Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 35 AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Aðalheiður Stefánsdóttir f. 20. desember 1915 á Há- reksstöðum á Jökuldalsheiði. Hún lést 14. ágúst sl. Aðalheið- ur giftist Birni Elíesersyni 1939 og eru börn þeirra: 1) Antonía Margrét, f. 12.12. 1935, var gift Einari Jóhannssyni, börn þeirra eru Aðalheiður Birna, f. 18.10. 1959, og Jóhann Þór, f. 5.10. 1961; 2) Elías, f. 5.9. 1937, formaður Sjómannafé- lagsins Jötuns, giftur Hildi Magnúsdóttur og eru börn þeirra: Ólöf, f. 8.1. 1958, Björn f. 20.1. 1960, Kolbrún f. 16.6. 1964, og Magnús, f. 5.3. 1980; 3) Sigurbjörn, f. 2.7. 1939, for- maður Sjómannafélags Vopna- fjarðar, kvæntur Birnu Björns- dóttur og eru börn þeirra: Unn- ur Margrét, f. 6.1. 1962, Björn Heiðar, f. 8.5. 1965, og Eygló, f. 15.6. 1969. Sigurbjörn á dótt- urina Unni Ósk, f. 1.2. 1959; 4) Stefán, f. 4.7. 1947, sjómað- ur, kvæntur Katrínu Valtýs- dóttur, og eru börn þeirra: Valtýr, f. 2.8. 1963, Aðalheiður, f. 15.5. 1968, Svava Birna, f. 19.4. 1970, og Linda Björk, f. 12.5. 1970; 5) Alexandra Ásta, f. 23.4. 1945, gift Runólfi Krist- berg Einarssyni og eru börn ÞAÐ var í septembermánuði 1974 að leið mín lá á veiðar upp á Vopna- fjarðarheiði. Égtók daginn snemma og naut morgunkyrrðarinnar í faðmi íjalla. Fyrir neðan fjallshlíð eina sá ég bæjarrúst. Þangað fór ég að skoða opnar gáttir og rofna þekju torfbæjarins. Rústirnar voru þó það heillegar að gangnamenn höfðu þar áningarstað og sögðu þeir mér sögu bæjarins. Hann hét Brunahvammur og var tengdur erf- iði fornra búskaparhátta en samt sveipaður ljóma gamalla þjóðsagna. Ég virti fyrir mér þrengslin og velti fyrir mér draumum íbúanna um þjóðfélag þæginda, hraða, fjöl- breytni og góðrar afkomu. Þarna gat bæði verið heitast og kaldast í Vopnafirði. Svo hélt ég áfram för. Nokkrum árum síðar var ég staddur í- kaffi hjá Heiðu í Ás- garði. Okkur hafði orðið vel til vina er ég bjó í Vopnafirði árin 1973 til 1975. Hún gerðist meðlimur í Hvítasunnusöfnuðinum á Vopna- fírði við stofnun hans. Safnaðar- starfíð átti hug hennar ásamt áhug- anum á börnum og barnabörnum. Mér fannst skemmtilegt að kynnast þeirra: Einar, f. 12.8. 1963, Svanur, f. 12.5. 1968, Heiðar, f. 11.8.1969; 6) Hámundur Jón, f. 23.11. 1946, kvæntur Rut Vestmann Bjarnadóttur og þeirra börn eru: Ragna, f. 19.4. 1968, Ásta Bjamey, f. 14.2. 1970, og Rakel, f. 5.5. 1978. Hámundur á dótturina Heið- rúnu, f. 6.7. 1973; 7) Þorbjörg, f. 15.8. 1948, gift Guðmundi Jónssyni og eru synir þeirra: Jón, f. 6.11. 1968, og Björn f. 2.7. 1971; 8) Þorgerður, f. 3.7. 1950, gift Sigurði Sigurðssyni, og eru börn þeirra: Björn, f. 19.12. 1969, Ása, f. 24.2. 1973, og Sigurður Dónis; 8) Aðal- björn, f. 13.3. 1955, skólastjóri Grunnskóla Vopnafjarðar, kvæntur Öddu Tryggvadóttur og eru synir þeirra: Tryggvi, f. 21.6. 1986, og Bjartur. Foreldrar Aðalheiðar voru Stefán Alexandersson, b. á Há- reksstöðum og Brunahvammi, f. 16.7. 1886, Jónssonar, Halls- sonar, b. á Hryggjastekk, og Antonía Antoníasardóttir, f. 11.10. 1875, bónda í Tunguhlíð Antoníusarsonar, Árnasonar Péturssonar. Útför Aðalheiðar fór fram 22. ágúst síðastliðinn. svona atorkusamri konu sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á málefn- um en aldrei heyrði ég hana halla á nokkurn mann. Hún þekkti landa- mærin milli persónu manna og skoðana þeirra. Sama koma fram hjá henni í trúmálum. Hún hafði einlæga og lifandi trú. Oft leiddi hún Hvítasunnusöfnuðinn í bæn. Þá bað hún frá eigin brjósti og með sínum eigin orðum um blessun Guðs yfír Vopnafjörð að styrk hönd hans varðveitti staðinn og gæfi íbú- unum sanna lotningu fyrir Jesú Kristi og Biblíunni. Aldrei vantaði í bæniná: „Gefðu að börnin mín frelsist." Ég hreifst með í anda bænarinnar og þetta trúarsamfélag áttum við Heiða. Ekki er vafi á að Guð muni snerta afkomendur henn- ar enda hafa þau mörg fengið traust til að gegna trúnaðarstöðum. Svo var kaffið tilbúið og einhver minntist á erfiðleika nútímans og hnignandi stöðu heimilanna. Þá lok- aði hún augunum, klemmdi saman varimar, hallaði höfðinu aftur uns hún hóf mál sitt með því að segja: „Ég ætla bara að segja ykkur það, að ég vorkenni þessu unga fólki ekki neitt. Hvurnig haldið þjð að það hafí verið í gamla daga ...“ Svo fékk ég að heyra um fyrri tíma og erfíði í þröngum bæ þar sem skort- urinn var þekktasta hlutskiptið. Þá varð mér litið á lítið málverk sem ég sá á veggnum og segi: „Er þetta ekki Brunahvammur?" „Jú,“ svarar Heiða. „Hvernig þekkir þú það, hefirðu sé bæinn?“ „Já,“ sagði ég og bætti við sög- unni af veiðiferðinni upp á Vopna- fjarðarheiði 1974. „í þessum bæ ólst ég upp,“ hélt Heiða áfram. „Þama var oft svo hryllilega kalt að við krakkamir vorum með kuldasár allan veturinn og pabbi leysti upp blástein, sem notaður var til að hreina með gær- ur, hann setti upplausnina í sárin svo við fengjum ekki illt í þau.“ „Á þeim tíma var ekki mikið um kvart og kvein eða hjónaskilnaði. Svo getur unga fólkið, sem allt hefur til alls, kvartað og hlaupist í sundur. Ég vorkenni þessu fólki ekki neitt ..." Þá vissi ég hversu mikil og rót- tæk bréyting hafði orðið á högum Heiðu. Hún kemur úr torfbæjar- menningunni sem var við lýði á íslandi frá 874 .til okkar daga. Svo fékk hún að kynnast betri tíð með von um nýtt ísland þar sem hagur fólksins skyldi efla land og byggð. Önnur róttæk breyting varð einn- ig í lífí Heiðu sem umbylti hennar „býli“ er hún upplifði endurlausnar- verk Jesú Krists. Trúarfullvissan um fyrirgefningu syndanna og hinn létti friður sem fyllir hvérn þann sem fær snertingu heilags anda hafði einnig umskapað hennar and- lega hús. Mér fannst Guð nota Heiðu til að undirstrika þá kröftugu breytingu sem hver og einn upplifir er gerir Jesúm að konungi í lifí sínu. Við breytumst úr andlegum Bruna- hvammi, niðurnýddu eyðibýli, í glæsileg húsakynni þar sem heilag- ur andi veitir birtu og yl. Lofsöngur um Guð vorn fyllir hús sálarinnar. Fyrir tveimur árum var fjölskyld- an saman komin á ættarmóti og heiðraði Heiðu með því að syngja vers og sálma Hvítasunnukirkjunn- ar. Engin samkoma Jafnast á við það þegar fjölskyldan kemur saman utan um dýrðarsöng Guðs bama. Nú er veiðiför lokið hjá mér og ný tilvera tekin við hjá Heiðu. Ég þakka Heiðu samveruna á grundum þessa lífs og bið að Guð láti ljóma náðarinnar stafa á minningu og afkomendum hennar. Sjaldan ber svo vel í veiði að ævi góðrar trúsystur ómar með boðskap- inn: „Ef einhver er í Kristi er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, nýtt er orðið til.“ (2. Kor.5:17.) Snorri í Betal. SVANLAUGUR GARÐARSSON + Svanlaugur Garðarsson fæddist á ísafirði 11. júlí 1979. Hann lést á Borgarspítal- anum 25. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 30. septem- ber síðastliðinn. „NEI, þetta er martröð, þetta getur ekki verið satt, ég get ekki tekið á móti fleiri slysadauðsföllum á nokkrum mánuðum,“ þaut í gegn- um huga minn þegar Sigga systir mín hafði lagt símtólið á eftir að hafa tilkynnt mér um hræðilegt slys á Þingeyri þar' sem fjögur ung- menni voru í bíl og eitt af þeim lífs- hættulega slasað. Hann Svanlaugur Garðarsson, elskulegur drengur sem dvalið hafði hjá mér í sveit í tvö sumur ásamt Petreu, Lenu og Birki. Þetta var samheldinn og yndislegur hópur bama sem komu öll hvert úr sinni áttinni. Ég man það eins og það hefði gerst i gær, daginn sem Svan- laugur kom til mín. Þetta var einn af þessum yndislegu fögru sumar- dögum hér við Djúp. Þegar líða tók á daginn fór mér að fínnast skrýtið að ekki væri hringt frá rútunni til að segja mér að taka á móti drengn- um. Það var liðið skammrifið af deginum þegar Dórótea á Lauga- bóli í Nauteyrarhreppi hringdi í mig og sagði að þar væri 8 ára snáði sem væri að koma í sveit til mín en hefði farið úr á öfugu Lauga- bóli. Dórótea bauðst til að koma með hann á móti mér því þetta er talsvert löng leið. Þegar ég var komin upp undir miðja Hestakleif mættumst við. Það ríkir alltaf viss eftirvænting þegar ég tek á móti nýju barni til sumardvalar og svo var það einnig i þetta sinn. Þegar Dórótea stöðvaði bílinn stökk á móti mér brosandi fallegur drengur og sagði: „Ef ég má kalla þig ömmu þá mátt þú kalla mig Lubba,“ og þannig ávörpuðum við hvort annað upp frá því. Svanlaugur var hjá mér tvö sumur ásamt Lenu, Birki, og Petreu. Ég horfði oft á þessa vini mína með stolti og lotningu, það var gaman að sjá þau fara með veiðistangirnar sínar til að ná í sil- ung. En mest var gaman þegar þau brugðu sér á hestbak. Seinna sumarið sem Svanlaugur var hjá mér töluðu þau um að þeg- ar Petrea, sem var yngst, yrði 20 ára ætluðu þau að hittast öll hér á Laugabóli. En það dregur oft fljótt ský fyrir sólu. Tvö úr þessum yndis- lega hóp eru horfin með nokkurra mánaða millibili og bæði af slysför- um. Þvílíkt miskunnarleysi! Þessi elskulegu og fallegu börn með sitt hlýja hjarta. Mér var alveg ómetan- legt að hafa ykkur hjá mér og ég gleymi aldrei, elsku Svanlaugur minn, hvað þú léttir mér oft sorgina með þinni hlýju þótt bam værir, og þið öll, en þá var ég nýbúinn að missa elskulegan son af slysför- um. Þegar ég kvaddi þig haustið 1989 datt mér ekki í hug að ég mundi aldrei sjá þig aftur en sú varð raunin. Átvikin höguðu því þannig. Ég var nýlega búin að tala við þig í síma þegar ólánið dundi yfir. En í hjarta mínu skildir þú eftir eitthvað sem aldrei deyr og nú hafið þið Petrea hist á ný. í gepum móðu og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa, og dýrð úr augum skln. A klettinn vil ég kijúpa og kyssa sporin þín. (Davíð Stefánsson.) Ollum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ragna Aðalsteinsdóttir, Laugabóli. ÞÓRDÍS BJARNADÓTTIR + Þórdis Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1948. Hún lést á heimili sinu 5. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 13. október. ELSKU vinkona. Ég var komin á erlenda gmnd til vetrardvalar er ég frétti lát þitt, daginn eftir útför þína. Það var svo margt við þig sem mér þótti vænt um og mat mikils eins og heiðarleika þinn, tryggð pg kjark, svo eitthvað sé nefnt. Ég veit að þú hefðir ekki viljað neina „lofrollu", en þetta er sannleikur fyrir mig. Alltaf þegar ég hafði verið samvistum við þig, fannst mér ég helmingi duglegri og kjarmeiri. Ég veit að fjölskylda þín, ekki síst Hulda litla, sem þú barst á höndum þér, á um sárt að binda og votta ég þeim samúð mína. Elsku Dísa mín, við hittumst síð- ar hressar og kátar á landi eilífðar- innar. Ég mun ætíð minnast þín og allra okkar ánægjulegu samverustunda. Góði Guð verndi þig og fólkið þitt. Þín vinkona alltaf, Anna V. Siguijónsdóttir. t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og elsku amma, VALGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Fljótaseli 12, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum mánu- daginn 16. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. októ- ber kl. 13.30. Gunnar Gunnarsson, Hjálmar Jónsson, Sigríður Helga Ragnarsdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Óttar Gauti Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Róbert Hjálmarsson, Davíð Hjálmarsson, Jóhannes Gauti Óttarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, ÁSGEIR GUNNARSSON, frá Súðavík, Hlíðarbæ 4, Hvalfjarðarströnd, lést ísjúkrahúsi Akraness 21. október. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 28. október kl. 14.00. Guðbjörg R. Ásgeirsdóttir, Magnús Magnússon, Marta Birna, Ester Björk, Magnús og Árni Þór, Ásgerður G. Ásgeirsdóttir, Pálmi Jóhannesson, Katrfn Inga, Erla Björk, Jóhannes Örn og Jón Haukur, Bjarni S. Ásgeirsson, Gunnar Á. Ásgeirsson, Sveinbjörn Ásgeirsson, Sigrfður Bjarnadóttir, Lýður Björnsson, Gunnar Á. Gfslason, Ingibjörg Egilsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför sonar okkar, stjúpsonar, bróður, mágs og unnusta, ÞRASTAR DANÍELSSONAR, Miðvangi 16, Hafnarfirði. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Óskar Ólafsson, Danfel Jónsson, Andrés Karl Sigurðsson, Anna Marfa Einarsdóttir, Marfa Elísabet Steinarsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR Ijósmóður frá Fagurhóli, Grundarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks III B Hrafnistu Hafnarfirði. Runólfur Þorkelsson, Fjóla Þorkelsdóttir, Stefán Helgason, Gfsli Þorkelsson, Páll Þorkelsson, Klara Kristjánsdóttir, Lilja Þorkelsdóttir, Hulda Þorkelsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.