Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 1
116SIÐURB/C/D «rgu»H*feito STOFNAÐ 1913 247. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 29. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníudeila Rússa og Bandaríkjanna Samkomulag umsameigin- lega hersveit Sarajevo. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, og William Perry, varnarmálaráðhe.rra Bandaríkjanna, hafa náð samkomulagi um stofn- un sameiginlegrar hersveitar ríkjanna til að styðja friðargæslusveitir í Bosníu. Ráðherrarnir sögðu á föstudagskvöld að nokkur þúsund menn frá hvoru ríki yrðu í hersveitinni, sem myndi meðal annars sjá um flutninga og ýmsar framkvæmdir í þágu friðargæslusveitanna. Jeltsín máekki fá gesti Moskvu. Reuter. LÍÐAN Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, sem er á sjúkra- húsi í Moskvu vegna hjarta- áfalls, er óbreytt, að sögn tals- manns hans í gær, laugardag. Læknar réðu forsetanum frá því að taka á móti gestum. Heilsubrestur forsetans hef- ur þegar orðið til þess að fundi forseta Bosníu, Serbíu og Kró- atíu í Moskvu hefur verið af- lýst. Fyrirhugaðri ferð hans til Kína um miðjan næstá mánuð hefur einnig verið aflýst og ólíklegt er að hann fari til Noregs síðar í nóvember. Gratsjov og Perry sögðu á sameig- inlegum blaðamannafundi að sveitin yrði einnig skipuð hermönnum frá öðrum löndum og ekki undir yfir- stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hún yrði send til Bosníu mánuði eftir að friðargæsla NATO hefst þar ef samið verður um frið á fundi forseta Bosníu, Króatíu og Serbíu, sem hefst í Bandaríkjunum á miðvikudag. Ekki náðist samkomulag í deilunni um hvort rússneskir hermenn tækju þátt í friðargæslunni sjálfri en ráð- herrarnir hyggjast ræða það mál frekar um miðjan nóvember. Ósamið um Slavoníu Stefnt hefur verið að því að Serbar og Króatar undirriti samning um framtíð Austur-Slavoníu í dag eða á morgun en ólíklegt er að af því verði. Serbar vilja nú ekki fallast á að láta héraðið af hendi fyrr en eftir þrjú ár. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hét þvn' að beita öllum ráðum til að endur- heimta héraðið í ræðu sem hann flutti á fundi á föstudagskvöld vegna króat- ísku þingkosninganna í dag. Bretar taka ekki und- ir gagnrýni á Frakka Sydney, Tókýó. Reuter. FRAKKAR sættu enn harðri gagn- rýni í gær eftir að hafa sprengt þriðju kjarnorkusprengjuna í til- raunaskyni á eyju í Suður-Kyrra- hafi á föstudagskvöld. Bretar færðust þó enn undan því að taka undir gagnrýnina og eiga því á hættu að einangrast á leiðtoga- fundi samveldisríkjanna i næsta mánuði. Ráðamenn í Ástralíu, Nýja Sjá- landi og Japan afhentu sendiherr- um Frakklands formleg mótmæli en talsmaður Johns Majors, for- sætisráðherra Bretlands, sagði af- stöðu bresku -stjórnarinnar óbreytta. Tilraunirnar væru „mál frönsku stjórnárinnar." Sprengjan var sprengd á versta tíma fyrir Major, sem ræðir við Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, í London í dag. Leiðtogar samveldisríkja hafa hótað að ein- angra Breta á fundinum í næsta mánuði vegna afstöðu þeirra í málinu. Jr*" « MIKILL uggur er í fólki á Vest- fjðrðum og óvissa um framtiðina. „ Við erum samt á því að þrauka áfram, a.m.k. mín fjölskylda og ég held að allir núverandi íbúar Súðavíkur séu söiuti skoðunar, þrátt fyrir óttann," segir Ásthild- Uggur og óvissa Morgunblaðið/RAX ur Jónasdóttir. Blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins hittu íbúa í Súðavík, Hnífsdal, Bolungaryík, á Flateyri, Suður- eyri og á ísafirði. ? 9/10/11/12/13/14. 16 KLOFNAR KAMADA? « MTLIN6/IWK Stjórnendur og starfsfólk 22 VIÐSfaPIXATVINNUIÍF A SUNNUDEQI ZyFca^tay

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.