Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólarektor segir að byggja verði upp atvinnuvegi fyrir háskólamenntað fólk 15% kandídata frá 10 ára tímabili búa erlendis TÆPLEGA 15% kandídata sem brautskráðust frá Háskóla íslands á árunum 1979-1988 búa erlend- is. Hæst er hlutfallið meðal kandídata sem braut- skráðust úr læknadeild og verkfræðideild. Svein- björn Bjömsson háskólarektor sagði við braut- skráningu kandídata í gær, að afar brýnt væri að byggja upp atvinnugreinar sem nýta háskóla- menntað fólk, annars væri ekki við öðru að búast en að vaxandi hluti þess settist að erlendis. 4.018 kandídatar brautskráðust frá Háskóla íslands á árunum 1979-1988, þar af eru 3.937 íslendingar. 584 þeirra eru nú búsettir erlendis eða tæp 15%. Meira en helmingur er búsettur á hinum Norðurlöndunum, 332 eða 57%. í Banda- ríkjunum býr 141. Langfléstir þeirra sem búsettir eru erlendis eru kandídatar úr læknadeild (256), raunvísindadeild (132) og heimspekideild (66). 120 kandídatar fara á ári Sveinbjöm sagði að nám í læknadeild og raun- vísindadeild þætti erfitt og til þess að ljúka því þyrfti góða námsmenn. „Allar líkur benda þvf til þess að við séum að tapa burt mörgum hæfustu námsmönnunum, sem hefðu getað reynst okkur dijúgir við uppbyggingu atvinnulífs og velferðar í landinu. Ef sama hlutfall gildir um þá árganga sem nú eru að brautskrást frá Háskólanum, benda þessar tölur til þess að við töpum nú um 120 kandídötum á ári. Takist okkur ekki að byggja upp atvinnuvegi sem nýta háskólamenntað fólk, er ekki við öðru að búast en vaxandi hluti þess setjist að erlendis." Sveinbjöm sagði að leiðin út úr þessum vanda væri ekki að takmarka þann fjölda sem færi í háskólanám. Reynsla annarra þjóða kenndi okkur að sú leið hefði hvergi gefíst vel. Þjóðin þyrfti á vel menntuðu fólki að halda. Sjávarútvegur og hugbúnaðargerð Háskólarektor benti í ræðu sinni á tvo atvinnu- vegi sem gætu tekið við háskólamenntuðu fólki og gætu um leið verið sá vaxtarbroddur sem at- vinnuvegir þjóðarinnar þyrftu á að haida. Við gætum annars vegar aukið útflutning á þekkingu í sjávarútvegi. Hann sagði að erlendir háskólar hefðu beðið Háskóla íslands um að skipuleggja og halda sumarskóla og sérhæfð námskeið í grein- um tengdum sjávarútvegi. Sameinuðu þjóðimar hefðu auk þess spurst fyrir um hvort íslendingar gætu tekið að sér deild Háskóla Sameinuðu þjóð- anna í sjávarútvegsfræðum. Sveinbjörn hvatti ennfremur til þess að komið yrði á fót matvæla- og sjávarútvegsgarði, sem yrði miðstöð kennslu, rannsókna og þróunar í matvælafræði, sjávarútvegsfræði, framleiðslu og vinnslutækni og markaðssetningu. „Ef íslensk matvælaframleiðsla á að vera samkeppnisfær við erlenda framleiðslu þarf að stórefla menntun og bæta aðstöðu og tsekjakost til rannsókna- og þró- unarstarfa fýrir þennan iðnað.“ Sveinbjöm sagði að hugbúnaðariðnaður og margmiðlun væri farin að skila útflutningsverð- mætum og á þennan atvinnuveg þyrfti að leggja aukna áherslu. „Innan tíðar mun þess tækni bylta öllum kennsluháttum og auðvelda sjálfsnám nem- enda undir handleiðslu kennara. Þetta starfsum- hverfí ætti einnig að verða fijór jarðvegur fyrir þau sprotafyrirtæki sem mörg hver ná að dafna og verða burðarásar í útflutningi þekkingar." Bæjarsljórn ísafjarðar heldur auka- fund vegna atburðanna á Flateyri • • 011 mögnleg- aðstoð veitt ísafirði. Morgunblaðið BÆJARSTJÓRN ísafjarðar sam- þykkti samhljóða á aukafundi sem boðað var til síðdegis á föstudag, að bjóða Flateyrarhreppi alla þá aðstoð sem kaupstaðnum er unnt að veita við endurreisnarstarfíð. Við upphaf fundarins ávarpaði forseti bæjarstjómar, Kolbrún Halldórs- dóttir, fundinn og minntist hinna hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Flateyri, aðfaranótt 26. októ- ber sl. Viðstaddir stóðu upp til að votta hinum látnu, aðstandendum þeirra og Flateyringum virðingu sína. Þá flutti forseti samúðar- kveðju til Flateyringa frá vinabæ Isafjarðar á Grænlandi, Nanortalik. Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði á fund- inum að byggðir á Vestflörðum ættu í vök að veijast og áföll sem þessi væm kannski banabiti þeirra, þó að vonir hans stæðu til annars, og hvatti hann menn til. að standa saman að uppbyggingu þessa lands- fjórðungs. Skyldur ísfirðinga miklar Magnús Reynir Guðmundsson, varabæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sagði að skyldur ísafjarð- arkaupstaðar væru miklar á stund- um sem þessum og vildi hann láta athuga hvort möguleiki væri á að flýta opnun jarðganganna undir Breiðadals- og Botnsheiði í öryggis- skyni. Þá vildi hann láta kanna Hvort til væru lausar íbúðir á ísafírði handa þeim, sem stæðu heimilislausir á Flateyri, auk þess sem hann hvatti bæjarstjómina til að leita allra leiða til að verða Flat- eyringum að sem mestu félagslegu liði. Á fundinum var samþykkt að fela bæjarráði ísafjarðar yfírumsjón með verkinu og á það að kalla til liðs við sig hina ýmsu aðila sem geta orðið að liði í þessu máii. Guð- rún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans, hvatti fundarmenn til að gleyma ekki unglingunum á Flateyri. Eftir umræður um rafmagnstruf- lanirnar á Vestfjörðum sendi bæjar- ráð ísafjarðar eftirfarandi áskorun til stjórnar Orkubús Vestfjarðar. „Bæjarráð ísafjarðar skorar á stjóm Orkubús Vestfjarða að vinna bráðan bug á því ófremdarástandi, sem alltof oft skapast vegna ónógs varaafls á' ísafirði." Morgunblaðið/Þorkell Samhugur í verki Landsfundi frestað Jflar0unblsbn» Innan veggja heimilisins MORGUNBLAÐINU í dag fylg- ir 28 síðna blaðauki sem nefnist „Innan veggja heimilisins". 120 milljónir ílottói AUKAÚTDRÁTTUR verður í Vík- ingalóttóinu næstkomandi miðviku- dag, 1. nóvember. Dregið verður úr venjulegum potti, sem að þessu sinni er tvöfaldur og er áætlað að hann verði vel yfír 120 milljónir króna. Að loknum þeim drætti verður dregið aftur úr aukapotti, sem verð- ur 58 milljónir króna. Til að hreppa vinning úr þessum potti þurfa vinn- ingshafar að vera með allar sex tölurnar réttar. Aukaútdrátturinn verður einungis í þetta eina sinn, nema ef potturinn gengur ekki út. Ef það gerist verður dregið um hann aftur 8. nóvember. LANDSSÖFNUNIN Samhugur í verki hófst á hádegi í gær og sátu þá 30 sjálfboðaliðar við síma að taka við samtölum. Að sögn Páls Þorsteinssonar, talsmanns söfnun- arstjórnarinnar, fór söfnunin vel af stað eins og búist hafði verið við. Aðstaða er fyrir allt að 75 sjálfboðaliða að vinna við símsvör- un í einu. Landssöfnunin er skipu- Iögð af fjölmiðlum landsins í sam- vinnu við Póst og síma, Rauða kross íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar. Starfsmenn þessara aðila, auk sjálfboðaliða víða að, m.a. frá Félagi framhaldsskóla- nema, vinna við móttöku fram- laga. Þeim er veitt viðtaka í síma 800-5050, til þriðjudags frá 9 að morgni til klukkan 22 dag hvern. Söfnunarroikningurinn er nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Önundar- fjarðar, Flateyri. MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur að tillögu formanns flokksins ákveðið að fresta 32. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem standa átti frá fimmtudeginum 2. nóvem- ber til sunnudagsins 5. nóvember. Landsfundinum er frestað fram yfir áramót og verður hann haldinn í mars eða apríl 1996. í frétt segir að miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins sé þess fullviss að allir, sem þegar hafa lagt mikið af mörkum til undirbúnings lands- fundarins, virði og skilji ástæður þessarar ákvörðunar, sem eru hinar hörmulegu afleiðingar snjóflóðsins sem féll á Flateyri á fímmtudaginn var. Einnig segir að miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins sendi öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna hins hörmulega slyss dýpstu sam- úðarkveðjur sínar. vestra ►Blaðamenn Morgunblaðsins heimsóttu byggðarlögin á norðan- verðum Vestfjörðum, þar sem óhugur ríkir meðal margra íbú- anna eftir hörmungamar á Flat- eyri, og ýmsum þykir framtíðin óviss eftir að komið hefur á daginn að jafnvel endurskoðuðu mati á sjónflóðahættu er ekki unnt að treysta. Aðrir láta þó engan bilbug ásérfínna. /9-14 Klof nar Quebec? ►íbúar Quebec ganga á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði ríkisins. Verði það samþykkt gæti það gerbreytt Kanada í grundvallaratriðum./16 Engin vettlingatök ►Fangelsismál í landinu hafa ver- ið í örri þróun síðan Fangelsismála- stofnun tók til starfa í ársbyijun 1989. Hér er rætt við yfirmann þessa málaflokks í landinu, Harald Johannessen./18 Stjórnendur og starfs- fólk ►í Viðskiptum og* atvinnulífí á sunnudegi er fjallað hvað þarf til að samskipti yfirmanna og óbreyttra starfsmanna geti verið sem farsælust ./22 B ► l-32 María - konan bak við goðsögnina ►Hér birtast kaflar úr nýrri bók um Maríu Guðmundsdóttur sem gerði garðinn frægan sem fyrir- sæta á erlendri grundu./l Engin þjóð afsalar sér þjóðarbroti sínu ►Næstum 100.000 manns í Norð- ur Ameríku og Kanada telja sig meiri eða minni íslendinga. Jón Sig. Guðmundsson ræðismaður í Kentucky áttar sig ekki átómlæti landsmanna gagnvart þessn stóra þjóðarbroti./6 Regla rauða drekans ►Ný kvikmynd Benjamín dúfa sem gerð er eftir samnefndri sögu verður frumsýnd 9. nóvember nk. Rætt er við aðalleikenduma í myndinni, sem leika piltana sem mynda riddararegluna ./14 Grjót ►Hjáimar R. Bárðarson hefur gefið út bók um íslenskt grjót í öllum sínum margvfslegustu myndum. /16 Matur og vín ►Nú er tfmi villibráðar í algleym- ingi og er tekið á því máli af festu. ./30 C BÍLAR___________________ ► 1-4 Audi A4 langbakur ► Avant kallast nýr bíll sem kem- ur á markað í Þýskalandi í febrúar nk. ./1 Reynsluakstur ►Saab aftur á íslandi eftir nokk- urt hlé ./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Stjömuspá 40 Leiðari 26 Skák 40 Helgispjall 26 Fólk í fréttum 42 Reykjavíkurbréf 26 Bíó/dans 44 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 48 Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréftilblaðsins 38 Mannlifsstr. 6b Idag 40 Kvikmyndir lOb Brids 40 Dægurtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—6—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.