Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 45 FÓLK í FRÉTTUM MIKE Hammer, Vilhjálmur Egilsson, Hildur Guðmundsdóttir, Parker Borg sendiherra Bandaríkjanna, Lára Margrét Ragnars- dóttir og Thor Thors. HALLDÓR Borgþórsson, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Guðlaugs- son, Björn Bragason, Alfreð Jóhannsson og Magdalena Sigurðardóttir. HAFSTEINN Reylgalín, Inga Haraldsdóttir, Pálmi Sigurðsson, Heiða Einarsdóttir, Kristín Árnadóttir og Þorsteinn Pálsson. Verum vinir ÍSLENSK-ameríska félagið, Amerísk-íslenska verslunarráð- ið, Ferðamálaráð Maryland, Flugleiðir og bandaríska sendi- ráðið stóðu fyrir kvöldskemmt- un í tilefni dags Leifs Eiriksson- ar nýlega. Margt var til skemmtunar og á matseðlinum voru krabbar af ýmsu tagi. Thor Thors var heiðraður fyrir eflingu samskipta íslands og Bandaríkjanna. Einnig fór fram kynning á Baltimore. Morgunblaðið/Jón Svavarsson LARA Margrét Ragnarsdóttir afhendir Thor verðlaunin. Málþing um málefni ungra afbrotamanna Stjórn félagasamtakanna Verndar, fangahjálparinnar boðar til málþings um málefni ungra afbrotamanna, á morgun fóstudaginn 27. okt kl. 13 til 16 í ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni 6 (salur 2). Dagskrá: 1. Setningarávarp dómsmálaráðherra Þorsteins Pálssonar. Framsöguerindi: 2. Snjólaug Stefánsdóttir, forst. maður unglingadeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. 3. Erlendur S. Baldursson, deildarstj. Fangelsismálastofnun ríkisins. - Umræður - 4. Bragi Guðbrandsson, forst. maður barnastofu. - Umræður - Hver málshefjandi hefur um 20-25 mín. í framsögu. Stutt kaffihlé. 5. Almennar umræður og fyrirspurnir. 6. Samantekt og niðurstöður. 7. Fundarslit. Allt áhugafólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Sjtórn Verndar. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Stríðið heldur áfram MIKIÐ hefur verið gert úr svokölluðu „stríði“ tveggja vinsælustu hljómsveita Bret- lands, Blur og Oasis. Sumir halda reyndar fram að „stríðið" sé aðeins auglýs- ingabrella liðsmanna sveit- anna, en víst er að þeir eru ' yfirlýsingaglaðir í fjölmiðl- um. Liam Gallagher, söngv- ari Oasis, Iét nýlega hafa eftir sér að honum litist mjög á kærustu Damons Albarns, söngvara Blur. Sú aðdáun væri gagnkvæm. „Ég er alveg bijálaður í hana,“ sagði Liam, „og innst inni er hún mjög hrif- in af mér. Þetta er bara tímaspursmál. Á næstu sex mánuðum verður samband okkar stærsta fréttin í fjölmiðlum.“ ir;/ ' DAMON Al- bam er vafa- laust ekki ánægður með áhuga Liams Gallaghers á kærustu þess fyrrnefnda. LIAM, annar frá vinstri, er yfirlýsingaglaður. íslenskur tónlistardagur Tónlistarráð íslands stendur fyrir útisamkomu á íslenskum tónlistardegi, 28. október n.k. fyrsta vetrardag. Safnast verður saman við Hljómskálann. Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika á þaki hússins frá kl. 13:45. Þrjár lúðrasveitir leika fyrir göngu kl. 14:00 frá Hljómskálanum að Lækjartorgi. / Á Lækjartorgi leika skólalúðrasveitir frá kl. 13;30. Þjóðkór íslendinga syngur. Stjórnandi Garðar Cortes. Forseti Tónlistarráðs afhendir menntamálaráðherra stuðningsyfirlýsingu vegna áhuga, sem hann hefur sýnt á byggingu tónlistarhúss og áskorun til ríkisstjórnarinnar frá heildarsamtökum tónlistarmanna á Islandi um að tekin verði ákvörðun hið allra fyrsta um byggingu tónlistarhúss. Skorað er á alla. sem áhuga hafa á tónlist. að koma í miðbæinn þennan dag. Tónlistarráð íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.