Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1
tf^cffmM$S^ Skáld lífs og vonar/2 28. október 1918/4 Svanasöngur/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 BLAÐ S' iv u » 8 ði ¦ii ði ie -1 u; 'IÍ' -n ðl i6 -b ill BRYNHILDUR með bréfpoka á höfði í niðurlægingu sinni, ræðir við Gunnar sem klæddur er í flagaraföt. Ragnarök með öðru sniði TÆKNILEG mistök sneru sýn- ingu á umdeildri uppfærslu Kon- unglegu óperunnar í London á Ragnarökum úr Niflungahring Wagners upp í farsa á dögunum. Vegna tæknilegra mistaka logaði ekki á eldi sem átti að gleypa „lík" Sigurðar Fáfnisbana. Þá komst valkyrjan Brynhildur „óskðdduð" frá því að ganga í dauðann með Sigurði, þar sem ekki logaði neinn eldur. Áhorfendur brugðust æfir við þessu spennufalli á hápunkti sýningarinnar og var baulað á Peter Jones, leikstjóra, þegar hann sté á svið í lokin. Þetta var þó la ngt í frá það eina sem fundið var að sýning- unni, því uppsetning Niflunga- hringsins hefur í heild verið afar umdeild. Á frumsýningum ann- arra ópera úr Hringnum hafa ævinlega einhverjir áhorfenda baulað á söngvara og stjórnendur í lok sýningar. Ragnarök eru eng- in undantekning; Sigurður Fáf n- isbani spókar sig í hólkvíðum pokabuxum, með lítinn bakpoka og kaskeiti í stað huliðshjálms. Þegar fóstbræðralag er svarið, er það gert með sprautum. Til að tákna niðurlægingu Brynhild- ar í öðrum þætti, ber hún bréf- poka á höfði en er hún dregur Sigurð á tálar minnir hún helst á Mae West. Yfirmenn óperunnar í Covent Garden, þar sem sýningar fara fram, kippa sér ekki upp við gagnrýnina, kveðast hæstánægðir með.hana enda er nær uppselt á allar sýningar. rn Saumað til framtíðar Liv Reidun er norsk listakona sem ferðast á milli landa og sýnir gjörninga. Hér sést hún í Nýlistasafninu að sauma út barnamyndir í karlmannsföt- um. Gjðrningurinn á að flytja boðskap tíl framtíðar. Munu jafnréttismál vera meginum- fjöllunarefnið en föt Liv eiga að gefa skýra vísbendingu um það. Liv gerði ekki boð á undan sér heldur datt óvænt inn í safnið. Hún mun vera farin af landi brott. Grammophone- verðlaun veitt Morgunblaðið/Ásdís Verðlaun breska tónlistartímaritsins Grammophone era ein helstu verðlaun í heimi hinnar klassíku tónlistar og unnendur hennar bíða þeirra jafnan með óþreyju. Fiðluleikarinn snjalli Maxim Vengerov frá Rússlandi stendur uppi með pálmann í höndunum að þessu sinni. BRESKA tímaritið Grammophone kynnti í síðasta tölublaði niður- stöðuna í vali gagnrýn- enda blaðsins, sem skipta tugum, á plötum ársins, en verðlaun Grammophone eru ein helstu verð- laun í heimi klassískrar tónlistar. Að þessu sinni var valin plata með hinum unga rússneska fiðluleikara Maxim Vengerov þar sem hann flytur fiðlukonserta eftir Prókofíef og Sjostakovitsj með Sinfóníu- hljómsveit Lundúna undir stjórn Mstislavs Rostropovitsj, en í skýr- ingum með valinu segir að Veng- erov takist að setja mark sitt á konsertana, sem ævinlega hafi verið nátengdir listaleik Davids Oistrakhs. Eftirtaldar útgáfur hlutu verð- laun: Leikin barrokktónlist: Átta són- ötur fyrir fiðlu og fylgirödd og fleiri verk eftir Heinrich Ignatz Biber sem Hamonia Mundi gefur út. Flytjendur eru félagar í Romanesca tríóinu. Sungin barokktónlist: Mótettur eftir Rameau sem Erato gefur út. Flytjendur eru Les Arts Florisants undir stjórn Williams Christies. Kammertónlist: Píanókvintettar eftir Gustav Fauré sem Hyperion gefur út. Flytjendur eru Domus kvartettinn og fiðluleikarinn Anth- ony Marwood. Kórverk: Stabat Mater og fleiri kórverk eftir Szymanowski sem EMI gefur út, en hún hlaut reynd- ar einnig verðlaun fyrir bestu upp- töku. Flytjendur eru einsöngvar- arnir Elzbieta Szmytka, Florence Quivar, John Garrison, John Conn- ell og kór og hljómsveit Birming- ham bprgar undir stjórn Simons Rattles. MAXIM Vengerov og Mstislav Rostropovitsj. Samtímatónlist: Konsertar fyrir fiðlu og hljómsveit, hnéfiðlu og hljómsveit og píanó og hljómsveit eftir Gyorgy Ligeti sem Deutsche Grammophon gefur út. Flytjendur eru Saschko Gawriloff, Jean-Guih- en Queyras og Pierre-Laurent Aimard með Ensemble InterCon- temporain undir stjórn Pierre Bo- ulez. Miðaldatónlist: Messur eftir Fayrfax og fleiri kórverk sem ASV Gaudeamus gefur út. Flytjendur eru Cardinall's Musick sönghópur- inn undir stjórn Andrews Carwo- ods. Miðaldaópera: Arthur konungur eftir Henry Purcell sem Erato gefur út. Flytjendur eru Véronique Gens, Claron McFadden, Sandrine Piau, Susannah Waters, Mark Padmore, Iain Paton, Jonathan Best, Petteri Salomaa, Francoix Bazola-Minori og Les Arts Flor- isants undir stjórn Williams Christies. Söguleg upptaka, leikin: Níunda sinfónía Beethovens, upptaka frá 1954 sem Tahra gefur út. Flytj- endur eru einsöngvararnir Elisa- beth Schwarzkopf, Elsa Cavelti, Ernst Haefliger og Otto Edelmann með kór og fílharmóníusveit Luc- erne hátíðarinnar undir stjórn Wilhelms Furtwánglers. Söguleg upptaka, sungin: L'en- fant et les sortileges eftir Maurice Ravel sem Testament gefur út, fyrsta upptaka óperunnar, gerð 1948. Einsöngvarar eru fjölmarg- ir, en hljómsveitin er Þjóðarhljóm- sveit franska útvarpsins undir stjórn Ernest Bours. Einleiksverk: Píanóverk eftir Chopin sem Sony Classical gefur út. Murray Perahia leikur. Söngleikjatónlist: I wish it so, sönglög eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Stephen Sondheim, Kurt Weill og Leonard Bernstein sem Elektra Nonesuch gefur út. Dawn Upshaw syngur og Eric Stern leik- ur á píanó. Ópera: Trolius og Cressida eftir Walton sem Chandos gefur út. Einsöngvarar eru meðal annars Judith Howarth, Arthur Davies, Clive Bailey og Nigel Robson, sem syngja með Norður-ensku fíl- harmóníuhljómsveitinni. Richard Hickox stjórnar. Hljómsveitarverk: Kammersin- fónía, Erwartung og tilbrigði fyrir hljómsveit eftir Schoenberg sem EMI gefur út. Simon Rattle stjórn- ar hljómsveit Birmingham borgar, en einsöngvari er Phyllis Bryn-Jul- son. Einsöngur: An die Musik eftir Schubert sem Deutsche Grammo- phon gefur út. Welski baritóninn Bryn Terfel syngur, Martin Mart- ineau leikur á píanó. Þess má svo geta að besta myndband var valið myndband með myndskeiðum frá tónleikum ýmissa heimsþekktra stjórnenda, listamaður ársins var valinn tón- skáldið og stjórnandinn Pierre Boulez, sem fagnar sjötugsafmæli sínu á árinu, sérstaka viðurkenn- ingu fékk Decca útgáfan fyrir út- gáfuröð sína Entartete Musik, sem helguð er tónlist sem nasistar bönnuðu sem úrkynjaða, tónskáld- ið Michael Tippett hlaut viður- kenningu fyrir ævistarf sitt og metsöluplata ársins var upptaka frá tónleikum tenóranna þriggja, Carreras, Domingos og Pavarottis frá Los Angeles í júlí 1994, en hún seldist í hálfri áttundu milljón ein- taka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.