Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STÖÐ 3 SÝNIRNÝJA ÞÁTTARÖÐ FRÁ AARON SPEtLING Heimsmethafi í framhalds- þáttagerð SfÖÐ 3 tekur til sýninga í nóvember nýjan framhalds- myndaflokk sem nefnist Fyrirsætur hf. eða Models Inc. Framleiðandi þáttanna er Spelling Televison Inc. en forsprakki þess er Aaron Spelling sem framleitt hefur Beverly Hills 90210 og Melrose Place. Þættimir Fyrirsætur hf. voru fram- leiddir sérstaklega fyrir Fox Television og urðu til upp úr þáttunum Melrose Place en alls voru gerðir 29 þættir. Aaron Spelling hefur víða komið við því auk Beverly Hills 90210, Mel- wse Place og Models Inc. sem allir em sýndir á Fox Television hefur hann ffamleitt nokkra vestra, unnið til Emmy-verðlauna fyrir heimildar- mynd um atómsprengjuna, gert vin- sæla leynilögguseríu, hresst upp á þáttaröðina Burke’s Law sem verið hefur á CBS um langt skeið og nýver- ið gerði hann myndina And the Band Played On fyrir HBO sjónvarpsstöðina en hún íjallaði um alnæmi og vakti mikla athygli. 3.000 klukkustundir af efni Aaron Spelling er skráður í heims- metabók Guinness sem einn afkasta- mesti framleiðandi allra tíma. Hann seldi fyrsta handritð sitt árið 1956 og síðan þá hefur hann framleitt lið- lega 3.000 klukkustundir af sjón- varpsefni, þar af um 230 klukkustund- ir af kvikmyndum og sjónvarpsmynd- um. Þannig má lauslega áætla að það tæki um það bil ijóra mánuði að horfa á allt sem hann hefur framleitt ef miðað er við að horft sé allan sólar- hringinn. Svona til gamans fyrir þá sem ekki hafa fylgst með risaframleið- anda sjónvarpsheimsins má telja upp nokkur helstu verk hans: Dynasty, The Colbys, Hotel, Hart to Hart, Charlie’s Angels, Fantasy Island, Starsky and Hutch, The Love Boat, TJ. Hooker, Matt Houston, Vegas, The Mod Squad, The Rookies, Nig- htingales og ekki má gleyma hinum margverðlaunuðu framhaldsþáttum Family. Af kvikmyndum og sjónvarps- myndum má nefna Mr. Mom, Night Mother með Sissy Spacek og Anne Bancroft sem útnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Gamanmyndina Surrender með Sally Field, Michael Caine, Steve Gutt- enberg og Peter Boyle, Loose Cannons sem skart- aði Gene Hackman og Dan Aykroyd í aðalhlut- verkum og Soapdish með þeim Kevin Kline, Sally Field, Whoopi Goldberg og Robert Downey Jr. Þættir um samkynhneigða Aaron Spelling var einn fyrstur sjónvarpsframleið- enda í Bandaríkjunum til að taka á málum sam- kynhneigðra, fyrst í þáttaröðinni Family, 's. — seinna meir með persón- unni Steve Carrington í Dynasty og ekki má gleyma Matt Fielding í Melrose Place. Aaron býr ásamt eiginkonu sinni Candy í Holmby Hills og þau eiga sam- an tvö böm, Tori, sem margir kannast við sem Donnu í Beverly Hills 90210 og Randy sem er á sextánda aldursári. Flestir aðdáendur þáttanna Melwse BRIAIM Gaskill er í hlutverki Davids Michaels, sonar Hillary, sem fellur kylliflatur fyrir Söruh Owens. Julie er ekki ánægð með þessa þróun mðla og gerir hún hvað hún getur til að koma í veg fyrir að þau David og Sarah nái saman. CAMERON Daddo leikur ungan og efnileg- an Ijósmyndara sem líka heillast af Söruh. Hann er ekkert sérstaklega ánægður þeg- ar kvennabóslnn David Michael segist ætla að giftast stúlkunni, sama hvað mamma gamla tautar og rauiar. LINDA Gray lelkur Hún veit af eigin reynslu að á unga Hillary aldri getur reynst erfitt að höndla Michaels, frægðina og auðinn sem sem fylgt eiganda getur fyrirsætustörfum. Það er heldur umboðs- ekki laust við að stúlkumar keppi inn- skrifsto- byrðis og stundum er stutt í öfund- funnar ina. Með önnur aðalhlutverk fara Fyrirsæt- Cameron Daddo Young Indiana Jo- ur hf. nes, Brian Gaskill Coming Out of Ileidi Leiter, David Goldsmith Mortal Obsession, Garcelle Beauvais, Theresa Hills Unfaithful, Carrie-Ann Moss L.A. Law, Baywatch, Stephanie Ro- manov og Kylie Travis, Poetry’s Dead, Tarzan en hún leikur einnig í nýrri framhaldsþáttaröð, Central Park West, sem væntanleg er á dagskrá Stöðvar 3 innan skamms. Dularfullt andlát Sarah Owens (Cassidy Rae; Byrds of Paradise sem væntanlegir em á dagskrá Stöðvar 3 og Melwse Place) er eitt skærasta nýstimi umboðsskrif- stofunnar sem Hillary á og rekur en David sonur hennar, hálfbróðir Amöndu, stýrir fyrirtækinu með henni. Hillary er ekki ánægð þegar ein af toppfyrirsætunum, Teri Spenc- er, tilkynnir henni að hún ætli að finna sér aðra umboðsskrifsstofu. Hillary reynir að fá hana til að skipta um skoðun en þegar það gengur ekki ákveður hún að halda fyrirsætunni glæsilegt kveðjuhóf um kvöldið. Teri er dálítið drukkin í boðinu og deilir við nokkra af fyrrverandi starfsfélög- um sínum. Það uppgötvast svo seinna um kvöldið að Teri hefur fallið fram af svölunum á byggingunni og látið lífið. I fyrstu afskrifar lögreglan dauða hennar sem sjálfsmorð en þegar nán- ari rannsókn fer fram bendir allt til þess að Teri hafi verið myrt. Hillary lætur allt sem stúlkumar varðar skipta sig miklu máli og gildir þá einu hvort um er að ræða verkefni á hennar vegum eða einkalíf þeirra. KYLIE Travis leikur fyrirsætuna Julie Dante en nun tnj saian vwons, sein lenun er CII Vfdssiuy Rae, elda grátt silfur saman í fyrstu enda er Julie ekki öll þar sem hún er sóð. Place kannast við mömmu auglýs- ingakonunnar Amöndu, Hillary Mic- haels, en með hlutverk hennar fer engin önnur en gamla Dallas-stjaman Linda Gray. Flestir muna líklega eftir því að Hillaiy yfirgaf dóttur sína og eiginmann þegar Amanda var aðeins bam að aldri. Þær mæðgur em engar sérstakar vinkonur en ljósmyndarinn Jo hefur uppgötvað nokkrar fyrirsæt- ur sem síðan hafa starfað á vegum umboðsskrifstofu Hillaiy, Fyrirsætur hf. í Hollywood. Hver man ekki eftir Sömh Owens sem lenti í því að afbrýðisamur kær- asti elti hana til Los Angeles í ljós- myndatökur og barði hana svo sundur og saman þegar hún vildi ekki pakka niður og fara heim með honum? DAVID Goldsmith leikur Eric Dearborne, kærasta Llndu Holden sem Teresa Hill leikur. Hann er að reyna að komast áfram í tónlistarheiminum og notar til þess alla þá peninga sem Linda vinnur sér inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.