Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 1
rawiJoaoM ¦ ¦¦ FOSTUDAGUR 27. OKTÓBER1995 FERBANEFND VESTUR NORÐURLANDA Færeyingar fá skriffstofuna SKKIFSTOFA ferða- nefndar Vestur Norð- urlanda verður um næstu áramót flutt til Færeyja. Skrifstofan hefur verið staðsett á íslandi frá því að starf- semin var endurskipu- lögðl992. Ferðanefnd Vestur Norðurlanda var sett á laggirnar 1986j til að efla samvinnu íslands, Færeyja og Grænlands í ferðamálum. Sam- kvæmt samþykktum ferðanefndarinnar gegnir fulltrúi hvers lands for- mennsku tvö ár í senn og á skrif- stofan að vera í sama landi og for- maðurinn hverju sinni. Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs íslands, var for- maður ferðanefndar Vestur Norðurlanda frá 1992 til ársloka 1994. Grænlendingar hefðu átt að taka við formennsku í ársbyrjun 1994, en þeir óskuðu eftir að Birg- ir sæti í þrjú ár. Frá síðustu ára- mótum hefur Kim Folmann Jörg- ensen, framkvæmdastjóri græn- lenska ferðamálaráðsins, verið for- maður. Hann situr til ársloka 1996 þegar Færeyingar taka við for- mennsku. Inga Sólnes, verkefnisstjóri ferðanefndar Vestur Norðurlanda, segir að Kim Folmann Jörgensen, hafi ekki séð ástæðu til að flytja skrifstofuna þrátt/yrir formanns- skiptin. Þá hafi íslendingar sótt nokkuð fast að hafa skrifstofuna í ljósi umfangs ferðaþjónustu á ís- landi samanborið við Færeyjar og Grænland. Noregur með? Ríkisstjórnir Vestur-Norður- landa og Noregs hafa stofnað til Norður Atlantshafssamstarfs á ýmsum sviðum, svo sem iðnaði og vérslun. Hvað Noreg varðar mun samstarfið ná til vestur- og norðurhluta landsins. Að sögn Birgis Þorgilssonar, er einn hluti samstarfsins tengdur ferðamálum. „íslensku fulltrúarnir vilja kynna sér framtíðarsamstarf með Norður-Noregi í smáatriðum með því að ræða við fulltrúa Noregs áður en endan- leg ákvörðun verður tekin um framhaldið. Samstarf landanna þriggja hefur gengið mjög vel að þeirra mati og menn'vilja ekki út- víkka það án þess að Morgunblaðið/EAX FERÐAKAUPSTEFNA Vestur Norður- landa 1995 í Færeyjum. hugsa sig vel um," sagði Birgir Skrifstofa Norður Atlantshafs- samstarfsins verður opnuð í Fær- eyjum um næstu áramót. Að sögn Birgis hafði það áhrif á þá ákvörð- un að flytja skrifstofu ferðanefnd- ar Vestur Norðurlanda þangað ári áður en Færeyingar taka við for- mennskunni. „Við viljum tengja starfsemina og kynnast því sem er í boði, án þess að skuldbinda okkur til þess að hleypa Norð- mönnun inn í ferðamálasamstarf- ið." ¦ TCauf&n 5ie eínen. í<ÍS&.í'>jS5 83 "S8S "SSST fc.^'^h BRÆÐUR Gersemar á þjóðbúningahátíð Á MORGUN, fyrsta vetrar- dag, kl. 15 hefst þjóðbún- ingahátíð Heimilisiðnaðar- félags íslands að Hótel Borg. Sýndir verða fágætir búningar, sem sjaldan hafa sést opinberlega, Fríður 01- afsdóttir dósent flytur erindi um upphlutinn og karlabún- inginn og kvartettinn Út í voríð syngur íslensk lög. Ragna Þórhallsdóttir, sem sæti á í fræðslu- og fundanefnd Heimilisfélags- ins, segir að markmiðið sé að halda vörð um íslenska þjóð- búninginn, fræða almenn- ing um þessa þjóðargersemi og gæta þess að kunnátta og hefðir tengdar búningnum glatist ekki. „Á námsskrá Heimilisiðnaðarskólans er þjóðbúningasaumur, bal- dýring, knipl og fleira tengt búningnum og bún- ingasaumi. Núna er vax- andi áhugi á búningnum; brúðir klæðast kirtli á brúðkaupsdaginn og víða úti á landi þykja þjóðbún- ingar ómissandi á Þorra- blótum. Það er ekki síst unga fólkið sem vill hefja búninginn til vegs og virð- ingar, eins og sjá mátti í fyrra þegar um 40 stúlkur í MR klæddust honum á útskriftardaginn. Þjóðbún- ingurinn tengist ekki leng- ur ömmuímyndinni," segir Ragna. A sýningunni verða fjöl- breyttir dömu- og herra- búningar frá ýmsum tím- um; skautbúningur, peysu- föt og gamli og nýi upp- hluturinn. RAGNA Þórhallsdóttir í upphlutnum, hinum nýja. Bítlatíska gengur aftur í Bretlandi og á íslandi KARLMANNATÍSK- AN í Bretlandi og á íslandi tekur mið af Bítlunum á árunum 1964-1967. Bítlarnir, John, Paul, Georg og Ringo létu hártopp- inn falla fram og kipptu hann beint. Hárið var þykkt og náði að hálfu leyti yfir eyrun. Fötin voru stíl- hrein og í dökkum lit- um. Liam Gallagher Hyómsveitir í bresku rokkbylgjunni 1995 taka Bítlana til fyrirmyndar: Hár þeirra, föt og tónlist. Þetta má sjá af myndum af meðlimum Supergrass, Blur og Oasis. Liam Gallagher söngvari Oasis er eins og klippur út úr miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi. Sama má segja um Gaz Coombes í Supergrass, og marga aðra unga menn. Bítlatískan 1965 hefur líka verið á sveimi hér á landi: Helgi Björnsson söngvari SSS og Daníel Ágúst Haraldsson eru dæmi um íslenska tónlistarmenn sem hafa orðið fyrir áhrifum bítlatískunnar 1963 til 1967. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.