Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Við höf- um feng- ið nóg ÍBÚUM húsa á rauðu hættusvæði undir Traðargili í Hnífsdal var gert að yfirgefa hús sín sl. þriðju- dag vegna snjóflóðahættu, en þó hættuástandi sé aflétt um stund ætla Inga Þorláksdóttir og fjöl- skýlda hennar ekki að flytja inn aftur. „Við höfum fengið nóg eins og fleiri,“ sagði hún við Morgunblað- ið á föstudag þegar hún var í húsinu að taka til föt á börnin. „Síðasta vetur þurftum við stund- um að yfirgefa húsið þrisvar í viku og frá því í desember vorum við þijá mánuði stanslaust hjá öðrum. Við sögðum síðastliðinn vetur að við gætum ekki búið annan vetur við þessar aðstæður og var þá sagt að við fengjum íbúð hjá bænum, en nú er sagt að engar íbúðir séu til. Húsið er á viðurkenndu hættusvæði og rík- issljórnin samþykkti að hafa okk- ur í pakkanum með Súðavík, en það hefur enginn talað við okkur og við erum því bundin í báða skó. Helst viljum við fá íbúð lengst niðri á Eyri á Isafirði, en við get- um ekki keypt þegar við fáum ekkert fyrir núverandi eign.“ Reynir á þolrifin Inga sagði ástandið hafa reynt mjög á þolrifin. Hún er gift Hirti Ágústi Helgasyni og eiga þau fjóra drengi, Víking, 2 ára, Brynj- ar, 9 ára, Heimi, 11 ára, og Þor- lák, 12 ára. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Fjölskyldan hefur hvað eftir annað þurft að búa tvi- eða þrískipt hjá öðrum og auðvitað raskar það fjölskyldulíf- inu, en erfiðast hefur verið að flytja inn eftir að hættuástandi hefur verið aflýst. Maður sefur ekki, horfir stanslaust upp í hlíð, er hræddur við að skilja börnin eftir heima vegna hættu á snjó- flóði. Þessi mannskæðu snjóflóð eru hrikaleg og það sýndi sig á Flateyri að þetta fer í gegnum allt. Stanslaust er verið að reka okkur út og því er brýnt að stáð- ið verði við loforð um að útvega okkur annað húsnæði.“ Þrátt fyrir erfiða vetur sagðist Inga kunna vel við sig á svæðinu. „Fólkið mitt í Grímsey er alltaf að segja okkur að koma norður og vissulega færi vel um okkur í Grímsey, en við hjónin vinnum á ísafirði og þar er gott að vera.“ UGGUR OG ÓVISSA VESTRA Gróa Haraldsdóttir leikskólasljóri E g græt, þegar ég lít yfir flóðið GRÓA Haraldsdóttir, skólastjóri Leikskólans á Flateyri, sér þessa dagana um rekstur verslunarinnar Félagskaupa, en hjónin sem reka hana mísstu son, tengdason og þijú barnaböm í snjóilóðinu. „Þetta er búið að vera ömurlegt. Eg held að það séu mjög fáir sem hafa áttað sig á því sem hefur gerst. Ég var vakin á fimmtudagsmorg- uninn um fimm leytið og sagt að það hafi fallið snjóflóð. Síðan hefur mað- ur hrærst í þessu. Ég fór hingað í verslunina fyrir hádegi á fimmtudag- inn og reyndi ekkert að líta upp eft- ir á svæðið þar sem flóðið féll þann daginn. Þegar fór að birta í morgun, föstudag, leit ég upp eftir og ég græt GRÓA Haraldsdóttir tók að sér að reka Félagskaup. bara þegar ég hugsa um þá sjón. Ég hef lengi ætlað að flytja til Reykjavíkur og reyndi það í sumar en hætti við og réð mig áfram r vinn- unni fram að áramótum. Ég sagði við vinkonu mína kvöldið áður en þetta gerðist að ég fyndi í fyrsta skipti að ég vildi festa rætur hér á Flateyri og að mig langaði til að vera héma. Ég hef auðvitað alltaf verið Flateyringur en flutti í burtu á sínum tíma, en ég er búin að vera hérna í þrjú ár núna. Síðan gerast öll þessi ósköp og allt gjörbreytist á einni nóttu. Maður er þarna nýbúin að taka mikilvæga ákvörðun og síðan er öllu rústað. “ Gróa á tvö börn, 13 ára og 5 ára, Og sagði hún það eldra hingað til ekki hafa viljað flytja frá Flateyri, en hún vissi ekki hvort það myndi breytast eitthvað nú. „Ég hef alltaf átt rætur mínar hér, þótt ég hafi margflutt burtu. Núna get ég ekki hugsað mér að eiga hér heima áfram. Ég veit að þetta er ekki bara eitthvað sem ég segi núna þegar ég er í uppnámi, þetta er bara tilfinning sem hefur sprungið út.“ ALBERTSMENN, þeir Kristinn Guðbrandsson, Björgvin Magnússon og bræðurnir Vignir, Hörður og Heimir Jónssynir unnu að björgunarstörfum í Súðavík í byijun árs og einnig á Flateyri. * Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson INGA Þorláksdóttjr og sonurinn Víkingur Hjartarson fyrir utan húsið í Hnífsdal. Þau voru að taka til föt á eldri strákana, en fjölskyldan ætlar ekki að flylja aftur heim. Gefum aldrei upp vonina FIMM félagar úr björgunarsveitinni Albert á Seltjamarnesi komu til Flat- eyrar með varðskipinu Ægi á fimmtudagskvöldið, þeir Kristinn Guðbrandsson, Björgvin Magnússon og bræðurnir Vignir, Hörður og Heimir Jónssynir. Þeir unnu sleitu- laust að leitinni frá því þeir komu og þar til á föstudagsmorgun og voru svo að hefja störf á nýjan leik síðdegis sama dag. Þeir unnu að björgunarstörfum í Súðavík í fyrra- vetur og sögðu skipulagið á björgun- arstörfunum í báðum tilvikum hafa verið til fyrirmyndar. „ Þetta er vissulega alltaf erfítt. Maður er að vona að það verði ein- hver annar sem finnur þegar vonin er orðin lítil um að finna fólk á lífi. Erfiðast er þegar lítil börn eiga í hlut, og algengt er að menn hætti eftir að hafa lent í því. En maður gefur aldrei upp vonina um að finna fólk á lífi,“ sögðu þeir. Grétar Björgvinsson, formaður Björguriarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri eftir langa og stranga leit GRÉTAR Björgvinsson, formaður björgunar- sveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, var við stjóm á leitarsvæðinu á föstudag. Hann sagði vinnu við leitina hafa gengið þokkaléga en hafa ver- ið langa og stranga, eri þegar mest var voru um 300 manns við leitina. Hann sagði að sér væri efst í huga þakklæti til álíra þeirra sem lagt hefðu hönd á plóginn við leitina. „Þetta er ábyggjlega méð stærstu blóðtökum sem geta skeð í svona litlu sjávarplássi, en það er mikil hjálp búin að verá á svæðinu, sem er gott að hafa,“, sagði hann, Grétar sagði veður hafa verið erfitt til ar á fimmtudaginn og mikið áíag á mönnum. Skipulag leitarinnar hafi verið að smyijast hægt og rólega saman, en til að byija hafi menn reynt að vera eins yfirvegaðir og þeir mögulega gátu. ' Gekk ótrúlega vel að fá aðstoð „Það er alveg ótrúlegt hyernig þetta rann í gegn hjá okkur. Menn hjálpuðust að og styrktu hvern annan í þessu. Það er gott að aðstoðin skyldi berast svona fljótt í gegnum göngin til okkar, en það komu 20-30 manns frá Isafirði og Hnífsdal, og einnig kom strax 10 manna hópur frá Þingeyri. Heimamenn spruttu allir á fætur um leið og fréttist hvað hafði skeð. Björgunarsveitin er með 12-15 manna virkan hóp, en sumir þeirra voru í Reykjavík. En það tíndist saman ótrúlega fljótt GRETAR Björgvinsson var við leitarstjórn á föstudag og Esra Esrason frá Súðavík vann við leitina á sama tíma. mannskapurinn í þetta og heimamenn hjálpuð- ust allir að og 40-50 manns af eyrinni komu strax til starfa,“ sagði Grétár. Hann sagði það verk sem unnið var í Súða- vík eflaust hafa skilað sér við björgunarstarf- ið á Flateyri, en í báðum tilfellum hefði komið í ljóS' hversu mikið gagn væri að leitarhund- unum. „Þeir eru burðarásinn í að finna fólkið, það er engin spurning. Ég hefði viljað sjá 2-3 hunda í hveiju plássi þar sem hætta getur verið á snjóflóði. Hér á Flateyri er enginn hundur sém er þjálfaður. Að vísu voru miklar umræður í sumar um að koma því upp en það gekk ekki í gegn,“ sagði Grétar. Martröð að þetta skyldi gerast aftur Einn þeirra björgunarsveitarmanna sem var við störf á Flateyri á föstudag var Esra Esra- son, útiverksljóri hjá Frosta í Súðavík. Hann kom ásamt tíu félögum sínum til Flateyrar á föstudagsmorgun, en ekki var fært fyrir þá að komast þangað fyrr. „Það var ekki fært sjóleiðina því það gaf svo mikið á Bijótnum, þannig að þáð var hvorki hægt að keyra inn né út. Það var svo ekkert annað að gera en að drífa sig af stað þegar búið var að moka, en við biðum eftir tækifæri til að komast. Það er hrein martröð að þetta skyldi hafa skeð aftur. Við heima stöndum saman og vorum með bænastund á fimmtudagskvöld, en þá komu allir þorpsbúar saman í íþróttahúsinu. Það var að vísu enginn prestur þar sem það var ófært. Fólk er hins vegar bara dofið. Það var hörmung að heyra um þetta. Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu þegar ég vaknaði og vakti alla í húsinu og sagði þeim frá þessu. Það voru allir lamaðir,“ sagði Esra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.