Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 B 9 VIÐSKIPTI Vaxandi samkeppni á snyrtivörumarkaði Tíu stærstu snyrtivörufyrirtækin 1994 Fyrirtæki Velta, milljarðar dollara Snyrtivörur og ilmvötn L'Oreal Group 8,17 Lancome, Ralph Lauren, Plónitude Procter & Gamble 6,00 Max Factor, Cover Girl, Qii of Olay Unilever 5,62 Elizabeth Arden, Calvin klein, Chesebrough-Pond's Shiseido 4,80 Jean Paul Gaultier, Issey Miyake scents, Clé de Peau Estée Lauder 2,94 Clinique, Prescriptives, Aramis Avon Products 2,60 Avon Colour cosmetics, Anew, Daily Revival Johnson & Johnson 2,50 RoC, Neutrogena, Johnson's baby care Sanofi 1,98 Yves Rocher, Nina Ricci, Parfums Yves SaintLaurent Wella Group 1,90 Parfums Rochas, Gucci, Charles Jourdan Beiersdorf 1,86 Juvena, Nivea, La Prairie Fínu merkin í snyrtivöranum haf a ekki sama aðdráttarafl og áður fyrr. Þau era nú bara hluti af hinum almenna neyslu- iðnaði og framleiðendur geta ekki lengur gengið að hagnaðinum vísum Kodak vill enn opna Japans- markað Tókýó. Reuter. FORSTJÓRI Eastman Kod- ak, George Fisher, hefur hvatt japönsk stjómvöld til að rannsaka ljósmyndafilmu- og pappírsmarkaðinn í Japan og gera ráðstafanir til að opna hann samkeppni. í maí kvartaði Kodak yfir því í samræmi við ákvæði í bandarískum viðskiptalögum að Fuji-ljósmyndafilmufyrir- tækið og fleiri japönsk fyrir- tæki spilltu samkeppnishæfni Kodaks í Japan með einokun- araðferðum. Fuji Photo hefur vísað þessum ásökunum á bug og neitað að setjast að samn- ingaborði meðan fyrirtækinu sé hótað með ákvæði í banda- rískum viðskiptalögum, sem gæti leitt til refsiaðgerða. Reykingar bannaðar með KLM Amsterdam. Reuter. KLM-flugfélagið missir fjórða hvern farþega ef það lætur verða að fyrirætlunum um að banna reykingar um borð í vélum félagsins sam- kvæmt skoðanakönnun. KLM lét könnunina sem vind um eyru þjóta og sagði að reykingabann nyti víðtæks stuðnings. „Við drögum til okkar fleiri farþega en við missum með því að banna reykingar meðan á flugi stendur,“ sagði talsmaður fé- lagsins. Bannið kemur til framkvæmda 28. október. ILMVATNIÐ Eternety frá bandaríska fyrirtækinu Calvin Klein entist í þijú ár eftir að það kom á markað 1988, síðan var það Escape og nú er það „kyn- þokkafulT' anganin af „cK one“, sem allir tala um. „cK one“ er dæmigert fyrir ilmvatnsiðnaðinn nú á dögum, markaðssetningin virðist vera mikil- vægari en varan sjálf. Ilmvatnið er jafnt fyrir karla sem konur og það er selt í hljómplötuverslunum. Tíma- ritið The Economist segir þetta valda bæði hneykslun og áhyggjum hjá eig- endum snyrtivöru- og stórverslana og það, sem er ennþá verra, viðtök- umar í Bandaríkjunum virðast benda til, að „cK one“ ætli að slá í gegn. í vaíi sínu á ilmvatni er fólk oft að „leita að persónuleikanum" eins og sagt er og hallast þá gjarna að einhveiju hinna frægu nafna í tísku- og ilmvatnsheiminum. Það gæti því valdið einhverjum notendum „cK one“ vonbrigðum að komast að því, að Calvin Klein er hluti af ensk-hol- lenska stórfyrirtækinu Unilever, sem er kunnara fyrir matvæli, sápu- duft og smjörlíki en dýr ilmvötn. Þeir hjá Unilever benda hins vegar á, að fyrirtækið framleiði nú sjö af tíu vinsælustu ilmvötnunum á bandaríska lúxusmarkaðinum. Ekki er liðinn áratugur síðan Unilever og aðalkeppinautur þess, Procter & Gamble, fóru að fjárfesta í ilmvatnsframleiðslu en þangað til hafði hún að mestu verið í höndum lítilla og mjög sérhæfðra fjölskyldu- fyrirtækja. Stóru fyrirtækin nutu þess hins vegar að ráða yfir mjög öflugu markaðs- og dreifingarkerfi og þau höfðu efni á að kaupa alla þá sérþekkingu, sem á þurfti að halda. Nú er líka svo komið, að á ilmvatnsmarkaðinum, sem veltir 66 milljörðum dollara árlega, eru þrír eða ijórir risar stærstir. Viðkvæmir neytendur Kannski varð ekki hjá þessari þróun komist vegna þess hve ábata- samur ilmvatnsmarkaðurinn hefur verið og það styrkti líka stöðu stóru fyrirtækjanna, að í Vestur-Evrópu að minnsta kosti er markaðurinn enn ekki búinn að jafna sig á efna- hagssamdrætti síðustu ára. Salan jókst aðeins um 3% í fyrra og neyt- endur eru miklu viðkvæmari fyrir verðlagningunni en áður var. Hefur það einkum bitnað á fjölskyldufyrir- tækjunum og snyrtivöruverslunum, sem hafa ónóga þekkingu á mark- aðnum. Sem dæmi um vaxandi samþjöpp- un í þessum iðnaði má nefna, að í sumar keypti L’Oreal, sem er stærsta snyrtivörufyrirtæki í heimi, fyrirtækið Jade af þýska efnarisan- um.Hoechst og líklega verða allar framleiðsluvörur L’Oreal seldar undir vörumerkinu Jade í Þýska- landi. Svo má aftur nefna. að sviss- neska stórfyrirtækið Nestlé á 49% hlut í L’Oreal. Miklar breytingar hafa orðið á þessum markaði á tiltölulega fáum árum. Fram yfir 1980 voru á al- menna markaðnum ódýr og stöðluð hreinsikrem en sérverslunum var þá látið eftir að selja fínu tegund- irnar. 1983 tók hins vegar L’Oreal neytendamarkaðinn með áhlaupi þegar það kom fram með Plén- itude, sem gaf dýru hátæknivörun- um ekkert eftir. Keppinautarnir fylgdu síðan á eftir með alls konar nýbreytni í sinni framleiðslu, ávaxtasýrum og vítamínum, og nú er svo komið, að nýjungarnar koma jafn snemma fram á almenna mark- aðinum og lúxusmarkaðinum. Mun- urinn liggur aðallega í því hvar varan er seld. Dýrari vöruna og þar með lúxusvöruna samkvæmt skil- greiningu er helst að finna í fríhöfn- um og verslunum þar sem mikið er lagt upp úr innréttingum og umbúðum. Þessi sama þróun hefur átt sér stað í ilmvötnunum og sem dæmi má nefna, að Pierre Cardin í Frakk- landi, eitt af þeim fáu fjölskyldufyr- irtækjum, sem eftir eru, selur nú fimm af sínum tegundum í stórversl- unum. Vilja góða vöru og gott verð Menn eru ekki sammála um hvort aukin gæði í snyrtivörum á almenna markaðinum muni verða til að styrkja eða veikja iúxusvörumark- aðinn. Sumir telja, að aukin gæði muni gera neytendur vandlátari og ýta þar með undir dýrari smekk en aðrir segja, að fínu merkin ein og sér dugi ekki lengur til að selja vöruna. Neytendur vilji nú fá hvort- tveggja í senn, góða vöru og gott verð. í Evrópu hafa margar sérverslan- ir með snyrtivörur orðið undir í sam- keppninni við stórverslanirnar, sem aftur hafa stöðugt verið að styrkja stöðu sína gagnvart framleiðendum, ekki síður í þessari framleiðslu en annarri. Þær geta knúið á um magn- afslátt og selja svo þar að auki snyr- tivörur undir sínum eigin merkjum. Hagnaður framleiðenda hefur því minnkað og það hefur ekki orðið til að draga úr samkeppninni. Nú á þremur síðustu mánuðum þessa árs koma á markað 100 nýjar ilmvatns- tegundir, allt að þrisvar sinnum meira en mest var á síðasta áratug, og framleiðendur láta sér detta ýmislegt í hug í von um selja vör- una. Nú er til dæmis komið á mark- að ítalskt ilmvatn, sem heitir eftir söngvaranum Luciano Pavarotti. Menn geta svo sem reynt að giska á hvers konar angan það er, sem leggur af honum að loknum þriðja þætti. Smáhluthafar og lánadrottnar takast á um framtíð skipasmíðastöðvarinnar Burmeister & Wain Nýr rekstrar- grundvöllur háður nýjum verkefnum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR óvissu í marga mán- uði og margra vikna samningaþóf lánar- drottna stefnir í að greið- ist úr framtíð skipasmíðastöðvar- innar Burmeister & Wain. Fram eftir sumri stefndi í gjaldþrot, en nú virðist svo sem að stærstu lánar- drottnamir séu að koma sér saman um björgunaraðgerðir. Síðasti kaflinn í tryllinum um B&W er svo að smáhluthafarnir eru að rísa upp og hóta að greiða atkvæði á móti björgunaraðgerðunum, þar sem stóru hluthafarnir bjargi sínu, en þeir smáu missi sinn hlut. Skuldir fyrirtækisins nema rúmum tíu millj- örðum íslenskra króna og nýjar pantanir eru ekki í augsýn, eftir að síðasta verkefni stöðvarinnar lýkur um mánaðamótin febrúar- mars á næsta ári. Danska stjórnin hefur þvertekið fyrir að styðja fyrir- tækið, enda hefur það ekki verið dönsk stjórnarstefna að veita ríkis- styrki til skipasmíða. Átökin um framtíð fyrirtækisins hafa staðið milli bandarískra lánar- drottna og danskra. Á síðasta ári lánuðu fjögur bandarísk trygging- arfýrirtæki B&W 55 milljónir Bandaríkjadala^eem nú nema um 400 milljónum danskra króna með vöxtum og vaxtavöxtum. í maí lágu ársreikningarnir fyrir og þá kom í ljós að halli fyrirtækisins nam 904 milljónum danskra króna eða rúm- um tíu milljörðum íslenskra króna. í júní fór fyrirtækið fram á greiðslu- stöðvun, sem nýlega var framlengd til jóla. Bandarísku lánardrottnarnir höfðu krafist þess að lán þeirra yrði strax endurgreitt og á það var ekki fallist. í júlí úrskurðaði Sjó- og verslunarrétturinn að staða fyr- irtækisins væri neikvæð um 874 milljónir króna. Dönsku lánardrottnarnir eru nokkrir stórir eftirlaunasjóðir og aðrar lánastofnanir. Þeir og stjóm- endur fyrirtækisins hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Bandaríkjamennina, sem Rotchild- fjárfestingarfyrirtækið er fulltrúi fyrir. Þar hafa mæst stálin stinn og ásakanir gengið á báða bóga, auk þess sem Bandaríkjamennirnir hafa hótað að slíta viðræðunum, krefjast endurgreiðslu og stuðla þannig að gjaldþroti fyrirtækisins. Ráðið, sem gripíð verður til er að lánardrottnar fái innistandandi lán sín breytt í hlutafé í fyrirtækinu. Átökin hafa því ekki síst staðið um hvernig skiptin ættu að vera. Það sem enn stendur eftir eru litlar fjárhæðir, aðeins um fimmtán milljónir danskra króna, miðað við hve mikið er í húfi, en Bandaríkja- mennina og Danina greinir á um mikilvægt atriði. Bandaríkjamenn- irnir vilja gera hlut lítilla lánar- drottna ríflegri en Danirnir vilja og halda því fram að þarna sé um að ræða þá sem selja fyrirtækinu vörur og þjónustu. Öllu máli skipti að halda góðu sambandi við þá til að tryggja að þeir haldi viðskiptunum áfram. Danirnir segja þetta hræsni. Bandaríkjamennirnir geti þá bara skorið niður eigin hlut. Á bak við þetta er einnig tekist á um veð, en dönsku veðin í fyrirtækinu eru betri og staða þeirra því sterkari, því þeir eiga veð í lóð fyrirtækisins við höfnina, sem er mjög verðmæt. Bandaríkjamennirnir standa mun verr að vígi með lítil veð. Undanfarnar vikur hafa regulega borist fréttir af að samningur sé í burðarliðnum og nú bendir allt til að komið sé að niðurstöðunum. Nú hafa hins vegar smáhluthafar risið upp á afturfæturnar. Þeir halda því fram að björgunaraðgerðirnar miði að því að koma í veg fyrir tap þeirra stóru, meðan þeir litlu tapi öllu sínu. Þeir safna því liði nú og hóta að greiða atkvæði gegn aðgerðunum, þó þeir sjálfir græði ekki á því, ein- göngu til að koma í veg fyrir að þeir stóru bjargi eigin skinni. Saga fyrirtækisins mörkuð átökum, samdrætti og uppsveiflu Saga fyrirtækisins er bæði hluti af danskri iðnaðar- og stéttafélags- sögu. Fyrirtækið var stofnað 1843 og hafði mest tíu þúsund menn í vinnu fyrir kreppuna 1930 og svo aftur 1958. En eftir stríðið hefur saga fyrirtækisins einkennst af kreppum og átökum. Fyrir fimmt- án árum varð fyrirtækið gjaldþrota og var þá skipt upp í sjö fyrir- tæki, sem öll ganga vel nema skipasmíðastöðin. Verkamenn B&W hafa löngum gengið í farar- broddi í verkalýðsbaráttunni og voru þekktir fyrir hörku og dugn- að. Skýringin á slæmri stöðu fyrir- tækisins er margþætt. Lágt gengi Bandaríkjadals miðað við hátt gengi dönsku krónunnar hefur gert fyrirtækinu erfitt fyrir. En það eru ekki fyrst og fremst smíðarnar, sem hafa leitt til taps, heldur skipa- leiga, bundin í lækkandi Banda- ríkjadölum. Og það blæs heldur ekki byrlega fyrir dönskum skipa- smíðum. Á tímabili gátu Danir fjár- fest í skipshlutum og sú fjárfesting var vinsæl leið til að lækka skatta, en stjórnin hefur tekið fyrir slíkt. Danir álíta líka að Þjóðveijar ríkis- styrki skipasmíðar og brjóti evr- ópskar samkeppnisreglur. Úr þeirri deilu verður skorið á næstu mánuð- um. B&W er þriðja stærsta danska skipasmíðastöðin. Framtíð fyrir- tækisins ræðst af samningunum núna, en þegar til lengdar lætur ræðst afkoma þess af nýjum pönt- unum, sem hingað til hafa látið standa á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.