Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Starfsmannamálin í brennidepli Viðtal Þórður S. Óskarsson vinnusálfræðingur hefur sérhæft sig í starfsmannamálum fyr- irtækja og stofnana og m.a. unnið að þeim málum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þorsteinn Víglundsson ræddi við hann um stöðu starfsmannamála hjá íslenskum fyrirtækjum, hvar þeim hefur tekist vel til og hvað mætti betur fara. Þórður S. Óskarsson vinnu- sálfræðingur hefur verið áberandi í umræðunni um starfsmannamál hérlendis á undanfömum misserum og varla sá fundur eða ráðstefna haldin um þessi mál án þess að nafn hans beri á góma. Þórður lauk BA-prófi í sál- fræði frá Háskóla íslands árið 1976 og síðar MA of M.sc-prófi í iðnaðar- og skipulagssálfræði frá Stevens Institute og Technology. Leiðin lá síðan í doktorsnám og hann lauk Ph.D-prófí í hagnýtri sálfræði árið 1984. Frá því að hann lauk námi hefur hann komið víða við, m.a. starfaði hann hjá Sameinuðu þjóðunum og New York-borg um nokkurra ára skeið áður en hann tók við starfí starfsmannastjóra hjá Eimskip árið 1988. Þar starfaði hann fram til 1992 er hann fór út í sjálfstæða ráðgjöf á sviði stjómunar-, skipu- lags- og starfsmannamála og tók um leið við rekstri KPMG Sinnu ehf. Um ástæður þess að hann valdi sér þennan farveg_innan sálfræðinn- ar segir Þórður. „Ég hafði um nokk- urt skeið áður en ég lauk námi mínu við HÍ haft áhuga á því að leggja stund á einhveija þá grein sálfræði sem væri beitt í stjómun og rekstri. Á þessum árum virtist sem áhugi flestra minna kollega í háskólanum hneigðist til klínískrar sálfræði og skyldra greina og ég mat stöðuna því svo að nóg yrði af sérmenntuðum starfskrafti á þessu sviði. Ég kaus því að leita í önnur svið innan sál- fræðinnar." Þórður telur að vakning sé að eiga sér stað í starfsmannamálum meðal íslenskra fyrirtækja í dag. Ein ástæðan sé sú að fyrirtækin séu farin að gera sér grein fyrir því hversu mikilvæg þessi mál séu í harðnandi samkeppni á markaðnum. „Auk þess hefur komið inn meira af starfsmönnum með mikla mennt- un, sem ekki eru tilbúnir til að taka bara við boðum og skipunum, heldur vilja vera meiri þátttakendur í rekstri og ákvörðunum. Þessir sömu aðilar gera þannig kröfu til þess að staðið sé með faglegri hætti að allri stjórn- un. Stjórnunarstíllinn verður þannig að vera með allt öðrum hætti. Starfs- menn vilja meiri leiðbeiningar og stuðning ásamt því að taka ákvarð- anir í auknum mæli sjálfir. Þar með er ekki sagt að yfírmenn eigi að gefa alveg eftir tauminn. Hins vegar er margt unnið með því að ýta á eftir þátttöku og samvinnu starfs- manna og ég held að glöggir stjórn- endur sjái hvaða styrkur felst í því .og nýti sér það.“ Þórður bendir á að í dag séu gerð- ar meiri kröfur til þess að vel sé búið að starfsfólki almennt og fólk sé iíka ófeimnara við að tjá sig um þessi mál. „Þetta setur auknar byrð- ar á stjórnendur og það sést kannski fyrr en áður hveijir eru góðir stjórn- endur og átta sig á að leysa þá þau vandamál sem upp kunna að koma. Það hefur aldrei verið farsælt að ýta vandanum á undan sér. Góðir stjórn- endur taka á vandamálunum og Þórður S. Óskarsson Morgunblaðið/Sverrir leysa þau, hvort sem um er að ræða samskiptavandamál eða vandamál af öðru tagi,“ segir Þórður. „Samtímis þessu hafa gæðamálin verið á fullri ferð og þau hafa ýtt dálítið við hefðbundnu skipulagi og venjum. Þess er krafist að menn vinni betur saman og kunni að taka ákvarðanir í sameiningu. Ég myndi segja að þessi mál séu í mikilli geij- un og fyrirtækin eru yfírleitt mót- tækileg fyrir þessum breytingum.“ Smærri fyrirtæki þurfa mörg hver að bæta sig Stærri fyrirtæki hér á landi hafa flest hver unnið ötullega að starfs- mannamálum, að sögn Þórðar. Þau hafa sent starfsfólkið á námskeið sem tengjast þessum málum jafn- framt því sem unnið hefur verið að fræðslu innanhúss. Hann segir hins vegar að nokkur misbrestur hafi orðið á þessum málum hjá smærri fyrirtækjum. „Þetta á sérstaklega við' í þeim fyrirtækjum sem hafa vaxið úr því umhverfí þar sem starfsmenn eru Hvar er skýrslan mín, hvar er spjaldskráin, hvar er stóra, gula, tveggja gata mappan min7 Eina rétta svarið við óreiðu eru góðar hirslur. Skjalaskápar eru réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðrum gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisley og Nobö. Þeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari upplýsingar hjá Bedco & Mathiesen hf., Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000. fáir og starfa á einhvers konar vin- áttugrundvelli, yfír í stærri heildir, þar sem þörfin fyrir skýra verka- skiptingu og sérhæfingu verður sí- fellt meira aðkallandi. Það hefur sýnt sig að þessi smærri fyrirtæki verða á ákveðnum tímapunkti að laga sig að þessum breyttu aðstæð- um ef þau ætla sér að halda áfram að vaxa og dafna. Þar hafa stundum ýmsir hlutir farið úrskeiðis og stjórn- endur ekki áttað sig á því að fyrir- tækið hefur náð þeirri stærð þar sem nauðsynlegt er að hafa skýrar línur og skýra verkaskiptingu. í skipulagi felst ákveðin hagkvæmni og skil- virkni sem smærri fyrirtæki þurfa að geta nýtt sér með einhveijum hætti.“ Þórður leggur þó áherslu á að við uppbyggingu slíkra kerfa verði að gæta þess að þau verði ekki ósveigj- anleg. „Það er kannski brýnast af öllu í dag að þessi vinna sem lögð er í það að vinna skipurit og skilgreina verkaskiptingu útiloki ekki sveigjan- leika. Því þurfa starfsmenn t.d. að vera þjálfaðir í því að geta og hafa áhuga á því að færast á milli starfa og takast á við hin ýmsu verkefni. Skipuritið má ekki vera neglt niður og óbreytanlegt. í öllu þessu ferli er það æskilegt að skapa það við- horf innan fyrirtækisins að breyting- ar séu komnar hér til að vera og þær komi til með að halda áfram og að ailir starfsmenn verði að taka þátt í þeim með einum eða öðrum hætti. Þar kemur að þeim styrk og þeim forystuhæfileika ______________ sem stjórnendur þurfa að hafa því þeir móta þessa stefnu.“ Þörf á meiri hreyfanleika Þórður segir það enn ekki nægilega algengt að fyrirtækin ráði sérmenntað starfsfólk til að sinna þessum málum. Hann bendir þó á að stjórnendur séu að átta sig enn betur á því hvað mannauðurinn sé mikilvægur og hversu verðmætir þeir eru, sem standa upp úr og gera hlutina vel, hveiju fyrirtæki og hverri stofnun. „Það má því segja að það væri ábyrgðarleysi að fylgj- ast ekki með og rækta þá sem standa sig vel í starfi. Venjan hefur verið sú að starfsmenn sem standa sig vel færast upp á við i skipuritinu og launakerfi fyrirtækja hefur gjarnan byggst á slíkum tilfærslum. Það er hins vegar alveg jafn mikilvægt að efnilegum einstaklingum sé stýrt þangað þar sem þeirra hæfileikar nýtast sem best, og þá til hiiðar, en ekki endilega alltaf upp á við. Ekki er pláss fyrir alla á toppnum og því þarf að finna leiðir til að verðlauna aðra starfsmenn sem skara fram úr,“ segir Þórður. Enn sem komið er hafa fyrirtæki hér á landi lítið kannað þá mögu- leika sem í þessu felast, að mati Þórðar, og hann telur að það skorti nokkuð á nægilega skipuleg vinnu- brögð í þessum málum. Ráðningarferlið mikilvægt Það er alkunna hversu dýrt það er að ráða nýja starfsmenn og þjálfa þá. Það getur því reynst fýrirtæki mjög dýrt að missa hæfan starfs- mann vegna þess að fyrirtækið hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess í upphafi. Að sama skapi getur það reynst fyrirtækinu dýrt að halda of lengi í starfsmann sem ekki uppfyllir þær væntingar sem gerðar hafa verið til hans. Þórður segir að mikilvægt sé að bæði fyrirtæki og starfsmenn sinni ráðningarferlinu mjög vel. Hann segir að í þessu samhengi ættu báðir aðilar að nýta sér reynslu- tímann betur en nú er gert sem virk- an hluta af þessu ferli. „Fyrirtækið þarf að leggja mat á það hvort við- komandi sé að ná þeim árangri sem það gerir kröfur til á reynslutíman- um. Maður sér of mörg vandamál sem skapast þar sem að nýir ein- staklingar eru ráðnir og hlutirnir eru ekki aiveg að ganga upp á reynsiu- tímanum en stjórnendurnir segja sem svo, að þetta hljóti að batna. Yfirleitt segir reynslutíminn hins vegar mjög mikið um það hvað þessi einstaklingur getur og hvernig hann fellur inn í fyrirtækið. Því er ekki sanngjarnt gagnvart honum að láta hann ekki vita ef hlutirnir eru ekki að ganga upp því þessi starfsmaður væri kannski betur kominn innan annars fyrirtækis. Það má því segja að það þurfi að leggja mun meiri vinnu í þessi mál en nú er gert.“ Mótun starfsmannastefnu spor í rétta átt Þórður segir að það sem sé hvað jákvæðast í þessum málum hér á landi nú sé hversu mikið átak fyrir- tæki og stofnanir hafí gert í mótun starfsmannastefnu. „Við sjáum skýr merki þess nú og það er mjög já- kvætt því slík stefna segir starfs- mönnum hvaða stefnu fyrirtækið hefur í ýmsum málaflokkum, t.d. hvað varðar ráðningar, fræðslu og öll þau mál sem snerta vinnu þeirra hjá fyrirtækinu. Þá setur fyrirtækið fram, með slíkri stefnu, ákveðin skilaboð um það hvernig það vill að starfsmenn vinni. Á sama tíma vita starfsmenn að hveiju þeir ganga í samskiptum við fyrirtækið. Slík 1 stefna skýrir því ákveðin grá svæði sem oft valda vandamálum og það hefur margoft sýnt sig að þessi vinna skilar sér mjög vel. Fyrirtækin hafa gjarnan sérstaka gæðastefnu, stefnu í markaðsmálum og fjármálum og því þá ekki að hafa sérstaka stefnu í starfsmannamálum." Þórður segir að þó að þessir hlut- ir séu að breytast mjög mikið þá séu alltaf mjög sterkar hefðir og ákveð- in íhaidssemi hvað varðar hvemig hlutirnir eru unnir. Hann telur þó að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða í fyrirtækj- unum hvað þetta varðar. „Stór hluti þeirra ein- staklinga sem dvelja er- lendis bera með sér nýjar venjur, viðhorf og þekk- ingu þegar þeir snúa heim. Þetta hefur hægt og sígandi áhrif og má sjá það glöggt víða að verið er að ýta á eftir ýmsum breyt- ingum.“ Hann segir að þegar öllu sé á botn- inn hvolft, þá sé hlutverk stjómenda mikilvægast. „Þeir eiga að vera í hlutverki leiðtogans, sýna heiðarleika og hreinskilni í öllum samskiptum við samstarfsmenn. Ef þeir meina eitthvað með breytingum, sem þeir óhjákvæmilega þurfa að standa að öðm hvoru, þá þurfa þeir sjálfir að ganga á undan með góðu fordæmi. Til þess að leiðtoginn geti unnið með þessum hætti er grundvallaratriði að hann þekki sjálfan sig.“ Góðir stjórn- endurtaka á vandamálum og leysa þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.