Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12
 VIÐSKlFn AIVINNUIJF FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 Brunnar hf. vinna að fullum krafti að hönnun og framleiðslu ýmissa nýjunga fyrir íslenskan sjávarútveg BRUNNAR hf. eru ungt iðn- aðarfyrirtæki sem tók til starfa í Grindavík 1 upp- hafí árs 1994. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu fram- kvæmdastjóra þess, Kjartans Ragn- arssonar, og byggir það framleiðslu sína að nær öllu leyti á íslensku hugviti. Afurðir fyrirtækisins eru einkum hannaðar til ýmissa nota í sjávarútvegi, en þó eru þar nokkrar mikilvægar undantekningar á. Rekstur Brunna hefur farið vel af stað. Á fyrsta starfsári fyrirtæk- isins nam veltan 49 milljónum króna og var framlegðarhlutfallið 27%. Að sögn Kjartans stefnir allt í að á þessu ári muni veltan því sem næst tvöfald- ast og nema um um 100 milljónum króna. Svipaða sögu er að segja af starfsmannafjölda fyrirtækisins, en í ár hafa á bilinu 15-27 manns starf- að þar, í samanburði við 8-10 manns á síðasta ári. Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur hjá fyrir- tæki, sem samhliða framleiðslunni hefur varið stórum hluta veltunnar til rannsóknar- og þróunarstarfa, auk markaðssetningar. Áherslan er lögð á-framleiðsluna Enn sem komið er hafa Brunnar hf. sinnt ýmsum viðhalds- og við- gerðarverkefnum samhliða fram- leiðslunni, en Kjartan segir að öll áherslan sé lögð á framleiðsluna. „Við höfum þurft að sinna viðhalds- verkefnunum meðan við höfum verið að koma fyrirtækinu á laggirnar, en hér í Grindavík er hins vegar nóg af aðilum sem geta sinnt þeirri vinnu og það er ekki stefna okkar að sinna þessum verkefnum til frambúðar. HÉR gefur annars vegar að líta ýsurúllur sem framleiddar eru í fiskrúllusamstæðu Brunna og sleppi- blökk fyrir nótaskip, en blökkinni er ætlað að draga úr hættunni á því að nótin fari í skrúfu skipanna. Með hugvitið að leiðarljósi Við settum okkur það markmið strax í upphafi að innan fimm ára frá stofnun muni fyrirtækið nær ein- göngu sinna framleiðslu á eigin vör- um. Það er þó ljóst að til þess að það markmið náist munum við þurfa að verja verulegum fjármunum til þróunar og markaðssetningar á af- urðum okkar.“ Unnið hefur verið að framleiðslu fjölda nýrra afurða á síðustu 20 mánuðum auk þess sem vöruúrvalið jókst verulega þegar Sigurður Krist- FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 insson vélahönnuður gekk til liðs við fyrirtækið fyrr á þéssu ári. Sigurður rak áður fýrirtækið Hansvélar í Reykjavík, en nú hafa Brunnar tekið við framleiðslu þeirra véla sem hann hefur hannað. Meðal þess sem fyrirtækið fram- leiðir nú eru ýmiss konar matvæla- dælur og áfyllingarvélar. Þá fram- leiðir fyrirtækið samstæðu til lakkrísframleiðslu og hafa m.a. stað- ið yfir viðræður við aðila í Kanada um kaup á einni slíkri, en verðmæti hennar er um 38 milljónir króna. Sú afurð sem fyrirtækið hefur hins vegar lagt hvað mesta áherslu á í markaðssetningu að undanförnu er fiskrúlluvél, sem Sigurður hannaði. Ein slík er í notkun hér á landi, hjá fiskvinnslufyrirtækinu Víði í Garði, og mun fyrirtækið vera eini aðilinn hér á landi sem framleiðir slíkar rúllur. Kjartan segir þessa vél vera ákaflega góðan kost fyrir fiskvinnslu hér á landi, sérstaklega í ljósi vax- andi þarfar á því að nýta aflann betur. „Þessi vél tekur hráefnið inn, mótar rúllurnar og dælir í þær fyll- ingunni áður en þær eru baðaðar í kryddlegi, raspaðar og loks steiktar. Einnig er hægt að móta ýmis önnur form en rúllur í vélinni. Vélin tekur ákaflega lítið pláss og má t.d. koma henni fyrir um borð í togara án telj- andi vandkvæða og höfum við átt í viðræðum við Royal Greenland með það fyrir augum.“ Mikill fjöldi vörutegunda Meðal helstu nýjunga hjá Brunn- um er sérstök víramælingarvél, sem mæla á togvíra með 99,98% ná- kvæmni. Fram til þessa hafa þessar mælingar verið seinvirkar og gríð- arlega plássfrekar, þar sem leggja hefur þurft vírana út og mæla þá síðan með tommustokk. Nú er hægt að mæla þá í vélinni og ganga frá þeim á rúllu í leiðinni á u.þ.b. 50 fermetra svæði. Auk þess er vélin búin hugbúnaði, sem hefur m.a. að geyma skipaskrá, og er hægt að færa í minni tölvunnar hvaða víra- lengd hver togari hefur notað við hveija tegund veiða í gegnum tíðina. Að sögn Kjartans hefur þegar verið gengið frá sölu á tveimur slíkum vélum. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra verkefna sem fyrir- tækið vinnur að um þessar mundir. Meðal annarra verkefna er þróun á sérstöku kísilnuddtæki, þróunar- verkefni fyrir borholur í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, endur- vinnsla á Rockkopper-gúmmíi, ýms- ar tegundir af nýstárlegum blökkum fyrir nótaveiðiskip og fleira. Kjartan segir að það sé þó ljóst að talsvert fjármagn þurfi að koma til viðbótar til þess að hægt sé að sinna þróun og markaðssetningu þessara afurða sem skyldi. Nú þegar hafi fyrirtækið notið aðstoðar nokk- urra sjóða í því skyni og verið sé að leita eftir frekari stuðningi jafn- framt því sem umtalsverðum hluta veltunnar sé varið til þessara hluta. Hann segir framtíð fyrirtækisins vera bjarta takist vel til með þessa Torgið Lög á Iffeyrissjódi Nýsköpun í m|öl- og malmiönaoi Markmið Að veita fyrirtækjum í fiskimjölsiðnaði og máimiðnaði fjárhagslega og faglega aðstoð við þróun frumsmíði á innlendum vél- og tækjabúnaði fyrir fiskimjölsiðnaðinn. Þátttökufyrirtæki Fyrirtæki í fiskimjölsiðnaði og málmiðnaði og önnur fyrir- tæki er þróa búnað fyrir mjöliðnaðinn. Samstarfsverkefni fyrirtækja hafa forgang við val á verkefnum. Fjárhagsleg aðstoð Styrkur til einstakra verkefna getur numið allt að 40% af samþykktum kostnaði en þó aldrei hærri en 1 milljón króna. Upplýsingar Karl Friðriksson, Iðntæknistofnun, s. 587 7000. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti SAMIÐN, samband iðnfélaga Samtök iðnaðarins Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra beindi mjög spjótum sínum að lífeyrissjóðakerfinu í landinu á ársfundi Sambands íslenskra sparisjóða um síðustu helgi. Fram kom í máli hans að pen- ingalegar eignir lífeyrissjóðanna hafi numið um 230 milljörðum um síðustu áramót, en á sama tíma hafi innlán í bankakerfinu numið 152 milljörðum og eignir verðbréfasjóðanna 17 milljörð- um. „Af þessu má sjá að lífeyris- sjóðirnir eru orðnir staerri en allt bankakerfið og verðbréfafyrir- tækin samanlagt. Ríkar kröfur eru gerðar til verðbréfafyrir- tækja, banka og sparisjóða um ársreikninga, ársuppgjör, hæfni stjórnenda, eiginfjárkröfur og þannig mætti lengi telja. Aftur á móti er engin heildstæð löggjöf til um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu fyrir utan löggjöf frá árinu 1991. Sú löggjöf gerir ekki annað en leggja þá skyldu á stjórn lífeyrissjóða að sjá til þess að samdir og endurskoðaðir séu ársreikningar fyrir lífeyrissjóði og slíkum endurskoðuðum reikning- um er skylt að skila til bankaeftir- lits Seðlabanka íslands. Annað segir þessi löggjöf ekki.“ Viðskiptaráðherra benti síðar í ræðu sinni á að vald eigenda til að hafa áhrif á fjárfestingar- stefnu sjóðanna væri mörgum takmörkunum háð. „Sama gildir um val sjóðsfélaga á stjórnum lífeyrissjóðanna. Er því orðið löngu tímabært að sett verði al- menn lög um starfsemi lífeyris- sjóðanna, þar sem launamönn- um verði gert kleift að hafa áhrif á störf, stefnumörkun og stjórnarkjör og allar meirirháttar ákvarðanatökur í viðkomandi líf- eyrissjóði í samræmi við inneign eða áunnin réttindi í viðkomandi sjóði.“ Þetta eru reyndar ekki nýjar upplýsingar um vilja stjórnvalda því í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir m.a.: „Tryggja þarf aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni milli lífeyr- issjóða. Sett verða almenn lög um starfsemi lífeyrissjóða þar sem m.a. verða tryggð bein áhrif sjóðsfélaga á stefnumörkun og stjórn sjóðanna." Frábiðja sér afskipti ríkisins Samkvæmt lögum um starfs- kjör launafólks og skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda frá árinu 1980 er öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, enda starfi lífeyris- sjóðurinn skv. sérstökum lögum eða reglugerð, sem staðfest hef- ur verið af fjármálaráðuneytinu. Af hálfu lífeyrissjóða og verka- lýðsfélaga hefur hugmyndum um breytingar á núverandi skipulagi lífeyrissjóðakerfisins verið harð- lega mótmælt. Bent hefur verið á að það sé viðfangsefni aðila vinnumarkaða að fjalla um innri málefni sjóðanna og ríkið ætti fremur að snúa sér að því að leysa vanda síns eigin lífeyris- sjóðs. Sérstaklega hefur verið varað við þeim áformum að koma á samkeppni milli lífeyrissjóða og auknu valfrelsi sjóðfélaga um til hvaða lífeyrissjóða þeir greiða. Er því haldið fram að það muni leiða til þess að samtryggingar- kerfi sem lífeyrissjóðir á almenn- um vinnumarkaði starfi eftir muni hrynja. Það er hins vegar Ijóst að hug- myndir um endurskoðun á núver- andi skipulagi eiga töluverðu fylgi að fagna í þjóðfélaginu. Hingað til hefur þorri almennra launa- manna og launagreiðenda lítið sem ekkert haft um starfsemi líf- eyrissjóðanna að segja. Tiltölu- lega fáir menn hafa ráðið þar ferðinni og haft ráðstöfunarvald yfir gífurlegum fjármunum á verð- bréfamarkaði. Þessir sömu menn virðast oftar en ekki vera mjög þaulsetnir í stjórnum sjóðanna eða öðrum störfum í þeirra þágu. Þá fer fáum sögum af aðalfund- um lífeyrissjóða og kjör stjórna þeirra hefur virst fara fram fyrir luktum dyrum þótt eitthvað hafi rofað til í þessu efni í kjölfar sam- einingar sjóða. Það virðist því full þörf á einhverri lagasetningu um rekstur sjóðanna svo og auknu aðhaldi sem yrði óhjá- kvæmilegur fylgifiskur meiri sam- keppni á þessu sviði. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.