Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 17 legt að fólksflutningar aukist enn frekar frá fylkinu í kjölfar aðskiln- aðar. En ástæðurnar fyrir aðskilnaðar- hugmyndunum eru ekki efnahags- legar, þær eru aldargamlar. Það voru fyrst og.fremst Frakkar sem settust að á því landsvæði sem nú telst Quebec. Bretar voru hins veg- ar fjölmennir í nágrenninu og öðluð- ust yflrráð yfir Quebec eftir að hafa sigrað strið milli þessara hópa 1759. Nokkrum áratugum seinna voru samþykktar reglur til að vemda frönsku og franska menn- ingu í Quebec. En þrátt fyrir að mun fleiri Frakkar hafi verið í Qu- ebec stjórnuðu Bretar fylkinu að mestu leyti, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Quebec-búum leið eins og nýlendu Breta og uppreisn- ir og stríð þessara tveggja hópa héldu áfram á 19.' öldinni. Nú mætti ætla að svo gamlar deilur gengju ekki aftur í nútímanum. En staðreyndir tala öðru máli. Quebec- búar hafa alltaf haldið uppi minn- ingunni um kúgun Breta og upp- reisnir þeirra gegn breskum yfirráð- um. Og eins og víða annars stáðar í heiminum falla þjóðernishug- myndirnar í góðan jarðveg. Kosningabaráttan í upphafi kosningabaráttunnar síðastliðið haust benti allt til þess að nei-fylkingin myndi vinna með nokkrum yfirburðum. Kosningabar- áttan var því í daufara lagi lengi framan af og virtist fólk í Quebec ekki vera sérstaklega áhugasamt um málið. Kosningabaráttan tók hins vegar stakkaskiptum fyrir um þremur vikum eftir að Lucien Bouc- hard sneri heim til Quebec og tók við kosningabaráttunni af Parizeau. Bouchard, formaður „Bloc Qu- ebecoise", er í stjórnarandstöðu og hefur setið á kanadíska þinginu í Ottawa. Hann hélt þó heim af þingi til að bjarga sínum málstað. Og Parizeau lét honum eftir að leiða kosningabaráttuna. Bouchard er óhemjuvinsæll í Quebec og honum tókst að blása nýju lífi í kosninga- baráttuna. Hann er mikill ræðu- maður og nær vel til áheyrenda. En Quebec-búar eru ekki að kjósa stjórnmálaleiðtoga á morgun. Þetta eru ekki venjulegar pólitískar kosn- ingar. íbúar Quebec eru að kjósa um grundvallarbreytingu í sínu landi. Ein aðalástæðan fyrir aðskilnað- arhugmyndum er sú að Quebec vill veija menningu sína og tungu. Það hefur hins vegar vakið athygli í þessari kosningabaráttu að lista- menn í Quebec hafa ekki blandað sér í baráttuna, ólíkt því sem átti sér stað 1980. Arið 1980 tóku lista- menn mjög virkan þátt í barátt- unni, en núna hafa þeir setið heima. Eins og svo oft er ástæðan fyrir því einkum fjármálalegs eðlis. Til þess að viðhalda og styðja menningarmál þarf fjármagn. Hingað til hefur kanadíska ríkið stutt listir og menningu í Quebec ríkulega. Á síðasta ári veitti ríkið um 861 milljón kanadískra dollara í menningarmál í Quebec, en fylkið 640 milljónum dollara. Sjálfstætt Quebec-ríki þarf því að tvöfalda fjárframlög sín til lista og vel það eftir aðskilnað. Margir listamenn efast um að svo verði og því eru þeir ragir við að berjast fyrir sjálf- stæði. Þeir telja hag lista og menn- ingar betur borgið innan Kanada. Þetta er aðeins eitt dæmi um stuðn- ing kanadíska ríkisins við Quebec. Og það er með öllu óljóst hvort sjálf- stætt ríki Quebec geti veitt sömu þjónustu og ríkið gerir nú. Konurnar íhaldsamari eða raunsærri? Það hefur komið berlega fram í skoðanakönnunum að fleiri konur en karlar hyggjast kjósa nei. Fylk- ingarnar hafa því lagt mikið upp úr því að ná til kvenna í kosninga- baráttunni. Hvernig þeim tekst til getur ráðið úrslitum við kjörborðið. Það tókst þó ekki betur en svo að Bouchard móðgaði konurnar veru- lega fýrir skömmu. Hann sagði það verulegt vandamál hve fæðingatíðni franskra kvenna hefði lækkað und- anfarin ár í Quebec, en fæðingar- tíðni þar er með því lægsta sem gerist í heiminum. Hann hvatti því konur til að fara heim og eignast fleiri börn! Svo mörg voru þau orð. Þau voru að minnsta kosti nógu mörg til þess að konur í Quebec brugðust ókvæða við. En með orðum sínum móðgaði Bouchard ekki aðeins franskar kon- ur í Quebec. Bouchard beindi orðum sínum einkum til kvenna af frönsk- um uppruna, sem eru flestar hvít- ar. í landi þar sem búa allir þjóðar- flokkar hljóma slík orð sem kyn- þáttahatur. Er franski hvíti kyn- þátturinn betri en aðrir? Af hveiju þarf að halda honum sérstaklega við? Þetta leiðir hugann að öðru. Kanada er land fjölmenningar. Hingað hefur fólk flust, á síðustu áratugum, frá öllum heimshornum. Stjórn Kanada hefur löngum lagt mikið upp úr því að fólk geti varð- veitt uppruna sinn. Kanadamenn hafa hælt sér af umburðarlyndi fólks hér gagnvart ólíkum menning- arhópum. Ef Quebec klofnar frá Kanada hefur sú stefna orðið fyrir miklum hnekki. Er það draumsýn ein að ólíkir hópar geti lifað saman í sátt og samlyndi? Frumbyggjar vilja ekki aðskilnað Rétt eins og í öðrum héruðum í Kanada eru íbúar Quebec af ýmsu þjóðerni. Frönskumælandi fólk er í meirihluta, en þar býr einnig stór hópur enskumælandi fólks og fólks af öðrum uppruna. Flestir þeirra sem eru ekki af frönsku bergi brotn- ir ætla að kjósa nei. Einn þessara hópa eru frumbyggjar í norður Quebec. Indíánar og ínúítar eiga tilkall til allt að tveggja þriðju hluta lands í norður Quebec. Þetta land er mikilvægt fyrir Quebec vegna ýmissa auðlinda sem þar eru í jörðu. Frumbyggjarnir hafa algjörlega lagst gegn aðskilnaði Quebec og Kanada. Þeir hafa löngum átt í deilum við fylkisstjórnina í Quebec og telja hag sínum mun betur borg- ið innan Kanada en í sjálfstæðu Quebec. Þjóðflokkurinn Cree, sem telur um 12 þúsund manns, kaus um aðskilnað 24 október og ínúítar í nágrenninu kusu 26. október og voru langflestir á móti sameiningu. Hvað gerist ef frumbyggjarnir neita að ganga úr Kanada? Geta þeir klofið Quebec i tvennt? Flestir stjómmálamanna í Quebec telja óhugsandi að frumbyggjarnir geti skilið við Quebec og haldið áfram að vera innan Kanada. En hví skyldu þeir ekki geta fylgt fordæmi Quebec? Hvað vilja Quebec-búar? Það hefur komið fram í skoðana- könnunum að flestir Quebec-búar vilja halda kanadísku þjóðemi og vegabréfi þó þeir lýsi yfir sjálf- stæði. Þeir virðast stoltir af því að vera Kanadamenn. Ein kona lýsti tilfinningum sínum í viðtali fyrir skömmu á þessa leið. “Ég er fædd í Quebec en ég ætla að deyja sem Kanada-búi.“ Mikið hefur verið rætt um hvort mögulegt er fyrir Quebec að halda kanadísku vegabréfi og er ólíklegt að svo verði. Ríkisborgararéttur er samningur ríkis og þegna. Með rík- isborgararétti fá þegnar ákveðinn rétt en hafa í staðinn skyldur við samfélagið t.d. í formi skatta. Ef Quebec verður sjálfstætt ríki og fengi að halda kanadísku vega- bréfi, þýddi það að um sjö milljónir manna hefðu réttindi kanadískra þegna án þess að búa í landinu og borga skatta. Þetta fólk gæti með stuttum fyrirvara flutt til Kanada og notið heilbrigðisþjónustu og ann- arrar velferðarþjónustu þó það hefði ekki greitt neina skatta um langt skeið. Þetta gæti reynst kanadísku þjóðinni fjárhagslega um megn. Það er mögulegt að hafa tæpa 400 þús- und þegna i öðrum heimshornum eins og nú er - þ.e. fólk með tvöfald- an ríkisborgararétt - en sjö milljón- ir í næsta nágrenni er einfaldlega of mikið. Einn möguleiki er að Quebec fái að halda kanadíska vegabréfínu um nokkura ára skeið eftir aðskilnað. Ef viðkomandi flytja hins vegar ekki til Kanada innan ákveðins tíma fellur ríkisborgararétturinn úr gildi. En það eru ekki aðeins efnahagsleg rök fyrir því að neita Quebec-búum um kanadískt vegabréf. Ef Quebec verður sjálfstætt verður stórt skarð hoggið í Kanada sem mun vekja upp mikla reiði hja öðrum Kanada- mönnum. Það er því ólíklegt að aðrir Kanadamenn vilji deila ríkis- borgararéttinum með Quebec eftir aðskilnað. Hvað tekur við? Það er erfitt áð spá um hvor fylkingin vinnur í kosningunum á morgun. Kanadamenn eiga þá ósk heitasta að kosningin leiði til ein- hverrar skýrrar niðurstöðu. Þeir standa frammi fyrir tveimur kost- um og hvorugur þeirra virðist með öllu góður. Ef Quebec segir nei halda umræður um aðskilnað afram og ala á sundrungu í landinu. Ef Quebec-búar segja hins vegar já hefur það í för með sér full- komna óvissu fyrir bæði Quebec og önnur fylki í Kanada. Aðskilnaðar- sinnar hafa hvatt Quebec-búa til að taka málin í sínar hendur og óttast ekki framtíðina. Þeir hafa hvatt þá til að hlusta ekki á hræðsluáróður nei-fylkingarinnar. En þegar íbúar standa með fjöregg heillar þjóðar í hendi sér er eins víst að margir hiki. Kanadamenn vita hvað þeir hafa, en þeir vita ekki hvað bíður þeirra ef landið brotnar upp í einingar sínar. - Og raunar vilja fæstir þeirra horfa upp á að slíkt gerast. Heimstónlist * - Heimsflutninsur Kristinn Sigmundsson °g J ónas I ngimundarson í Borgarleikhúsinu Þriðjudaginn 31. október halda Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson tónleika í Borgarleikhúsinu. Þar flytja þeir söngvaflokkinn Svanasöng (Schwanengesang) eftir Franz Schubert. Sama dag kemur út hljómdiskur sem geymir flutning þeirra á verkinu, og fjögur sönglög að auki. Tónlistarunnendur — missið ekki al bessum viðburði! Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Miðasala er í Borgarleikhúsinu. Hljómdiskurinn verður til sölu á staðnum. Mál og menning Flugleiðir bjóða góða gististaði í Kirchberg sem er 6 km £rá Kitzbuhel. Skíðalönd Kirchberg og Kitzbiihel eru hin sömu og ná yfir víðáttumikið svæði. Öll aðstaða í Kirchberg er frábasr en verð á gistingu og þjónustu þó töluvert lægra en í Kitzbuhel. Beint skíöaflug til Salzburg alla laugardaga frá 3. febríiar til 9. mars 1996; Fararstjóii og fjörugíir skoðu narferðir Enskumælandi fararstjóri tekur á móti farþegum á flugvelli og í samráði við Eurotours eru í boði sleðaferðir, týrólsk kvöld og fjölbreyttar skoðunarferðir. Skíðakennsla við allra liaefi Fyrir fólk á öllum aldri, byijendur og lengra komna. Kennt á göngu- og/ eða svigskíði. Þú færö állar nánari upplýsingar um skíðaferöimar til Austurríkis á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins eða ferðaskrifstofum og hjá söludeild flugjeiða eru veittar upplýsingar og tekið á móti farpöntunum í síma 50 50 100. 54.410 um.mn in.v. ivibylisheibeiýa u IVnsiun Ingdx tiildir i tímð 25, iuú, -T. ti-b. feiAP.. niair Vikuferðirfirá 59.910 lcr.** á mann í tvíbýlisherbeigi á Pension Ingeborg á tímábilinu frá 3. febrúar til 9. mars. •Innifalið í ferð 25. jan. - 3. feb.: flug til Lúxemborgar og heim ffá Salzbuig, akstur til Kirchberg, gisting með morgunverði, fararstjóm, akstur til Salzbuig, flugvallarskattar. Innifalið í ferð 9.-18. mars: Flug til Salzburg og heim frá Lúxemborg, akstur til Kirchbeig, gisting með morgunverði, fararstjóm, akstur til Lúxemborgar, flugvallaiskattar. * *Innifelið: Flug til/ffá Salzburg, akstur milli flugvallar og Kirchberg, gisting með morgunverði, fararstjóm og flugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi —---------/---- NYR BÆKLINGUR UM SKIÐAFERÐIR TIL AUSTURRÍKIS ER KOMINN ÚT Ævintýraheimur SKÍÐAMANNA Kirchberg / Kitzbiihel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.