Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FLESTIR sem komist hafa í kynni við markaðsfræði eru sammála um að skýr munur sé á markaðssetn- ingu vöru og markaðssetningu þjónustu. Minni eining ríkir um hvort gera eigi greinarmun á mark- aðsfræði almennra þjónustugréina og markaðsfræði ferðaþjónustu. Mál þetta bar á góma í samtali mínu við kunningja um daginn. Þessi kunningi minn hafði lokið námi í markaðsfræðum fyrir nokkru. Hann taldi markaðsstarfs- semi ferðaþjónustu á engan hátt frábrugna öðrum þjónustugreinum. Ég hélt því hins vegar fram að vegna ýmissa séreinkenna ferða- þjónustu sem atvinnugreinar og vegna eðlisþátta ferðamennsku al- mennt mætti færa rök fyrir því að í markaðsstarfssemi ferðaþjónustu yrði að leggja aðra áherslu á ýmsa þætti en í öðrum þjónustugreinum. Ég nefndi meðal annars máli mínu til stuðnings að hvatinn bakvið ferðalög væri öðruvísi en þegar annarrar þjónustu væri notið. Til samanburðar nefndi ég meðal ann- ars heilbrigðisþjónustu, þjónustu banka og fjármálastofnanna, við- gerðarþjónustu, félagslega þjón- ustu og aðra almenna opinbera þjónustu. Hvaö er svona eftirsóknarvert viA ferðaiög? Ferðalag einstaklings frá einum stað til annars er ekki takmarkað við það atferli eitt að færast frá stað A til staðar B. Miklu frekar er ferðamennska hugarástand eða sálfélagslegt atferli sem í með- höndlun ferðalangsins verður að upplifun og lífsreynslu. Það reynir vissulega á líkamann að ferðast og í huga sumrá eru ferðalög mesta basl. Flugferðimar eru erfiðar, það er þreytándi að bíða lengi á flug- völitím, bera þungar töskur o.fl. Þó sækjast flestir eftir því að ferð- ast og eyða í það miklum fjármun- um. En hvað er svona eftirsóknarvert við ferðalög? í stuttu máli er svarið það að val einstaklings á ferða- möguleikum er niður- staða af flókinni blöndu félagslegra, menningarlegra, per- sónulegra og sálfræði- legra þátta. Til að skýra þetta betur er gott að taka dæmi: Jón Jónsson hefur ákveðið að fara í sumarfrí með fjölskyldunni. Hann er skrifstofumaður á frekar daufum og leiði- legum vinnustað þar sem mestur tími fer í drekka kaffi og spjalla við vinnufélagana um áhugamálið, skógrækt og landbúnað. Þegar einn vinnufélagi hans bendir hon- um á að ákveðin ferðaskrifstofa í bænum bjóði nú sumarleyfisferðir til Skandinavíu til þess að kynnast landbúnaði rýkur Jón til og bókar alla fjölskylduna .. í 2ja vikna „vinnuferð" á skandinavískan bóndabæ. Endurnærður á sál og líkama Ástæðan fyrir því að Jón ákveður að velja þessa tegund sumarleyfis tengist ekki einungis áhuga á landbúnaði. Það sem vó jafnvel þyngra var tilhugs- unin um að komast úr hinu daglega amstri og tilbreyt- ingarleysi. Að fara til annars lands, kynnast sveitalífinu og erfiða líkamlega við landbúnaðarstörf er í augum Jóns algjör andstæða við hans venjubundna líf. Hann er viss um að koma til baka endurnærður á sál og líkama. Ákvörðun Jóns og val á sumar- leyfi er byggð á sálfræðilegum og persónulegum þáttum. Jón er um- hverfissinni og það fellur því vel að hugmyndafræði hans að læra að rækta landið. Hann er einnig nýj- ungagjam (þó að hann hafí ekki beint notið þess í skrifstofustarf- inu), val hans á sumarleyfi samein- ar því hér löngun hans til að heim- sækja nýjar slóðir og að kynnast aðferðum í landbúnaði sem hann þekkti ekki áður. Félagslegar að- stæður Jóns styðja líka þessa hug- mynd hans um að fara í sumarfrí á bóndabæ. Konan hans elskar garðyrkju og útivist og bömin em á þeim aldri að þau geta hjálpað til við útistörfin. Ferðaþjónusta er almennt skil- greind sem þjónustugrein en ekki iðngrein sem framleiðir vömr. Ferðaþjónusta er hins vegar í raun sambland af vömm og þjónustu. Ferðamannaaðstaða og þjónustan þar, skipulagðar uppákomur og áfangastaðir, náttúmfyrirbæri, loftslag og mannlíf á allt þátt í því að skapa „vörana“ í ferðaþjónustu. Aðrar þjónustugreinar em einnig sambland af áþreifanlegum vöram og óáþreifanlegri þjónustu. Heil- brigðisþjónusta byggist á því að það sé aðstaða fýrir lækna og hjúkmnarfólk til aðgerða og þjón- ustu við fólk og fjármálaþjónusta byggist á fjárfestingum og neyslu einstaklinga og fýrirtækja á vöram og þjónustu. Það sem skilur hins- vegar að ferðaþjónustu frá öðmm þjónustugreinum em þeir þættir „vörunnar" sem flokkast undir lífs- reynslu og upplifun. Hugarástand, upplifun og lífsreynsla Hugarástand, upplifun og lífs- reynsla em þættir sem í raun skapa hina raunvemlegu ferðaþjónustu sem ferðamaðurinn nýtur. Markaðs- starf ferðaþjónustu tekur mið af þessu. Til samanburðar má hugsa sér fjármála- eða heilbrigðisþjón- ustu. Það þykir sjaldnast sérstök upplifun að fara í banka eða eiga samskipti við opinberar stofnanir. Það getur verið lífsreynsla að þurfa að leggjast inn á spítala, en vænt- ingamar em allt aðrar en þegar við fömm í ferðalag. Söluferlið í ferðaþjónustu er í flestum tilvikum mjög langt. Það líður oft langur tími frá því að ákvörðun er tekin og þar til ferðin hefst. Á þeim tíma hleðst upp spenna og eftirvænting hjá ferða- manninum og væntingamar fara stighækkandi. Þær tengjast einnig kostnaðinum sem ferðamaðurinn ber við ferðina, sem þá aftur hefur áhrif á það hver upplifunin verður. Verð, gæði og upplifun em tengd hugtök í ferðaþjónustu sem endur- spegla þá hugmyndafræði að mark- aðsstarf ferðaþjónustu sé annað en markaðsstarf annarra þjónustu- greina. ■ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Höfundur er ferðamálafræðingur. Morgunblaðið/RAX ÞESSIR ferðamenn sem hér ganga Laugaveginn inn í Þórs- mörk eru væntanlega að upplifa nokkuð sem þeir takast ekki á við alla jafna. Markaðssetning á ferða- þjónustu hefur serstððu 25 ár eru síðan Eldon Square- verslunarmiðstöðin var opnuð í Newcastle. Ferflir til Newcastle FERÐASKRIFSTOFAN Alís hef- I ur skipulagt tvenns konar sérferð- I ir til Newcastle á Englandi, ann- ars vegar 10 daga ferð um New- castle og nágrenni fyrir eldri borg- ara og hins vegar fótboltaferðir. Þorsteinn G. Gunnarsson er far- arstjóri í ferð eldri borgara, sem hefst 30. október. Meðal annars verður farið í tveggja daga ferð til York og dagsferð til Vatna- svæðisins. Fótboltaferðin hefst 6. nóvember og verður farið á leik Newcastle United og Blacburn Rovers. Komið verður til íslands 9. nóvember og kostar ferðin 25.500 krónur miðað við að tveir séu saman í herbergi. Eiríkur Jónsson verður fararstjóri í fót- boltaferðinni. Auk þessara sérferða skipu- leggur Alís helgar- og vikuferðir til Newcastle alla mánudaga og fimmtudaga til 27. nóvember næstkomandi. 4 daga ferð frá mánudegi til fimmtudags kostar 24.900 kr. en 4 daga helgarferð kostar 32-37 þúsund krónur. Vikuferð kostar tæplega 38.500 kr. og 10 daga ferð rúmlega 42 þúsund krónur. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleiðum. Millilent verður á Egilsstöðum á útleið 2. nóvember og 6. nóvember á heimleið. ■ Morgunblaðið/Hermína jafnóðum og þátttakendur vita aldrei hveiju þeir eiga von á næst. Markmiðið er fjölbreytt og ólíkt efni, skemmtun, leikur og létt keppni og stefnt er að því að eng- ar tvær ferðir verði með sama hætti. Kvöldverður á bílaverkstæði Fyrsti hópurinn sem fór á vegum Óvissuferða var skipaður fulltrúum ýmissa starfsmannafélaga víðs veg- ar af landinu. Óhætt er að segja að dagskrá helgarinnar hafi verið fjölbreytt, en m.a. var snæddur kvöldverður á Bílaverkstæði Dalvík- ur, farið í fjós á Sökku í Svarfaðard- al, keppt í rennibrautinni í sundlaug Dalvíkur, snæddur rækjukokteill í Múlagöngunum, farið í þolfími, rat- leik, sjóferð og margt fleira. ■ i | UM HELGINA | Utlvlst Þriðji áfangi ferðaraðarinnar Forn frægðarsetur verður á sunnudag. Farið verður að Borg á Mýmm, þar sem séra Þorbjöm Hlynur Ámason stiklar á stóm um sögu staðarins. Að því loknu skoðar hópurinn sig um í Borgamesi og síðan verður gengin gömul alfaraleið frá Borg. Mæting er við Akraborg í Reykjavík- urhöfn fyrir kl. 12.30. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 18. Fí Ferðafélag íslands heilsar vetri á sunnudag með gönguferð á Selfjall. Ekið verður að Lækjarbotnum og gengið á fjallið sem er auðvelt upp- göngu. Þaðan verður gengið yfir í Heiðmörk. Brottför er kl. 13 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 og er áætluð heimkoma milli kl. 17 og 18. Fólki er bent á að vera í hlýjum fatnaði, góðum gönguskóm og með nesti. ■ Nýjung í ferða- þjónustu á Dalvík Ferúir út í ovissuna Dalvík TVEIR framtakssamir Dalvíking- ar, Bjami Jónsson og Júlíus Júlíus- son hófu fyrir skemmstu að bjóða íslendingum upp á óvenjulejgar helgarferðir sem þeir kalla „Ut í óvissuna". Ferðirnar eru ætlaðar hópum af ýmsu tagi s.s. starfs- mannahópum, saumaklúbbum, vinahópum eða þeim sem dettur í hug að taka sig saman og stefna út í óvissuna eina helgi. Ævintýrið á sér stað á Norðurlandi og verður Eyjafjarðarsvæðið leikvöllurinn. Dagskráln ókunn Þátttakendur fá ekkert að vita fyrirfram um dagskrá helgarinnar, hver dagskrárliður er kynntur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.