Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 31 Skúla til að læra meira. Á árunum 1952-1953 fór hann í rafmagns- deild Vélskólans í Reykjavík sem starfrækt var fyrir rafiðnaðarmenn. Var sá skóli nokkurs konar raf- tækniskóli þess tíma. Hafa margir nemendur þaðan getið sér gott orð. í þessum skóla kynntist ég Skúla. Hann var skarpgreindur og þurfti lítið fyrir náminu að hafa. Sjón- minni hafði hann frábært og það sem hann sá skrifað á skólatöflu gat hann endurtekið löngu síðar. í kynnisferðum bekkjarins hafði hann jafnan orð fyrir nemendum ef á þurfti að halda. Að þessu námi loknu vann Skúli um skeið hjá Johan Rönn- ing og einnig sem verktaki. Dag nokkurn kom Skúli að máli við mig og sagði: „Menntamála- ráðuneytið hefur auglýst námsstyrk frá vestur-þýsku akademísku nem- endaskiptaþjónustunni varðandi tækninám og nú sækjum við um styrkinn." Margar umsóknir bárust og hlaut Skúli námsstyrkinn. Skúli stakk upp á að við skiptum styrknum á milli okkar og færum báðir saman utan. Tæknifræðiskóli í Hamborg varð fyrir valinu, Ing- enieurschule der freien und Hanse- stadt Hamburg. Með dvöl sinni í Þýskalandi fékk Skúli meiri innsýn í tækni og undirstöðu í almennum náttúruvísindagreinum. Hann kynntist líka handverki Þjóðverja og verkmenningu svo og landi og þjóð sem hann hafði mætur á og jók það honum víðsýni og þekk- ingu. Fyrir nokkrum dögum hitt- umst við flestir gömlu skólafélag- arnir í Hamborg og minntust þeir með hlýhug samverunnar með Skúla. Eftir að Skúli kom heim frá námi starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnesinga en stofnaði fljótlega, ásamt vinnufélögum sínum, fyrir- tækið Rafgeisla á Selfossi og voru umsvif þess all mikið, einnig kenndi Skúli við Iðnskólann og var yfír- kennari um skeið og virtu nemendur hans hann mjög. Hann kenndi einn- ig mönnum á Litla-Hrauni, sem voru að búa sig undir að hefja betra líf. Skúli byggði húsið Sigtún 25 á Selfossi og átti hann þar fagurt og hlýlegt heimili þar sem hann bjó til æviloka. Skúli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hallbjörg Guðmundsdótt- ir, f. 1925, d. 1972, sem ólst upp hjá séra Jóni Ólafssyni prófasti í Holti í Önundarfirði. Dóttir Skúla og Hallbjargar er Sólveig Guð- munda sem gift er Daníel Ingþórs- syni og búa þau í Svíþjóð. Barn Hallbjargar og fósturdóttir Skúla er Halla Steina Hallsteinsdóttir, gift Völundi Daníelssyni rafvirkja. Búa þau einnig í Svíþjóð. Seinni kona Skúla var Ólína Steingrímsdóttir frá Skagaströnd, f. 1931, d. 1994. Dóttir þeirra er Sigrún Sunna, en sambýlismaður hennar er Magnús Ólafsson. Þau búa á Selfossi. Barnabörn Skúla eru fimm, tvö hjá Sólveigu Guðmundu og J)ijú hjá Höllu Steinu. Eg á Skúla ótalmargt gott að þakka en minningin um góðan vin geymist sem dýrmæt perla í fjár- sjóði endurminninganna. Jónas Guðlaugsson. Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. GUÐSTEINN OMAR GUNNARSSON + Guðsteinn Ómar Gunnars- son var fæddur í Reykjavík 30. mars 1970. Hann lést í Danmörku 21. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurdís Ólafsdótt- ir og Gunnar ósk- arsson. Systkini Guðsteins eru Ólöf Gunnarsdóttir og Óskar Gunnarsson. Útförin fer fram mánudaginn 30. október frá Sel- jakirkju og hefst klukkan 13.30. athöfnin ÞAÐ KOM brestur í hjarta okkar er við heyrðum að Ómar væri farinn frá okkur, vinur sem ávallt var hress og kátur. Hann var einstak- lega opinn og skemmtilegur. Hann var svo sannarlega vinur vina sinna og var alltaf til staðar þegar ein- hver var hjálparþurfi, enda maður sem geislaði af kærleika og var fljótur að gefa af hjarta sínu ef á þurfti. Hann var skapgóður, blíður og einstaklega brosmildur og kom okkur alltaf auðveldlega til að hlægja. Ómar snart strengi í hjarta okkar allra með brosi sínu og hlátri. Hann elskaði fjölskyldu sína mjög mikið og hann var svo sannarlega bamgóður. Við munum aldrei gleyma honum Ómari okkar og við munum ávallt heyra lífsglaða hlát- urinn hans í huga okkar. Við biðjum kærleikann og ljósið að umvefja þig, elsku Ómar, og óskum þér vel- farnaðar á öðru tilverusviði og Guð megi varðveita þig. Við vitum að söknuður foreldra, systkina, ættingja og vina er mjög mikill og biðjum við Guð að styrkja ykkur og blessa. Þó kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steingar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Guðrún og Tumi. Á morgun verður Ómar borinn til hinstu hvílu, svo óvænt, svo alltof fljótt. Ég veit að orð mega sín lítils á stundu sem þessari en það er huggun harmi gegn að minning um góðan dreng mun lifa með þeim sem þekktu hann. í dimmum skuga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Sidda, Gunnar, Ólöf, Óskar og aðrir aðstandendur. Megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og söknuði. Hermann Jónasson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GRÍMUR HEIÐLAND LÁRUSSON frá Grímstungu, Bragagötu 29, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 31. október kl. 13.30. Magnea Halldórsdóttir, Sigríður Björg Grimsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Smári Eyfjörö Grímsson, Reynir Grímsson, Lárus Halldór Grímsson, Bára Grfmsdóttir, Helgi Grímsson, Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Kari Grimsby, Helga Bjarnadóttir, Eyvindur Ingi Steinarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Sesselja GrímsdóttirHermann Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Hjalteyri, Vatnsnesvegi 19, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 31. október kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hennar, er benta á Sjúkrahús Suðurnesja. Hulda Axelsdóttir, Vilborg Axelsdóttir, Valdimar Axelsson, Guðbjörn Axelsson, Jórunn Axelsdóttir, Gissur Axelsson, Óskar Axelsson, °9 Steindór Sigurjónsson, Rögnvaldur Sigurðsson, Alda Sveinsdóttir, Anna Lísa Kristjánsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Ragna Jóhannsdóttir, Ásdfs Jóhannesdóttir barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR LÍKAFRÓNSDÓTTUR. Guðrún Gísladóttir, Jón Gíslason, Matthildur M. Gísladóttir, Sigurður Þorkelsson, Rannveig Gísladóttir, ingi S. Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður • og ömmu, HÓLMFRÍÐAR HELGADÓTTUR, Holtsgötu 39, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Pétur Valdimarsson, Þórunn Matthíasdóttir, Stefán Valdimarsson, Fríða Valdimarsdóttir, Jóhann Eyjólfsson, Guðfinna Ebba Pestana, Damien Pestana, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Við þökkum ykkur öllum, sem sýnduð okkur hlýhug og samúð, og veittuð okk- ur stuðning við ótímabært fráfall okkar hjartkæru, VIVAN HREFNU ÓTTARSDÓTTUR, sem lést þann 9. september síðastliðinn. Urður Úa Guðnadóttir, Elin Sólveig Benediktsdóttir, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Vivan Svavarsson, María Hermannsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við frá- fall eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, HANSÍNU HANNIBALSDÓTTUR, Þinghólsbraut 28, Kópavogi. Óskar Jensen, Aðalheiöur Óskarsdóttir, Gústaf Óskarsson, Kristbjörg Markúsdóttir, MálfríðurG. Óskarsdóttir, Anna Júlia Óskarsdóttir, Guðmundur Vestmann, Ómar Óskarsson, Ólafía K. Sigurgarösdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, ÓLAFÍNU ÓLAFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, Grétar Hinriksson, Þuríður Júlíusdóttir, Hörður Ólafsson, Guðrfður Einarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Lilja Halldórsdóttir, Diljá Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ása Ólafsdóttir, Valur Gunnarsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Gunnar Sigmarsson, Ólafína Ólafsdóttir, Birgir Guðnason, barnabörm og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, ÓSVALDS GUNNARSSONAR, Fannafold 46. Reykjavík Svanhildur T raustadóttir, Margrét Pétursdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, Sif Kristjánsdóttir, Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, Vésteinn Marinósson, Árni Þór Ósvaldsson, Ásta Ósvaldsson, Silja Dögg Ósvaldsdóttir, Valgeir Magnússon Edda Einarsdóttir, Rögnvaldur Gíslason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.