Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 9 UGGUR OG ÓVISSA VESTRA Landsmenn eru harmi slegnir eftir að tuttugu manns létu lífíð í snjóflóðinu sem féll á Flateyri aðfaranótt fimmtu- dagsins. Jóhanna Ingvarsdóttir, Steinþór Guðbjartsson, Gunnar Hersveinn og Hallur Þorsteinsson blaða- menn og ljósmyndaramir Krístinn Ingvarsson, Sverrir VUhelmsson, Ami Sæberg, Ingibjörg Ólafsdóttir og Halldór Sveinbjömsson hittu íbúa í Súðavík, Bolungarvík, Hnífsdal, á Flateyri, Suðureyrí og ísafírði. , Morgunblaðið/Kristinn FANAR voru víða dregnir í hálfa stöng í Súðavík sl. föstudag. Þögn slo a menn og margir upplifðu hörmungarnar á ný LMANNAVARNANEFND Súðavíkur ákvað að lýsa yfir hættuástandi í gömlu Súðavík kl. 16.00 á miðvikudag og ekki höfðu liðið nema tveir tímar þar til að allir íbúar á hættusvæðinu höfðu flutt sig á öruggari staði. Flestir gistu grunnskólann og aðrir héldu kyrru fyrir í sumarbústaðabyggðinni, sem reist var í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar sl., þar til hættuástandi var aflétt um hádegi á föstudag. Þegar fréttir tóku svo að berast Súðvíkingum frá Flateyri að morgni fimmtudags sló þögn á mannskapinn og margir endurupp- lifðu þær hörmungar, sem hér áttu sér stað fyrir aðeins fáum mánuð- um, eins og einn viðmælandi Morg- unblaðsins orðaði það. í samtölum Morgunblaðsins við Súðvíkinga sl. föstudag var þó engan bilbug á þeim að finna. Þeir ætla sér að vera um kyrrt og halda áfram upp- byggingarstarfinu, sem nú er haf- ið, þrátt fyrir að veturinn hafi á grimmilegan hátt minnt á sig fyrr en nokkurn óraði fyrir. Mikill samhugur Hjá Súðvíkingum mátti finna mikinn samhug með Flateyringum og víða mátti sjá friðarljós á tröpp- um og fána dregna í hálfa stöng um leið og íbúum var gefið leyfi til að flytja til síns heima á ný. Nýráðinn sveitarstjóri Súðavíkur, Ágúst Kr. Björnsson, gekkst fyrir bænastund með Súðvíkingum á fimmtudagskvöld í grunnskólan- um, þar sem að prestur komst ekki á staðinn sökum ófærðar og eftir að rutt hafði verið á föstudag hélt séra Magnús Erlingsson, sóknar- prestur á Isafirði, aðra bænastund með íbúum Súðavíkur. Vinna lá niðri hjá rækjuverksmiðjunni Frosta hf. á meðan að hættu- ástandið varði og skólastarf sömu- leiðis, þar sem að grunnskólinn Atburðirnir á Flateyri hafa gengið nærri mörgum íbúa Súðavíkur og þeir upplifðu aftur hörmungarnar, sem yfir þá dundu fyrir aðeins fáum mánuðum. Samt er engan bilbug á þeim að finna í uppbygging- arstarfinu. gegndi þá öðru hlutverki en hann venjulega gerir. Sveitarstjórinn segir fremur lít- inn snjó hafa legið í ijöllunum, en mjög slæm veðurspá hafi legið fyr- ir. „Við höfðum fylgst með því að spáin hafði gengið eftir um norðan- vert landið og því fannst okkur engin ástæða til að rengja það að hún gengi ekki eftir á Vestfjörðum líka. Þess vegna var ákveðið að rýma öll hús í gömlu Súðavík. Það var beðið með þessa ákvörðun eins lengi og mögulegt var, en að mínu mati var hún hárrétt, eftir á að hyggja. Langstærsti þorri fólks var okkur sammála og reyndar var ég farinn að finna að fólk var farið að hugsa með sér hvort við mynd- um ekki taka þessa ákvörðun vegna þess að því leið mjög illa og létti þegar tilkynning kom um rýmingu húsanna. Að vísu voru sumir ósátt- ir við þessa ákvörðun, eins og geng- ur, og fannst þetta gert of fljótt. Að mínu mati er betra að grípa tii slíkra ráða örlítið fyrr en seinna.“ Ekki er flutt inn í neitt hús í nýrri Súðavík utan sumarbústaða- byggðarinnar. Hins vegar er Ágúst bjartsýnn á að hægt verði að rýma allt að helming íbúða í gömlu Súða- vík fyrir jól og verði þá barnafólk látið njóta forgangs. Sem stendur er búið í 64 íbúðum í gömlu Súða- vík og á hann von á að hægt verði að flytja úr 32 þeirra fyrir jól. Þeir, sem eftir verða, munu þurfa að lifa við það ástand, sem því fylgir að búa í gamla þorpinu og flýja hús ef snjóflóðahætta skapast. „Strax eftir snjóflóðið fór af stað hönnunarvinna í sambandi við skipulag nýs þorps. Menn voru með plön um að geta hafið gatnagerðar- framkvæmdir strax með vorinu og byggingaframkvæmdir strax með sumrinu. Þetta gekk ekki eftir. Gatnagerðarframkvæmdir hófust ekki fyrr en 7. júlí og fyrstu bygg- ingaframkvæmdir hófust ekki fyrr en 15. ágúst, sem eru átta íbúðir í félagslega íbúðarkerfinu. Þeirri framkvæmd, skv. mjög strangri verkáætlun, á að vera lokið fyrir jól. Þá tók hreppsnefnd ákvörðun um það að bíða ekki eftir niður- stöðu Ofanflóðasjóðar á flutningi á þremur gömlum húsum vegna þess að það þótti einsýnt að þau yrði að flytja. Síðan erum við að flytja ijögur önnur hús, sem reist voru í Túngötunni í fyrra, út í nýja þorp- ið. Tvö þeirra eru í félagslega. íbúðakerfinu og þótti einsýnt að enginn myndi vilja kaupa þau nema á öruggu svæði. Lokið er við að steypa undir þau grunnana og búið var að losa þau af eldri grunnum þegar veðrið brast á í vikunni. Það þurfti því að senda menn með hraði til að festa þau aftur.“ Gríðarleg tímamót Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur ríkisstjórnin ákveðið að keypt verði eldri hús Súðvíkinga. Hins vegar er ekki enn ljóst hvaða kjör muni bjóðast. „Ég var vongóð- ur um að niðurstaða fengist í það mál sl. fímmtudag og um væri að ræða mjög viðunandi niðurstöðu ODDNÝ Bergsdóttir ásamt þreyttum syni sínum, Hafliða Emil, 2 ára. ÁGÚST Kr. Björnsson tók við starfi sveitarstjóra á Súðavík um miðjan október. BJÖRN Jónsson vill halda áfram uppbyggingunni. fyrir alla aðila. Ólafur Davíðsson, sem verið hefur i forsvari ráðuneyt- isstjóranefndarinnar, fór til New York og nefndin ætlaði að klára málið um leið og hann kæmi heim, en eins og gefur að skilja hefur nefnd þessi í nógu að snúast þessa dagana og ég hef einfaldlega ekki látið mér detta í hug að hringja. Reglugerðin sagði að ef fólk ætlaði að færa heimilið af hættusvæði og byggja nýtt, þá skuli annaðhvort greiðast fyrir eignina skv. bruna- bótamati eða endurstofnsverði og þeirri tölunni sem lægri er. Aftur á móti að þeir, sem vildu flytja í burtu úr þorpinu, fengju eignina sína bætta á markaðsverði. Hug- myndin er m.ö.o. sú að enginn á að hagnast á þessu.“ Æðstu stjórnvöld þessa lands hafa komið mjög vel að málum Súðvíkinga og stutt þá mjög vel, að sögn Ágústs. „Aftur á móti er þessi dráttur, sem orðið hefur vegna uppkaupa húsanna, bara dæmi um það hvernig embættis- mannakerfið er, þótt því kerfi finn- ist það ef til vill vera að vinna hratt. Hljóðið í fólki var orðið mjög þungt þegar það dróst og dróst að fá nið- urstöðu í uppkaupin. Svo þegar niðurstaðan kom á föstudag í fyrri viku létti fólki rosalega. Þetta voru gríðarleg tímamót, sem tryggði framtíð þessa fólks. Svo er fólkið nú mjög slegið yfir atburðunum á Flateyri og að þetta skuli vera að gerast á þessum tíma var eitthvað, sem engan óraði fyrir. Þetta rótar rosalega upp i sálarlífi fólksins hér.“ Ætlum að þrauka „Eg fór ásamt manninum mínum og tveimur börnum okkar í sumar- hús, sem eldri sonur okkar hefur dvalið í að undanförnu, en hann fór ásamt félögum sínum í björgunar- sveitinni Kofra á Súðavík til hjálp- arstarfa á Flateyri,“ segir Ásthildur Jónasdóttir, íbúi við Nesveg 2 í Súðavík. Húsið hennar slapp naum- lega undan flóðinu á sínum tíma, því flóðið stöðvaðist rétt fyrir utan. Hins vegar blasir eyðileggingin við út um eldhúsgluggann, hvert sem litið er, og því er erfitt að reyna að gleyma þegar hún hafi þétta fyrir augunum allan daginn. „Ég á mjög erfitt með að lýsa tilfinningunum, sem upp komu í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri. Mað- ur finnur bara alveg óskaplega mikið til með íbúunum þar og óhætt er að segja að við séum að endur- upplifa hörmungarnar, sem við urð- um fyrir á sínum tíma. Það er ósköp erfitt að svara því hvort við ætlum okkur að vera áfram eða ekki og höfum við margsinnis spurt okkur sjálf þeirrar spurningar. Við erum samt á því að þrauka áfram, a.m.k. mín fjölskylda og ég held að allir núverandi ibúar Súðavíkur séu sömu skoðunar, þrátt fyrir óttann. Sjálf er ég ekki ættuð héðan. Ég flutti hingað úr Reykjavík fyrir 28 árum og finnst orðið vænt um fjörð- inn. Ég get samt ekki hugsað mér að búa áfram í mínu húsi, heldur í nýrri Súðavík. Við verðum bara að búa við það í vetur að hafa hættuna hangandi yfir okkur og- vera tilbúin að fara úr húsinu hve- nær séín er. Það er í sjálfu sér hræðilegt að búa við núverandi ástand, en við verðum að þrauka þennan vetur í viðbót úr því við gátum ekki byijað að byggja. Við erum búin að fá lóð og erum nijög bjartsýn á nýja þorpið,“ segir Ást- hildur. Fyrir snjófíóðið í Súðavík vann Ásthildur í rækjuverksmiðjunni Frosta hf., en hefur nú fengið starf við skúringar. „Ég vann lítilsháttar í rækjuverksmiðjunni eftir slysið, en hætti fljótlega vegna þess að mér var ekki rótt. Vinnufélagar mínir og góðir vinir fórust í slysinu svo og mágur, sem ég lenti í að taka á móti, en hann dó skömmu síðar. Minningarnar hrannast alltaf upp þegar ég fer þarna niður eftir. Maður vill ekki alltaf vera að hugsa um þetta. Talað er um að rækju- verksmiðjan sé á gulu svæði. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.