Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 42
12 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 Hárkollur • Dömuhárkollur • Herrahárkollur • Nýjar gerðir, fisléttar. Hár; n Sérvcrslun Borgarkringlunni, s. 553-2347.1 4>4>4>4>4>4>4>H4>4>H4> Grand Cherokee Laredo '94, ek. 25 þús. km m/öllu, skoðaður '97, gott verð. Upplýsingar í síma 567 5157 e. kl. 17.00. Ókeypis lögfræðiþjónusta í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. Ábenclingcir á mjólkurumbúðum, nr. 7 cif 60. Muuuuu! Hvað segja dýrin? Um það eru mörg orð og mismunandi. Dæmi: Rjúpan ropar, hesturinn hneggjar, tófan gaggar, svínið rýtir og músin tístir. En hvað gerir spóinn? íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar máhiefndar og Málrœktarsjóðs. _______________________MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson VELVAKANDI SPIL dagsins kom upp í leik Svía og Kínverja í riðla- keppninni á HM. Svíinn Mats Nilsland var heillum horfínn í sögnum, þrisvar tók hann afbrigðilega ákvörðun og greiddi fyrir það dýru verði þegar yfir lauk. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD2 f - ♦ KD87643 ♦ G108 Vestur Austur ♦ Á873 * GIO ¥ 543 Hllll V ÁKD10987 ♦ G2 llllll + 105 + 9642 ♦ Á3 Suður ♦ 9654 ▼ G62 ♦ Á9 ♦ KD75 Föst í tískunni? MÓÐIR hringdi til Velvak- anda og sagði að sér fynd- ust verslanir á íslandi binda sig of mikið við tískustrauma og hafa ein- hæft úrval af fatnaði. Kvaðst hún vera búin að leita að mittisúlpu á ungl- ing í langan tíma án árangurs. Meira að segja hafðj hún hringt í stóra heildverslun til að spyijast fyrir um svona flík, en var sagt að ekki stæði til að panta þetta. Taldi hún að búið væri að ákveða einhveija sér- staka „línu“ fyrir veturinn og verði fólk að sætta sig við það hvort sem því líkar betur eða verr. Tapað/fundið Skór fannst UPPREIMAÐUR svartur leðurskór fannst í Hólm- garði sl. föstudag. Upplýs- ingar á Hárgreiðslustof- unni Vatnsberanum í síma 553-7464. Gæludýr Klói er týndur KLÓIER tveggja ára seal- pointhögni, geltur og tattóveraður, R-4025. Hann er líka með marg- brotið skott. Hann hvarf frá Stigahlíð 35 að kvöldi 18. september sl. Hans er sárt saknað af flölskyld- unni og ef einhver hefur séð hann eða veit um af- drif hans þá er hann beð- inn að láta vita í síma 568-2392 eða Kattholt í síma 567-2909. Lísa er týnd LÍSA er sjö mánaða gömul læða sem hvarf frá heim- ili sínu, Fjörugranda 2, sl. laugardagskvöld. Hún er grá að lit, með bleika háls- ól setta bláum steinum. Hafí einhveijir orðið ferða hennar varir eru þeir vin- samlega beðnir að hringja í síma 551-2628. Vestur Norður Austur Suður Fallenius Wang Nilsland Fu Pass 1 tígull Dobl 1 grand Pass 3 grond(!) Dobl(?) Pass Pass 4 tíglar Pass(?) Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl > Pass Pass Pass(?) Nilsland er vorkunn að passa ekki þrjú grönd, því makker hans átti út og það var engin trygging fyrir því að hann myndi velja hjaita frekar en spaða. Doblið var hins vegar útspilsvísandi og bað um styttri hálit. En það var afbrigðileg ákvörðun að segja ekki 4 hjörtu við 4 tígl- um og ennfremur að sitja í 4 spöðum dobluðum. Fall- enius endaði flóra niður, sem þýddi 800 til Kínveija. Svíar töpuðu þó aðeins 6 IMPum, á spilinu, því á hinu borðinu unnu Bennet og Wirgren 5 tígla doblaða á spil NS. Þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Xu • Wirgren Hu Bennet Pass 1 tígull 3 tíglar* Dobl Pass 4 tíglar 4 hjörtu Dobl Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl Dobl 5 tíglar Allir pass Pass Pass * Beiðni til makkers um að segja 3Gr. með tígulfyrirsögn. Kínveijinn Xu hafði ríka ástæðu til að iðrast að spili loknu, því 4 spaðar er von- laus samningur. í 5 tíglum gefur sagnhafí hins vegar aðeins tvo slagi á svörtu ás- ana. NÚ er ég farinn að heiman. Þú átt eftir að átta þig á að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í úrslit- um á Landsmóti í skóla- skák, en þau fóru fram á Blönduósi um helgina. Jón Viktor Gunnarsson, Reykjavík, (2.145) hafði hvítt og átti leik, en Unnar Þór Guðmundsson (1.720), Vesturlandsmeist- ari, var með svart. 17. Rxg5! - hxg5 18. Bxg5 - Bxd4 19. Df3 - Kg6 (Eða 19. - Kg7 20. He3!) 20. Df5+ - Kg7 21. He3! - Be5 22. Bxf6+ - Bxf6 23. Hg3+ og svartur gafst upp því hann er óveijandi mát. Þessi skák var tefld í eldri flokki. Þar sigraði Bragi Þorfínnsson úr Reykjavík, eftir harða keppni við Jón Viktor, sem varð í öðru sæti. * í yngri flokknum varð Davíð Kjartans- son hlutskarp- astur. Kennara- verkfallið rask- aði skólastarf- inu sl. vetur og varð til þess að ekki var hægt að halda úrslitakeppnina fyrr en nú í haust. Um helgina: Skemmti- kvöld skákáhugamanna fer fram föstudagskvöldið 27. október og hefst kl. 20 í húsakynnum Skák- sambands íslands, Faxa- feni 12. A dagskrá er fyrir- lestur og hraðskák. Hrað- skákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 29. október og hefst kl. 14 í félags- heimili TR. Víkveiji skrifar... KUNNINGJAKONA Víkveija hafði samband við hann og langaði að koma á framfæri að fyr- ir um það bil 4 vikum hafi ríkissjón- varpið hafíð útsendingar á fimmtu- dagskvöldum á þáttaröðinni Ráðgát- ur, en síðan kæmi Rosanne í kjölfar- ið. Kunningjakonan sagði sem var að hún ætti lítil böm, sem hún vildi alls ekki að horfðu á Ráðgátur, þar sem oft væm þar atriði, sem gætu valdið skelfíngu meðal ungra bama. Hins vegar væri Rosanne-þátturinn saklaus og oft skemmtilegur fyrir krakka. Því fannst henni tilvalið að víxla þessum þáttum og hafa Rosanne-þáttinn á undan. Þéssi kona hringdi því í sjónvarp- ið og vildi koma þessum tilmælum sínum á framfæri. Hún kvaðst ekki hafa fengið jákvæð viðbrögð við þessari málaleitan sinni og svaraði starfsmaðurinn, sem hún talaði við sem hann hefði engan skilning á þessu vandamáli hennar. Þetta kvað hún því leiða til þess að slökkt væri á sjónvarpinu á sínu heimili á fimmtudagskvöldum. VÍKVERJI hefur nokkrum sinn- um keypt geisladiska erlend- is frá, fengið þá senda í pósti til landsins og fengið síðan tilkynn- ingu frá pósthúsinu um að hann megi sækja pakkann gegn greiðslu aðflutningsgjalda. Með tilkynning- unni, sem er heimsend, er tilkynnt upp á krónu, hvaða fjárhæð beri að greiða og í raun er þetta ekk- ert mál, Víkveiji hefur fengið send- inguna afhenta þegar á staðnum. Nú fyrir nokkrum dögum brá hins vegar svo við að Víkveiji fékk sem oftar heimsenda tilkynningu frá tollpóststofunni á pósthúsinu um að hann ætti póstsendingu, sem væri tollskyld. Nú var hins vegar ekkert reiknað út af þeim gjöldum, sem greiða bæri, heldur stóð á til- kynningunni að varan yrði aðeins afhent gegn útfylltri tollskýrslu. Það verður að segjast að það þykknaði heldur í Víkveija við að fá slíka tilkynningu heimsenda en ekki eins og áður tilkynningu um afhendingu vörunnar gegn greiðslu tollgjaldanna. Nú en Víkveiji fór á staðinn, þurfti raunar ekki að út- fylla tollskýrslu, en var látinn bíða í upp undir hálfa klukkustund unz hann fékk loks að ganga frá greiðslunni og fékk pakkann af- hentan. Víkveiji leitaði upplýsinga um það hvernig á því stæði að þessi háttur skuli hafa verið hafður á og afgreiðslumaður tollsins svar- aði: „Þetta hefur bara. Ient hérna megin, en þetta tekur enga stund.“ Samt tók þetta upp undir hálfa klukkustund og er gjörsamlega óskiljanlegt, hvernig pakkinn gat „lent hérna megin“, þ.e. tollgæzlu- megin. Afgreiðsla sem þessi á ekki að vera nein tilviljun eins og af- greiðslumaðurinn gaf í skyn með svari sínu. í raun er slík framkoma sem þessi móðgun við borgara þessa lands og algjör lítilsvirðing við tíma þeirra, sem opinberir starfsmenn, þótt tollverðir séu, geta ekki verið þekktir fyrir að sýna borgurunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.