Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 C 7 SUNNUDAGUR 29/10 Antonio Banderas hermdi fyrsta Hollywood-hlutverkið enda talaði hann ekki orð í ensku Antonio Banderas hefur leik- ið í 43 kvikmyndum. ALDNIR fylgismenn Antonios Bander- as þekkja hann úr myndum spænska leikstjórans Pedros Almodóvar, einkum kvikmyndinni Konur á barmi tauga- áfalls frá 1988. Madonna lýsti líka girnd sinni til Banderas árið 1991 í myndinni Truth or Dare, þótt hún kynni ekki að bera nafn hans rétt fram. Árin liðu og Antonio Banderas vann hylli sífellt fleiri áhorfenda, til dæmis í hlutverki sínu í Philadelphia og Viðtali við vamp- íru. Nýjasta skrautfjöðurin er síðan kvikmyndin Assassins, þar sem Bander- as leikur aðstoðarmann leigumorðingja í túlkun Sylvesters Stallone. Um dagana hefur hann leikið í 43 kvikmyndum og ekki séð þær næstum því allar að eigin sögn. Enginn spænskur leikari hefur náð að skína í stórstjörnuhlutverki í Holly- wood en sem stendur virðist Banderas, 35 ára, til alls líklegur. „Eg er búinn að vera í þessum bransa í 20 ár og hef þurft að sætta mig við alls kyns ósóma,“ segir hánn og losar takið á nýju kær- ustunni, Melanie Griffith, sem er á leið í hárgreiðslu. Þessa dagana ver leikarinn tima sín- um í söngnám til að styrkja raddböndin og skokk til að hreinsa reykingalungun enda líður ekki á löngu þar til tökur hefjast á söngleiknum Evitu, þar sem Banderas fer með hlutverk Che Guev- ara á móti Madonnu sem Eva Peron. Tíndi peninga af götunni „Ég hóf ferilinn 14 ára í götuleikhúsi sem sýndi í litlum þorpum og starfaði þannig í fimm ár.“ Að því búnu sótti hann leiklistarkennslu á vegum spænska þjóðleikhússins en flutti 19 ára af heimiii foreldra sinna og bróður í Malaga á Suður-Spáni til Madrid. Fyrstu árin vann hann sér einungis inn nokkur hundruð króna á dag. „Eg átti ekki einu sinni fyrir strætó og gekk því oft fjölda kílómetra til þess að kom- ast í áheyrnarpróf. Ég leitaði líka að Antonio Banderas í hlutverki elskhuga Toms Hank í Philadelphia. í nýjustu mynd sinni leikur hann sálsjúkan leigumorðingja, „al- veg ótrúlega töfrandi djöful,“ segir leikar- inn sjálfur. Banderas og Melanie Griffith. Banderas og Carmen Maura í Konur á barmi taugaáfalls. ■ smápeningum á götunni," bætir hann við án allrar tilfinningasemi. Síðar lék hann í fimm kvikmyndum Almodóvars og fékk einnig fasta stöðu sem sviðsleik- ari. Fyrsta hlutverk Banderas í banda- rískri kvikmynd var í Mambókóngunum árið 1992. Á þeim tíma talaði hann ekki orð í ensku og lagði setningar sem hon- um voru ætlaðar á minnið og hermdi hljóðfræðilega, án þess að skilja hvað hann var að segja. Enginn kvennaljómi? En þótt hann sé búinn að ná þokkaleg- um tökum á enskunni og hafi fengið hlutverk sem ekki ganga út á spænskan uppruna er ekki þar með sagt að honum hafi tekist að hrista af sér kvennabósa- orðið. „Ég upplifði mig aldrei sem blóð- heitan flagara áður en ég kom til Bandaríkjanna,“ segir Banderas en hlutverk hans í myndum Almodóvars eiga meira skylt við hugsýkisrullur Woodys Allen. „Mér líður ekki eins og stórstjörnu eða kvennaljóma, ég veit ekki einu sinni hvernig á að bera hið síðarnefnda fram.“ Það gera margir aðrir, hins vegar, og kastljósinu hefur mikið verið beint að Banderas og sambandinu við Mel- anie Griffith. Þau kynntust við tökur á myndinni Two Much, sem fjallar um mann sem á svo erfitt með að gera upp hug sinn milli tveggja kvenna (Melanie Griffith og Daryl Hannah) að hann læst vera tvíburar. Skömmu síðar sagði hann skilið við eiginkonu sína til átta ára, Onu Leza. „Það er ekkert samhengi milli skilnaðarins og sambandsins við Melanie,“ segir Banderas. „Það er ekki eins og allt hafi hrunið til grunna þeg- ar ég hitti hana. Og ef fólk heldur að ég sé bara að sækjast eftir frægðinni hefði ekkert verið auðveldara en að taka upp kynni við Madonnu," bætir hann við. Þekkir sig ekki í rullu flagara UTVARP Rás 2 kl. 15. Tánlistarkrougátan. RÁS I FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni, — Or Ljóðaljóðum Salómons við tónlist eftir Giovanni Pierluigi Palestrina. Pro cantione antiqua kórinn syngur; Bruna Turner stjómar. 9.03 Stundarkorn í dúr og moil. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti) 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Velkomin stjama. Leiftur frá lífshlaupi séra Matthíasar Jochumssonar á 75. ártíð hans Séra Sigurður Jónsson í Odda blaðar í Söguköflum og Bréfum séra Matthiasar. Lokaþáttur. 11.00 Messa í Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði á 150 ára afmælis- hátíð kirkjunnar í júlí sl. Séra Gunnar Sigurjónsson prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tóniist. 13.00 Rás eitt klukkan eitt. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 14.00 Jón Leifs: Heima. Lokaþátt- ur. Umsjón: Hjálmar H. Ragn- arsson. 15.00 Þú, dýra list. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00) 16.05 ímynd og vemleiki. Samein- uðu þjóðirnar fimmtiu ára 3. þáttur. Umsjón. Jón Ormur Hall- dórsson. (Endurflutt nk. mið- vikudagskvöld) 17.00 RúRek 1995. Frá tónleikum með holenska vtbrafónleikaran- um Frits Landesbergen o.fl. Dagskrárgerð: Vernharður Linnet Umsjón: Guðmundur Emilsson. 18.00 Ungt fólk og vísindi. Um- sjón: Dagur Eggertsson. (End- urflutt kl. 22.20 annað kvöld) 18.50 Dánarfregnir og ’.jglýsing- ar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 íslensk mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Áður á dagskrá í gærdag) 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 20.40 Þjóðarþel. Gylfaginning. Fyrsti hluti Snorra-Eddu. End- urtekinn sögulestur vikunnar. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Guðmundur Ingi Leifsson flytur. 22.20 Tónlist á siðkvöldi. — Tónlist eftir Strauss feðga. Sænska útvarpshljómsveitin leikur; Okku Kamu stjómar. 23.00 Fijálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökuisson. 0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni) I. 00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Næturtónar. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnu- dagsmorgunn með Svavari Gests. II. 00 Úrval dægurmálaútvarps lið- innar viku. 13.00 Umslagið. 14.00 Þriðji maðurinn. Umsjón Árni Þór- arinsson og Ingólfur Margeirsson. 15.00 Tónlistarkrossgátan. Um- sjón Jón Gröndal. 17.00 Tengja. Umsjón: Kristján Siguijónsson. 19.32 Milli steins og sieggju. 20.30 Ljúfir kvöldtónar. 22.10 Frá Hró- arskelduhátíðinni. Umsjón: Ás- mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.00 Rokkland. Um- sjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 0.10- Ljúfir næturtónar. 1.00 Næturtón- ar á samtengdum rásum til morg- uns. Veðurspá. Fréttir RÁS I og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. HSTURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðir, færð og flugsamgöngum. ADALSTÖDIN FM 90,9 / 103,2 9.00 Þórður Vagnsson. 12.00 Gylfi Þór. 16.00 Inga Rún. 19.00 Einar Baldursson. 22.00 Lífslindin. 24.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 10.00 Morgunkaffi. 12.15 Hádeg- istónar 13.00 Sunnudagsfléttan. Haildór Bachmann og Erla Frið- geirs. 17.00 Við heygarðshornið. Bjarni Dagur Jónsson. 20.00 Sunnudagskvöld. Jóhann Jóhanns- son. 1.00 Næturhrafninn flýgur. Fréttir kl. 12, 14, 15, 16, og 19.19. BR0SID FM 96,7 13.00 Gylfi Guðmundsson. 16.00 Kristinn Benediktsson. 18.00 Ókynnt tónlist. 20.00 Pálina Sig- urðardóttir. 22.00 Böðvar Jónsson. 23.00 Ókynnt tónlist. KLASSÍK FM 106,8 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Ópera vikunnar. Umsjón: Randver Þor- láksson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Blönduð tónlist. 9.00 Ræður. 9.30 Lofgjörðartónlist. 12.00 Is- lensk tónlist. 14.00 Svart gospel. 15.00 Lofgjörðartónlist. 17.00 Lof- gjörðartónlist. 20.00 Við lindina. 23.00 Tónlist fyrir svefninn. SÍGILT-FM FM 94,3 S.OOMilli svefns og vöku. 10.00 Ljóðastund á sunnudegi. 12.00 Sig- ilt f hádeginu. 13.00 Sunnudags- konsert. 17.00 íslenskir tónar. 19.00 Sinfónfan hljómar. 21.00 Tónleikar. 24.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 10.00 Samúel Bjarki Pétursson. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Pétur Rúnar Guðnason. 22.00 Stefán Hilmarsson. 1.00 Næturvaktin. X-ID FM 97,7 9.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Einar Lyng. 16.00 Hvfta tjaldið. 18.00 Sýrður ijémi. 20.00 Lög unga fólksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.