Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEFANÍA Birgisdóttir Verra að vera á gulu svæði en y rauðu BOLVÍKINGAR hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af siyó- flóðum heima fyrir en húsin efst í byggðinni undir Traðarhyrnu eru á hættusvæði og fyrir vikið hafa íbúar í hverfinu þurft að yfirgefa hús sín þegar ástæða hefur þótt til. Stefanía Birgisdótt- ir er ekki sátt við gang mála, seg- ir að ábyrgðinni sé varpað á íbú- ana og því sé verra að vera á gulu hættusvæði en rauðu. „Ég hef búið 15 ár efst í bænum og aldrei haft áhyggjur af snjó- flóði, aldrei hugsað um að slíkt gæti gerst hjá okkur. En þegar snjóflóðið féll i skóginum við Seljalandsdal í fyrra vorum við rekin út. Það sama gerðist þegar flóðið kom í Súðavík en rökin voru engin. Engu að síður hefur verið sáð óttaberi í mann. Þegar við erum rekin út spyr fólk niðri í bæ hvernig við getum búið þarna. Það er eins og við séum annars flokks íbúar. „Hvemig geturðu hugsað þér að búa þarna?" spyr fólk. „Ég myndi aldrei þora að búa þarna.“ Vissu- lega veldur þetta miklum óróa, bömin spyija: Hvar kemur þetta næst? og mér er ekki sama með þijú börn heima.“ Hún sagði að óvissan hefði margvísleg áhrif. Eignirnar hríð- lækkuðu í verði en verst væri þessi togstreita um að vera áfram á sama stað eða ekki og ábyrgðin semværi á herðum íbúanna. „Öll umræða um snjóflóða- hættu hefur gert það að verkum að þó ég byði einhveijum húsið okkar að gjöf myndi viðkomandi ekki þiggja það ef hann þyrfti að búa í því þó aldrei hafi sést spýja hérna fyrir ofan. Ég býst við að við lendum á gulu svæði og það er verra en rautt svæði því ef hús er á rauðu svæði er maður keypt- ur út en íbúar á gulu svæði bera ábyrgðina." Stefanía sagði að þegar snjó- flóð féll á Patreksfirði fyrir lið- lega áratug hefði engum dottið í hug að slíkt gæti gerst í Bolung- arvík en óvissan væri meiri eftir harmleikinn á Flateyri. „Hugsunin um að fara út áger- ist eftir hörmungamar á Flateyri þó sjá megi að hér er ekki mikill snjór. Hins vegar var óhemju snjór hérna í bænum þegar snjó- flóðið féll á Patreksfirði 1983 en þá hvarflaði ekki að neinum að þetta gæti komið fyrir annars staðar. Þá datt engum í hug að athuga málin hérna en í ljósi síð- ustu atburða hugsar maður hvort eitthvað þurfi að koma fyrir til að eitthvað róttækt verði gert.“ Undirlendi er þó nokkurt í Bol- ungarvík, en Stefanía sagði að fólk hefði nánast verið þvingað til að byggja upp við fjall. „Núna gæti ég hugsað mér að flytja en ekki endilega frá Bolungarvík því við höfum gríðarlegt undirlendi og mér hefur alltaf liðið vel hérna, þó greinilegt sé að þar sem er fjall og snjór getur allt gerst.“ UGGUR OG ÓVISSA VESTRA SIGURÐUR Þórisson, Sveinbjöm Jónsson, Oddur Hannesson og Arnar Barðason. SVEINBJÖRN Jónsson trillukarl að moka úr bátnum sínum sem var sléttfullur af siyó. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁSGEIR Jónsson á gröfunni að endurbyggja brimvarnargarðinn í höfninni við Suðureyri. HALLDÓR Karl Hermannsson sveitar- sljóri í snjónum við skrifstofu hreppsins. Hugrekki mót ótta og öryggisleysi OVEÐUR geisaði, snjó kyngdi niður, neyðaróp hafði borist frá Flateyri, björgunarsveit lagði af stað á snjóbfl í gegnum jarðgöngin, svo varð snjóflóð Norð- ureyrarmegin og 5 metra há flóð- bylgja skall á við Suðureyri og rudd- ist inn í höfnina. Súgfirðingar voru beðnir að halda sig innandyra vegna veðurs og hættu. Hugur þeirra var hjá Flateyringum. Það sást ekki til Qalla sökum hríðarbyls og það greip um sig ótti, jafnvel við snjóflóð úr fjaliinu fyrir ofan Suðureyri, en þar festir aldrei mikinn snjó. Þannig leið dagurinn í hryggð vegna frétta um mannskaða á Flat- eyri og í öryggisleysi vegna óveð- ursins. Morguninn eftir ríkti þögn- in, það var hætt að snjóa, en svo fór lífið af stað á nýjan leik. Snjó- mokstur hófst í þorpinu, að jarð- göngunum, sjómenn fóru að huga að bátum sínum og bömin gengu í snjógalla í skólann. Náttúran er grimm og gjöful Asgeir Jónsson hafði verið tíu daga á gröfu við að gera brimvam- argarð í höfninni á Suðureyri. Varn- argarðurinn hvarf í flóðbyigjunni. Asgeir var nú að moka honum upp á ný. „Það var rosalegur óhugur í fólki hérna eftir hamfarirnar á Flat- eyri,“ sagði hann. Hugur Súgfírðinga er hjá syrgjendum vegna voðaatburðanna á Flateyri. I heimsókn Morgunblaðsins kom fram að þrátt fyrir hryggð, ótta og öryggisleysi byggi með þeim sálarþrek til að gefast ekki upp í lífsbarátt- unni á Vestfjörðum. Sveinbjöm Jónsson trillukarl var að moka sjó úr bátnum sínum. „Ég er búinn að vera að moka í allan morgun, báturinn var sléttfullur. Það voru heilu klakafjöllin í höfninni eftir fljóðbylgjuna. Ég man ekki eft- ir svona vetrarlegum október áður.“ „Þetta er rétt hundrað ára byggð hérna á Suðureyri og fólk hefur talið sig öruggt hingað til,“ sagði Sveinbjörn. „Eg get ekki neitað því að eftir þennan hörmulega dag fór sú hugsun um hugann að það væri kannski full harðbýlt á Vestfjörð- um. Náttúran er bæði grimm og gjöful. Við búum við ógnina en fáum ekki að njóta gjafarinnar sem eru rniðin." Arnar Barðason var við höfnina, en báturinn hans sökk í flóðbylgj- unni eftir snjóflóðið í Súgandafirði. Grafan hafði lyft honum upp úr sjónum. Þetta er annað tjónið sem hann verður fyrir á þessu ári og svo fauk þakið af húsinu hans árið 1991. En hugur hans var allur hjá Flateyringum. Allt verður hjóm eitt í samanburði við voðann þar. „Ég ætla að halda áfram að vera hér,“ sagði Arnar, „það þýðir ekk- ert annað." Sigurður Þórisson var hjá Amari við höfnina. „Við verðum að taka þessu öllu með jafnaðar- geði, það dugar skammt að pakka niður og fara suður,“ sagði hann. Engin lausn að flytja burt Nokkrir Flateyringar unnu á Suðureyri, til dæmis sem hásetar. Súgfirðingar þekkja nágranna sína vel og áttu nána vini sem fórust í snjóflóðinu þar. Lífið verður aldrei samt, en hugur Súgfirðinga stendur ekki til að fara. Það er heldur ekki svo auðvelt að fara. Hér á fólkið allar sínar eignir og hefur örugga vinnu. Það er ekkert víst að öryggið aukist við að flytja frá Vestfjörðum. Hvert á að fara? Það er atvinnuleysi á Akur- eyri og í Reykjavík með sína hættu- legu umferð. Á nokkrum stöðum ógna eldfjöll og jarðskjálftar. Eng- inn veit hvað gerist eða hvenær. „ísland hefur alltaf verið á þennan veg,“ sagði Súgfirðingur, „við vit- um ekki hvar við erum óhult.“ Öllum leið illa Það er eftirmiðdagskaffi hjá Fiskiðjunni Freyju. Starfsfólkið leggur leið sína í banka, á pósthús- ið og í sjoppuna á bensínstöðinni, þar hittist fólkið og spjallar saman. Berglynd Borgarsdóttir og Arna Stefánsdóttir, ungar fiskvinnslu- stúlkur, segja að fólkið í fiskvinnsl- unni hafi á fimmtudaginn viljað fara heim eftir að fréttirnar bárust frá Flateyri og vegna flóðbylgjunn- ar og koma börnum sínum í öruggt skjól. „Öllum leið illa,“ sögðu þær. Valur Valgeirsson rafvirki var í sjoppunni á bensínstöðinni með konu sinni, Vilborgu Ásu Bjarna- dóttur, og 8 mánaða dóttur, Ást- rósu Þóru. Þau áttu erindi í rafstöð- ina, en þaðan sá Valur fyrstur manna flóðbylgjuna. Ég var að keyra út í rafstöð og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.