- Afkoman og afrán hvala á aðalfundi LÍÚ AÐALFUNDUR LÍÚ verður hald- inn nú í vikulokin. Aðalefni fundar- ins verður þríþætt, afkoma sjávar- útvegsins, nýting takmarkaðrar auðlindar og veiðar utan íslenzkrar lögsögu. Fundurinn hefst klukkan 14.00 í dag, fímmtudaginn 26. október, í Súlnasal Hótels Sögu með ávarpi Kristjáns Ragnarssonar, formanns stjórnar LÍÚ og ávarpi sjávarút- vegsráðherra, Þorsteins Pálssonar. Sjálfvirk tilkynningaskylda Síðar um daginn verða flutt ýmis erindi: Sveinn Rjörtur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ, fjallar um af- komu og afkomuhorfur í sjávarút- vegi, Jóhann Sigurjónsson, aðastoð- arforstjóri Hafrannsóknastofnunar, flytur erindi um afrán hvala og áhrif á aðra nytjastofna, Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri, fjallar um áhrif úthafsveiðisamnings Sam- einuðu þjóðanna á íslenzka útgerð- arhagsmuni og Jón Leví Hilmars- son, verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastofnun fer yfir sjálfvirka tilkynningaskyldu. Þá verða lagðar fram tillögur og reikningar félagsins og kjörið í nefndir og raðað niður í starfshópa. Fundi verður fram haldið á föstu- dagsmorgni með nefndarstörfum, en að loknum hádegsiverði flytur samgönguráðherra ávarp. Loks gera starfshópar grein fyrir störfum sínum, nefndarálit verða lögð fram og kjörið í stjórn LÍÚ. Vantar þig um krabbaniein? Nýttu þér auhna þjórifstu Krabbartieinsfem&sitú S KRABBAM&fNS SRÁÐGJÖFIN Deilt um eftirlit í Irska hólfinu Brussel. Reuter. BÚIZT er við að aðildarríki Evrópu- sambandsins, sem stunda veiðar í írska hólfínu svokallaða við strend- ur írlands og Bretlands, sameinist gegn framkvæmdastjórn sam- bandsins á fundi sjávarútvegsráð- herra ESB í Brussel í dag. Eftir að samþykkt var að veita Spáni og Portúgal aðgang að írska hólfínu um næstu áramót, hefur framkvæmdastjórnin viljað herða eftirlit með fískiskipum. Spánveij- ar, sem veita ráðherraráðinu nú forystu, hafa hins vegar tekið hönd- um saman við íra og Breta, sem ömuðust mjög við spænskum skip- um er ákvörðunin var tekin í desem- ber síðastliðnum, til að koma í veg fyrir tillögur framkvæmdastjórnar- innar. Framkvæmdastjórnin lagði til að skipstjórar allra skipa, sem veiða í írska hólfinu, yrðu að tilkynna brottför úr höfn og komu til hafn- ar, auk þess sem þeir yrðu að gera viðvart um komu á veiðisvæði. Brezkir og írskir útgerðarmenn hafa brugðizt ókvæða við tillögun- um og telja þær hafa alltof mikla skriffínnsku og óhagræði í för með sér. Spánn hefur nú lagt fram mála- miðlunartillögu, sem gerir ráð fyrir að séu veiðiferðir styttri en þrír sólarhringar, þurfi aðeins að til- kynna stjórnvöldum viðkomandi lands þegar lagt er úr höfn. Séu túrarnir lengri, skuli reglur fram- kvæmdastjórnarinnar gilda. Talið er að Spánn, Portúgal, Frakkland, írland og Bretland — þ.e. öll ríkin, sem hagsmuna eiga að gæta í írska hólfinu — styðji tillögur Spánar. Alltaf í loftinu hvort sem er Filippo di Robilant, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar í sjávar- útvegsmálum, segir að tillögur Spánar séu óviðunandi. Þær slaki mjög á eftirliti með styttri veiðiferð- um og stofni þannig fískistofnum í hættu. „Það er ekki of erfitt eða of kostnaðarsamt að tilkynna sig um talstöð; skipstjórarnir eru alltaf í loftinu hvort sem er,“ segir hann. Framkvæmdastjómin hefur af því áhyggjur að ómögulegt verði að fylgjast með veiðunum, sérstak- lega hjá frönskum og spænskum bátum, sem geti skráð sig í brezkum höfnum og landað afla sínum þar eftir stuttar veiðiferðir. Bátarnir veiða eftir kvóta, en framkvæmda- stjórnin óttast að þeir fari framhjá kvótaákvörðunum. Spænsk og portúgölsk skip fá um áramót aðgang að hafsvæðinu sem auðkennt er með gulum lit. v Búizt við fullgildingu úthafsveiði- samnings Brussel. Reuter. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins munu í dag ræða framkvæmd úthafsveiðisátt- mála Sameinuðu þjóðanna á fundi sínum í Brussel. Að sögn embættis- manna er búizt við að ráðherrarnir samþykki að ESB fullgildi samning- inn, en við samþykkt hans síðastliðið sumar áskildi Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, ESB rétt til að meta sjálf- stætt hvort úthafsveiðiráðstefnan hefði haldið sig innan umboðs síns. 17 milljarðar í fiskveiðieftirlit Á fundi sínum munu ráðherramir jafnframt fjalla um tillögu að fímm ára áætlun um eflingu eftirlits með fískveiðiflota ESB, sem kveður m.a. á um hert eftirlit úr flugvélum og gervihnöttum. Kostnaður við áætlunina er áætl- aður rúmir 17 milljarðar íslenzkra króna. Þýzkaland telur að ríki ESB eigi hvert um sig að bera kostnað við eftirlit í sinni efnahagslögsögu, þó með þeirri undantekningu að Ir- land, sem er fámennt en ræður yfir stóru hafsvæði, fái sérstakan styrk. Tillaga framkvæmdastjómarinnar gerir hins vegar ráð fyrir sameigin- legri fjármögnun og er búizt við að hún verði samþykkt. Bjerregaard hættir við dagbókarútgáfu Kaupmannahöfn. Reuter. RITT Bjerregaard hefur fallið frá því að gefa út dagbók þar sem hún fjallar á mjög opinskáan hátt um fyrstu sex mánuði sína í starfi hjá framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins. Var þetta tilkynnt eftir að hún hafði átt fund með Jacques Santer, forseta fram- kvæmdástjórnarinnar. í köflum úr bókinni, sem þegar hafa verið birtir, kemur fram hörð gagnrýni á fjölmargra danska og evrópska stjórnmála- menn og félaga Bjerregaard í framkvæmdasljóminni. í tilkynningu segir Bjerregaard að henni þyki leitt að góðir vinir hennar séu sárir og telji að trún- aður hafí verið svikinn. Þá hafi góðir samstarfsfélagar bent henni á að hún hafi farið yfir ákveðin mörk. Hún sagði að skoð- anir hennar hefðu verið brenglað- ar í þeim tilvitnunum úr bókinni er hafa birst en stjórnmálaferill hennar væri forgangsverkefni. Hún sagði að markmið bókarinn- ar hefði verið að auka skilning á starfi framkvæmdastjórnarinnar og teldi það leitt ef niðurstaðan yrði hið gagnstæða. Santer hafði fordæmt bókina harðlega á blaðamannafundi á þriðjudag og lýst því yfir að hann teldi hana „geislavirkari“ en kjarnorkutilraunir Frakka, en blaðamannafundurinn átti að fjalla um þær. Talsmaður Santer sagði í gær að hann væri ánægður með ákvörðun Bjerregaards. Þetta væri skynsamleg ákvörðun er gerði framkvæmdastjórninni kleift að einbeita sér að mikilvæg- ari verkefnum. Meðal þess sem Bjerregaard hélt fram í bókinni var að Martin Bangemann, fulltrúi Þjóðverja, mætti illa á fundi framkvæmda- stjórnarinnar. Nikolaus van der Pas, talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar, sagði Bangemann hafa mætt á 29 fundi af 35. Hann neitaði hins vegar að gefa upp hversu lengi Bangemann hefði verið á fundunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.