Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 KVIKMYND El'TIR (jfSLA SN/E Erijngsson Frumsýnd 4 MINNINGAR GUNNAR HELGI SIG URÐSSON + Gunnar Helgi Sigurðsson fæddist á Brúar- hrauni í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu, 19. desember 1933. Hann lést á Borgar- spítalanum 19. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Hallbjörnsson, bóndi á Brú- arhrauni, f. 4.5 1894, d. 8.2. 1959, og Elínborg Þórð- ardóttir húsfreyja f. Systkini hans voru Valdimar, 15.8. 1911. Hallbjörn Krossholti, f. 23.1. 1931, Hörður Baldur, Reykja- vík, f. 20.1. 1932, Þórir Ágúst, Kópavogi, f. 6.8. 1935, Svanur, f. 16.9. 1936, d. 18.1. 1968, Guðrún, Búðardal, f. 16.9.1939, Sigurveig, Reykjavík, f. 8.7. 1941, Auður, Akranesi, f. 19.4. 1943, Kristján, Reykjavík, f. 9.9. 1949, og Trausti, Kópa- vogi, f. 6.10. 1951. Þann 19.12. 1968 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Soffíu Guðbjörgu Sveins- dóttur talsímavarð- stjóra, f. 30.5. 1941. Þau eignuðust son- inn Sigurð, verslun- arstjóra, f. 7.7. 1969. Börn Soffíu af fyrra hjónabandi eru Viggó Jörgens- son verslunarstjóri, f. 17.1. 1961, sam- býliskona hans er Lena K. Lenharðs- dóttir háskólanemi, þeirra synir eru Gunnar Jörgen, f. 20.2. 1992, og Helgi Magnús, f. 1.8. 1995, og Helga Jörgensdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3.11. 1962, eiginmaður hennar er Helgi 1. Jónsson héraðsdómari, þeirra böm em Tinna Björg, f. 10.10. 1985, Harpa Sif, f. 18.3. 1988, og Viktor Jón, f. 25.11. 1991. Gunnar stundaði búskap á Brúarhrauni framan af ævi en var síðan verkstjóri þjá Eimskipafélaginu í Reykja- vík í á þriðja áratug. Útför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞEGAR maður lítur til baka finnst manni tíminn líða hratt - allt of hratt. Heilu áratugimir virðast hafa liðið á örskotshraða og fyrr en var- ir er komið að einhveiju sem átti að gerast langt inni í framtíðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að njóta hverrar stundar til fullnustu og ganga glaður til verka hvunn- dagsins. Fósturpabbi minn í nærri þijá áratugi, Gunnar Helgi Sigurðs- son, vissi þetta vel og hlakkaði til að hefja störf hvem dag og gladd- ist yfir vel unnu dagsverki, Gilti þá einu hvort það var hans daglega starf hjá Eimskipi eða smíðar og lagfæringar heima fyrir. Hann kom með öll gömlu góðu gildin úr sveit- inni; stundvísi, vinnusemi, vand- virkni og trúmennsku og var sí- starfandi á meðan hann hélt fullri heilsu. Þolinmæðin virtist mér stundum óþijótandi. Það voru ekki lætin eða hávaðinn heldur gengið að hveiju verki fyrir sig og helst ekki litið upp. Ekki var reynt að sleppa auðveldustu leið. Engin spýta var svo ómerkileg að ekki mætti snyrta hana örlítið betur. Og allt í einu var einhveiju lokið sem í byijun virtist óendanlegt. Að hlaupa frá hálfnuðu verki var ekki til í hans orðabók. Maðurinn var ljúfmenni sem ekki vildi láta á sér bera eða troða sinni persónu eða skoðunum upp á aðra, síst með hávaða og málæði. Skoðanir hans mætti kannski kenna við ung- mennafélagsanda og þjóðrækni. Hann var vel upplýstur, eðlisgreind- ur óg stálminnugur. Ekki var hann skaplaus, fjarri því, en sjálfstjórnin og þolinmæðin var slík að lengi var bitið á jaxlinn áður en sást að honum mislíkaði. Pabbi fæddist í heimskreppunni miklu og bar þess ætíð merki í hófsemi og nægjusemi. Á þeim árum hafði alþýða manna svo að segja aldrei séð peninga, örfáir voru sigldir o g fáir gengu menntaveginn. Og þó að fólk ætti aura þá var ekki þar með sagt að eitthvað feng- ist til að kaupa. Gjaldeyrir var af skornum skammti og innflutnings- höft. í ungdæmi fóstra míns var fólk vant því að fá aðeins hiuta af því sem pantað var úr kaupfélag- inu, svo sem eins og þriðjung. Hitt fékkst bara ekki þá stundina. Væru för eftir gúmmístígvél í götu þá hlaut þar að hafa verið kaupstaðar- maður á ferð því gúmmístígvél voru vart þekkt til sveita. Sumt af unga fólkinu heldur auðvitað að þetta sé miðaldasaga en það er nú ekki lengra síðan en á stríðsárunum sem almenningur fór að sjá peninga. Síðan erum við íslendingar orðnir svo nýríkir að við höfum ekki áhyggjur af neinu meir en því hvort ekki sé komið eitthvert nýtt tæki sem við getum keypt okkur. Af svona ráðslagi hafði pabbi nokkrar áhyggjur sem og því að við létum Evrópubandalagið gleypa okkur. Hugurinn reikar aftur í tímann þegar ég var lítill drengur á Jörfa, þamæsta bæ við Brúarhraun. Á Jörfa voru ömmur mínar fæddar og þar var' móðir mín og seinna við systkinin í sveit hjá frændfólki okk- ar. Faðir minn Jörgen hafði þá lát- ist af slysförum nokkrum árum áður. Þá kom inn í líf mitt öðlingur- inn Gunnar á Brúarhrauni og hans fólk. Afskaplega bamgott og raungott fólk. Á Brúarhraun var gaman að koma. Elínborg húsfreyja var gest- risnin holdi klædd. Hún og móður- amma mín Helga vom fermingar- systur. Þeir bræður bjuggu vel, áttu , margar dráttarvélar og bfla; pabbi átti forláta Land Rover og tvö full- orðin naut, annað meira að segja hyrnt. Fyrir ofan bæinn var seið- magnað hraunið, bústaður minks og tófu og úr því seitlaði bæjarlæk- urinn þar sem enn mátti sjá silung. Allt þetta var að sjálfsögðu ævin- týri fyrir lítinn dreng af mölinni. Mikil var gleði okkar allra þegar Sigurður, litli bróðir okkar Helgu, fæddist. Meira að segja á afmælis- degi ömmu. Mamma og pabbi keyptu sér hús í Melgerði í Reykja- vík. Amma Helga bjó hjá okkur á meðan hún lifði. Pabbi tók strax til óspilltra málanna við endurbætur og nú, aldarfjórðungi síðar, er ekk- ert eftir nema steinninn af upphaf- lega húsinu. Síðast í sumar var hann að endurbyggja eldhúsið milli þess sem hann fór og renndi fyrir fisk en veiðidellan ágerðist mjög hin síðari ár. Spenningurinn alltaf sá sami, hvort sem um var að ræða ferð í laxveiðiá, til silungsveiða uppi á Laxárdalsheiði eða setið var og notið náttúrukyrrðar við Elliða- vatn. Hítará rennur meðfram Brú- arhrauni þannig að snemma hafa handtökin verið numin. Á síðustu tveimur árum fékk pabbi tvær gerðir af krabbameini. Hið fyrra meðhöndlaðist ágætlega en hið seinna læddist aftan að hon- um og uppgötvaðist í ágúst síðast- liðnum. Það hafði þá búið þannig um sig að engin meðferð hefði dug- að. Það hafði sannarlega verið ætl- unin að renna með fóstra minn í lax mörg sumur í viðbót en það bíður þar til við hittumst fyrir hinum megin. Eftir situr minningin um yndislegan mann sem hafði mann- bætandi áhrif á alla sem honum kynntust. Hann talaði aldrei illa um fólk og hafði það að leiðarljósi að halda frið við guð og menn og lagði aldrei stein í nokkurs manns götu. Minningamar gera mann ríkan og sterkan og seinna glaðan en ætíð þakklátan fyrir að hafa kynnst slíkum manni. Pabbi, ég veit að þú ert hjá okk- ur þegar þú vilt, á milli þess sem þú þeysir á Væng þínum með vinum úr sveitinni okkar. Þangað til þú tekur á móti okkur biðjum við Guð að varðveita þig á nýjum slóðum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Viggó Jörgensson. „Þar er ekki heimili manns þar sem maður býr, heldur þar sem maður nýtur skilnings." (C.M.) Á sama hátt er ég viss um að Guð og allar góðar vættír, þar á meðal Jörgen faðir minn, sem lést af slysförum er ég var á unga aldri, hafa haft hönd í bagga með að senda okkur þig, pabbi. Þú komst úr sveitinni og ég man enn, þá 5-6 ára gömul, hvað ég var glöð þegar þið mamma sögðuð mér að nú flytt- ir þú suður til að búa hjá okkur. Ég held að ég hafi kallað þig pabba upp frá þeirri stundu. Ég man að ég þurfti að sýna þér hitt og þetta út um bílrúðuna á græna Land Rovemum allar leiðina suður. Upp frá þeirri stundu varstu hjá okkur og leiddir mig í gegnum lífið af kærleika, mýkt og mildi. Þannig fórstu að við uppeldið á okkur krökkunum sem oftar en ekki höf- um eflaust verið baldin. Ég er ekki í vafa um að reynsla þín og lagni við dýrin í sveitinni hafi komið sér vel því ég tel að þeir sem hafa gott lag á skepnum hafi einnig lag á börnum. Aldrei minnist ég þess að þú hafir æst þig við okkur en byrstir þig og settir í brýrnar gengju uppátækin öll og ærslin úr hófi. Þegar ég minnist þín verða mér ofarlega í huga orðin þolinmæði, stöðugleiki og glettni. Þú varst ávallt til staðar fyrir okkur. Ég minnist þeirra stunda þegar þú hlýddir mér yfir námsefnið í skólan- um fyrir próf og hvemig þú færðir í glettinn búning eitthvað sem ég ekki gat munað með þeim afleiðing- um að við skemmtum okkur dátt og námsefnið vék síðan ekki úr huga mínum. Seinna fæddust barnabörnin fimm, þar af börnin mín þijú, sem þið mamma umvöfðuð ómetanlegri ást og umhyggju, saman og hvort í sínu lagi. Vart leið sá dagur að þau dveldu ekki hjá ykkur, enda skammt á milli. Þú hafðir þann kannski alltof sjaldgæfa eiginleika að gefa af óeigingirni án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Það kom fram i smíðunum þínum fyrir okk- ur, barnapössun og yfirleitt öllu sem upp kom. Krakkarnir og við söknum þín sárt, enda var varla nokkuð sem þau gátu ekki fengið þig í lið með sér að gera, hvort sem um var að ræða róluferðir, reiðtúra eða allar útilegumar. Þú elskaðir landið þitt, náttúruna og kyrrðina, sem í henni býr. Var þar um sameiginlegt áhugamál okkar að ræða, ásamt veiðiáhuganum, og sjaldan sá ég þig hamingjusamari en til fjalla með Ola og Ingvari og krökkunum við veiðiskap. Elsku pabbi, við eigum gnægtar- brunn fallegra minninga um þig til að orna okkur við þar til við hitt- umst að nýju eins og við ræddum um. Guð geymi þig í grænni himna- sæng. Þín, Helga. Kynni mín af Gunnari Helga Sig- urðssyni frá Brúarhrauni í Kol- beinsstáðahreppi, verkstjóra hjá Eimskipi, hófust árið 1984 er ég hóf sambúð með stjúpdóttur hans, Helgu Jörgensdóttur, sem síðar varð eiginkona mín. Milli okkar Gunnars myndaðist fljótlega traust vinátta sem aldrei bar nokkurn skugga á. Langar mig til að kveðja hann með nokkrum fátæklegum orðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.