Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir MICHAEL Ridpath hefur skrifað metsölubók með aðstoð hand- bóka um ritlist. Formúlan virkaði í Hómerskviðum! Michael Ridpath skrifaði fyrstu skáldsöguna með hjálp handbóka um ritlist og nú hefur hann selt útgáfuréttinn á henni fyrir 100 milljónir króna. Þröstur Helgason hitti hann að máli í tilefni þess.að bókin, Myrkra- verk, er komin út í íslenskri þýðingu. MICHAEL Ridpath var verðbréfa- sali í London. Hann hafði lítið að gera í frítíma sínum og ákvað að festa kaup á tölvu til að stytta sér stundir. Smám saman komst hann að því að það væri fátt annað að gera við tölvuna en að skrifa á hana sögu. Hann hafði hins vegar aldrei gert það áður og las sér því til í handbókum um ritlist. Svo vel tókst til með ritsmíðina að Ridpath hefur nú selt útgáfuréttinn á henni í 30 löndum fyrir um 100 milljónir króna og gert samning við Capitol Films um kvikmyndaréttinn á henni. Michael Ridpath hefur verið kallaður „hinn breski John Gris- ham“. Vinsældirnar komu á óvart Ridpath segir að honum hafi komið mest á óvart hvað mörgum hefur þótt bókin skemmtileg og raunar hvað margir hafa yfírleitt haft áhuga á að lesa hana. „Þótt bókin sé spennusaga er hún mjög persónuleg, hún fjallar um svipaða verðbréfasölu og ég fékkst við sjálfur. Mér þótti þessi starfsvett- vangur skemmtilegur og spenn- andi og ég vonaðist til að sumum vina minn og kannski vinnufélög- um myndi fínnast þetta áhugavert sögusvið. Ég bjóst þó ekki við því að fólk sem þekkti ekkert til við- skipta myndi hafa jafn mikinn áhuga á bókinni og raun ber vitni.“ Myrkraverk Ridpaths segir frá ungum verðbréfasala í bresku kauphöllinni, Paul Murray, sem sýslar með milljónir punda á hveij- um degi, eins og segir á bók- arkápu. Vinnufélagi hans, Debbie, fínnst drukknuð í ánni Thames dag einn og fer Paul að grafast fyrir um orsakimar. Fýrr en varir hefur hann dregist inn í flókinn vef blekkinga, svika og morðs. Áður en hann veit af hefur hann verið sakaður um innherjaviðskipti og að hafa myrt Debbie. Formúlan Spennusögur hafa verið gagn- rýndar fyrir að vera allar mjög svip- aðar að gerð, þær segi allar sömu söguna. Ridpath segir að nokkur sannleikur felist í þessari gagnrýni. „Ég held að það séu ákveðnar for- múlur sem skrifað er eftir; grunn- formúlan segir til um að góði mað- urinn lendi í einhveijum vandræð- um sem hann verði að reyna að vinna sig út úr. Það koma líka allt- af við sögu einhveijir vondir menn. Ég held þó að það sé ekkert að þessu. Formúlan virkaði í Hómers- kviðum og því ætti hún ekki að gera það núna einnig? Auk þess bæta allar spennusögur einhveiju nýju við; Myrkraverk gerist til dæmis í breska fjármálaheiminum sem ekki hefur verið skrifað mikið um áður. Ég hefði auðvitað getað reynt að skrifa bók með frumleik- ann einan að markmiði en mér fannst mun áhugaverðara að fást við spennusagnaformið." Ridpath segir að bækurnar sem hann las um ritlist hafi að mörgu leyti komið að góðum notum þegar hann skrifaði þessa sögu. „Það voru nokkrar grundvallarreglur sem ég notfærði mér, svo sem sú að maður skrifí um það sem maður þekkir. Ég lærði hins vegar mikið á því að lesa eftir aðra höfunda. Ég tók mér líka góðan tíma í að skrifa þessa bók og skrifaði hana aftur og aftur. Það var sennilega besti skólinn.“ Leyndarmál spennusögunar Aðspurður segist Ridpath ekki vita hvort hann hafi fundið leyndarmálið á bak við góða spennusögu. „Ég held samt að það séu örugglega ákveðin leyndarmál þama á bak við. Að mínu mati þarf lesandinn til dæmis að geta samsamað sig hetju sögunnar, hún verður að vekja samúð lesandans og hún verður að vera áhugaverð annars nennir lesandinn ekki að halda lestrinum áfram.“ Ridpath segir að aðalsöguhetja Myrkraverks, Paul Murray, sé að hluta byggð á honum sjálfum. „Það er auðveldara að skrifa um ein- hvern sem sér heiminn sömu aug- um og maður sjálfur, að minnsta kosti í fyrsta skipti sem maður skrifar bók. Paul er samt ekki ég, hann er ólíkur mér að mörgu leyti, hann er íþróttamaður og einfari, hann er ákveðinn og eilítið alvar- legri en ég.“ Hættur í kauphöllinni Ridpath segist vera hættur að vinna í kauphöllinni og ætlar að einbeita sér að ritstörfum í fram- tíðinni. Hann vinnur nú að annarri bók sem fjallar um mann í tölvu- bransanum sem flækist í morð- mál. Aðspurður segist Ridpath ekki hafa neinn áhuga á því að skrifa kvikmyndahandrit, fyrst og fremst vegna þess að hann vilji einbeita sér að skáldsagnaforminu og ná góðum tökum á því. „í skáld- sögunni hefur maður líka öll völd, hún er ekki samstarfsverkefni eins og kvikmyndin." íslenskur tónlistardagur á laugardaginn Barist fyrir byggingu tónlistarhúss TÓNLISTARRÁÐ íslands gengst á laugardag fyrir ís- lenskum tónlistardegi. Verður dagurinn helgaður baráttunni fyrir byggingu tónlistarhúss á Islandi. Skólalúðrasveitir munu leika á Lælqartorgi frá klukkan 13.30 en dagskráin hefst form- iega við Hljómskálann stundar- fjórðungi síðar. Munu blásarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika á þaki skálans, sem er eina húsið sem byggt hefur verið sérstaklega fyrir tónlist- arflutning hér á landi, á meðan tónlistarunnendur safnast sam- an á svæðinu. Laust eftir klukk- an tvö verður lagt af stað í göngu eftir Fríkirkjuvegi, Lælqargötu og Lælqartorgi. Þijár lúðrasveitir í Reykjavik munu leika fyrir göngunni. Á Lækjartorgi verður siðan myndaður þjóðkór undir stjórn Garð- ars Cortes. Fylgt verður fordæmi Páls ísólfssonar sem gerði slíkan kór frægan á sínum tima. Eftir að Þjóðkórinn hefur lokið söng sínum mun John Speight, forseti Tónlistarráðs íslands, afhenda Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra stuðningsyfirlýsingu vegna áhuga sem hann hefur sýnt á byggingu tónlistarhúss og áskorun til ríkisstjórnarinnar frá heiidarsamtökum tónlistar- manna á íslandi um að tekin verði ákvörðun hið allra fyrsta um byggingu tónlistarhúss. Stór hópur „ Við ætlum að nota þetta tækifæri til að sýna fram á að hópurinn, sem er fylgjandi byggingu tónlistarhúss, sé stór,“ segir John Speight sem vonast til að fjöldi manns leggi leið sína í bæinn í tilefni dags- ins. „Ef veðurguðimir verða okkur ekki hliðhollir er bara að búa sig vel.“ íslenskur tónlistardagur hef- ur verið haldinn hátíðlegur ár- lega frá 1987. Félag tónskálda og textahöfunda hafði fmm- kvæði að þessum degi en mörg félög og samtök tónlistar- manna taka jafnan þátt í hátíð- arhöldunum, auk útvarps og sjónvarps sem leggja meiri áherslu á íslenskt efni en ella. Tónlistarbandalag íslands, sem breytt var í Tónlistarráð Islands árið 1992, var í upphafi falið að standa fyrir Islenskum tónlistardegi og hefur það ann- ast framkvæmdina síðan. Níu fulltrúar eiga sæti í ráðinu og em þeir forsvarsmenn ýmissa félaga og samtaka tónlistar- manna á Islandi. John Speight Máiþing um orðabók Sigfúsar Blöndals Nýjar bækur Skáldsaga um kyn- ferðislegt ofbeldi ÍSLENSK-danskur orðabókasjóð- ur, Orðabók Háskólans og Orð- mennt, félag áhugamanna um orðabókarfræði efna til málþings um orðabók Sigfúsar Blöndals í fundarsal Þjóðarbókhlöðu laugar- dagjnn 28. október kl. 13. Mál- þingið er öllum opið. Orðabók Sigfúsar Blöndals var menningarlegt stórvirki á sínum tíma og enn er hún stærsta orða- bók sem gefín hefur verið út um íslensku. Bókin sjálf og efniviður hennar er verðugt og mikilvægt rannsóknarefni frá málfræðilegu og málsögulegu sjónarmiði ekki síst að því er varðar sögu og ein- kenni orðaforðans. Sem meginrit meðal íslenskra orðabóka hefur orðabók Blöndals haft mótandi áhrif á íslenska orðabókagerð á þessari öld og því hefur athugun á gerð hennar og einkennum ekki síst gildi til skilnings á íslenskri orðabókahefð, segir í fréttatil- kynningu. MEGINVIÐFANGSEFNIÐ í fjórðu bók Kormáks Bragasonar er kyn- ferðislegt ofbeldi. I kynningu segir að í skáldsögunni sé „á opinskáan hátt tekist á við frumkenndir manns- ins og aðferðir hans til að byggja upp samfélag manna“. Upp á yfír- borðið komi brestir í siðferðismynd nútímamannsins. Bókin er ekki ætluð börnum eða unglingum til lestrar. í kynningu segir enn fremur: „Höfundurinn, sem jafnframt er doktor og prófessor í uppeldisfræði og hefur um langt árabil unnið að barnavemdarmálum, m.a. sem for- maður bamavemdamefndar Reykja- víkur, tekur hér mikla áhættu með því að setja þetta viðkvæma við- fangsefni í búning skáldsögu." Hekluútgáfan gefur út. Auga fyrir tönn er 151 bls. prentuð í Odda. Rita sá um hönnun og útlit. KOLBRÚN Erna Pétursdóttir í hlutverki sínu í leikþættinum. Þá mun enginn skuggi vera tii Sýningar í vetur SÝNINGUM á leikþættinum Þá mun enginn skuggi vera til eftir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Emu Pétursdóttur verður fram haldið í vetur en heilbrigðisráðu- neytið hefur styrkt sýninguna til frekari kynningar. Leikþátturinn hefur verið sýndur sjötíu sinnum á vinnustöðum og hjá félagasamtökum víða um land frá því hann var frumfluttur í byijun október á liðnu ári. „Sýningin fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt,“ segir í kynn- ingu. „Hún gefur áhorfendum kost á að auka skilning sinn á þessu viðkvæma málefni, sem er eitt best varðveitta leyndarmál í samfélagi okkar og svartur blettur á sið- menntuðu þjóðfélagi." I kynningu segir ennfremur að leikþátturinn henti vel til sýningar á vinnustöðum og á fundum hjá félagasamtökum. Þá vona aðstand- endur að sýningin muni stuðla að aukinni umræðu um sifjaspell og afleiðingar þess, því fræðsla og upplýst umræða sé grundvöllur þess að forða megi börnum og ungling- um frá lífsreynslu sem geti valdið þeim óbætanlegu tjóni. Kolbrún Erna fer með eina hlut- verkið í sýningunni. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og sá hún jafn- framt um leikmynd og búninga ásamt höfundunum. ------» ♦ ♦----- Nýjar bækur Saga Borgar- fjarðar eystra ÚT ER komin saga Borgarfjarðar eystra. Bókin er gefín út í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Bakkagerði á Borgarfirði eystra varð löggiltur verslunarstaður. Höfundar efnis eru Magnús H. Helgason, Ármann Halldórsson, Sig- ríður Eyjólfsdóttir og Sigurður Ósk- ar Pálsson. Meginefni bókarinnar fjallar um atvinnu- og verslunarmál og félaga- sögu siðastliðin 100 ár. Annars eru kaflaheitin þessi: Borgarfjörður og Víkur - landshættir og byggð, Borg- arfjörður til 1895, Landbúnaður, Þijú brot úr kirkjusögu, Atvinna, verslun og almenn hreppsmál 1895- 1995, Félagasaga, Heilbrigðismál, Skólasaga, Kauptúnið Bakkagerði, Hreppsnefndarmannatal og oddvita. Bókin er 381 bls. og prýða hana um 130 lit- og svart/hvítar myndir. í bókinni eru tilvísana-, heimilda- og myndaskrár, auk skrár yfir mannanöfn er koma fyrir í bókinni. Ritstjóri er Magnús H. Helgason sagnfræðingur. Útgefandi er Sögu- hópurinn á Borgarfírði eystra. Bókin kostar 4.500 kr. og verður til sölu í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.