Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Bezt að stunda viðskipti í Singapore Singapore. Reuter. SINGAPORE er efst á lista tíma- ritsins Fortune um borgir, þar sem bezt er að stunda viðskipti, vegna þess að lega borgarinnar er hag- kvæm, vinnuaflið velmenntað og aðeins valinn hópur innflytjenda fær að setjast þar að. Singapore tekur sæti Hong Kong, sem nú er í 6. sæti á listan- um, sama sæti og Singapore skip- aði í fyrra. í 2. til 5. sæti eru San Francisco- svæðið, London, New York og Frankfurt. Atlanta, Toronto, Paris og Tókýó skipa 7. til 10 sæti. Valið byggðist á könnun á vihorf- um kaupsýslumanna og hagfræð- inga um allan heim. Þótt Singapore sé ekki lengur talin ódýr framleiðslumiðstöð gerir hæft vinnuafl að verkum að staður- inn er talinn tilvalin til vöruþróunar samkvæmt könnuninni. Óvissa ríkir í efnahagsmálum Hong Kong, sem verður afhent Kínverjum um mitt ár 1997, og lit- ið er svo á að Singapore muni leysa Bundesbank óánægðurmeð sterka stöðu marks London. Reuter. ÞÝZKI seðlabankinn Bundesbank mun líklega beita sér gegn eflingu marksins að sögn sérfræðinga og Hans Tietmeyer seðlabankastjóri hefur þegar látið álit sitt í ljós. Tietmeyer sagði að hræringar á gjaldeyrismörkuðum að undanförnu væru umfram það sem eðlilegt væri og Bundesbank væri fús að taka þátt í alþjóðlegu'm aðgerðum til að koma leiðréttingu til leiðar. Sérfræðingar telja víst að Tiet- meyer hafi átt við styrkleika marks- ins. Vísitala marksins gegn gjald- miðlum helztu viðskiptaþjóða Þýzkalands hefur hækkað í 113,8 og er því litlu lægri en þegar hún komst í 115,23 stig í marz. „Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar að markið hafi náð nýju há- marki,“ sagði hagfræðingur First Chicago in London. Markið lækkaði gegn öllum helztu gjaldmiðlum í kauphöllum á miðvikudag. ♦..♦. nýlenduna af hólmi sem hlið að markaðnum í Asíu samkvæmt könnuninni. San Franciscoflóasvæðið er valið í annað sæti vegna þess að iðnaður er öflugur og tæknikunnátta á háu stigi í þremur helztu borgunum þar, San Francisco, Oakland og San Jose. Staðurinn er einnig valinn vegna þess að þar er auðvelt að fá hús- næði á viðráðanlegu Verði, sam- göngur og önnur grunngerð efna- hagslífsins er á háu stigi og skemmtana- og menningarlíf með blóma. Tókýó er sú borg, sem erfiðast á með að halda sæti sínum á listan- um, vegna himinhás verðlags, sám- dráttar sem er ekki enn lokið og traustrar stöðu jensins gegn doll- arnum. Aukið öryggi • Rafrænar færslur • Sundurliðuð yfirlit t Betra bókhald • Gildir á öilum ESSO stöðvum Sala Tele Dan- markíathugun Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA ríkið kann að selja 51% hlut sinn í Tele Danmark þegar danski fjarskiptamarkaðurinn verð- ur gefinn fijáls að sögn Franks Jensens rannsóknamálaráðherra. Ríkið kom 49% hlutabréfa í Tele Denmark í sölu í kauphöllunum í Kaupmannahöfn og New York 1994. Jensen vildi ekkert um það segja hvenær hlutur ríkisins yrði seldur og lagði áherzlu á að þingið yrði að fjalla um málið. Áður hefur Jensen sagt að hann muni keppa að því að afnema allar hömlur í fjarskiptageiranum fýrir mitt ár 1996, en ekki 1. janúar 1988 eins og áður hafði verið ráð- gert. Jensen kvaðst stefna að því að ná víðtæku samkomulagi við stjóm- arandstöðuna um stefnuna í fjar- skiptamálum fyrir jól. ESB vill afnám hafta í fjarskipta- málum í aðalatriðum fyrir mitt næsta ár. Spurðu frekar hvert við fljúgum ekki! SAS flýgur til 800 staða um allan heim Samstarf SAS við önnur flugfélög gerir farþegum SAS kleyft að ferðast til Ijölmargra áfangastaða um allan heim. Nú þegar er hafin samvinna SAS og Flugleiða milli Islands og Skandinavíu en nýjustu samstarfsflugfélögin eru Lufthansa og frá og með 1. janúar 1996 bætist United Airlines við. Önnur samstarfsflugfélög SAS eru Air New Zealand, Austrian Airlines, British Midland, Continental Airlines, Qantas Airways, Spanair, Swissair, Thai Airways International og Varig. Með þessu samstarfi nær flugnet SAS til um 800 staða um allan heim. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína . _ ^ eða söluskrifstofu SAS. mm/m M m SAS á íslandi Laugavegl 172 Sími 562 2211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.