Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fNtotgjmðft$foib 1995 JUDO LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER BLAÐ D Ásmundur skiptir aftur í Aftureldingu ÁSMUNDUR Einarsson, markvörður hand- knattleiksliðs KR-inga, hefur ákveðið að skipta aftur yfir í Aftureldingu en hann lék með félaginu í fyrra. Gengið var frá samn- ingi í gær og verður hann væntanlega lögleg- ur með Aftureldingu á mánudag. Asmundnr er markvörður U-21 árs landsliðsins og var kjörinn efnilegasti leikmaður 1. deildar á síðasta keppnistímabili. „Ég er mjðg ánægð- ur með að fá Ásmund aftur í okkar raðir. Hann óskaði sjálfur eftir því að skipta yfir og við vorum alls ekki á móti því," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Aftureldingar. J Halldór Hafsteinsson gefur júdóíþróttina upp á bátinn Kominn í þrotpen- ingalega HALLDÓR Hafsteinsson, júdó- maður úr Ármanni, sem var við æf ingar í Barcelona á styrk Ólympíusamhjálparinnar, segir að hann hafi farið f rá Barcelona vegna peningaleysis. „Ég var alveg kominn íþrot peningalega og varð að velja á milli fjölskyld- unnar og júdóíþróttarinnar. Ég tók að sjálfsögðu fjölskylduna f ram yf ir og það var því ekkert annað að gera í stöðunni en að koma sér heim og vinna fyrir sínum skuldum," sagði Halldór Hafsteinsson íviðtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa stof nað til mikilla skulda vegna íþróttaiðkunar, skulda sem hann Ijúki ekki við að greiða fyrr en eftir mörg ár. Halldór segir að hann hafí ekki farið frá Barcelona án þess að kveðja kóng né prest, eins og sagt var í Morgunblaðinu í vikunni. Vert er að geta þess að í bréfi frá Ólymp- íusamhjálpinni til Ólympíunefndar íslands — sem fréttin byggði m.a. á — var sagt að hann hefði farið án þess að láta vita („left without any previous advice" á ensku). „Ég tal- aði við konuna sem er milliliður æf- ingabúðanna í Barcelona og Ólympíusamhjálparinnar á föstudag- inn var [fyrir rúmri viku] og sagði henni eins og var, að ég yrði að fara heim því ég gæti ekki framfleytt fjöl- skyldunni lengur. Konan ætlaði að koma því til höfuðstöðva Ólympíus- amhjálparinnar í Lausanne, en þá var búið að loka þar og því ekki hægt að láta vita af brotthvarfi mínu fyrr en á mánudag og þá var ég farinn. Ég átti kost á því að vera áfram en því miður leyfði fjárhags- staða mln það ekki," sagði Halldór, sem var með eiginkonu sína og tvö börn í Barcelona. Halldór fékk 2.000 dollara á mán- uði í styrk frá Ólympíusamhjálpinni — andvirði um 130 þúsunda króna. Hann segir að allur styrkurinn hafí farið í það að greiða fyrir þjálfara og æfingaaðstöðuna í Barcelona. „Þar sem ég var með fjölskylduna með mér átti ég þess ekki kost að búa í æfmgabúðunum sjálfum því þar er bannað að hafa börn. Ég varð því að leigja húsnæði í borginni fyrir fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Ég er mjög þakklátur Ólympíunefnd íslands og Júlíusi Hafstein, formanni hennar, fyrir þann stuðning sem ég fékk þar, en er aftur á móti óánægð- ur með að hafa ekki fengið náð fyr- ir augum þeirra sem stjórna úthlutun úr Afreksmannasjóði ÍSÍ. Ef ég hefði fengið svipaðan styrk og frjáls- íþróttamennirnir eru að fá hefði það nægt mér til að brúa það bil sem upp á vantaði. Þrátt fyrir mikinn þrýsting á Afreksmannasjóð var því alfarið hafnað. Auðvitað er sárt að svona fór, en ég hafði ekki um neitt annað að velja en hætta og koma heim." Halldór segist hafa verið í 20. sæti á afrekalista Evrópu í sínum þyngdarflokki, -86 kg. Hann sagðist hafa verið kominn mjög nájægt því að tryggja sér sæti á næstu Ólympíu- leika því 14 efstu á Evrópulistanum kæmust til Atlanta. Hann sagði það ljóst eftir þessa reynslu að það væri liðin tíð að íþróttamenn kæmust á Ólympíuleika án þess að fá til þess góðan stuðning og að þeir gætu helg- að sig íþróttinni án þess að hafa að því fjárhagslegan skaða. „Þessu ævintýri er því miður lokið og nú er kominn tími til að snúa sér að fjölskyldunni. Ég er búinn að æfa júdó í ellefu ár og hef keppt á um hundrað mótum. Eg hef stofnað mér og mínum í miklar skuldir vegna íþróttarinnar og var að reikna það út að gamni mínu að ég verð að borga síðustu afborganirnir af lánum árið 2014," sagði Halldór Hafsteins- son. Hættur! HALLDÓR Hafsteinsson er komlnn heim frá Barcelona og hefur ákveðið að hætta keppnl f júdó vegna fjárhagsörðug- lelka. Hann telur sig hafa átt góða mögulelka á ólympíusæti. Overmars til United? ENSKA knattspyrnustórveldið Manchester United, sem í sum- ar reyndi að kaupa hollenská útherjann Marc Overmars frá Ajax án árangurs, virðist enn vera að reyna að ná í kappann ef marka má fréttir hollenskra fjðlmiðla. Ajax fór í sumar fram á J0 milljónir punda — andvirði um eins miUjarðs króna, en Eng- lendingunum fannst það of mikið. Pregnir herma að nú gæti verðið lækkað niður í 6,5 milh\ punda, um 650 millj. króna. Forráðamönnum United leist reyndar ekki á launakröfur ieikmannsins í sumar, en hann fór fram á 25.000 pund í viku- laun. Það jafngildir tveimur og hálfri miHjón króna. Ekki fylgir sðgunni hvort líkur séu á að hann myndi sætti sig við lægri laun nú en i sumar. Þrír Islend- ingar hjá Raufoss ÞRÍR íslenskir knattspyrnu- menn leika með norska 3. deild- arliðinu Raufoss næsta keppn- istímabil. Þetta eru þeir Einar Páll Tómasson og Valgeir Bald- ursson sem léku með liðinu á stðustu leiktíð og nú hefur Tómas Ingi Tómasson, Eyja- maður sem lék með Grindvík- ingum í sumar og þar áður með KR, bæst I hópinn. HANDKNATTLEIKUR BIKARMEISTARAR KA frá Akur- eyri hefja titilvörnina annað kvöld er þeir mæta Gróttu á Seltjarnar- nesi í 32 liða úrslitum bikarkeppn- inni HSÍ.Þar er um að ræða eina af þremur innbyrðisviðureignum liða úr 1. deild — sem allar eru á sunnudagskvöidið, þannig að Ijóst er að þrjú 1. deildarlið falla úr strax- við fyrstu hindrun. Einnig liggur fyrir að eitt B-lið kemst í 16 liða úrslitin því Víkingur-B og FH-B mætast. Helstu leikir í 32-liða úr- slitunum eru viðureignir Stjörn- unnar og Aftureldingar, Hafn- arfjarðarliðanna Hauka og FH og áðurnefnd viðureign Gróttu og KA KA hefur titilvörnina gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Þessir leikir hefj- ast allir kl. 20 annað kvöld. Vert er að geta þess að KA og Grótta mættust í undanúrslitum keppninn- ar á síðasta keppnistímabili og þá sigruðu KA-menn örugglega, 25:16. Gróttuliðið lék vel og sigr- aði Hauka örugglega í síðustu umferð 1. deildarinnar í vikunni og því verður fróðlegt að sjá hvern- ig Seltirningum gengur gegn bikar- meisturunum á morgun. Ekki verður leikurinn í Garðabæ síður fróðlegur, en Afturelding fékk einmitt fyrstu stig sín í deild- inni í vetur með sigri þar fyrir skömmu, en fram að því var Stjarn- an taplaus. Og Ijóst er að Hafnar- fjarðarslagurinn verður einnig merkilegur eins og viðureignir þessara liða eru jafnan. NÝJAR EÐKENDATÖLUR BREYTA ENGU UM GREIÐSLU LOTTÓPENINGA / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.