Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 4
Kim Magnús vann einn leik í móti meistara KIM Magnús, íslandsmeistari í skvassi, tók nýverið þátt í móti meistaranna sem fram fór í Mónakó. Hann lenti í riðli með Lukas Buit frá Hollandi og David Evans frá Wales ogtapaði 3:0 fyrir þeim báðum. Síðan lék hann við Rússann Alexandre Roskchupkin og vann 3:0. Englendingurinn NickTayl- or sigraði, vann mótherja Kims Magnúsar, David Evans, 3:1. í kvennaflokki vann enska stúlkan Suzanne Homer nokkuð ðmgglega. Kim Magnús sagði að nú tæki við að kenna skvass í Veggsporti en næsta mót sem hann fer á er Grand Prix-mót í Svíþjóð í byrjun desember. „Mig langar til að fara á Heimsmeistaramótið sem verður á Kýpur, en sé mér ekki fært að fara þang- að. Maður verður að fara að vinna eitthvað," sagði meist- arinn. Þess má til gamans geta að heimsineistaramótið hefst 9. nóvember en þá verð- ur Kim Magnús 25 ára. Ástandið eins og á barna- heimili FRANZ Beckenbauer hefur verið óspar á yfirlýsingar um ástand mála hjá Bayern MUnchen. Hann hefur gagn- rýnt þjálfara og leikmenn í fjölmiðlum síðustu daga og hafa orð hans fallið í grýttan jarðveg bjá þeim. Becken- bauer er f ormaður Bayem en situr jafnframt hinum megin borðsins sem gagn- rýnandi á tveimur sjónvarps- stöðvum auk þess sem hann er dálkahöfundur lyá Bild, útbreiddasta dagblaði Þýska- lands. Bayera hefur lagt allt í sölurnar til að komast á hæsta stall knattspyrauliða í Evrópu á ný en ummæli Beckenbauers þess efnis að dýru stjörnur félagsins séu eins og skólalið hafa orsakað ókyrrð og truflað undirbún- ing fyrir mikilvægan deildar- leik gegn Stuttgart um helg- ina. Otto Rehhagel, þjálfari, sagði í viðtali við Bild að fé- lagið kæmist aldrei í fremstu röð ef deilum innanhúss yrði ekki hætt. „Mér finnst eins og ég sé á baraaheimili. Menn tala um að vera eins og AC Milan en við hegðum okkur eins og þorpslið." Ciriaco Sforza, svissneski landsliðsmaðurinn hjá Bay- em, hefur fengið að heyra það hjá formanhinum og hann tók í sama streng og þjálfarinn. „Það er ekki rétt að láta svona frá sér fara í sjónvarpi óg þetta hefur ekk ert upp á sig.“ Shaquille O’Neal frá ísextil átta vikur Síðasta mótið í evrópsku mótaröðinni Montgomerie sækirá Sam Torrance SKOTINN Colin Montgomerie komst stórslysalaust í gegnum hinn erfiða Vaiderrama-völl í gær þegar fyrsti hringur var leikinn á síðasta mótinu í evr- ópsku mótaröðinni. Þarna munu þrír kylfingar bítast um hver verður á toppnum í Evr- ópu eftir tímabilið, Þjóðverjinn Bernhard Langer og Skotarnir Sam Torrance og Colin Mont- gomerie. |ontgomerie lék völlinn á pari, 71 höggi, en Valderrama er talinn einn erfiðasti völlur Evrópu. Keppendur eru 54 og í gær voru aðeins fjórir sem náðu að leika undir pari. Svíinn Anders Forsbrand lék best í gær, kom inn á 68 högg- um eða þremur undir pari. Hann kann vel við sig á Valderrama enda býr hann rétt hjá vellinum og æfir reglulega þar. Torrance er í fyrsta sæti, hefur fengið tæpar 62 milljónir í verðlaun- afé í ár, eða 370 þúsund krónum meira en Montgomerie. Langer er í þriðja sæti sex milljónum á eftir Torrance. Montgomerie var ánægður eftir daginn. „Þetta var góð byijun vegna þess að ég hefði getað tapað þessu á fyrsta degi og það er ekki nógu gott. Það er þó mikið eftir og allt getur gerst,“ sagði hann og þvertók fyrir að hann væri að hugsa um að verða efstur á listanum, sagðist bara stefna að því að sigra á mótinu. „Ef þú værir með árang- ur eins og ég er með værirðu þú örugglega hér til að sigra og til þess er ég kominn hingað," sagði Montgomerie. Reuter BERNHARD Langer frá Þýskalandl er elnn þelrra sem bítast um efsta sætlð á Evrópulista kylflnga. Hann lék hinn erflAa Valderrama-völl i Spánl á 74 höggum f gær, þramur yflr parl. ■ SHAQUILLE O’Neal meidd- ist.í æfinga- leik sl. þriðju- dag og i gær var flís úr beini í þumal- fingri fjarlægt en fyrir vikið verður mið- herjinn frá keppni í sex til átta vikur. „Það er aldrei góðurtímitil að meiðast og þetta er áfall fyrir okkur en meiðsl eru hluti leiksins," sagði Jóhn Gabri- el, varaformaður Orlando. „En við bregðumst við þessu sem best við getum.“ O’Neal, sem er 23 ára, er einn vinsælasti leikmaður bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknatt- Ieik. Hann er að hefja sitt fjórða tímabil í deildinni en á liðnu tíma- bili var hann með 29,3 stig að meðaltali í leik, tók 11,4 fráköst að meðatali og kom Magic í úr- slit. Hann hefur aðeins misst af þremur leikjum vegna meiðsla á ferlinum en talið er að Jon Konc- ak taki stöðu hans nú. BRASILÍSKl leikmaðurinn Rai gerði tvö mörk fyr- ir París Saint Germain í 3:0 sigri á Metz í frönsku 1. deildinni í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap Metz í deildinni það sem af er tímabilinu. Liðið er efst eins og nærri má geta en PSG er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 umferðir — er einu stigi á eftir toppliðinu. Parísarliðið tók forystu á 11. mínútu með marki Vincent Guerin. Rai bætti öðru við á 36. mínútu og innsiglaði stór- sigurinn með öðru marki á síðustu mínútunni. Á myndinni reynir Didier Lang, leikmaður Metz, að ná boltanum af Youri Djorkaeff, leikmanni PSG. PSG stöðvaði Metz GOLF KNATTSPYRNA / FRAKKLAND KORFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.