Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Auglýsingar þarfir og gerviþarfir ÓSKIR, langanir, þarfir, girnd og hvatir eru orsakir hegðunar. End- anlegt markmið auglýsinga er að hafa áhrif á hegðun, fá fólk til að gera eitthvað eða til að hætta ein- hverju og er það oftast gert með tilvísun í þarfir. Auglýsingafólk verður af þessum ástæðum að hafa góða þekkingu á mannlegu eðli. Kenning bandaríska sálfræðings- ins Abrahams Maslow um flokkun mannlegra hvata í pýramída hefur reynst auglýsingafólki notadijúg. Hann flokkaði þær í 1) líkamlegar þarfir: hungur, þorsti, þörf fyrir hreysti ofl. 2) Öryggisþarfir: vera í öruggu skjóli og rólegur gagnvart lífínu. 3) Félags- og ástarþarfír: löngun til að elska, vera elskaður og tilheyra hópi. 4) Virðingu: þörf til að njóta virðingar annarra og einnig sjálfsvirðingar. 5) Sjálfs- þroska: markmiðið að vera maður sjálfur og efla eigin hæfíleika. Þegar líkamlegum þörfum er full- nægt fer maðurinn að leita eftir öryggi og að því fengnu að félags- skap, svo virðingu og lóks sjálfs- þroska, samkvæmt kenningu Maslows. Líkamsþarfir Auglýsingar um mat og drykk vísa oft í líkamsþarfírnar. Við borð- um til að seðja hungur og drekkum til að slökkva þorsta. Það má til dæmis sjá í mörgum kókauglýsing- um. Auglýsingum um mat og drykk er líka oft beint að ástar- og vellíð- unarþörfum, sérstaklega auglýsing- ar um veitingastaði. Auglýsingu um Instant Neskaffí í sjónvarpinu er til dæmis beint að félagsþörfinni og gefur hrifningu karls og konu til kynna. Annars eru fjölmargir vöru- flokkar auglýstir undir merkjum lík- amlegrar vellíðunar. Öryggisþörfin Auglýsingar spila mikið inn á þörf manna fyrir öryggi, enda er hún sérlega áhrifamikill þáttur í lífí manna. Fólk hefur ríka þörf til að lifa laust við kvíða og ótta. Það vill geta treyst á stöðugleika og skipulag heimsins og hefur þörf fyrir kerfi sem það skilur. Orðið öryggi er af þessum sökum mjög algengt í aug- lýsingum. „Volvo öryggi" hljómar til dæmis ein stutt og laggóð auglýs- • ing. „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" segir önnur um happ- drætti DAS. Tryggingaauglýsingar byggjast á öryggisþörfínni, og alls kyns auglýsingar um þjófavarnir, reykskynjara, lása og heimilis- slökkvitæki eiga einnig greiða leið að fólki. Öryggisþörf fólks getur líka verið auglýsendum ákveðið vandamál. Fólk hefur nefnilega tilhneigingu til að forðast óvæntar og hættulegar aðstæður og afleiðingin birtist í því að það veljur hið kunnuglega fram yfír það ókunnuga. Það heldur sig við vörutegund sem það þekkir jafn- vel þó hún sé ekki fullnægjandi. Hið nýja getur því skapað kviða, og list auglýsinga um nýjar vörur felst í því að eyða honum og fá viðskipta- vininn til að prófa eitthvað nýtt. Oft er það gert með því að tengja kunn- ugleikann við nýju vöruna. Ástar- og félagsþarfir Þörfín fyrir félagsskap og ást sprettur fram samkvæmt kenningu Maslows þegar líkams- og öryggis- þörfum hefur verið fullnægt. Margar auglýsingar vísa á þörfína fyrir ást, blíðu, félaga og vináttu, jafnvel aug- lýsingar um síma. í Bretlandi voru langlínusamtöl auglýst á eftirfarandi hátt: „Elskan þín er í næsta síma.“ RÆKTAÐU LiKAMANN — nf filoynuin t-kki tnuUrsUiiUtMii! |5 t \i x M u U V i T fl ■ f 1 % Pt ,| .! (I . íl I Ipffmirtlk m f 1 H II ;5 04 tf* Va?»i-AAiti fcnU t«s *«J piína-fc Ikw « e«w«ni Jt fiotnnt to-acn oq ymmrn B timumm <*a a««K* tmk. nuiytwu* A-«4WM oo ttm *tm um nu AUGLÝSINGU miðað á líkamsþarfirnar. Mjólkin nærir, bætir útlitið og svalar væntanlega þorsta, samkvæmt auglýsingunni. AUGLÝSING með tilvísun í öryggisþörfina, en manneskj- an er tilbúin til að leggja mik- ið á sig til að verjast ringul- reið og hættum heimsins. „Aðeins síma í burtu.“ Og myndirn- ar sýndu elskendur saman í sitthvor- um símanum, sitt í hvoru landi. Auglýsingar um skartgripi gera mikið út á ástarsambönd, „Minna hann á hana“ segir ein. Ilmvötn hafa iðulega seiðandi áhrif á hitt kynið í auglýsingum og jafnvel kaffi getur táknað samband milli kynjana: „Hún og kaffíð hans.“ Karlmenn eru hvattir með góðum árangri að gefa konum sínum blóm á konudaginn, því þær eiga það skil- ið. Það fellur líka í þennan flokk. AUGLÝSING sem flytur upplýsingar um að það feli í sér virðingu að nota CROSS penna. ÞARFAPYRAMIDI Maslows er tilraun til að flokka mannlegar þarfir og dugar líka vel til að flokka aug- lýsingar en þær vísa iðulega í mannlegar þarf- ir. AUGLYSING um smokka. Hún hefur tilvísun í líkamlegar þarf- ir, en einnig þörfina fyrir félagsskap. 4r ' -4 AUGLYSING sem ætlað er að se\ja baðsápu með því að vekja vonir um ást og góðan félagsskap. Hrein kona og úti situr draumaprinsinn með kampavínsflösku á borði. Þörf fyrir vlrðlngu Virðingu má skipta í tvo flokka, sjálfs- virðingu og þörf fyrir virðingu annarra. Flestir þurfa að vinna einhver afrek, hafa völd, sjálfstæði og frelsi til að öðlast virð- ingu. Þeir sem sækjast sérstaklega eftir athygli og virðingu annarra eru nokkuð ginnkeyptir fyrir flottum vörumerkjum og er auglýsingum á svokölluðum „snobbvör- um“ sérstaklega ætlað að ná athygli þeirra. „Cartier, Piaget eða Timex armbandsúr og Cartier hringar eru vel til þess fallnir að bæta stöðu eða ímynd manna. Bifreiðar virðast hafa mikil áhrif á sjálfsmat sumra og mat annarra á þeim. Núna keyra ungir menn, sem falla í þennan flokk, jeppa eins og Toyota RAV 4 eða Suzuki Vitara en hins vegar eru þeir eldri á Grand jeep Che- rokee. Virðingarverð föt handa konum eru til dæmis Jill Sanders, Escada, Max Mara, Etienne Aginer og fleira. Karlmenn standa vel að vígi í Boss eða Ralp Lauren fötum. Snyrtivöruframleiðendur eins og Dior, Channel og Estee Lauder beina auglýsing- um sínum til fólks sem er annt um virðingu sína. Mont Blane blekpennar eru sígilt dæmi um vöru 'sem tengd er virðingu. I auglýs- ingabók um Mont Blanc er konungborið fólk, forsetar og kanslarar, sýnt með penn- ann í höndum. Mávastellið og silfrið var ómissandi sem tákn um sæmilega stöðu í þjóðfélaginu. Núna er Georg Jensen jólaskraut í fínum flokki, Timberland skór, Royal Copenhagen og jafnvel Cartier sígarettur. Vörur sem eru markaðsettar sem snobb standa og falla með þörf manna fyrir virð- ingu og til að tengja hið virðingarverða við persónu sína. Það er ekkert leyndarmál og þörfín er til staðar. Þörfin fyrir sjálfsþroska Auglýsingar sem leika á þörfína fyrir sjálfsþroska hljóma eitthvað á þessa leið: „X gerir þig að þér,“ „Laðar þig fram.“ Áherslan er á að varan sé öðruvísi og passi einungis „þér“. Ekki dugar að segja „Hún er mjög vinsæl og það kaupa hana bókstaf- lega allir.“ Það hefur þveröfug áhrif og hrekur frá. Auglýsingar í þessum flokki spila á að varan sé öðruvísi, fylgi ekki straumnum og henti einungis einum manni. Þær höfða til þeirra sem eru að leita að eigin stíl. Ástæður fyrir kaupum á vöru geta verið fjölmargar og þjónað ólíkum þörfum. Tveir menn geta keypt sömu bílategundina, annar til að komast hraðar upp virðingarstigann í þjóðfélaginu en hinn einungis vegna mats á gæðum bifreiðinnar. Tiltekin tannkrems- tegund getur verið vinsæl vegna þess að kremið gerir tennurnar hvítari, upprætir vont bragð. í munni eða sigrast á andfyl- unni. Segja má að góð auglýsing vísi í fleiri en eina þörf. Eru gerviþarflr til? Auglýsing sem ekki tengist þörfum hlýt- ur að falla í grýttan jarðveg. Ef neytandinn fínnur fyrir þörfínni getur hann keypt vör- una en ef hún fullnægir honum ekki, verður hann fyrir vonbrigðum og ætti ekki að kaupa hana aftur. Neytendur hafa ekki gerviþarfir, ef þeir nota vörur hafa þeir þörf fyrir þær. Auglýs- endur búa ekki til gerviþarfir og láta fólk nota vöru sem það hefur enga raunverulega þörf fyrir eins og stundum er sagt. Fóta- nuddtækið íslandsfræga uppfyllti til dæmis jólagjafaþörf þeirra sem leituðu gjafar handa þeim sem „eiga allt og ekkert er hægt að gefa“. En á hinn bóginn verður neytandinn sjálf- ur að meta hversu brýna þörf hann hefur fyrir eitt eða annað. Hvort varan komi hon- um að gagni eður ei eða hvort umbúðirnar séu of íburðarmiklar. Þörfin tll aö komast af Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Hvíta húsið, segir að fólk hafí líka þörf til að finna leiðir til að standa betur að vígi í lífsbaráttunni. Það noti auglýsingar sem leiðbeiningar um hvað hagstætt sé að gera. Auglýsingar flytja til dæmis fréttir af jítsölum, hagstæðum vöxt- um, nýrri þjónustu o.s.frv. Sverrir telur að hópar taki eftir auglýs- ingum eftir þörfum sínum og löngunum. Þegar það líður til dæmis að því að end- urnýja bílinn, tekur fólk ósjálfrátt eftir öllum bílaauglýsingum, jafnvel þó þær fari á öðr- um tímum framhjá því. „Þannig veljum við meðvitað og ómeðvitað úr upplýsingaflóðinu það sem við höfum þörf fyrir.“ „Það er eðlilegt að vísa í öryggisþörfina til dæmis í tryggingaauglýsingum,“ segir Sverrir. „Tryggingar spretta af öryggisþörf- inni og þess vegna er sjálfsagt að vísa í hana aftur í auglýsingum um tryggingar.“ Hann segir vinsælt að segja að hægt sé að búa til gerviþarfir með markaðssetningu á vöru, en raunin sé sú að um 80-90% allra vara sem komi á markað deyi drottni sín- um. „Vara sem ekki stenst væntingar eða fullnægir ekki þörfum fólks, hverfur einfald- lega af markaðinum." ■ Gunnar Hersveinn ...........................................................................■........................................................................................................■ ' * Að hlusta á tónlist eflir rýmishugsun barna W j ■ M J u SAMKVÆMT nýlegri könnun, sem gerð var við Kaliforníuháskóla í Irvine í Bandaríkjunum, styrkir það rýmishugsun barna, þ.e.a.s. hæfileikann til að átta sig á formi hluta og reglum í umhverfinu, að skapa og hlusta á tónlist. Þessi hæfileiki er nauðsynleg for- senda þess að börnin geti skilið vísindi og stærð- fræði. Foreldrum er því ráð- lagt að örvænta ekki þó börn þeirra fáist ekki til að gera lexíurnar a.m.k. ekki ef þau eru að hlusta á tónlist í staðinn þv«' það kc .ai- peim til góða síðar meir - þó reyndar sé ekki víst að áhrifin séu til langs tíma! ■ T ónlistarmyndband með Rolling Stones kveikti neistann Z TÍSKA hefur allt- JJ) af heillað Rakel ^ Kristinsdóttur. £ Níu ára safnaði hún úrklippum úr * blöðum og timarit- um, tók tískuþætti upp á myndbönd og horfði á þá aftur og aftur. Einnig segist hún oft hafa haldið tísku- og leiksýning^r fyrir sjálfa sig og vini sína. Fyrir þremur árum, eftir stúdentspróf frá V erslunarskólanum, ákvað Rakel að freista gæfunnar í París, háborg tískunnar. Frönskunám í Sorbonne-háskólan- um var fyrsta skrefið, en á meðan þreifaði hún fyrir sér um skóla, sém hæfði áhugasviðinu. „Tónlistar- myndband með hljómsveitinni Roll- ing Stones kveikti neista innra með mér. Ég heillaðist af nýstárlegum búningum dansaranna, sem reynd- ust vera líkamsmálaðir. Ótal hug- myndir fóru á flug í kollinum; ég sá fyrir mér framúrstefnulegar tískusýningar með tilheyrandi hreyfíngum, tónlist, búningum og vel máluðum andlitum og líkömum." Förðunarnám Eftir að Rakel hafði kynnt sér aðstöðu og námsmöguleika hinna ýmsu skóla, rætt við kennara og Rakel Kristinsdóttir nemendur og gluggað í ótal bæklinga varð Forum de Maquillace förðunarskólinn fyrir valinu. „Skólinn er virtur og námið, sem fólst í sýnikennslu og verklegum æfingum nemenda, afar fjöl- breytt. Mest áhersla er lögð á tísku-, leikhús-, LEIKHÚS- kvikmynda- og líkams- FÖRÐUN förðun. Kennarar ýttu - Kabuka undir að við reyndum ballett. að skapa eitthvað sjálf og spreyta okkur á litasamsetningu. Kröf- urnar voru miklar og við vorum óspart gagnrýnd ef okkur varð á í mess- unni.“ Þar sem Rakel var fyrsti íslend- ingurinn sem stundaði nám í Forum de MaquiIIace segir hún að starfs- menn lánasjóðsins hafí komið af fjöllum þegar hún sótti um náms- lán. „Þeir öfluðu gagna um skólann TISKU- og ég fékk um síðir lán til fram- FÖRÐUN færslu. Samkvæmt nýjum reglum - Fyrirsæt- er ekki lánað fyrir skólagjöldum og ur fá förð- því reyndi mikið á útsjónarsemi unarfræð- mína í fjármálum. Sú reynsla að ingatilað standa á eigin fótum í stórborg er farða fyrir bæði dýrmæt og þroskandi.“ myndir, sem Rakel útskrifaðist með þriðju þær nota í hæstu einkunn sem förðunarfræð- kynning- ingur í fyrra. Hún ætlar að dvelja armöppur heima fram yfir áramót og miðla sínar. LIKAMS- FÖRÐUN - Kven- djöfull. af þekkingu sinni með þvi að halda förðunamámskeið. Llstamaður „Góður förðunarfræðingur er í rauninni listamaður. Nauðsynlegt er að þjálfa augað. Andlitið og lík- aminn er efniviðurinn og því þarf að þekkja beinabyggingu, vöðva og samspil ljóss og skugga. Litir og samsetning þeirra em mikilvæg. Ég hrífst af dulúð og ýkjum á raunveru- leikanum í súrrealismanum og breytilegum áhrifum ljóss og lita í impressjónismanum. “ Þótt möguleikarnir séu miklir í París er samkeppnin hörð því árlega útskrifast nýir förðunarfræðingar. Margar umboðsskrifstofur hafa förðunarsérfræðinga, hárgreiðslu- meistara og ljósmyndara á sínum snæmm. Rakel var ráðlagt að reyna fremur að starfa sjálfstætt, safna reynslu og kynna sig. „Ég fylgdi þessum ráðum og komst í kynni við hæfileikaríkt fólk, sem gott er að starfa með. Starf förðunarfræðings er einkum í tengslum við tískuljós- myndir og tískusýningar, leikhús, kvikmyndir, sjónvarp og auglýsing- ar. Líkamsförðun er í auknum mæli notuð í auglýsingum og tónlistar- myndböndum. Slík förðun reynir mest á sköpunargáfuna og er því spennandi viðfangsefni. Að skapa listaverk er skemmtilegasti hluti starfsins.“ Rakel segist fá innblástur úr ýmsum áttum, jafnt úr íslenskri náttúru sem stórbrotnum listaverk- um í París. Hún hlakkar til að tak- ast á við ögrandi verkefni og kvíðir ekki löngum, óreglulegum vinnu- tíma á mismunandi stöðum. p vþj E-vítamín er öflug vörn fyrir frumur líkamans Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Feest í heilsubúðum, apótekum og beilsuhillum matvörubúða Éh< lEÍIsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.