Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 23 Sinfóníhljómsveit íslands og TónVakinn Hjartsláttur náttúrunnar SIGURVEGARAR TónVaka RÚV, Ármann Helgason klarinettleikari og Júlíanna Rún Indriðadóttir píanó- leikari, koma fram á hátíðartónleik- um TónVakans með Sinfóníu- hljómsveit ís- lands í Háskóla- bíói í kvöld. Á tónleikunum mun Heimir Steinsson út- varpsstjóri af- henda sigurveg- urunum verðlaun sín. Einnig verð- ur flutt verðlaunaverk eftir japanska tónskáldið Michio Kitazume. Ármann Helgason lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1988. Hann stund- aði framhaldsnám í Manchester undir ieiðsögn Alans Hacker og Paul Dintinger og síðar hjá John McCaw í Lundúnum og Philippe Cuper í París. Ármann hefur komið fram víða sem einleikari og er fé- lagi í Camerarctica-hópnum. Ár- mann mun leika klarinettukonsert eftir bandaríska tónskáldið Aaron Copland í kvöld. Júlíanna Rún Indriðadóttir lauk píanókennaraprófi 1988 og einleik- araprófi 1989. Hún stundaði fram- haldsnám í píanóleik hjá prófessor Georg Sava í Berlín og sótti tíma í söng og kórstjórn hjá Peter Iljunas Knack. Júlíanna hefur leikið og stjórnað íslenskri tónlist í Berlín, meðal annars flest píanóverka Jóns Leifs á tónleikum. Á tónleikunum í kvöld mun Júlíanna leika píanókon- sert eftir Mozart nr. 20. Á þessum tónleikum verður einn- ig flutt verðlaunaverkið frá tón- skáldaþinginu í París í ár sem er Ei-Sho eftir japanska tónskáldið Michio Kitazume og verður það frumflutningur þess utan Japans. JÚLÍANNA Rún Indriðadótt- ir og Ármann Helgason. Tónskáldið kemur til íslands af þessu tilefni og verður viðstatt tón- leikana. Kitazume er fæddur í Tókýó 1948 og stundaði þar nám og síðar í Frakklandi. Hann hefur líkt verki sínu við mynd: „Stundum eru litirn- ir prentaðir með tréristu 30-40 sinn- um til að viðunandi árangur náist. Ný yfirferð skemmir ekki litina sem fyrir eru. Mynd sem þannig er unn- in býr yfir svo ótrúlegum blæbrigð- um, svo margbrotnum að þau fara langt fram úr hugmyndaafii þess sem skoðar þau. Samt eru upphaf- legu litirnir til staðar og eru mjög skýrir. Það er nautn að skoða mynd sem þannig er gerð. Fínleg blæ- brigði áferðar og lita gefa myndinni nýja þýðingu.“ Kitazume segir að hann hafi lagt mikla áherslu á að hlusta á og með- taka náttúruleg hljóð og ummynda þau í verki sínu. „Á meðan á tón- smíðinni stóð hélt ég mér á stað þar sem hjartsláttur náttúrunnar var nálægur." Áhrifavaldur o g uppalandi TONLIST J a 11 GUÐMUNDUR INGÓLFSSON ÞAÐ má endurlifa liðna daga með ýmsum hætti. Vilji menn gera árun- um 1977 til 1991 skil er ekki úr vegi að setja á spilarann annan af tveimur ef ekki báða geisladiska Jazzís útgáfunnar með upptökum frá tónleikum Guðmundar Ingólfs- son píanóleikara. Upptökurnar eru frá því hann kom heim frá Noregi 1977 en sú síðasta var gerð skömmu áður en Guðmundur lést árið 1991. Þetta er annað upplag af disknum sem Jazzís gefur út en til útgáfunn- ar var stofnað með ágóða af eftir- minnilegum tónleikum sem haldnir voru til að heiðra minningu Guð- mundar á Hótel Sögu 1992. Á disknum leikur Guðmundur með mörgum af íslenskum samferða- mönnum sínum í djassinum. Alls eru þarna 26 lög, mest þekktir standard- ar sem Guðmundur lék gjarnan, auk eins frumsamins lags og nokkurra eftir Óliver Guðmundsson. Hljómurinn á diskunum er ekki alltaf gallalaus enda sumt tekið upp á heldur fátæklegan tæknibúnað RÚV sem ekki gefur kost á endur- hljómblöndun. Mestu skiptir þó að tekist hefur að halda andrúminu, þeirri einstæðu stemmningu sem þeir sem sóttu tónleika Guðmundar muna eftir, hvort sem það var í Stúd- entakjallaranum, Djúpinu eða Heita pottinum í Duus-húsi - nálægðinni, glaðværðinni og afslöppuðu kæru- leysinu. Diskarnir hafa að geyma dýrðleg augnablik þar sem Guð- mundur fór á kostum við hljóðfæri sitt, hvattur áfram af listrænni ástríðu. Guðmundi dugði sjaldnast að leika eftir bókinni. Hann vildi vitna í aðra kafla í djassögunni með sínum hætti og vakti einatt kátínu hve fundvís hann var á slíkar tilvitn- anir. Þá sögu segja diskarnir tveir sem nú eru komnir út. Píanóleikur Guðmundar Ingólfs- sonar var ekki heldur alltaf með öllu gallalaus. Stundum var hann óagað- ur. Það kemur líka fram í þessum upptökum. En Guðmundur hafði þann ákafa sálarinnar sem skilur á milli meðalmannsins og hins dáða og elskaða listamanns. Það skín í gegn í þessum upptökum. Hæfileikar Guðmundar voru heldur ekki síst fólgnir í hugmyndaríkum og list- fengum undirleik sem mörg dæmi eru um á disknum. Útgáfa Jazzís er í raun heiðarleg heimild um fjórtán ár í tónlistarævi Guðmundar. Ekkert er fegrað með grufli í tækjum og tólum, diskurinn er hljóðheimildir um þann Islending sem í senn var mestur uppalenda og áhrifavalda djassmenntar í land- inu. Guðjón Guðmundsson Skafðu !og skemmtu þér með „Happ í Hendi" Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi' í næstu sjoppu. Þú getur unnið strax... milljónir ...auk fjölda annarra vinninga. Byrjaðu að skafa Horfðu á þáttinn með Hemma Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ í Hendi" með Hemma á hverju föstudagskvöldi í Sjónvarpinu. Þú gætir unnið glæsilegan aukavinning á skafmiðann þinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.