Morgunblaðið - 27.10.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 27.10.1995, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða Undanúrslitariðlar: A-riðill Istanbul, Tyrklandi: Ulker Spor - Iraklis Salonica....74:72 Serdar Apaydin 22, Orhun Ene 18 — Zdovc 26, Mc Daniel 20. Leverkusen, Þýskalandi: Bayer Lev. - CSKA Moskvu.........85:93 Henning Hamisch 19, Tony Dawson 13, Chris Corchiani 13, Denis Wucherer 12 — Vassily Karasev 26, Sergei Panov 15, Gund- ars Vetra 14, Igor Kudelin 14. Grikklandi: Olympiakos - Benetton (Italíu)...83:72 Dragan Tarlac 24, Walter Berry 18, David Eivers 17 - Roberto Ciancig 15, Zeljko Rebracha 15, David Pesina 10 B-riðill Aþenu, Grikklandi: Panathinaikos - Real Madrid......54:52 Stojan Vrankovic 15, Nikos Economou 14, Ðominique Wilkins 12 — Zoran Savic 24, Joe Arlauckas 10, Mike Smith 7. Bologna, Italíu: Buckler - Barcelona (Spáni)......90:73 Komazec 22, Woolridge 22, Coldebella 19 - Karnishovas 22, Godfread 18, Bosch 10. Tel Aviv, ísrael: Maccabi - 91 Pau Orthez (Frakkl.) ...91:88 ■Eftir framlengingu. Doron Jamchy 20, Nadav Henefeld 19, Radislav Curcic 14, Motti Daniel 14, Oded Katash 14 - Thierry Gadou 25, Antoine Rigodeau 24, Darren Daye 12. Golf Evrópska mótaröðin Sotogrande, Spáni: 68 - Anders Forsbrand 69 - Jose Coceres 70 - Barry Lane, Ian Woosnam 71 - Miguel Angel Jimenez, Paul Eales, Colin Montgomerie 72 - Jean-Louis Guepy, Sandy Lyle, Roger Chapman 73 - Jamie Spence, Santiago Luna, Howard Clark, Sven Struever, Peter Hedblom, Sam Torrance 74 - Alexander Cejka, Jesper Pamevik, Costantino Rocca, Mark James, Mats Lanner, Ignacio Garrido, David Gil- ford, Bemhard Langer 75 - Peter Mitchell, Mathias Grönberg, Michael Jonzon, Robert Karlsson, Per- Ulrik Johansson, Andrew Coltart, Pet- er O’MalIey, Jose Rivero 76 - Andrew Oldcom, Olle Karlsson, Jarmo Sandelin, Frank Nobilo, Philip Walton 77 - Paul Broadhurst, Joakim Haggman, Robert Allenby, Tony Johnstone, Peter Baker, Darren Clarke, Stuart Cage 78 - Russell Claydon, Peter Teravainen, Michael Campbell, Greg Tumer, Wa- yne Riley Íshokkí NHL-deildin Hartford - St. Louis..........2:4 Montreal - Florida............7:2 New Jersey - Vancouver........2:4 Philadelphia - NY Islanders...3:1 Calgary - Colorado............2:3 San Jose - Winnipeg...........1:6 Knattspyrna Holland Feyenoord - Doetinchem........2:0 Staða efstu liða: Feyenoord - Doetinchem............2:0 Staða efstu liða: Ajax ..11 11 0 0 41:2 33 PSVEindhoven.... ..11 9 1 1 36:8 28 Heerenveen ..11 6 3 2 20:18 21 Willem II ..11 5 5 1 25:10 20 Feyenoord ..11 5 3 3 27:19 18 Groningen ..11 5 2 4 18:20 17 Sparta ..11 5 2 4 17:20 17 NAC Breda ..11 4 4 3 16:10 16 RKC Waalwijk ..11 5 1 5 14:18 16 Roda JC.. ..11 3 6 2 9:8 15 Twente ..11 3 3 5 16:21 12 Vitesse ..11 3 3 5 14:21 12 NEC Nijmegen ..11 3 2 6 13:25 11 Fortuna Sittard.... ..11 3 2 6 10:22 11 Utrecht ..11 2 2 7 9:22 8 Go AheadEagles.. ..11 1 3 7 14:25 6 íkvöld Handknattleikur Bikarkeppnin: Strandgata: ÍH-KR............19 Fylkishöll: Fylkir-HK........20 Keflav.: Keflav. - AftureldingB ...20 1. deild kvenna: Vtkin: Víkingur-ÍBV..........20 2. deild karla: Höllin Akureyri: Þór-Ármann.21 Blak Meistaraflokkur karia: Neskaupst.: ÞrótturN. -ÍS....20 Hagaskóli: Þróttur R. - KA...20 Meistaraflokkur kvenna: Neskaupst.: ÞrótturN.-ÍS...21.3Q í tilkynningu frá stjóm Blaksam- bands íslands i gær segir: „I ljósi þeirra hörmunga sem nú hafa dunið yfir landsmenn alla þá vottar Blak- samband íslands hlutaðeigandi aðil- um sína dýpstu samúð. Með tilliti til mótahalds okkar þá reynist því miður ekki unnt að fresta fyrirhuguðum leikjum í íslandsmót- inu vegna mikilli ferðalaga aðildarfé- laganna um þessa helgi. Blaksam- bandið hefur hins vegar fyrirskipað að fyrir hvern leik sem leikinn verð- ur um helgina skuli vera minútu þögn til að minnast hinna látnu og að allir leikmenn leiki með viðeig- andi sorgarbönd." FRJALSIÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR / Nýr undrahlaupari kemur fram í Kína 16 ára stúlka hljóp 5000 metra á 14:45,90 KÍNVERSKA hlaupastjarnan Wang Junxia hefur komist í sviðsljósið á ný, nú fyrir að bíða ósigur í keppni fyrir nýju undra- barni gamla þjálfara sfns, Ma Junren. Wang kom á óvart er hún splundraði „fjölskyidu- hernum", svo sem sveit vaskra kfnverskra hlaupakvenna sem slóu öllum við á hlaupabraut- inni 1992 og 1993 var nefnd. Wang var skærasta stjama fjöl- skylduhersins. Hún varð heimsméistari í Stuttgart 1993 í 10 km hlaupi og bætti síðan heimsmet- ið í greininni um 42 sekúndur mán- uði seinna. Loks vann hún heimsbik- armótið í maraþonhlaupi {Barcelona 1993 og fyrir afrek þessi hlaut hún hin eftirsóttu bandarísku verðlaun sem kennd em við Jesse Owens. Á þriðjudag hafði hún hins vegar ekki roð við Jiang Bo, 16 ára stúlku frá Liaoning, á endaspretti í 5.000 metra hlaupi á borgarleikunum í Nanjing. Jiang skýldi sér á bak við Wang 4.700 metra en tók síðan á rás og hljóp á 14:45,90 mínútum, eða nokkru betri tíma en dugði til sigurs HM í Gautaborg sl. sumar. Wang kom í mark 7,9 sekúndum síðar á 14:53,08 mín. Sagt var frá ósigri Wangs í blöð- um um Kína þvert og endilangt og brottför hennar úr fjölskylduhem- um riíjuð upp. Sum blaðanna fögn- uðu því hversu vinsamlegt and- rúmsloftið hefði verið á blaða- mannafundi að hlaupi loknu þar sem Wang og Ma komu í fyrsta sinn fram saman eftir að leiðir skildu. „Ma Junren og Wang Junx- ia ræðast hjartnæm við sem jafn- ingjar" sagði fyrirsögn í blaði Shenzhen-framleiðslusvæðisins. „Vonandi jafnast ágreiningur og óvild,“ bætti blaðið við. Ma var lítillátur á sigurstund og sagði að Wang ætti stærstan þátt í sigri og góðum árangri Jiangs. Þrátt fyrir þreytu eftir tveggja mánaða' erfitt keppnistímabil þar sem hún keppti m.a. á meistara- móti Asíu, hefði hún teymt Jiang áfram 4.700 metra. Hann sagði jafnframt að nýja kvennasveitin sína ætti langt í land með að ná þeim tökum á öllum greinum frá 1.500 metrum upp í maraþon sem Wang hefði. Hann hélt því reyndar fram að Wang hefði gefið frá sér sigur af ásettu ráði þar sem hún hefði ekki hleypt á sinn fræga og öfluga endasprett. Wang svaraði með þvi að Ma væri að reyna hughreysta sig og sagðist ekki hafa gefist upp í hlaup- inu. „Ég fórmákvæmlega eftir þeirri áætlun sem ég setti upp fyrirfram. Jiang Bo sýndi mikinn kjark í dag og ég tek ofan fyrir henni,“ sagði Wang. „Það hvarflaði aldrei að mér að gefa eftir, ég setti allt í hlaupið sem ég átti.“ Engar vísbendingar komu fram þess efnis að Wang myndi aftur ganga til liðs við Ma. Hún hefur átt erfitt uppdráttar eft- ir að leiðir skildu en varð þó Asíu- meistari í 5.000 metrum í Indónes- íu í síðasta mánuði. Wang bar við harðræði af hálfu Mas er hún sagði skilið við fjölskylduherinn, en hann þykir hafa beitt undirsáta sína ströngum aga varðandi þjálfun og mataræði. Ennfremur sakaði hún hann um að hafa ráðstafað verð- launum sínum, bæði gjaldeyri og vestrænum lúxusbílum, í eigin þágu. Stofnaði hún nýja sveit hlaupakvenna sem hrakist höfðu úr herbúðum Mas og setti upp þjálf- unarbúðir í Shenyang í norðaustur- hluta Kína. Hlaupatöfrar þeir sem einkenndu fjölskylduherinn 1993 hafa þó látið á sér standa. Ma freistar þess að byggja nýjan hlaupaher sem ætlað er að slá í gegn á næstu misserum. Er hann byggður upp í kringum Qu Yunxia, eina hlauparann úr gamla hemum sem enn sýnir Ma hollustu. Qu varð heimsmeistari í 3000 metra hlaupi í Stuttgart 1993 og setti síðar heimsmet í 1500 metrum. Leeds vill fá Sinclair HOWARD Wiikinson, framkvæmdastjóri Leeds, vill ólmur kaupa Trevor Sinclair frá QPR en hann er í Iandsliði Englands, leik- manna 21 árs og yngri. Hann er metinn á 4,5 mil^jónir punda — andvirði um 450 milljóna króna. Wilkinson hefur boðið QPR 3 milljónir punda og einhvem eftírtalinna manna með: Brian De- ane, Rod Wallace og David White. GUÐNÝ Gunnstelnsdóttlr, fyrirl BOCCIA Skemmtilegt íslandsmót áHúsavík Islandsmót í boccia var haldið á Húsavík fyrir skömmu á vegum íþróttasambands fatlaðra og með góðrí aðstoð Klwan- Frá Sigurði isklúbbsins Skjálf- Pétri andi og bocciadeiid- Björnssyni ar Völsunga. Var á Húsavík þag einstaklings- keppni, en áförmað er að liðakeppni fari fram eftir áramótin, en ekki hefur verið ákvðeið hvar það mót verður haldið. Mótið hófst með ávarpi Ingólfs Freyssonar, form. Völsunga og setningarræðu Olafs Jenssonar, formanns LÍF. Þátttakendur voru um 200 og var það tilkomumikil sjón að sjá þennan keppnisglaða hóp ganga eða aka í hjólastólum, fylktu iíði í sal íþróttahallarinnar. Úrslit urðu sem hér segir: Haukur Gunnarsson ÍFR sigraði í 1. deild með 10 stig, Elvar Thorarenson Akri varð annar með 8, Sigurrós Karlsdóttir Akri þriðja með 6 og þrír fengu 2 stig: Sigurður Kristjánsson ÍFR, Stef- án Thorarensen Akri og Helga Ósk Ólafsdóttir Ösp. í 2. deild varð Árni Jónsson Þjóti efstur með 10 stig _og síðan komu Jóna B.H. Jónsdóttir ÍFR með 8, Mar- geir Karlsson Nesi með 5, Birna Hall- grímsdóttir ÍFR með 4, Áskell Traustason Eik með 2 og Olgeir Egils- son Völsungi 1. 3. deild: Jón Þór Ólafsson ÍFR 10 stig, Einar Sveinsson Kveldúlfi 7, Elín Berg Stefánsdóttir Örvari 4, Hallmar Óskarsson ÍFR 4, Sölvi Víkingsson Eik 3 og María Hreinsdóttir Gáska 2. 4. deild: Guðrún Anna Númadóttir Grósku 10, Rökkvi Sigurlaugsson Grósku 8, Ólafur Þormar Gunnarsson Gáska 6, Guðmundur Þ. Ingibergsson Nesi 4, Nanna Haraldsdóttir Eik 2 og Siguijón M. Jónsson Firði 2. 5. deild: Þorsteinn Sölvason ÍFR 8 stig, Grímur Lúðvíksson ÍFR 7, Helgi Sveinsson Kveldúlfi 6, Stefán Hall- dórsson Nesi 5, Gústaf H. Ingvarsson Kveldúlfi 2 og Heiðar Bergsson Eik 0. 6. deild: Sumarrós Sigurðardóttir Akri 8, Ásgrímur Sigurðarson Völs- ungi 6, Ámi Ragnarsson Nesi 4, Hall- dór B. Pálmason Gáska 2, Halldór Jónsson Ösp 0. Rennuflokkur: Kristinn Ásgeirsson Ösp 8, Hildur Haraldsdóttir ÍFR 6, Sveinbjöm Gestsson ÍFR 6, Aðalheiður Bára Steinsdóttir Grósku 4, Þórey Jóhannsdóttir ÍFR 4, Þórhallur Jóns- son Ösp 2. U-flokkur, eldri: Þ. Margrét Krist- insdóttir Akri 7, Oddný Stefánsdóttir Akri 6, Karl Ingólfsson Völsungi 3, Sverrir Svavarsson Grósku 2, Halldóra Þórarinsdóttir Akri 2. ■ U-flokkur, yngri: Pétur Tavsen Steinsson Grósku, Sigurður Jón Björg- vinsson Völsungi og Pálmi Rögnvalds- son Völsungi fengu allir 4 stig og sigr- aði Pétur Tavsen á stigahlutfalli. Við- ar Aðalgeirsson Snerpu hlaut ekkert stig. Samtímis fóru fram 10 l'eikir og var því margt að sjá og fullvíst má telja að mót sem þetta hafi vakið áhuga þeirra, sem á horfðu og vissu ekki áður hve skemmtileg íþrótt boecia er. Mótstjóri og yfirdómari var Arnar Guðlaugsson og fór mót- ið hið besta fram, öllum til sóma og ánægju. Frá setningu íslandsmótsins í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.