Morgunblaðið - 26.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.1995, Page 1
Halldór fór frá Barcelona án þess að kveðja kóng né prest Halldór Hafsteinsson, júdómað- ur, er á heimleið frá Barcel- ona, þar sem hann hefur verið í æfingabúðum á vegum Ólympíu- samhjálparinnar frá því í júlí. Hall- dór yfirgaf búðirnar án þess að kveðja kóng né prest — og í kjölfar- ið hefur hann verið settur af styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Þetta er í annað skipti á árinu sem íslensk- ur júdómaður, sem hefur verið á styrk frá Ólympíusamhjálpinni, lætur sig hverfa hljóðalaust úr æfingabúðunum í Barcelona. Vernharð Þorleifsson gerði það fyrr á árinu. „Þetta er óneitanlega leiðinlegt og slæmt fyrir okkur, þegar svona kemur upp. Tveir af okkar mönn- um hafa farið frá Barcelona án þess að láta viðkomandi vita að þeir væru á leið heim,“ sagði Kol- beinn Gíslason, formaður Júdó- sambands Islands. „Það er slæmt peningalega séð fyrir Júdósam- bandið að Halldór sé ekki lengur á styrkjum, en Ólympíusamhjálpin bar kostnað á öllum ferðum hans á mót, til dæmis á mót í Atlanta í Bandaríjunum og á heimsmeist- aramótið í Japan. Ég sé ekki að það verði tekið mark k okkur í framtíðinni, þégar leitað verður eftir styrk fyrir júdómann til Ólympíusamhjálparinnar." Það er mjög eftirsóknarvert hjá íþróttamönnum að komast á styrk hjá Ólympíusamhjálpinni. Halldór fékk greitt fyrir sig til Barcelona, uppihald og húsaleigu. Þá fékk hann afnot að allri íþróttaaðstöðú. Halldór fékk dagpeninga, auk þess sem séð var um allar greiðslur í sambandi við stóru mótin sem hann þurfti að fara á. Þetta eru mjög góðir styrkir og hafa ekki betri styrkir til áhugamanna verið veittir í íþróttahreyfingunni í heiminum. Steffi Graf leggur tæplega milljarð til hliðar vegna skatta i ÞÝSKA tennisstjarnan Steffi Graf hefur afhent yfirvöldum sem samsvarar um 925 millj. kr. til i varðveislu vegna hugsanlegrar greiðsiu á opin- berum gjöldum sem skattrannsóknarmenn telja að hún og faðir hennar hafi koraið sér hjá að greiða. Faðirinn hefur séð um fjármál stúlkunnar en hann hefur verið í varðhaidi síðan í ágúst vegna rannsóknarinnar á meintum undanslætti. Til þessa hefur Peter Graf neitað öllum ásök- unum og samstarfi við yfirvöld í þeim tiigangi að leysa málið en lögfræðingur hans sagði í gær að aðstæður hefðu breyst og nú væri skjólstæðing- ur sinn tibúinn að veita allar umbeðnar upplýs- ingar. Lögfræðingar fjölskyldunnar hafa haldið því fram að samið hafi verið við yfirvöld um opinber gjöld hennar 1993 og hefur það ekki verið til að auðvelda lausn málsins. Steffí Graf hefur alla tið haldið fram sakleysi sínu og áréttað að hún hafi ekki komið nálægt fjármálunum. Hún er efst á alþjóða styrkleikalist- anum en í Iiðinni viku tapaði hún óvænt fyrir óþekktri stúlku í 2. umferð á móti í Bretlandi og þá kom fram að heista styrktarfyrirtæki henn- ar, Adam Opel AG, ætlaði ekki að endumýja styrktarsamning við hana. Um er að ræða milljón dolfara (liðlega 64 millj. kr.) á ári. Hætta varð leik vegna fámennis HÆTTA varð leik brasilísku liðanna Cruzeiro og Sao Paulo í Suður Ameríku-keppninni snemma í síðari hálfleik í gær vegna þess að aðeins sex Ieikmenn Cruzeiro voru eftir á leikvellinum. Skömmu fyrir leikhlé sparkaði einn varnarmanna heimamanna í mótherja og fékk rautt spjald fyr- ir. Heimamenn vom ekki hressir með það og ræddu full harkalega við dómarann sem rak þijá til viðbótar útaf. í upphafí síðari hálfleiks varð læknir Cruzeiro síðan að taka einn leikmann til viðbótar útaf vegna meiðsla og þá flautaði dómar- inn af. Sao Paulo vann 0:1. Johan Cruyff í fimm leikja bann JOHAN Cmyff, þjálfari Barcelona, hefur verið úrskurðaður í fimm Ieikja bann og dæmdur til að greiða 256 þús. ísl. kr. í sekt fyrir að veitast að dómara í leik Barcelona og Valencia. Dómar- inn Manuel Diaz Vega sýndi Cmyff rauða spjald- ið £ upphafí leiksins og sendi hann upp í áhorf- endastúku. Þetta var i fjórða skipti sem Cmyff hefur verið rekinn upp í áhorfendastúku sem þjálfari Barcelona. Cmyff varð æfur þegar brotíð var á hinum 19 ára Albert Ceiades, án þess að dómarin dæmdi á það og rauk hann inn á Nou Camp-völiinn, til að rífast við Manuel Diaz Vega. „Þegar dómarinn flautaði ekki er brotíð var á Celades í byijun leiksins, var mér nóg boðið,“ sagði Crayff. Jflomnnfrlaí'ft 1995 FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER BLAÐ Ajax brunar áfram TPviburarnir Frank og Ronald de ■ Boer skoruðu báðir fyrir Ajax er liðið sigraði í ellefta leiknum í röð í hollensku deildinni í gær- kvöldi. Ajax lagði Volendam að velli, 4:0, og hefur nú gert 41 mark en aðeins fengið tvö á sig. Ronald de Boer gerði tvö mörk og Frank eitt. Varamaðurinn Nordin Wooter gerði fjórða markið seint í leiknum. Coventry kom á óvart Newcastle hélt áfram sigurgöngu sinni í Englandi í gærkvöldi er liðið sótti Lárus Orra Sigurðsson og fé- laga hans í Stoke heim í deildarbik- arkeppninni. Gestimir sigruðu ör- ugglega, 4:0, og Les Ferdinand — sem gerði eitt mark — skoraði í áttunda leiknum í röð. Newcastle var ekki í vandræðum með Stoke. Gamla brýnið Peter Beardsley skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og Les Ferdinand gerði svo þriðja markið og hefur þar með gert 16 í 13 leikjum fyrir liðið. Darren Peacock gerði svo fjórða markið. A myndinni heldur Ferdin- and Ray Wallace í skefjum í gær- kvöldi ■ Öruggt.../D3 Reuter Sex marka munur í öllum leikjunum FJÓRIR leikir fóm fram í sjöttu umferð 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi og fögnuðu öll sigurliðin sex marka sigri. Sömu úrslit, 27:21, urðu í þremur leikjum — Valur sigraði FH, Víkingur hafði betur gegn KR og ÍR lagði Selfoss — en eina frá- vikið var á SeHjarnamesi þar sem nýliðar Gróttu unnu Hauka 29:23. KNATTSPYRNA JUDO / OLYMPIUSAMHJALPIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.