Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR rLífrænt kjöt komib á markab f lífrænt ræktubum lömb- I boblb tll Er þetta ekki bara eitt ævintýrið enn hjá honum, Skjáta mín? Endar á haugunum eins og venjulega. Tómas Zoega geðlæknir Reynslan frá Súðavík nýttist Flateyri. Morgunblaðið. TÓMAS Zoéga, yfirlæknir á geð- deild Landspítalans, segir að björg- unarstarfið á Flateyri sé nokkuð frábrugðið hliðstæðu starfi í Súða- vík í janúar. Mesti munurinn sé sá að björgunarmenn og heilbrigðis- starfsfólk búi yfír reynslu frá fyrra slysinu og geti notað hana. Læknar og hjúkrunarfólk af Landspítala og Borgarsptítala hefur verið til að- stoðar Flateyringum, bæði í byggð- arlaginu og á sjúkrahúsinu á ísafirði. Tómas segir að það muni einnig mikið um það hvað veðrinu hafí slotað miklu fyrr á Flateyri en í Súðavík og því hafi verið hægt að veita fólki fyrstu aðhlynningu og stuðning strax á öruggu svæði á staðnum sjálfum. Þá segir Tómas áberandi hvað skipulag sé allt í góðu lagi á Flateyri en tekur jafn- framt fram að með því sé hann ekki að kasta rýrð á starfið í Súða- vík. Stóðu sig frábærlega vel Þegar Tómas og samstarfsfólk hans kom ti! Flateyrar um klukkan 16 á fimmtudag hafði fólkið sem átti um sárt að binda safnast sam- an í mötuneyti Kambs, ættingar og aðstandendur og fólk sem tekist hafði að bjarga. „Við skiptum liði og fórum að tala við fólkið og fleiri komu og leit- uðu til okkar. Greini- legt var að fjölskyldur sem áttu um sárt að binda söfnuðust hér saman. Þegar áfalla- hjálparhópurinn kom svo með Ægi vorum við komin svo mikið inn í málin hér að ákveðið var að hann færi beint inn á ísafjörð til að sinna björgunarsveit- armönnum sem bæði höfðu verið í Súðavík og hér og sjúklingum sem fluttir voru á sjúkrahúsið," segir Tómas. í þessum hópi var m.a. Rúdolf Adolfsson, hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum, en hann hefur sérhæft sig í áfallahjálp. Tómas segir að björgunarsveit- unum hafi gengið vel með sitt starf. Þeir hafi staðið sig frábærlega vel. Starfið sé vel skipulagt og afköstin mikil eins og fram komi í því hvað meginhluti fólksins hafi fundist á stuttum tíma. Auk þess að ræða við fólk í aðstöðunni í mötuneyti Kambs hef- ur Tómas og hans fólk farið í mörg hús til að ræða við fólk. Töluvert væri um að fólki liði illa, bæði fólk sem hefði misst ættingja og fleiri þorpsbúar. Fólk ekki farið að átta sig „Augljóslega líður öll- um illa undir svona kringumstæðum. Fólk er óttaslegið. Þetta var hörmulegt slys og óvænt. Og ég held raunar að fólk sé ekki farið að átta sig almenni- lega á þessu. A móti kemur að veðr- ið er þokkalegt og það hjálpar fólki. Við munum halda þessu áfram og svo er farið að leggja drög að því að fá aðra til að leysa okkur af. Læknar úr Ólafsvík og Stykkis- hólmi verða héma í nokkra daga og svo er vonast til að hingað komi læknir af geðdeild Borgarspítalans sem var hér læknir áður. Eg ráð- legg fólki sem líður illa á næstu dögum og vikum að leita aðstoðar," segir Tómas Zoéga. Tómas Zoéga Morgunblaðið/Sverrir Snjó mokað út MÖRG hús á Flateyri urðu fyrir einhverjum skemmdum í snjóflóðinu á miðvikudagsnótt, sum vegna þess að loftþrýst- ingur braut glugga og bar snjó inn. Hér moka björgunarsveitarmenn snjó út úr Sólbakka, sem stendur skammt fyrir után bæinn. 20 ára afmæli ITC á Islandi Margir kunna alls ekki að tjá sig var sem AÞESSU ári eru 20 ár síðan íslensku- mælandi deild Int- ernational Training and Communication hóf starf- semi sína, en 57 ár eru síðan félagsskapurinn hóf göngu sína í Bandaríkjun- um. Fyrst starfaði hér- lendis enskumælandi deild á Keflavíkurflugvelli. ITC á íslandi starfaði til ársins 1985 undir heit- inu Málfreyjur og var ætl- að konum, en þegar jafn- réttislög SÞ voru sam- þykkt voru samtökin opn- uð karlmönnum einnig og eru þeir nú einnig starf- andi innan þeirra. Samtök- in á alþjóðavísu voru að vísu ætluð karlmönnum í upphafi og nefndust þá Toast Masters en síðan kvennadeild þeirra stofnuð nefndist Toast Mistress, sem síð- an breyttist í ITC. Nokkur hundruð manns starfa nú innan ITC á íslandi, en á ann- an tug þúsunda í heiminum öllum. ITC er öflugust í Bandaríkjunum, eins og gefur að skilja en á einn- ■ ig mikinn hljómgrunn í Japan og víða í Evrópu. Októbermánuður er alþjóðlegur kynningarmánuður samtakanna. Forseti ITC á íslandi er Hjördís Jensdóttir, en hún hefur starfað innan samtakanna í áratug. Hjör- dís starfar sem innheimtu- og sölustjóri hjá BM Vallá og segir að þekking sú sem hún hafí öðl- ast innan ITC nýtist sér mjög vel í erfíðum byggingariðnaði. - Er starfsemi ITC á íslandi mjög öflug? „Já. Við störfum í deildum sem halda fundi tvisvar í mánuði og hafa fjöldatakmarkanir til að hver og einn einstaklingur fái sem mesta þjálfun. Fundir byggjast á hefðbundinni dagskrá og miðast við að kenna fólki fundasköp, til að gera það hæfara til að axla t.d. formennsku í félögum eða klúbbum. Við störfum eftir þeim reglum um fundasköp að meiri- hluti ræður, en verður samt að virða sjónarmið minnihlutans og gæta hagsmuna hans. Þetta kenn- ir fólki að þroska með sér skilning á viðhorfum annarra og lýsa for- dómalaust skoðunum sínum. Þjálfunin byggir á hæfnismati sem er eins konar uppbyggileg gagnrýni, er þjónar þeim tilgangi að fólk sé ekki að endurtaka fyrri mistök. Fólk lærir að meðtaka gagnrýni sem aðstoð ------------ en ekki sem neikvætt fyrirbrigði. Við leggj- um mikla áherslu á samskipti meðal fólks og öflum okkur þjálf- '—— unar til forystu og bætum tján- ingu okkar í orði. Þeir sem ganga í samtökin svetja heit um að með bættum samskiptum takist að efla skilning manna á meðal um víða veröld. Tilgangurinn er að þroska einstaklinginn og opna umræðu um málefni án fordóma. Við kennum fólki að tjá sig skipu- lega til að koma í veg fyrir for- dóma fyrst og fremst. Við viljum gera fólkið virkara í sínu samfé- lagi og fólk sem hefur verið hjá ITC fer í hreppsnefnir, skólafélög, safnaðarstjómir o.s.frv. og kann þá til verka, en það er nákvæm- lega það sem þjóðfélagið þarfn- ast.“ - Er misbrestur á að fólk kunni að tjá sig? „Því miður er það svo. Mikið af ungu fólki sem hefur starfað Hjördís Jensdóttir ► Hjördís Jensdóttir er fædd árið 1940 í Reykjavík. Húh lauk prófi frá Kvennaskóla Reykjavíkur árið 1957 og hef- ur starfað í 27 ár hjá BM Vallá. Hún er landsforseti ITC á ís- landi og hefur gegnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir samtök- in. Eiginmaður hennar er Ósk- ar Jónsson og eiga þau tvö börn. Eflum skilning manna á meðal með okkur, t.d. úr háskólanum, kann ekki að tjá sig skipulega eða he'fur ekki nægjanlegt þor til þess. Margir, yngri sem eldri, virðast hræddari við að stíga í ræðustól heldur en að horfast í augu við opinn dauðann. ITC hjálpar þessu fólki alls staðar, í vinnu, á heimili og úti í þjóðfélag- inu, því að með því að taka þátt í stjómunarstörfunum eflum við forystuhæfíleika einstaklinga. Starfsemi okkar hefur skilað þeim árangri á tveimur áratugum að þjóðfélagið á nú marga þegna sem taka meiri þátt í samfélaginu en áður. Nútímaþjóðfélagið er þannig gert að við færumst stöð- ugt nær umheiminum og ITC hefur talsverð samskipti við fólk um heim allan, bæði koma gestir hingað og við sækjum til þeirra til að fylgjast með og afla nýrrar vitneskju. Margir sem starfað hafa með ITC hafa gengið í stjórnmálaflokka með góðum ár- angri og sumir jafnvel komist á Alþingi." Hjördís segir að ITC þyki jafn- framt skemmtileg samtök og sé unnið eftir ákveðnu þema til að halda utan um starfsemina og hvern fund. Þá sé rætt um við- komandi þema á fund- um og útbúin verkefni heima til að skila á næsta fundi. Þemað í ________ ár er Gagn og gaman. - Starfsemi samtak- anna fer þó ekki fram með mikl- um látum. Er það meðvituð stefna? „Stefnan er sú að ITC séu öll- um opin en ekki að þau verði fjöldasamtök. Við þjálfum ein- staklinga og miðum við ákveðin markmið og höfum náð þeim ár- angri að ITC eru stærstu alþjóð- legu samtök sem vinna á fræði- legum grundvelli en hafa ekki gróðasjónarmið að leiðarljósi. Það er mikið gagn að því að vera í ITC en gaman einnig. Það er talsvert streymi af fólki í gegnum ITC, því au að loknu tveggja til þriggja ára starfi eru margir búnir að öðlast vald á því sem þeir lögðu áherslu á, þannig að endurnýjunin er alltaf svipuð, sem viðheldur ferskleika. Starfíð hentar öllum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.