Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Ferdinand Bráðvantar þak yfir höfuðið Kristín Harðardóttir Frá Krístínu Harðardóttur: ÁRATUGIR eru liðnir frá því að Reykvíkingar fóru að velta fyrir sér gerð vélfrysts skautasvells. Það var hins vegar ekki fyrr en í ársbyijun 1989 að borgar- ráð ákvað að láta gera skautasvell í Laugardal og var hugmyndin sú_ að þak yfir svellið kæmi fljótlega eftir það. I nóvember árið 1990 var skautasvell borgarbúa full- gert og hefur svellið verið opið al- menningi frá þeim tíma. Kaldir vetur hafa gert íslending- um kleift að renna sér á skautum frá örófi alda. Þess vegna þætti þeim sem ekki þekkja til aðstæðna eflaust eðlilegt að við stæðum nokk- uð framarlega á sviði skautaíþrótt- arinnar í samanburði við aðrar þjóð- ir. En svell eitt og sér er því miður ekki nóg til að hægt sé að leggja rækt við íþróttina. Aðstæður þurfa að vera þannig að svellið sé nothæft hvemig sem viðrar. Okkur sem búum á íslandi og höfum kynnst íslenskri veðráttu er hins vegar ljóst að hér þýðir lítið að reiða sig á stillt og þurrt veður. Það er jafnvonlaust fyrir listhlaupara að gera æfingam- ar sínar í hávaðaroki og ætlast til að fimleikastúlku takist vél til við jafnvægisæfingar sínar á slá við sömu aðstæður. Listhlaup felur ann- að og meira í sér en það eitt að skauta aftur á bak og áfram. Það krefst mikillar nákvæmni og jafn- vægis og er því talsvert yiðkvæmari skautagrein en íshokkí. Það sem stendur í vegi fyrir þróun íþróttar- innar í dag er þakleysi. Skautáféíag Reykjavíkur er ann- að tveggja félaga sem hefur að- stöðu í Laugardalnum. Það var stofnað árið 1883 og starfaði með miklum blóma þar til það var lagt niður árið 1923. 31. október 1938 var það svo stofnað aftur undir sama nafni. Síðastliðin þijú ár hef- ur félagið m.a. staðið'fyrir kennslu í listhlaupi. Það skal þó tekið með í reikninginn að ekki er mögulegt að halda svellinu lengur en 5-6 mánuði á ári þrátt fyrir allan frysti- búnað. Á þessu 5-6 mánaða tíma- bili detta svo alltaf einhveijar æf- ingar upp fyrir eða nýtast illa vegna veðurs. Þessi þijú ár samsvara því í raun ekki nema u.þ.b. einu og hálfu ári í mörgum öðrum íþrótta- greinum. til þess að hægt sé að halda áfram að byggja skauta- íþróttina upp hér á landi svo viðun- andi sé þarf að byggja upp svellið. Það gefur auga leið að ef árangur á að nást sama hver íþróttin er þarf að hlúa rétt að henni. í dag æfir talsverður hópur bama og unglinga listhlaup hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Margir þeira eru mjög áhugasamir og gætu náð góðum árangri ef þeir fengju tækifæri til að æfa á svelli sem hægt væri að hafa opið í það minnsta heilan vet- ur í senn. Þess vegna tel ég nauð- synlegt að byggt verði yfir svellið í Laugardalnum sem fyrst. Nú eru fimm ár liðin síðan skautasvellið var fullgert og þar af leiðandi nokk- ur ár síðan yfirbygging hefði átt að vera tilbúin miðað við þau loforð sem upphaflega voru gefín. Ég skora á borgaryfírvöld að gefa þeim ungmennum, sem nú þegar hafa brennandi áhuga á íþróttinni, tæki- færi til að stunda hana við almenni- legar aðstæður. Það hlýtur að vera mögulegt að byggja yfir svellið fljótlega þegar svo margt annað virðist vera framkvæmanlegt. Þetta er einungis spurning um forgangs- röðun og það er mín skoðun og margra annarra að timi sé komin til að yfirbygging yfir Skautasvellið í Laugardalnum verði sett efst á lista framkvæmda. KRISTÍN HARÐARDÓTTIR, nemi í Verzlunarskóla íslands. Þarna er hann! Þetta er strákur- Við skulum koma og tala við Mig langar bara að segja honum inn sem vann af mér aliar marm- hann... Af hveiju lemurðu hann að hann hafi notfært sér þig. Ef arakúlurnar mínar. ekki með priki? þú læðist aftan að honum, get- urðu lamið hann með priki. V estmannaeyingar ekkifyrstir Frá Stefáni Þór Sigurðssyni: í KVÖLDFRÉTTUM Ríkissjón- varpsins í gærkveldi, 22. okt., var sagt frá opnun sjónvarpsstöðvar í Vestmannaeyjum, sem endurvarpar á örbylgju efni aðkomnu um gervi- hnött. Sagt var að þetta væri í fyrsta sinn sem endurvarpað er á örbylgju hér á landi. Það er ekki rétt. A Hellissandi, Rifí og Gufu- skálum var árið 1985 stofnað sjón- varpsfélag Neshrepps utan Ennis, með þátttöku meginþorra íbúa hreppsins. Mun um 90% heimila hafa keypt sig inn í félagið, en hreppurinn telur um 600 manns. Keypt voru loftnet, móttökutæki og sendir og efni Stöðvar 2 sjónvarpað á örbylgju, ásamt heimaunnu efni. Síðar jók félagið útbreiðslu sína með því að sjá Ólafsvík fyrir efni Stöðvar 2, en í Ólafsvík var það sent um kapal. Við lagningu Ijós- leiðara nýlega var félagið lagt af, enda Stöð 2 þá farin að senda með eigin sendi. Aðalhvatamaður að stofnun Sjónvarpsfélags Neshrepps utan Ennis var Hafsteinn heitinn Jóns- son, hann var mikill áhugamaður um allt er fjölmiðlun viðvék. Þáver- andi oddviti Neshrepps utan Ennis, Ómar Lúðvíksson, opnaði stöðina formlega á sínum tíma. Með hamingjuóskum til Vest- mannaeyinga með sína stöð. STEFÁN ÞÓR SIGURÐSSON, Hjallavegi 1, Njarðvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.