Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grunn gröf fortíðarinnar ^^0 hefur orðið af rit- höfundum í Rússlandi og Austur-Evrópu eftir að jámtjaldið féll? Höf- undum sem á tímum kalda stríðsins urðu að fara í felur og gefa varð verk þeirra út „neðanjarðar". Höf- undum sem voru samviska þjóðar sinnar, rödd hinna kúguðu og vitni sannleikans? í The Economist em raktar þær breytingar sem orðið hafa á högum rithöfunda eftir hrun kommúnismans í Evrópu. í kjölfar falls Berlínarmúrsins árið 1989 áttuðu margir rithöfund- ar sig á því að þeir léku skyndilega mun stærra hlutaverk í löndum sín- um en þeir höfðu nokkm sinni ímyndað sér. Vaclav Havel, leik- skáld, sem sat um tíma í fangelsi fyrir andóf, varð forseti Tékklands. Blaga Ditrova, skáld og eins og hún orðar það, „ósköp venjuleg búlgörsk kona“, var kjörinn varaforseti lands síns. Besta núlifandi skáld Rúm- eníu, Marin Sorecu, varð menning- armálaráðherra. Markaðslögmálið En þeim sem héldu áfram að skrifa var illa bmgðið þegar lögmál markaðsins blöstu við. Á dögum kommúnismans áttu þeir rithöfund- ar sem vora í náðinni hjá stjómvöld- um ekki í neinum vandræðum með að fá útgefanda. Bækur þeirra vom gefnar út í stómm upplögum með ríkisstyrkjum. Þeir sem ekki vom innundir hjá stjómvöldum gátu huggað sig við það að ekki skorti efni til að skrifa um; menn á borð við Scorescu og Tékkinn Miroslav Holub einbeittu sér að því að búa gagnrýnina í þann búning sem Hrun kommúnismans í Rússlandi og Austur- Evrópu hefur valdið miklum breytingum í bókmenntaheiminum. Ekki eru allir vongóðir um að þær séu til batnaðar. blekkti ritskoðara. Hvað sem öðm leið vom ríthöfundar sérstakur hóp- ur en nú þegar markaðslögmálin ráða ríkjum er sérstaða þeirra fyrir bí. Það era ekki aðeins rithöfundar sem þjást. Á nýliðinni bókahátíð í Cheltenham á Englandi lýsti Andrew Numberg, sem unnið hefur ■ að bókakynningum, því yfir að ein sorglegasta afleiðing hrans Sovét- ríkjanna og falls rúblunnar væri sú að bækur góðra höfunda á borð við Iris Murdoch seldust ekki lengur í Rússlandi. Nú kepptust menn við að þýða bækur eftir Jackie Collins og hennar líka. Utgefendur í Rúss- landi væra fyrst og fremst kaup- sýslumenn og gengi bókaútgáfan ekki vel í fyrstu atrennu, snem þeir sér að öðm. Söknuður Einn af þeim rithöfundum sem virðist sakna sovéttímans, er Andrej Bitov, einn af bestu núlif- andi rithöfundum Rússa, sem situr í dómnefnd rússnesku Booker-bók- menntaverðlaunanna. Hann fædd- ist árið 1937 í Pétursborg, sem fóstraði Púshkín, Gogol og Dostojevskíj. Bækur Bitovs eru langar og heimspekilegar, nokkurs konar framhald verka 19. aldar meistaranna. Bitov kveðst aldrei hafa litið á sig sem uppreisn- armann. „Ég taldi hlutverk mitt vera það að fylla upp í það tóma- rúm sem var á milli hefðbundinna rússneskra bókmennta og framtíð- arinnar,“ segir hann og bætir því við að ekkert vit sé í tilraunum rithöfunda til að þefa uppi umfjöll- unarefni sem kunni að falla að hinu fijálsa markaðskerfi sem ríkir í bókaútgáfunni. „Kapítalistarnir segja: Hvar er næsta bók? Hvaða næsta bók, spyr ég. Ég skrifa sama verkið alla mína ævi. Ég geri hvað ég get til að breytast ekki.“ Þegar Bitov er spurður um þá þjáningu sem ritskoðunin á tímum Sovétríkjanna olli ypptir hann öxl- um. „Þegar allt var ritskoðað virt- ust jafnvel steinamir tala, óháð þeirri hugmyndafræði sem stjóm- völd reyndu að koma á framfæri. Það sem hefur breyst er viðhorf almennings til bókmennta. Sjáðu til, enginn hefur lengur áhuga á hlutverki þeirra — menn vilja ein- göngu græða geninga. Það er ekki tími til neins. Áður fyrr var nægur tími. Við höfum skipt á hugmynda- fræðilegum hlekkjum og efnahags- legum." Bitov hóf að skrifa skáldsöguna „Hús Púshkíns" árið 1964. Hún var gefin út á rússnesku í Bandaríkjún- um árið 1978 en birtist ekki í hillum sovéskra bókaverslana fyrr en árið 1989, aldarfjórðungi eftir að Bitov hóf að skrifa hana. „Mér lá ekkert á,“ segir Bitov. „Það vom forrétt- indin við það að búa við stöðnun." Þegar hann er spurður hvort að honum finnist erfíðara að skrifa nú svarar hann: „Það er eins. Ég beitti mér aldrei í stjómmálum, skriftirn- ar vom það sem ég fékkst við.“ Vonumbetritíð Pólska skáldið Piotr Sommer tel- ur að vandi fólks á borð við Bitov sé aðeins tímabundinn. í Póllandi hafi sá tími sem „raslið hafi kaf- fært bókamarkaðinn, eins og raunin virðist í Rússlandi, staðið stutt og honum er lokið. Nýir útgefendur stinga stöðugt upp kollinum í Pól- landi, þrátt fyrir að flestir þeirra séu smáir og fjárvana. Sem betur fer em tvær stofnanir sem veita styrki til útgáfu góðra bóka.“ Hafa ungu skáldin grafíð upp ný umfjöllunarefni? „Aðalatriðið er að þau halda sig fjarri stjórnmálum. Hinn kaldhæðni stíll eldri kynslóð- arinnar er horfinn." Sommer hefur enga samúð með þeim sem sýta horfíð þjóðskipulag. „Nú höfum við tækifæri til að eiga tiltölulega eðli- legar umræður. Við þurfum 'að losna við allt þetta gulli slegna rasl.“ Andras Nagy, eitt af efnilegustu leikskáldum Ungverjalands, tekur undir þessa skoðun.„Gröf fortíðar- innar er grann í Austur-Evrópu, rétt er það. En samtímis eram við heltekin af hugsuninni um fortíðina, um sögu okkar, og það kann að reynast okkur óhollt. Stjómkerfi koma og fara; vonin ríkir, breyting- ar, óreiða, glæpir, en um leið liggur eitthvað enn dýpra. Okkar tækifæri er núna.“ TONLIST Sígildir diskar ALAGNA Popular tenor arias. Roberto Alagna tenór. Fílharmóníuhljómsveit Lundúna u. stj. Ric- hards Armstrongs. EMI Classics 7243 5 55540 2 4. Upptaka: DDD, Abbey Rd. Studio 1, Lundúnum 1/3/4/1995. Lengd: 61:17. Verð: 1.899 kr. ERU tenórar í útrýmingarhættu? Sú radd- gerð sem virðist stríða mest gegn lögmálum náttúra og líffræði (að kontratenóram sleppt- um), raddgerð án hverrar rómantísk ópera stæði varla undir nafni, hefur vissulega alltaf verið fágæt, einkum ef beðið er um birtu, kraft og hæð. En nú þykir endumýjunin þama uppi á þakskeggi karlmannsbarkans hafa staðið óvenju lengi á sér, því þrístimið Pavarotti-Dom- ingo-Carreras hefur ríkt óáreitt að kalla í meira en 20 ár á toppnum. (Haldi einhver, að gleymzt hafi að nefna signore Jóhannesson dall’ Islanda í þessu dæmi, þá ber að hafa í huga, að hér í dálkinum er eingöngu fjallað um hljómplötur, og eingöngu erlendar.) Aldarfjórðungur er langur tími, m.a.s. á jafn hefðbundnum vettvangi og í óperuheim- inum, þar sem sömu 20-30 tónverkin breiða sig yfir bróðurpartinn af sýningum leikhús- anna. Smekkur er samt alltaf að hnikast til, og e.t.v. hefur klifur fremstamanns upp að háa c-inu ekki lengur sömu andkafar-áhrif á hlustendur og áður fyrr, alltjent á norðlæg- ari breiddargráðum hins vestræna heims; má vera, að atriði eins og hópsöngur, sviðs- setning og hljómsveitarspilamennska vegi orðið hlutfallslega þyngra. En frammistaða einssöngvara verður þó alltaf veigamikíl í óperuflutningi, enda hefur svo verið frá fyrstu tíð. Þar er spurt um sviðsnærveru, persónu- töfra, leikhæfileika - og auðvitað fyrst og fremst söngfærni. Fyrir hljómplötumiðilinn virðist þar að auki ákveðinn þýðleiki þurfa að koma til, svo að söngurinn renni ljúflega inn um hljóðnema og enn Ijúflegar út aftur um hátalarana heima í stofu; þýðleiki sem stærstu óperaraddir hafa því miður ekki allt- af til að bera, enda víða í söngnámi lögð ofuráherzla á að röddin skili sínu bezta í stór- um sal 30 metram frá hlustandanum. Sumum tekst að brúa þetta bil, öðrum ekki. Fjórði tenónnn? Maður er nefndur Roberto Alagna, borinn og barnfæddur í Frans, en af sikileysku for- eldri. Ferill hans hófst í kyrrþey fyrir um sjö árum, en nú virðist heldur betur fara að glæðast um. Glóðvolg plata frá EMI, sem var að berast í búðir, er gott sýnishorn af núver- andi getu piltsins (aldur hans er ekki gefinn upp, en sýnist vera tæplega um þrítugt eftir myndum að dæma). Eftir því sem undirrituð- um hefur verið tjáð, era brezku blöðin upp- full af glæstum spádómum, og er engu líkara en að talent á við endurfæddan Caruso sé komið fram á sjónarsviðið, og talað um, að „fjórði tenórinn" hafi loks hafið upp raust sína. Platan sem hér um ræðir er allfjölbreytt að efnisvali, nema hvað kemur á óvart, hversu mikið er áf frönskum óperuaríum hjá söngv- ara með jafnítalskt nafn og Roberto Alagna. En franskt uppeldi og menntun skýrir auðvit- að margt. Fyrir Norðvesturevrópska hlust- endur er hressileg upplifun að mörgu frönsku efninu, þ. á m. gleymdum nöfnum eins og Henri Ribaud, sem skrifar 1914 aríu með hljómsveitarundirleik, M?rouf, savetier du Caire, sem gæti verið lykiluppskrift Holly- woods að austurlandastemmningu næstu 50 ár á eftir. En að sjálfsögðu er yfrið nóg af frægum sýningartefjurum eins og aríunum tveim úr Lucia di Lammermoor, öðrum tveim úr Vilhjálmi Tell, La donna ? mobile, La fleur úr Carmen, M’apparí úr Mörtu Flotows, þrem aríum úr Don Pasquale, að ekki sé talað um Köldu höndina úr La Boh?me eftir Puccini. Söngur Robertos Alagna er vissulega eftir- tektarverður. Röddin er fáguð; að vísu ekki ýkja björt, en síður en svo kraftlaus, þó að kristallsglös heimilanna standi ósprangin enn um stund. Bezt er líklega að segja sem minnst, því ótalmargt getur gerzt. Víst er, að miklir möguleikar era fyrir hendi, því hljóðnerhinn mun söngvaranum auðheyran- lega hliðhollur nú þegar. Miðað við gildandi ördeyðuástand er ljóst, að hér er kominn gemlingur, sem eftir á að velgja gömlu hrút- ana duglega undir uggum. Hljómsveitin leik- ur óaðfinnanlega, og upptökuhljómurinn er á við það sem bezt þekkist. Roberto Alagna Bernstein Leonard Bernstein: 1., 2. & 3. sinfónía („Jeremías“, „Öld kvíðans" og „Kaddish"); Chichester-sálmar; Kvöldlokka f. einleiksfiðlu, strengi, hörpu & slagv.; Forleikur, fúga og riff. Jennie Tourel (MS), Philippe Éntremont, pnó., John Bogart (A), Camerata söngvaramir, Zino Francescatti, fiðla, Benny Goodman, klar., Fílharmóníuhljómsveit Nýju Jórvíkur & Jasskombóið Kólúmbía u. stj. Leonards Bernsteins. SONY Classics, SM3K 47162. Upptaka: ADD, New York 1961/1963/1964/1965. Lengd (3 diskar): 2.41:49. Verð: 4.499 kr. ÍMYNDIN, sannferðug eða fölsk, er sá geislabaugur - eða klafi - sem fylgir frægum listamönnum og hefur áhrif á stöðu verka þeirra í huga almennings. Hvað Leonard Bemstein (1918-1990) viðvíkur, er enginn vafi um, að ímynd hans sem Broad- waytónskálds, jassunnanda, alþýðuupp- fræðara og hróks alls fagnaðar hafi framan af lagt stein í götu “alvarlegri” tónverka hans hjá gagnrýnendum og hlustendum. Það læðist að manni sá granur, að sömu verk, en kennd við annan höfund með óiíka ímynd, hefðu hlotið allt aðrar viðtökur og þótt mun merkari list. Því þó að þau séu ákaflega fijálsleg, stundum nánast tilraunakennd, í formi, þá gerði hið aðgengilega ytra tónamál að verkum, að fáir komu auga á framleika þeirra. Á miðri 20. öld og upp úr var það allt önnur tegund framleika sem gilti - og hvemig átti annars að vera hægt að taka popphöfund söngleikja líkt og On The Town og West Side Story alvarlega? Hitt er svo annað mál, að tíminn hefur unnið fyrir Bernstein. Tónverk hans hafa enzt betur en ætlað var. Undírstöðuatriði eins og ríkar tilfinningar, kímni, sönggleði, smitandi hrynskyn og orkestrunarhæfileikar sem jafnast á við eitt af uppáhöldum hans, Gustav Mahler, hafa, ásamt eðlislægum skilvirkum strúktúr, náð að festa þau í sessi. Hljóðritanirnar á diskunum þrem frá Sony Classics era komnar til ára sinna (1961-65), en hafa engu að síður augljósa sérstöðu, þar sem höfundur sjálfur stjómar þar fastahljómsveit sinni til margra ára, Fílharmóníusveit New' York borgar. Hafi tónsmíðar Bemsteins verið umdeildar, þá er ekki um það deilt, að hann telst meðal merkustu hljómsveitarstjórnenda vorra tíma, og N. Y. Fílharmónían var, og er, meðal fremstu sinfóníuhljómsveita heims. Árangurinn er eftir því. Spilamennskan er stórglæsileg, og Jennie Tourel er sem sköpuð fyrir einsöngspartana í Jeremíasi og Kaddish. Philippe Entremont fer með mikið og vandasamt píanóhlutverk í Öld kvíðans eins og að drekka vatn, og snurðulaus og fisléttur fiðluleikur Zinos Francescattis er punkturinn yfir i- inu í Kvöldlokkunni. Veikasti punkturinn að mínu viti er kórsöngurinn. Þó að sungið sé af krafti og innlifun, þá ber kórinn samt þennan hvimleiða keim af Walt Disney Studios, þ.e.a.s. með miklu og leikhúslegu víbratói, sem tíminn er löngu hlaupinn frá, jafnvel í Bandaríkjunum. Yfirfærslan á geisladisk hefur hins vegar tekizt vel, nema hvað greina má smávegis rum (“rumble") á kyrrlátustu stöðum. Burtséð frá því er upptökuhljómurinn hinn ágætasti. Verkavalið myndar girnilegt úrtak af helztu hjómsveitarverkum Leonards Bemsteins, og virðist hér fátt fjarri góðu gamni, nema kannski Konsertinn fyrir hljomsveit og Dívertímentóið frá 1980. En Bernstein- unnendur munu samt varia hugsa sig um tvisvar. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.