Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER1995 C 5 . Hinrik VIII með næturdrottningum í trúðabrúðkaupi SPÁÐ í mynd á sýningn í Galierf Geysir. Ungt fólk er iðið við listsköpun. Þóroddur Bjarnason fór á stúfana og kynnti sér Unglist. UNGLIST, Listahátíð ungs fólks, stendur nú sem hæst og margt er í boði fyrir þá sem vilja kynna sér hvað unga kynslóðin er að sýsla á listasviðinu. Blaðamaður leit við á tveimur sýningum og listasmiðju unglistar þar sem hægt er að láta hendur standa fram úr ermum og vinna við saumaskap jafnt sem ærslafull málverk. Nemendur í Fataiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík sýna bún- ingahönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin er snyrtilega uppsett og aðgengileg og ljóst er að mjög hef- ur verið vandað til verks. Athygli mína vakti að þar ræður kvenþjóðin ríkjum og svo virðist sem enn séu karlar ekki búnir að átta sig á því að þeirra er þörf á þessum vett- vangi ekki síður en kvennanna. Ég gat mér þess til að farið hafi verið af stað með þrenn meginviðfangs- efni; Sögulegir búningar, brúð- kaupsklæði og drottningakjólar. Skelfingu lostinn brúðgumi Hinrik áttundi Englandskonung- ur var mikill á velli ef mark er tek- ið á frægu málverki af honum í fullum skrúða. Þeim skrúða eru gerð mjög nákvæm skil í búningi unnum eftir fyrmefndu málverki og ekkert er undan skilið nema sverð- ið, en í staðinn er kominn myndar- legur kýll sem þó sést ekki á mynd- inni. Sitthvorum megin Hinriks eru sögulegir kvenbúningar frá mis- munandi tímum þar sem á öðrum er reimað upp í háls en hinn er flegn- ari og léttari. Næst ber undarlegt trúðabrúðkaup fyrir augu en þar eru komnir allir nauðsynlegir aðilar sem tengjast brúðkaupsathöfninni á einhvern hátt þó erfitt sé að taka athöfnina alvarlega. Brúðguminn er skelfingu lostinn yfir þéttvaxinni brúður sinni á meðan svaramaður- inn stendur á höndum við hlið firrtr- ar brúðarmeyjar. Organistinn er til í allt með stúdentshúfu á kollinum og móðir brúðar er bleiklituð í bún- ingi fylltum bleiku hárhlaupi. Hvorugkyns fiskatemjara-gestur er súrrealískur gestur og presturinn er sirkusstjórinn sjálfur. Býflugudrottningin stendur við gluggann og er með egg í stað hárs og í baksýn busla endumar á tjörn- inni. Næturdrottningarbúningar eru þrír talsins og allir unnir fyrir hina frægu næturdrottningu úr óperunni Töfraflautunni eftir Mozart. Framúrstefnulegust er sú sem er næst glugganum með höfuðfat sem minnir á hið sérkennilega höfuðfat skautbúningsins islenska, Spaða- fald. Næstur honum er hefðbundinn búningur með kórónu og síðastur er skrautlegasti og íburðarmesti búningurinn með ótal glitrandi stjörnum sem köstuðu ljósi allt um kring. ímynd næturinnar virðist vera nokkuð föst í sniðum. Liturinn er svarblár og ljósin á himnum lýsa sem skraut. Búningarnir eru allir saumaðir í smækkaðri mynd og á leiðinni út var ég þess fullviss að Hinrik áttundi og hitt fyrirfólkið gæti verið' ánægt með búningana sína. Faðir vor og móðir í Hafnarhúsinu er listsmiðja ung- listar til húsa. Þar voru ekki marg- ir við störf þegar mig bar að garði og vafalaust er hægt að kenna óveðri, sem geisaði þennan dag, þar um. Þó fékk ég þær upplýsingar hjá starfsmanni á staðnum að þessi smiðja, sem nýtekin er til starfa, sé handverks og tómstundamiðstöð fyrir atvinnulausa, ungt fólk og hópa í Reykjavík sem vilja koma saman listaverkum eða öðrum nytjahlutum. Hún er rekin af mið- stöð fólks í atvinnuleit og Hinu húsinu. Staðurinn er rúmgóður og býður upp á ýmsa möguleika og er óneitanlega hvalreki fyrir þá sem þyrstir í aðstöðu til að vinna að skapandi verkefnum. Gallerí Geysir í Hinu húsinu er nýr sýningarvettvangur fyrir ungt fólk en tilgangur þess er að veita ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára, tækifæri til að sýna list sína. í sýn- ingarskrá ér talað um nauðsyn þessa salar vegna erfiðleika fólks á þessu reki við að koma verkum sín- um á framfæri. Blaðamaður tekur Morgunblaðið/Kristinn MOÐIR brúðarinnar í kjól úr hárhlaupi. undir nauðsyn salarins sem er bjart- ur og fallegur og mun sjálfsagt verða fastur punktur í sýningarrölti borgarbúa í framtíðinni. í Galleríinu stendur nú yfir sam- sýning í tengslum við Unglist. Sýn- endur eru 19 talsins og sýna mál- verk, ljósmyndir og höggmyndir. Fantasíumyndir er algengt myndform meðal ungs fólks og má sjá nokkrar slíkar þama með til- heyrandi vöðvastæltum hetjum eða dulúðlegum konum. Sorgarsaga úr daglega lífinu er sögð í verkinu „Minning um fugl“ þar sem hann liggur í blóði sínu, fórnarlamb bíl- dekks en þó ekki sami fugl og í myndinni „ Nói og fuglarnir" sem er ólíkt bjartara yfir. Rammar geta stolið senunni og rauður laufblaða- rammi vakti athygli mína en hann var umgjörð myndarinnar „Blýant- ur á pappír“. Marilyn Monroe er fyrir löngu kominn í guðatölu og myndin „Faðir vor og móðir, þið sem eruð á himnum" styðja það og er kannski dulin ósk um hver skuli taka á móti listamanninum á þeim stað. Ljósmyndirnar á sýning- unni voru sumar skemmtilegar og " „Kyrralíf og klósettpappír" er þar eitt dæmi. Durs Grtinbein með De máske egnede sem er önnur bók en Smilla. Síðasti skáldfurstinn er nýútkomin ævisaga Thomasar Mann eftir Klaus Harpprecht. Þótt bókin sé 2.004 blaðsíður freistar hún til lestrar, enda mun þar gerð grein fyrir ýmsu sem ekki hefur verið ljóst áður. Því má bæta við að norrænir höf- undar, Jostein Gaarder og Peter Hoegh, hafa verið ofarlega á met- sölulistum í Þýskalandi að undan- förnu og þá ekki bara fyrir Lesið í snjóinn og Veröld Soffíu heldur aðr- ar bækur eftir þá sem þýskir lesend- ur vilja ólmir kynnast. Bókmenn- taumfjöllun þýskra blaða ber þess merki að þessir höfundar og fleiri Norðurlandamenn séu í metum í Þýskalandi. Bókaútgáfan þýska sannar að Þjóðveijar eru mikið fyrir skáldsögur og hvers kyns fræðirit. Með skáld- sögurnar í huga kom það þess vegna ekki á óvart í viðtali sjónvarpsins við gesti á bókastefnunni að margir nefndu skáldsögur sem uppáhalds- efni. Konur vilja helst skáldsögur, sagði aðspurð kona á stefnunni. Ekki sakar að þær fjalli um málefni kvenna. Alþýðulýðveldið að baki Ungt skáld frá Dresden, Durs Griinbein, tók við kunnustu bók- menntaverðlaunum Þýskalands, Buchner-verðlaununum, á mánudag- inn. Verðlaunin eru 60.000 mörk og að þessu sinni umdeild („vandræða- legur klisjur" kallar gagnrýnandinn Fritz J. Raddatz ljóð Griinbeins). Eftir Grunbein sem er 33 ára hafa komið fjórar ljóðabækur. Birt hefur verið langt viðtal við hann í Der Spiegel um útópiur, Alþýðulýðveldið þýska og framtíð ljóðsins. Ljóst er að Griinbein telur sig hafa orðið bit- bein pólitískrar umræðu og tor- tryggni vegna tengsla sinna við Austur-Þýskaland og fyrrum Al- þýðulýðveldi þar. Grúnbein er ásasmt Hans Magnus Enzensberger og Peter Handke yngstur Btichner-verðlaunahafa. Hann var talinn mikill hæfileikamað- ur í ljóðlist áður en F.J. Raddatz og fleiri hófu árásir á hann eftir tilnefn- inguna. Þeir virðast ekki hafa þolað upphefð skáldsins. Grúnbein komst til Frankfurt 1988, sótti bókastefn- una og gladdist yfir úrvali bóka í borginni. Árið eftir lenti hann í úti- stöðum í Berlín og var handtekinn. Áhugi hans beinist ekki síst að vís- indum, eðlisfræði og taugafræði og kemur það fram í ljóðunum. Sum þeirra þykja tormelt af þessum sök- um. Hið unga skáld er vel að sér í fornum skáldskap og dáir mjög róm- versku skáldin Horas og Juvenalis. í hans augum eru þeir ekki bara „einhveijir latneskir klassíkerar" heldur höfða þeir beint til hans og bar með samtímans. Tónlistarupp- tökur til sölu SJOSTAKOVITSJ leikur eigin verk, Svjatoslav Richter leikur Bach, og tónleikar Paul Robesons í Moskvu árið 1949. Þetta eru aðeins brot úr tónlistar- og myndbandasafni ríkisútvarps og sjónvarps í Sovétríkj- unum sálugu, sem verður selt á næsta ári. Safnið í Moskvu er eitt hið stærsta í heimi. í því er að finna upptökur frá 1930, um 400.000 klukkustundir af efni með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum heims; píanóleikur- um, fiðluleikurum, hljómsveitum undir stjórn heimsþekktra manna, söngvurum og dönsurum. Maðurinn að baki sölu efnisins er Tristan Del, af rússneskum og bandarískum ættum. Hyggst hann skipta ágóðanum af sölunni jafnt a milli síns og ríkisfjölmiðilsins rúss- neska. Del hefur gert samning við breska útgáfufyrirtækið Telstar, sem hyggst gefa um 100 upptökur út, og verður sú fyrsta af áðurnefndum tónleikum Robesons í Moskvu. Upp- tökurnar eru falar fólki hvaðanæva að úr heiminum nema frá Rúss- landi, vegna „mikilla vandkvæða í tengslum við höfundarréttarmál" að - því er Del segir. Rússar eru ekki þeir einu sem hafa opnað eða hyggjast opna upp- tökusöfn sín, því flestar þjóðir sem áður voru austan jámtjalds hafa gert slíkt hið sama. Eftir miklu er að slægjast því að margar upptök- urnar em einstæðar og tónlistar- mennirnir á heimsmælikvarða. Risamir fimm í útgáfu tónlistar; Sony, PolyGram, BMG, Wamer og EMI keppast nú um að tryggja sér útgáfurétt úr þessum söfnum, að því er segir í Financial Times. Samningur Dels hefur vakið mikla gagnrýni í Rússlandi. Fullyrða marg- ir rússneskir tónlistarmenn að verið sé að selja ómetanleg menningar- verðmæti úr landi fyrir smáaura. Hefur Del ákveðið að höfða mál á hendur menningarmálaráðherra Rússlands og píanóleikara einum, en þeir hafa sakað hann um óheiðar- leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.